Morgunblaðið - 01.06.1990, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 01.06.1990, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 1990 11 Allir í hnapp í Moskvu ___________Skák______________ Margeir Pétursson LAJOS Portisch, hinn gamal- reyndi 53ja ára gamli ungverski stórmeistari, komst upp í efsta sætið í sjöundu umferð lokaúr- tökumóts heimsbikarkeppninnar í Moskvu. Hann vann landa sinn Sax og náði þar með Sovétmann- inum Bareev að vinningum. En það verður mjótt á mununum í siðustu flórum umferðunum, drjúgur helmingur þátttakenda á ennþá möguleika á að hreppa eitt af þeim tólf sætum sem gefa þátttökurétt í næstu heimsbikar- keppni. Þeirra á meðal eru bæði Jón L. Arnason og Jóhann Hjart- arson, sem láta engan bilbug á sér finna þrátt fyrir harðvítuga mótspymu. Föstudag, laugardag og sunnu- dag verða 8.-10. umferðir mótsins tefldar, frí er á mánudaginn, en lokaumferðin, sú sem öllu máli mun skipta, verður á þriðjudaginn. Við skulum líta á stöðuna á mótinu. Það skiptir sköpum við skoðun hennar að aðeins fimm efstu Sovét- mennirnir komast áfram en hin sjö sætin munu falla í skaut annarra þáttta'kenda. Jón L. Árnason er nú í hópi þeirra sjö: 1.-2. Bareev og Portisch 5 v. af 7 mögulegum, 3.-6. Speelman (Englandi), Psakhis (ísrael), Gelfand og Azmaiparas- hvili (báðir Sovétríkjunum) 4'/z v. 7.-19. Jón L. Árnason, Chandler (Englandi), Nikolic (Júgóslavíu), DeFirmian (Bandaríkjunum), Á. Sokolov, Beljavsky, Dolmatov, Kha- lifman, Vaganjan, Dorfman, Chem- in, Polugajevsky og Eingorn (allir Sovétríkjunum) 4 v. 20.-27. Jóhann Hjartarson, Sax (Ungverjalandi), Gulko og Seiraw- an (báðir Bandaríkjunum), M. Gurevich, Ivanchuk, Akopjan og Malanjuk (allir Sovétríkjunum) 3 'U v. Athygli vekur að stigahæstu þátttakendurnir, þeir Vassily Ivan- chuk og Mikhail Gurevich, eru að- eins í miðjum hópi þátttakenda og verða að ná mjög góðum enda- spretti til að eiga möguleika. Við skulum líta á vinningsskák Jóhanns Hjartarsonar á mótinu. Andstæðingur hans er kunnastur fyrir að hafa orðið í öðru sæti á eftir Karpov í heimsmeistarakeppn- inni í atskák 1988 (hálftímaskák) og í þessari skák gerir hann þau mistök að tefla hratt og áætlunar- laust í miðtaflinu. Hvítt: Viktor Gavrikov Svart: Jóhann H(jartarson Drottningarindversk vörn l.d4 - Rf6 2. Rf3 - e6 3. c4 - b6 4. g3 - Ba6 5. Da4 - Bb7 6. Bg2 — c5 7. dxc5 — Bxc5 8. 0-0 - 0-0 9. Rc3 - Be7 10. Bf4 - Ba6 11. Hadl - Rc5 12. Dc2 - Dc8 13. Hd4!? Bandaríski stórmeistarinn Max Dlugy hefur dálæti á þessu afbrigði og þessi undarlegi leikur er runninn undan rifjum hans. 13. - d5 14. cxd5 - exd5 15. Hddl - Rce4 16. Be5 - Df5! Þetta er betra en 16. — De6 17. Rb5! — Hac8 18. Dbl sem gafst vel á hvítt í skákinni Dlugy-A. Ivanov, bandaríska meistaramótinu í fyrra, en Jóhanni var reyndar ekki kunnugt um þá skák. 17. b3 - Hfd8 18. Rb5 - Bc5 19. Rbd4 - Dd7 20. Bf4 - h6 21. Db5 - Dxb5 22. Rxb5 - a6 23. Rbd4 - He8 24. Rb3? Hvítur teflir án áætlunar og eft- ir þetta leiktap er Jóhann fljótur að ná frumkvæðinu: 24. - a5 25. Rbd4 - Ba6 26. Hcl - Had8 27. a3 - Rg4 28.h3 Hvítur vill láta reyna á það hvort fórnin á f2 standist, endá er ekki auðvelt að benda á betri leiki í þess- ari þröngu stöðu. 28. — Rgxfö 29. Hxf2 — Rxf2 30. Kxf2 - Bxe2 31. Hd2 - Bxf3 32. Kxf3 Gavrikov hafði yfirsézt að eftir 32. Bxf3 vinnur svartur mann með hinum skemmtilega leik 32. — Hc8. 