Morgunblaðið - 27.05.1990, Page 22
22 C
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1990
SLÉTTUÚLFAR
SÍÐAN Brimkló leið, hefur enginn tekið upp merki
sveitarinnar; að leika íslenska rokk/popptónlist með
kántríívafi. A því verður þó breyting-, því framundan
er breiðskífa með slíkri tónlist.
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
Sléttuúlfar Sigurður upptökumaður, Pálmi, J.B. Cole
og Björgvin í Sýrlandi.
Björgvin Halldórsson
leiddi Brimkló á sínum
tíma, en hann hefur ekki
farið dult með áhuga sinn á
bandarískri sveitatónlist.
Hann fék til liðs við sig
Pálma Gunnarsson, Guðlaug
Briem og Gunnar Þórðarson.
„Vinnuheiti hljómsveitarinn-
ar er Sléttuúlfarnir,“ sagði
Björgvin í stuttu spjalli.
Hann sagðist hafa verið orð-
inn hundleiður á hljóðgervla-
tónlist og tölvum og fengið
þá hugmynd að taka upp
gamaldags hljómsveitarplötu
með kátrítónlist. Hann kall-
aði því saman félaga sína og
þeir æfðu saman áður en
farið var í hljóðver að taka
upp.
Til að gefa plötunni réttan
kántriblæ fengu þeir svo til
liðs við sig stálgítarleikarann
snjalla J.B. Cole, sem lék inn
á plötu hjá Brimkló fyrir 13
árum.
— Verður þetta einskonar
Brimklóarplata?
„Nei, nei. Þetta er hrárra,
það er meiri gítar og við er-
um með harmonikka. Við
vildum hafa þetta
kántrí/rokkblöndu; einskon-
ar tex-mex-tónlist. í fyrstu
stóð til að fara til Memphis,
en þá hefði kántríandinn
líklega orðið of sterkur. Við
vildum hafa þetta íslenskt.“
Lögin á plötunni eru eftir
Björgvin, Gunnar, Magnús
Kjartans, og Magnús Eiríks-
son, „allt nýtt, utan eitt gam-
alt lag sem mig langaði allt-
af að taka upp með kántr-
íblæ“.
— Hver ræður?
„Ég á að heita útsetjari
og upptökustjóri, en allar
ákvarðanir eru teknar í sam-
einingu og við útsettum
þetta saman.“
Sléttuúlfarnir eru svo að
velta því fyrir sér að fara
af stað í sumar og leika þá
á einhveijum tónleikum, en
platan er væntanleg í haust.
HRÓARSKELDU-hátíðin,
sem stendur frá 28. júní til 1.
júlí, er stærsta rokkhátíð sum-
arsins í Evrópu og nú má segja
að komin sé lokamynd á dag-
skrána. Að þessu koma fram
Bob Dylun, The Cure, Midn-
ight Öil, Sinéad O’Connor,
Ry Cooder, Nic Cave, The
The, JeffHealey, Little Feat,
The Cramps, Deacon Blue,
Salif Keita, Red Hot Chili
Peppers, They Might Be
Giants, 24-7 Spyz, Gorky
Park, Faith no More, Disn-
eyland after Dark, De La
Soul, Ian McCuIlough og 45
sveitir til viðbótar.
GRIPINN
GLOÐVOLGUR
Jón Símonarson, söngv-
ari Bootlegs á Hótel Borg
17. maí.
Jón Símonarson vakti
fyrst athygli sem söngvari
Nabblastrengja, sigursveitar
Músíktilrauna Tónabæjar í
apríl sl. Sveitarmenn í Boot-
legs heyrðu í honum og
fengu hann til liðs við sveit-
ina og á Hótel Borg, á
þriggja ára afmælistónleik-
um Bootlegs, kom hann fyrst
fram með sveitinni. Jón er
með klassíska þungarokks
öskurrödd og á eftir að bæta
þessa fremstu þungarokk-
sveit íslands, enda tvímæla-
laust einn efnilegasti rokk-
söngvari landsins.
