Morgunblaðið - 01.06.1990, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 01.06.1990, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 1990 Kemur bráðum betri tíð? eftirHákon Sigurgrímsson Mikið umræða um málefni land- búnaðarins er engin nýlunda hér á landi. Þetta þarf ekki að koma á óvart þegar þess er gætt að fram- leiðsluvörur landbúnaðarins eru á borðum hvers einasta íslendings dag hvern. Verð þeirra og gæði skipta okkur því meira máli en flestra annarra vara sem við kaup- um. Því er eðlilegt að fólk láti sig málefni landbúnaðarins miklu varða og geri til hans kröfur. Það skiptir hins vegar miklu máli fyrir alla aðila að umræðan sé raunhæf og byggð á þekkingu. Hverjir ijalla um máleíhi bænda? Forsenda málefnalegrar umræðu er staðgóð þekking á þeim málum sem fjallað er um. Ef grannt er skoðað kemur í ljós að það er býsna fámennur hópur manna í stjórn- kerfi og landbúnaðarstofnunum sem fjallar um málefni landbúnað- arins hér á landi og hefur aðstöðu til þess setja sig vel inn í þau flóknu mál sem hér eru á ferð. I raun eru það tæpast aðrir en kjörnir trúnaðarmenn bænda starfsmenn bændasamtakanna og landbúnaðarráðuneytisins auk nokkurra annarra embættismanna í stjórnkerfinu sem þessa aðstöðu hafa í sínu daglega starfi. Þetta skýrir það e.t.v. betur en flest annað hvernig stendur á því að landbúnaðarumræðan er oft á tíðum í lausu lofti. Hvers vegna? I þessu sambandi er rétt að benda á að lögum samkvæmt hafa samtök AÐ MEGRAST OGFITM ALDREI AFTUR BOKIN SEM BEDID VARI EFTIF Allt að 450 gr. þyngdartap á dag. Auðveldar uppskriftir að Ijúffengu og hollu mataræði. Varanlegur árangur. SAMTAKA NU - KROPPINN I LAG! | Skjaldborg ( ) Ármúla 23- 108 Reykjavík tttíjk iReykjavík n. , i Símar: 67 24 00 ^ t' * 6724 01 31599 launþega lengi haft rétt til áhrifa á verðlagningu búvara með tilnefn- ingu fulltrúa í Sexmannanefnd. Þennan rétt hafa þessir aðilar hins vegar ekki notað um allangt skeið. Alþýðusamband íslands dró full- trúa sinn út úr Sexmannanefndinni fyrir 25 árum vegna þess að það taldi sig ekki hafa næga möguleika til áhrifa á stefnuna í verðlagsmál- um landbúnaðarins með þátttöku sinni í störfum nefndarinnar. Land- samband iðnaðarmahna og Sjó- mannafélag Reykjavíkur héldu hins vegar áfram störfum í Sexmanna- nefnd fram til ársins 1982. Þá hættu þessi samtök einnig þeirri þátttöku og vildu með því mótmæla þeirri landbúnaðarstefnu sem þá ríkti, einkum útfiutningsbótakerf- inu sem þá var við lýði. Frá þeim tíma hefur félagsmálaráðherra til- nefnt fulltrúa neytendahluta Sex- mannanefndar. í tæpan áratug hafa því engin bein tengsl verið milli landbúnaðar- ins og launþegahreyfingarinnar og sá farvegur sem áður gafst til upp- lýsingamiðlunar um málefni land- búnaðarins var ekki fyrir hendi. Ég tel að þetta eigi stóran þátt í þeirri einangrun sem málefni landbúnað- arins hafa lent í á undanförnum árum. Kemur bráðum betri tíð? I samningi þeim um þróun bú- vöruverðs sem Stéttarsamband bænda gerði við aðila vinnumarkað- arins í lok janúar sl. eru tvenn ný- mæli sem benda til að hér geti orð- ið breyting á. í fyrsta lagi er um það samið að aðilar vinnumarkaðarins taki, ásamt fulltrúum Stéttarsambands bænda og landbúnaðarráðuneytis- ins, sæti í nefnd sem geri tillögur um hvernig gera megi búvörufram- leiðsluna hagkvæmari og lækka kostnað á öllum stigum framleiðsl- unnar, í búrekstri, á vinnslu- og heildsölustigi og í smásöluverslun. Fyrir landbúnaðinn er þessi ákvörðun afar mikilvæg. Alltof mik- ið hefur borið á því á undanförnum árum að litið væri á landbúnaðinn sem eins konar afgangsstærð i íslensku efnahagslífi sem menn skyldu sem mest leiða hjá sér. Ákvörðun aðila vinnumarkaðar- ins um að taka þátt í athugun á veðrmyndun búvara gefur til kynna að mönnum sé nú ljóst að raunhæf efnahagsstefna verði ekki mótuð án þess að landbúnaðurinn sé þar þátttakandi og að kanna verði í alvöru hvernig rekstrarumhverfi landbúnaðurinn býr við og hvað sé þar til úrbóta. í öðru lagi er sú ákvörðun ASÍ og BSRB að taka aftur þátt í störf- um Sexmannanefndar mjög mikil- væg. Til þess liggja tvær aðstæður. í fyrsta