Morgunblaðið - 01.06.1990, Síða 4

Morgunblaðið - 01.06.1990, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 1990 Reisugildi í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag Fulltrúi Kvennalistans ekki viðstaddur í TILEFNI þess að þakviðir Ráðhúss Reykjavíkur hafa ver- ið reistir, heldur Davíð Oddsson borgarstjóri reisugildi í dag, 1. júní. Hófið hefst kl. 16.20 og er til þess boðið borgarstjórn, embættismönnum borgarinnar, starfsmönnum sem hafa unnið við byggingu hússins og því starfsfólki borgarstjórnar sem kemur til með að starfa í Ráð- húsinu. Gestirnir munu skoða húsið og þiggja veitingar í Odd- fellowhúsinu að því loknu. Kvennalistinn hefur til- kynnnt að fulltúi hans muni ekki verða meðal gesta í reisu- gildinu vegna andstöðu listans við byggingu Ráðhússins. Framkvæmdir eru í fullum gangi við ráðhúsið. Lokið er við að leggja álklæðningu á syðri hluta hússins og undirbúningur vel á veg kominn með norðurhlu- tann. Endanlegum frágangi þaks- ins lýkur í haust og á svipuðum tíma verður lokið við að setja gler í alla glugga hússins og vinnupall- ar teknir niður. Þegar er farið að móta fyrir tjörninni sem verður við gafl norðurhluta byggingar- innar. Myndin hér að neðan af Ráð- húsi Reykjavíkur er gerð eins og horft sé að inngangi Ráð- hússins á horni Vonarstrætis og Tjarnargötu. Lítil tjörn verður fyrir framan innganginn og við hana mosavaxinn veggur og mun vatn renna niður hann í sífellu. Vinstra megin sjást útlínur verðlaunateikningar Alþingishúss. Hægra megin eru útlínur hússins við Tjarnargötu 10. A Ijósmyndinni hér til hliðar sést er lokið er við að reisa þakviði Ráðhúss Reykjavíkur. VEÐUR ÍDAGkl. 12.00 Heimild: Veöurstofa íslands (Byggt á veöurspá kl. 16.15 í gær) VEÐURHORFUR f DAG, 1. JÚNl' YFIRLIT í GÆR: Um 400 km suður af Ingólfshöfða er 995 mb lægð sem þokast norðaustur og grynnist, en víðáttumikil 970 mb lægð um 1.000 km suðvestur af Hvarfi þokast norðnorðaustur. SPÁ: Fremur hæg norðaustlæg átt. Rigning eða súld við austur- ströndina, þokubakkar á annesjum norðanlands, en þurrt og víðast bjart veður í öðrum landshlutum. Fer að þykkna upp vestanlands annað kvöld. Hiti 8-14 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG: Hæg breytileg átt. Víða bjart veður, en þó hætt við síðdegisskúrum á Suður- og Suðausturlandi. Hiti 10 til 17 stig að deginum. HORFUR Á SUNNUDAG: Hægviðri og skýjað með köflum. Hætt við skúrum víða um land. Áfram fremur hlýtt í veðri. TÁKN: Heiðskírt '^ÍéÉI Hálfskýjað Skýjað Alskýjað A Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / r r r r r / Rigning r r r jQ Hitastig: 10 gráður á Celsius \J Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * # * ’, ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur [~F Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hitl veóur Akureyri 8 súld Reykjavík 12 skýjað Bergen 11 skýjað Helsinki 15 skýjað Kaupmannahöfn 18 alskýjað Narssarssuaq 5 skýjað Nuuk 1 skýjað Ósló 17 skýjað Stokkhólmur 19 hálfskýjað Þórshöfn 9 þoka Algarve 25 skýjað Amsterdam 20 léttskýjað Barcelona 22 léttskýjað Berlín 19 léttskýjað Chicago 11 heiðskírt Feneyjar 22 þokumóða Frankfurt 22 hálfskýjað Glasgow 15 rigning Hamborg 21 hálfskýjað Las Palmas 23 skýjað London 22 skýjað Los Angeles 14 léttskýjað Lúxemborg 21 hálfskýjað Madríd 26 léttskýjað Malaga 24 skýjað Mallorca 27 léttskýjað Montreal 11 skýjað New York 13 léttskýjað Orlando 24 heiðskirt París 23 léttskýjað Róm vantar Vín 17 skúr Washington 16 skýjað Winnipeg 16 skýjað Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn í Kópavogi: Drög að