Morgunblaðið - 01.06.1990, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 1990
Sigurður Markússon:
Viðskiptasam-
bönd ekki í hættu
FRAMLEIÐSLA á frystum þorski á vegum Sjávarafurðadeildar Sam-
bandsins er heldur meiri það sem af er árinu en á sama tíma í fyrra.
Hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna minnkaði framleiðslan, eins og
fram kom í Morgunblaðinu s.l. miðvikudag, og sagði Friðrik Pálsson
forsljóri að erfitt væri orðið að sinna viðskiptasamböndum fyrirtækis-
ins á æskilegan hátt. Sigurður Markússon, framkvæmdastjóri Sjávaraf-
urðadeildarinnar, telur að viðskiptasambönd séu ekki í hættu hjá fyrir-
tækinu vegna þess að samdráttur hafi ekki orðið í þorskframleiðslu
á vegum þess auk þess sem það sé ekki bundið af neinum stórum
fyrirframsamningum.
Framleiðsla á frystum þorski á
vegum Sjávarafurðadeildarinnar
hefur aukist um 1% þar sem af er
þessu ári miðað við sama tíma í
fyrra, framleiðslan í ár er 7.400 tonn
á móti 7.300 tonnum í fyrra. Út-
flutningur hefur aukist meira þannig
að birgðir eru mjög litlar, eða innan
við eitt þúsund tonn af þorski, sem
er með því minnsta sem verið hefur
hjá fyrirtækinu. Sigurður Markús-
son segir að mikil spenna sé á mark-
aðnum þar sem framboðið sé minna
en eftirspumin og hafi afurðaverðið
verið að hækka.
Heildarframleiðsla á vegum Sjáv-
arafurðadeildarinnar er 18.000 tonn
það sem af er árinu en var 19.400
tonn í fyrra. Samdrátturinn er ein-
göngu vegna lítillar grálúðufram-
leiðslu. Ef grálúðan er undanskilin
er um 15% aukning í frystingu hjá
deildinni, að sögn Sigurðar.
911 91 970 LARUS ^ VALDIMARSS0N FRAMKVÆMDASTJORI
m I I V v'k I 0 / U KRISTINNSIGURJÓNSSON,HRL.loggilturfasteignasali
Til sölu er að koma meðal annarra eigna:
Með útsýni yfir borgina og nágrenni
Mjög góð 2ja herb. íb. á 1. hæð 57,7 fm auk geymslu og sameignar
í lyftuh. við Dúfnahóla. Ágæt sameign. Geymsla í kj. Verð aðeins kr.
4,3 millj.
Nokkrar íbúðir lausar strax
Nokkrar góðar 3ja og 4ra herb. íb. í borginni.
Ennfremur góð 4ra herb. íb. i vesturborginni. Húsnæðisl. kr. 2,1 millj.
Sumarhús á Hellu
Endurbyggt timburh. 60,2 fm nettó. Hitaveita, rafmagn, sími. Gott
lán. Margskonar eignaskipti. Góð kjör.
Sjómaður á aflaskipi
óskar eftir 3ja-4ra lierb. ib. í Hafnarfjrði. Má vera lítið einbýli. Góð
útborgun.
í borginni óskast
gott skrifstofuhúsn. 100-300 fm. Til eigin nota.
• • •
Opið á laugardaginn.
Kynnið ykkur laugardags-
auglýsinguna.
AIMENNA
FASTEIGWASALAH
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
Edda Jónsdóttir ásamt nokkrum verka sinna.
Sýning á verkum Eddu Jónsdóttur:
Yörður á Listahátíð
VÖRÐUR, er yfirskrift sýningar á verkum Eddu Jónsdóttur, sem
hefst í Gallerí Sævars Karls við Bankastræti í dag. Þrettán vatns-
litamyndir og fimm skúlptúrar eru á sýningunni, öll unnin á þessu
og síðasta ári. Þetta er tiunda einkasýning Eddu en auk þess
hefiir hún tekið þátt í fjölda samsýninga. Sýningin er haldin í
tengslum við Listahátíð og stendur til 29. júní.
„Ég hef reynt að halda nálægð-
inni við myndefnið. Þetta eru frek-
ar „hljóðar" myndir, ekki neinar
Wagner óperur eða hetjumálverk
á veggjum. Þessi sýning er meira
í ætt við kammermúsík eða Ijóð,“
segir Edda um verkin á sýning-
unni. En hvers vegna vörður?
„Vörður hafa lengi verið mér hug-
leiknar. Um nokkurra ára skeið
gekk ég af og til með gönguklúbb
á Reykjanesinu og fór þá að taka
eftir þessum fallegu vegvísum
sem eru um allt land. Með vörðun-
um finnst mér ég vera komin með
kjarna í hendurnar sem ég ætla
að vinna áfram úr. Ég tengi vörð-
urnar við ýmislegt sem ég hef
verið að hugsa um; til dæmis þörf-
ina fyrir að fara og geta komið
aftur. Ég hef sterka þrá til að
upplifa og finna nýja lykt, liti,
fólk, lönd. Mér finnst gott að fara
og heimsækja annan menningar-
heim en þann sem ég bý við og
það geri ég eins oft og ég get,“
segir Edda en hú er á förum til
Grikklands, þar sem hún ætlar
að dvelja í mánuð; velta fyrir sér
formum og skissa. Á döfinni er
þátttaka í norrænni samssýningu
í Danmörku auk þess sem Edda
hefur nýlokið við grafíkmyndröð
sem hún sendi inn í samkeppni í
Þýskalandi.
Edda er kunnust fyrir grafík-
verk en að þessu sinni sýnir hún
vatnslitamyndir og skúlptúra úr
steini og gleri. Hún segir þá frek-
ar í ætt við drög að skúlptúrum
en það gæti vel farið svo að hún
sneri sér í ríkari mæli að þeim.
„Verkin á sýningunni eru í beinu
framhaldi af því sem ég hef verið
að gera. Hjálma hef ég notað
þónokkuð sem myndefni. Form
þierra er ekki langt frá vörðunni,
þó þeir hafi frekar verið til skjóls
en til að vísa veginn í myndum
mínum. Þá hef ég einnig tilhneig-
ingu til að vinna myndraðir frem-
ur en einstakar rnyndir."
Sýningin er fremur smá í snið-
um en Edda segist ekki óttast að
hún hverfí í öllu því umstangi sem
óneitanlega fylgi Listahátíð. „Ég
er ekki í samkeppni við einn né
neinn, ég hef gaman af að sjá
myndirnar mínar í þessu rými.
Þetta er ltið, fallegt gallerí, eitt
hið fallegasta hérlendis. Mér
fínnst það virðingarvert framtak
af Sævari Karli að reka galleríið
í tengslum við verslunina, það
hefur hýst margar fallegar sýn-
ingar. Ég gleðst yfír því að fá að
sýna hér, því hér er ekkert truflar
sýningargestinn."
c
Mes
1. Sætaferöir tii Kefiavíkurflugvallar, kr. 2000 pr. sæti.
Sækjum farþega heim og ökum til Leifsstöðvar og öfugt.
2. Fyrir brúökaup og önnur hátíöieg tækifæri.
3. Sendum bíla í feröir hvert á land sem er gegn fyirfram umsömdu veröi.
4. Gerum tilboö í allan akstur okkar út um allt land fyrir 5-9 farþega.
Bílstjorarnir tala ensku, þýsku og Norðurlandamál.
Símar í öllum bílum.
Kynniö ykkur hagkvæma greiðsluskilmála.
Kreditkortaþjónusta. Opiö frá kl. 7-23.00.
B.P.
Malarhöfða 2, sími 674040