DÆGURTONLIST
Hvab getúr Fleetwood Mac lifab lengi?
Þríggfa úratuga
poppstreð
F AAR hljómsveitir hafa lifað eins lcngi í sviðsljós-
inu og Fleetwood Mac, sveitin sem var í framlinu
breska blúsins á sjöunda áratugnum, poppsins á
þeim áttunda og níunda og gæti eins átt eftir að
balda sínum sess á tiunda áratugnum.
Fleetwood Mac sendi ný-
verið frá sér sína sext-
ándu breiðskífu á tuttugu
og þremur árum, sem eru
ekki mikil afköst miðað við
marga
aðra tón-
listar-
menn. Það
eru þó fáir
sem seit
hafa fleiri
plötur og
haldíð vin-
sældum
eins samfellt, þó til þess að
gera það mögulegt hafi
sveitin þurft að ganga í
gegnum sífelldar manna-
breytingar.
Fleetwood Mac var stofn-
uð 1967 og þá sem dæmi-
gerð bresk rafblússveit.
Stofnendur voru gítarhetjan
Peter Green, slidegítarleik-
arinn Jeremy Spencer,
trymbillinn Mick Fleetwood
og bassaleikarinn John
McVie. Í dag eru þeir Fleet-
wood og McVie eftir, en
reyndar er Mick Fleetwood
sá eini sem hefur verið í
sveitinni alla tíð og það þó
hann eigi enn eftir að semja
lag. Hann hefur alla tíð
haldið sveitinni saman og
rekið hana, ef svo má segja.
Fyrstu plötur sveitarinn-
ar voru blúsplötur með
poppívafi og af annarri plöt-
unni sló rækilega í gegn
lagið Albatross, en annað
lag af plötunni sem náði
miklum vinsældum og átti
eftir að ná enn hærra í flutn-
ingi annarra var Black
Magic Woman. Peter Green
var alla tíð t litlu tilfinninga-
legu jafnvægi og svo fór að
hann hvarf á tónleikaferð í
Þýskalandi og gekk til liðs
við kristinn strangtrúar-
söfnuð. Upp frá því var
mannaskipan sveitarinnar
afskaplega fjölbreytt og
veraldargengi hennar ekki
síður.
1970 gekk í sveitina tón-
listarparið Lindsey Buck-
ingham og Stevie Nicks.
Þau breyttu sveitinni mjög
og því viðeigandi að fyrsta
platan eftir að þau gengu í
sveitina sHyldi vera kölluð
Fleetwood Mac, en sú plata
seldist í fimm milljónum ein-
taka. Næsta plata á eftir,
Rumours, sló öll sölumet
árið sem hún kom út; seld-
ist t yfir tuttugu og fimm
milljónum eintaka 1977.
Eina plata sem selst hefur
eftir Ámo
Motthiasson
Fleetwood Mac Sífelld endurnýjun.
betur er Thriller Michaels
Jacksons. Árin sem á.eftir
fylgdu voru mikil svall og
svínarísár, að sögn Mick
Fleetwoods í nýlegu viðtali.
Það var ekki auðvelt. að
fylgja eftir slíkri plötu og
það var ekki fyrr en tveimur
plötum stðar sem sveitin
náði sér á strik á ný. Manna-
breytingar hafa einnig orðið
í sveitinni og Lindsey Buck-
ingham, sem var einn helsti
lagasmiður hennar, er hætt-
ur. í hans stað voru ráðnir
tveir gítarleikarar og söngv-
ara og er mál gagnrýnenda
að enn hafí Fleetwood Mac
tekist að fóta sig á tónlistar-
svellinu og taka skref
framávið; sveitinni sé ekk-
ert að vanbúnaði að halda
haus vel fram á næsta ára-
tug.
