Morgunblaðið - 27.05.1990, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1990
C 25
Sigurbjörn A. Haralds-
son, Akranesi
Fæddur 7. janúar 1919
Dáinn 20. maí 1990
Allt er í heiminum hverfult. Að
setjast niður og ætla sér að skrifa
minningabrot um elsku frænda
minn er mér erfitt, því það er svo
margt sem kemur upp í huga minn.
Þegar síminn hringdi á sunnudags-
morguninn og Lilja, konan hans,
segir mér að hann Bjössi væri dá-
inn, þá fannst mér ég standa á
vegamótum. Vissum kafla í lífí
mínu er lokið.
Ég var svo heppin að ég náði í
endann á baðstofutímabilinu, sem
er í minningunni mjög áhugaverður
tími, því þar var ekkeri kynslóða-
bil. Þar voru allir saman. Það var
hlustað á útvarpið við lítið ljós og
snarkið í ofninum, eða spjallað sam-
an um daginn og veginn, eða bara
það sem gerðist þann daginn og
þá vorum við börnin virk í umræð-
unni. Við systurnar fengum að láta
okkar álit í ljós og var tekið mark
á okkur. Allavega fundum við ekkj
annað og vorum upp með okkur. I
baðstofunni átti hver sitt rúm. I
Bjössa rúmi þótti mér best að sofa.
Hann breiddi svo vel ofan á mig.
Svo var svo skrýtinn svipur á hon-
um þegar ég var að segja honum
sögur, sem voru auðvitað frum-
samdar og aldrei settar á blað. Ég
held að hann hafi verið að hlæja
að mér en það skiptir ekki máli.
Hann hlustaði. Er það ekki þessi
hlýja og virðing við börn sem vant-
ar í dag?
Svo fann hann Bjössi sér konu,
mjög góða konu, Lilju Guðmunds-
dóttur. Mikið var gaman að fylgjast
með þegar þau fóru að búa og svo
komu auðvitað börnin. Mikið var
ég frænkan stolt þegar fallega
frænka mín fæddist og að fá að
passa hana var mér unun.
Lilja og Bjössi bjuggu lengi á
Stóru-Býlu í Innri-Akraneshreppi.
Þar var þröngt en samt alltaf nóg
pláss og alltaf fínt og pússað. Börn-
in urðu 5. Eist er Hafdís, þá Guð-
rún, Haukur, Guðmundur og Reyn-
ir. Barnalán er mikil gjöf og var
Bjössi stoltur af barnahópnum
sínum. Kynslóðir koma og kynslóð-
ir fara. Við eigum þessari eldri
kynslóð mikið að þakka. Við sem
yngri erum eigum þessari eldri kyn-
slóð mikið að þakka því þetta eru
þeir sem ruddu brautina og settu
svip sinn á bæinn.
Sigurbjörn Aðalsteinn Haralds-
son var einn þessara manna. Hann
mátti muna tímana tvenna, því svo
ótal margt hefur breyst á þessum
árum. Það er því skylda okkar
yngra fólksins að doka við og
hugsa, heimta ekki allt og finnast
ekki allt sjálfsagt. Við eigum að
heiðra minningu þeirra sem tóku
þátt í uppeldi okkar og mótuðu á
vissan hátt þær persónur sem í
okkur eru.
Hann Bjössi stundaði fjárbúskap
með sinni vinnu því skepnur voru
hans líf og yndi og koma í fjárhús-
in hans var lærdómur út af fyrir
sig, því snyrtimennska og reglusemi
var þar á öllum hlutum. Það var
honum svo eiginlegt að hafa allt í
röð og reglu.
Nú vil ég þakka mínum elskulega
frænda allt sem hann var mér og
mínum og biðja Guð að geyma hann
þangað til við hittumst næst.
Veri hann kært kvaddur og Guði
falinn. Þess biður frænka hans,
Elísabet G. Jónsdóttir
Klara M.
Arnars-
dóttír
Sárt er að hugsa til þess að elsku-
lega móðursystir okkar, Klara M.
Arnarsdóttir, sé dáin langt fyrir
aldur fram. Okkur systkinin langar
til að kveðja Klöru frænku með
nokkrum fátæklegum orðum.
A)drei er svo bjart
yfir öðlingsmanni
að eigi geti syrt
eins sviplega og nú
og aldrei er svo svart
yfir sorgarranni
að eigi geti birt
fyrir eilífa trú.
(Matthías Jochumsson)
Við vitum öllum hversu sárt það
er að missa einhvem nákomin, en
við vitum öll að nú líður Klöru
frænku vel og er í góðum höndum.
Elsku Auðunn, Hjördís, Siggi,
Arnar og Eva Hrönn, megi guð
styrkja ykkur öll á þessari sorgar-
stund.
Eva Arna, Hermann
Friðlín Björk.
Myndlistarmm alhugið
Umsóknum um sýningarsal Norræna hússins
fyrir árið 1991 skal skilað fyrir 17. júní 1990.
Umsóknir með upplýsingum um menntun og
fyrri sýningar sendist
Lars-Áke Engblom, forstjóra,
Norræna húsinu, 101 Reykjavík.
NORR4NA HUSIÐ POHJOLAN TAIO NORDENS HU5
TILBOÐ OSKAST
i Ford Bronco U-15 2x4 árgerð '84, Ford Ltd Crown Victoria árgerð ’85
og aðrar bifreiðar er verða sýndar á Grensásvegi 9,
þriðjudaginn 29. maí kl. 12-15.
Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 15.00.
Sala varnarliðseigna.
HVITASUNNUFERÐ
í SÓLINA Á
MALLORKA
Sérstök vikuferð um hvítasunnuna
29. maí til 5. júní (aðeins 4 vinnudagar).
Gistverðurá hinum frábæru rai|altur hótelum.
Og verðin ættu ekki að spilla fyrir:
4 í íbúð 27.900*
3 í íbúð 29.600*
2 í íbúð 34.400*
2 í stúdíó 30.600*
*
*VerS pr mann og miðast við staðgreiðslu.
FERÐIRNAR 5., 12., 19. OG 26. JÚNÍ
ERU AÐ FYLLAST.
Hafðu samband strax
ef þú ætlar með!
DAGFIUG
dTWtVTIK
HALLVEIGARSTÍG 1, SÍMI 28388 OG 28580
■■■MaaaaMMaaaHHaMaaaBu
aMmuai
FABKC3RT