32. - Hel 33. Re2 - He8 34. Hc2 - H8xe2 35. Hxe2 - Hxcl og svartur er kominn út í endatafl með tveimur peðum yfir, sem þó tekur nokkurn tíma að vinna. Gav- rikov gafst upp í 74. leik. Frammistaða hins 23ja ára gamla Sovétmanns Evgeny Bareevs hefur vakið verðskuldaða athygli og líklegt að hann nái að taka sæti af mun frægari löndum sínum. Það var þó nokkur heppnisbragður á því hvernig hann komst á toppinn, en það gerðist með sigri í æsispenn- andi og skemmtilegri skák í sjöttu umferð: Hvítt: Gyula Sax Svart: Evgeny Bareev Frönsk vörn l.e4 - e6 2.d4 - d5 3. Rc3 - Rf6 4. Bg5 - Be7 5. e5 - Rfd7 6. h4!? Aljekín-Chatard-árásin sem kann að öðlast nýjar vinsældir eftir þessa skák. Það hefur löngum þótt nokkuð varhugavert að þiggja fórn- ina og 6. — c5 7. Rb5 hefur verið algengast.. 6. — Bxg5 7. hxg5 — Dxg5 8. Rh3 - De7 9. Rf4 - g6 10. Bd3 - Rb6 10. — Rf8? 11. Rfxd5 er þekkt gildra, en nú vinnur hvítur peðið strax til baka. 11. Bxg6! - Rc6 12. Rce2 - Bd7 13. Bd3 - 0-0-0 14. Dd2 - f6 15. exf6 - DxfB 16. c3 - e5 17. dxe5 - Rxe5 18. 0-0-0 - h5?! Hér hefði svartur átt u.þ.b. jafna stöðu eftir 18. — Rxd3+ 19. Rxd3, en í staðinn fer hann að leggja of mikið á stöðuna á kóngsvæng. 19. Bc2 - h4 20. Dd4 - Dg5 21. Kbl - Bg4?! 22. Rh3! - De7 23. f3 — c5 24. Df2 - Bxh3 25. Hxh3 - Rbc4 26. f4! - Rc6 27.f5 - R6e5 28. Rf4? Sax nagðaði sig í handarbökin eftir skákina fyrir að hafa ekki leik- ið hinum augljósa og öfluga leik 28. f6! sem vinnur peð. Nú nær svartur mótspili: 28. - Rg4 29. Df3 - Rge3 30. Rxd5? Þessi hörmulegi afleikur í tíma- hraki kostar hvít skákina. Eini leik- urinn var 30. Hd3 með tvísýnni stöðu, því hvítur lifír af eftir 30. — Rxc2 31. Kxc2 — Re5 32. De3. 30. - Rxd5 31. Hxd5 - Rd2+ 32. Hxd2 - Hxd2 33. Hhl - De2 34. Dxe2 - Hxe2 35. g4 - h3 36. f6 — h2 37. f7 — Hg2 og í þessari vonlausu stöðu féll hvitur á tíma. Búðardalur: Efsti maður Samtíðar sagði af sér EFSTI maður af lista Samtíðar í Búðardal, Kristinn Jónsson K-list- anum, hefur sagt af sér hrepps- nefndarsæti sínu í Laxárdals- hreppi. Þetta gerðist í byrjun vik- unnar, eftir að kosningaúrslit lágu fyrir. Við afsögn efsta mannsins af K- listanum, riðlast röð annarra manna á listanum þannig að hver færist upp um eitt sæti. Efsti maður verður því Guðrún Konný Pálmadóttir. K-listinn fékk þrjá menn kjörna í hreppsnefnd og myndar því meiri- hluta þar. Af D-lista voru kjörnir tveir menn. BibKudagar Um hvítasunnu gengst Skál- holtsskóli fyrir biblíudögum. Jón- as Gíslason, vígslubiskup, mun ræða efhi postulasögunnar með þátttakendum. Helgihald fer fi-am í Skálholtskirkju og messur verða í umsjá sóknarprests, séra Guð- mundar Ola Olafssonar. Biblíudagar eru nýlunda í starfi skólans. Þeim er ætlað að koma til móts við þá sem vilja kynna sér efni biblíunnar. í þetta sinn verður fetað í fótspor frumkirkjunnar. Jónas Gíslason vígslubiskup, lætur nú af störfum sem prófessor í kirkju- sögu við Háskóla Islands og tekur brátt við embætti sem vígslubiskup með aðsetur í Skálholti. Biblíudagar eru öllum opnir. Þátt- taka tilkynnist á biskupsstofu í Reykjavík. (Fréttatilkynning) f Ekki bara DAGA^ ÍDAGOGÁMORGUN X0&$eens“, heldur líka f00ffiids“! Og ítilefni þeirra höldum við PARTÝ í báðum verslunum okkar Sjáumst Póstsendum Allir ^ viðskiptavinir fá skemmtilegan glaðning beint frá ^ 0 í Hollandi 'HAT‘5 NE1W? vorylhlngl pasonw chan^o oi4i*o do wo. nnrzy ohapoa iiiwtSfihnU, nd punte. IFor ave worriors fld stroct tronir/ funky Iripas ot a dif- *r«nt coiour. otlds loo. titgorthanllfo shirta, ucctofi' oricfc for all- mbroiderod otoils, ab* Iract aymbot* weatcr snd »cKot baiics. /Ilh tbe Moxx oon in mlní. n Ihe ciaes* oom, on the leehond. Mlx hern • motch hom, mix them fieln. Thls priní... Moxx b ln tho air.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.