Plota frá Stjórninni
HUÓMSVEITIN Stjórnin
sendi frá sér sína fyrstu
breiðskífu í vikunni. Sú
heitir Eitt lag enn, en plöt-
unni eru tíu lög og ellefu
á geisladiskinum. Skífan
gefur út.
Velflest lög plötunnar eru
íslensk og eftir ýmsa
höfunda. Hörður G. Olafs-
son, höfundur títillagsins, á
tvö lög til viðbótar. Þijú eru
eftir Jóhann G. Jóhannsson.
Meðal þeirra er Landslagið
1989, Við eigum samleið.
Eitt laganna er eftir Friðrik
Karlsson og annað eftir Eyj-
ólf Kristjánsson. Tvö lög eru
erlend með íslenskum text-
um. Aukalagið á geisladisk-
inum er I sveiflu eftir Grétar
og Karl Örvarssyni.
Stjórn upptöku á Einu lagí
enn annaðist Jón Kjell Selj-
seth. Hann sá um útsetning-
ar með Stjórninni, um hljóð-
blöndun með Gunnari Smára
Helgasyni og lék á hljómborð
og annaðist forritun. Gunn-
laugur Briem lék á trommur
og slagverk og Helga Möller
söng raddir. Upptökumenn
plötunnar voru Gunnar
Smári, Óskar Páll Sveinsson
og Sveinn Kjartansson. Eitt
lag enn var hljóðrituð í Hljóð-
rita í mars og í apríl í ár.
Þess má og geta að
frammistaða Stjórnarinnar í
Evrópusöngvakeppninni
vakti á henni mikinn áhuga
ytra. Sænska hljómplötuút-
gáfan Scranta hefur þegar
gefið út tveggja laga plötu
staðar á Norðurlöndunum
með lögunum One more song
á A-hlið og Eitt lag enn á
B-hlið. Þá er unnið að því
að stóra platan verði gefin
út á Norðurlöndunum og
víðar um Evrópu síðar í sum-
ar og er verið að snúa texum
á ensku.
Stjómin gerir víðreist um
landið í sumar, það er að
segja í maí, júní og júlí og
leikur á dansleikjum um
helgar. í ágúst, strax að lok-
inni verslunarmannahelg-
inni, heldur hljómsveitin utan
til tónleikahalds og fylgir þar
með eftir útkomu stóru plöt-
unnar annars staðar á Norð-
urlöndunum. Þegar er afráð-
ið um hljómleikaferðir um
Danmörku og Noreg og verið
að vinna að frekari ferðalög-
um víðar, sem og útgáfu
plötunnar utan Norðurland-
anna.
Þá hefur Stjóminni verið
boðið að kom'a fram í norsk-
um sjónvarpsþætti, Mom-
arkedet, sem gerður er til
styrktar Rauða krossinum.
Þátturinn er sá viðamesti
sem sendur verður út í Nor-
egi og er honum dreift um
alla Skandinavíu sem og til
Danmerkur og Finnlands.
Fastagestur þessa þáttar á
hveiju ári er sigurvegari evr-
ópsku söngvakeppninnar.
Þegar hefur verið staðfest
að Tina Tumer kemur einnig
fram í þættinum sem og
margar fleiri stjörnur.
Plata vikunnar er tón-
leikaplata Marianne Fa-
ithfull, Blazing Away.
Marianne Faithfull, hef-
ur kynnt sér af eigin raun
allt hið versta sem fylgt
getur popplífinu. Hún sló í
gegn sem lagskona Mick
Jaggers 1964 með lagið
As Tears Go By og hvarf
síðan sjónum í dóprugl.
Marianne sneri aftur í
sviðsljósið með ótrúlega
byltingarkennda plötu,
Broken English, 1979. Á
Blazing Away rekur hún
tónlistarsögu sína frá 1964
af miskunnarlausri hrein-
skilni og syngur sín helstu
lög í bland við ný.