lagi sú, að vilji þessi tvö fjölmennustu samtök launþega beita sér fyrir því með bændum að skilyrði verði sköpuð til þess að búvöruverð geti lækkað, þá hafa þau til þess afl. í öðru lagi ætti með samstarfi við þessi fjölmennu samtök að opnast á ný sá vettvang- ur beinna skoðanaskipta og upplýs- inga um málefni landbúnaðarins sem svo mjög hefur skort á undan- förnum árum. Áfleiðingar for- sj ár hyggj unnar Hér að framan er því haldið fram að viðhorf stjórnkerfisins hafi á undanförum árum um of einkennst af því að landbúnaðurinn sé af- gangsstærð í atvinnu- og efna- hagslífi þjóðarinnar sem ekki sé ástæða til að huga sérstaklega að. Þetta hefur ieitt til þess að lítið hefur verið kannað hvernig starfs- skilyrði landbúnaðarins í raun og veru eru. Ef eitthvað kom upp á og mönnum fannst búvöruverðið hækka ískyggilega mikið var gjarn- an við því brugðist með því að auka niðurgreiðslurnar tímabundið. Síðan gerðu menn sér ekki frekari rellu út af því. Þannig hafa málin þróast síðustu 2-3 áratugina. Þetta er afleiðing þess samblands af afskiptaleysi og forsjárhyggju sem ríkt hefur í málefnum landbún- aðarins. Á meðan við áttum allt að því heimsmet í kindakjötsneyslu og ekkert ógnaði heimsmeti okkar í mjólkurneyslu gerði þetta e.t.v. ekki svo mikið til og var að vissu leyti þægileg tilvera fyrir landbúnaðinn. Breyttir tímar Á síðustu tveimur áratugum hef- ur staðan á matvörumarkaðinum hins vegar gjörbreyst. Þessu geta allir sem farnir voru að kaupa í matinn um 1970 auðveldlega áttað sig á með því að riija upp hvernig vöruframboð og viðskiptahættir voi-u þá og bera saman við það sem mætir augum okkar í stórmörkuð- unum nú. Fyrst skal nefna hið fjöl- skrúðuga úrval ýmiss konar drykkj- arvara sem finna má í hverri versl- un og keppir við mjólkurvörurnar um hylli neytandans. í öðru lagi kemur ‘svo engu síður fjölbreytt úrval vara sem keppa við kjötvör- urnar, svo sem hrísgijón, pasta, brauð o.fl. þess háttar. Á síðustu árum hefur einnig orðið bylting í framboði brauða og íj'ölbreytni í framboði á fiski aukist. Ekki má heldur gleyma ávöxtunum og græn- metinu sem nú fæst í fjölbreyttu úrvali allt árið um kring. Þetta hef- ur leitt til þess að hlutur innlendra matvara í matarkörfu þjóðarinnar hefur stór minnkað. Þessi mikla breyting hefur gjör- breytt stöðu búvaranna á markaðn- um. Minnkandi hlutdeild þeirra í neyslunni gerir það að verkum að það er ekki sami hagur að því og áður í vísitöluleik stjórnvalda að Hákon Sigurgrímsson „Ekki verður lengur undan því vikist að huga að því rekstrar- umhverfí sem landbún- aðurinn býr við, athuga sjálfan grunninn og fer- il vörunnar alit til þess að hún er komin í hend- ur neytandans.“ halda verði þeirra niðri með niður- greiðslum, auk þess sem hin alþjóð- lega stefna í matvöruviðskiptum (GATT) þrýstir á að dregið verði úr áhrifum beinna niðurgreiðslna á matvöruverð. í þeirri hörðu sam- keppni sem ríkir á matvörumark- aðnum er verðþol búvaranna þanið til hins ítrasta og getur því hver verðhækkun leitt til minni sölu og um leið færri starfa í landbúnaðin- um. Ýmsir virðast halda að bændur þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af þessum málum. Með búvöru- samningnum hafi þeir allt sitt á þurru. Þetta er mesti misskilning- ur. Búvörusamningurinn rennur út 1992 en lífið heldur áfram. Þróun markaðarins getur haft úrslitaáhrif á það, hvort það tekst að gera nýj- an samning og um hvað tekst að semja. Búvörusamningurinn sem nú er í gildi var ekki trygging fyrir óbreyttu ástandi heldur tímabundið svigrúm til aðlögunar. Þetta gerir það að verkum að ekki verður lengur undan því vikist að huga að því rekstrarumhverfi sem landbúnaðurinn býr við, athuga sjálfan grunninn og feril vörunnar allt til þess að hún er komin í hend- ur neytandans. Um það verður nánar fjallað í annarri grein. Höfundur er framkvæmdastjóri Stéttarsambands bænda. * » tt tt VIÐSKIPTAVINIR ATHUGIÐ Föstudaginn 1. júní verður skipt um símanúmerhjá fyrirtækinu. Nýja símanúmerið okkar verður 675T00 HfiNS PETERSEN HF Lynghálsi 1, sími 675100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.