málefiiasamn- ingi verða kynnt fiill- trúaráðum kl. 18 í dag Meirihluti A- og F-lista á Siglufirði FUNDI sjálfstæðismanna og framsóknarmanna í Kópavogi í gær- kvöldi lyktaði þannig, að ákveðið var að Ieggja drög að málefha- samningi um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn fyrir fulltrúaráð flokkanna klukkan 18 í dag. Gunnar Birgisson oddviti sjálfstæðis- manna sagði í gærkvöldi að ekki væri tímabært að greina frá innihladi samningsins fyrr en fulltrúaráðin hefðu fjallað um liann. Samþykki fundir fulltrúaráðanna drögin, verður myndaður meiri- hluti þessara flokka í bæjarstjórn Kópavogs. Meirihluti Alþýðuflokks og óháðra var myndaður í bæjarstjórn Sigluíjarðar í gær. Kristján L. Möller af A-lista verður forseti bæjarstjórnar og Björn Valdimars- son af F-lista verður bæjarstjóri. Skrifað var undir málefnasamn- inginn klukkan 15.30 í gær, en enn eiga félagsfundir listanna eft- ir að samþykkja hann. Á Akranesi var „rífandi gang- ur“ í viðræðum A- og B-lista í gærkvöldi, að sögn Gísla S. Ein- arssonar, A-lista. Næsti fundur aðila er boðaður á þriðjudag. í.gærkvöldi ákváðu sjálfstæðis- menn í Borgarnesi að hætta við- ræðum við framsóknarmenn og hefja viðræður við alþýðuflokks- menn um myndun meirihluta í bæjárstjórn. A- og D-listi hafa ekki áður myndað meirihluta í Borgarnesi og segir Sigrún Símon- ardóttir, efsti maður D-listans, reynt að mynda þennan meirihluta vegna þrýstings stuðningsmanna beggja listanna. I Ólafsvík eru viðræður sjálf- stæðis-, framsóknar- og alþýðu- bandalagsmanna „á réttri leið,“ að sögn Björns Arnaldssonar, D- lista. Búist er við niðurstöðu eftir helgina. I Grundarfirði taka menn meiri- hlutamyndunina rólega, að sögn Friðgeirs Hjaltalín, B-lista. Að ósk G-listans hefjast viðræður fram- sóknar- og alþýðubandalags- manna í dag. Friðgeir segir að ekki sé búið að útiloka neinn möguleika á meirihlutamyndun af hálfu framsóknarmanna. Á ísafirði var enn í gærkvöldi unnið að gerð málefnasamnings D- og A-lista. í-listinn hafði sent bréf til D-listans og boðið viðræð- ur án skilýrða, en áður hafði slitn- að upp úr viðræðum þeirra vegna ágreinings um bæjarstjóraemb- ætti sem í-listinn gerði kröfu um. Sjálfstæðismenn svöruðu bréfi I- listans á þann veg, að viðræður stæðu við A-listann og væri ekki rætt við aðra á meðan. Á Akureyri stóðu viðræður sjálfstæðis- og alþýðubandalags- manna enn um miðnætti. Fundar- menn bjuggust við að halda áfram fram eftir nóttu og halda fundum síðan áfram í dag. Á Húsavík var í gærkvöldi langt komið með drög að málefnasamn- ingi B- og D-lista, að sögn Þor- valdar Vestmanns Magnússonar, D-lista. Hann sagði það skýrast í dag hvort af samkomulagi verður og þá munu félagsfundir fjalla um samkomulagsdrögin. Á Eskifirði verður fundur í dag með alþýðubandalags- og fram- sóknarmönnum og hafa þeir boðið alþýðuflokksmönnum að eiga aðild að meirihlutaviðræðum. Alþýðu- flokksmenn hafa þegið boðið. Samkomulag er um meirihluta- samstarf D- og K-lista á Selfossi, en eftir er að ganga frá málefna- samningi. Gengið verður frá drög- um að samningi í dag og er gert ráð fyrii' að hann verði lagður fyr- ir fundi listanna á þriðjudag. Ákveðið var að bjóða Karli Björns- syni bæjarstjóra að gegna því starfi áfram. Framsóknarmenn í Keflavík ákváðu í gærkvöldi að ræða við sjálfstæðismenn um meirihluta í bæjarstjórn og hefjast viðræður í dag. I Njarðví ræðast sjálfstæðis- menn og félagshyggjumenn af N-lista við og eru aðilar vongóðir um að ná saman. Búist er við nið- urstöðu eftir helgina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.