Morgunblaðið - 01.06.1990, Side 16
ORKIN/SIA
16
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 1. JUNI 1990
T
Flymo
■ ■
SVIFNOKKVINN
FLJÚGANDI
létt og skemmtileg sláttuvél
L47 Sláttubr. 47cm Tvíg.mótor98cc
L38 Sláttubr. 38cm Tvíg.mótor 98cc
E38 Sláttubr. 38cm Rafmótor Electrolux
500m2 I
E 30 Sláttubr. 30cm Rafmótor Electrolux
XE 30 Sláttubr. 30cm " m/safnara
RE 30 Sláttubr. 30cm Rafmótor Electrolux
RE 42 Sláttubr. 42cm Rafmótor Electrolux
1000m2|
Við aðstoðum við rétt val á sláttuvél sem hentar þér og
þínum garði.
Viðgerðaþjónusta
Opið Laugardaga
kl. 10-16.
CAP
Raögreiöslur
G.Á. Pétursson hf
SláMuwéla
anarkallurlnai
Nútíðinni Faxafeni 14, sími 68 55 80
Ljósmynd/Ásgeir Núpan Ágústsson
Loftmynd af Suðurfjörutanga þar sem verið er að fylla upp í skarðið. í bakgrunni hægra megin sést í
Einholtskletta.
Hornafj arðarós:
Stöðug barátta náttúru-
aflanna um mótun landsins
HÖFN í Hornafirði hefur á síðastliðnum áratugum byggst upp í
kringum höfiiina sem þar er og eru íbúarnir nú um 1.600 talsins.
Bærinn er í nábýli við tvær af höfuðskepnunum, hafið og jökulinn.
Náttúruöflin eiga í stöðugri baráttu um að móta landið og innsigling-
una í Hornafirði. Hornafjarðará ber fram möl og leir í ósinn og
úthafsaldan brotnar á töngunum, Suðuríjöru- og Austurfjörutanga,
sem gera Hornafjarðarhöfn að einhverri skjólbestu höfh hér á landi.
Fyrir kemur að landið .lætur und-
an ofurþunga þessara tveggja
krafta og það fengu hornfirskir
sæfarendur að reyna síðastliðinn
vetur. í flóðaveðrinu 9. mars síðast-
liðinn bar brimaldan jarðveg úr
Suðurfjörutanga inn í innsiglingar-
rennuna svo að hún tepptist. I lok
mars gerði síðan annað áhlaup og
Iét tanginn þá undan brimþunga
Atlantshafsöldunnar og opnaðist í
hann 200 metra geil. Efnið úr tang-
anum barst inn í innsiglinguna og
um miðjan maí hafði sanddæluskip-
ið Perlan dældt um 60 þúsund rúm-
metrum af jarðvegi úr rennunni upp
á fast land. Skipsströnd hafa verið
tíð í innsiglingunni og er þess
skemmst að minnast er þijú skip
strönduðu á einum sólarhring í apríl
síðastliðnum. Þá sökk lóðsbátur
Hornfirðinga er hann reyndi að
draga togarann Þórhall Daníelsson
af strandstað á Faxeyri. Síðan þá
hafa Hornfirðingar notað gúmbát
björgunarsveitarinnar á Hornafirði
en að sögn Sigfúsar Harðarsonar
verða útboð opnuð í smíði nýs lóðs-
báts 10. júlí næstkomandi og gerir
hann ráð fyrir að báturinn verði
kominn í gagnið næsta vor.
Til liðs við náttúruöfíin
1948 opnaðist skarð í Suður-
fjörutanga með svipuðum hætti. Þá
sá brimaldan sjálf um að fylla upp
í skarðið og það er einnig að ger-
ast núna. Hins vegar ákváðu bæjar-
yfirvöld nú að flýta fyrir þessum
gangi náttúrunnar og undanfarnar
vikur hefur verið unnið að því að
setja tveggja tonna sandsekki í
skarðið, alls um 1.000 sekki. Kjart-
an Jónsson, verkstjóri hjá bænum,
hefur stjórnað verkinu, en auk hans
hafa fjórir starfsmenn bæjarins
verið við störf á Suðurfjörutanga
að staðaldri síðustu fjórar vikur.
Kjartan sagði að hver sekkur sem
þannig er sökkt í hafið kosti 1.700
krónur, en þeir eru aðallega fengn-
ir frá fiskvinnslustöðvum í bænum.
Enn er um 50 metra skarð á milli
Hvanneyjar og Suðurfjörutanga og
er unnið að því að fylla það þessa
dagana.
Ráðstefiia um ósinn
Dagana 8.-9. júní næstkomandi
verður haldin opin ráðstefna um
Hörnafjarðarós á vegum bæjaryfir-
valda með þátttöku helstu vísinda-
manna á sviði hafnarmannvirkja-
gerðar, stjórnmálamanna og ann-
arra. Eins og greint hefur verið frá
í Morgunblaðinu eru nokkrar hug-
myndir uppi varðandi úrbætur við
Hornafjarðarós, meðal annars
Á tölvuskjánum geta sjómenn séð
ölduhæðina við innsiglinguna
áður en þeir halda til róðra. Það
er býsna mikið öryggisatriði eins
og málum er háttað í Horna-
Qarðarósi.
bygging öldu- og flóðavarnar á
Suðurfjörutanga og bygging leiði-
garðs út frá Austurfjörutanga. Þá
hefur borið á góma þá hugmynd
að byggja garð frá Suðurtanga út
í Einholtskletta, sem liggja um 300
metra suður af Hvanney, austasta
tanga Suðurfjörutanga, en hug-
Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson
Kjartan Jónsson, verkstjóri, kannar dýptina í geilinni sem myndaðist
í Suðurfjörutanga. I baksýn er Hvanney. Straumþunginn eykst eftir
því sem skarðið minnkar og seinna gengur því að fylla það með
sandsekkjum.
■ SIGURÐUR Sólmundsson
mun opna sýningu um hvítasunn-
una á Hótel Selfossi. Þetta er 12.
einkasýning Sigurðar með 20 nýj-
um myndum sem unnar eru á
síðasta ári og það sem af er þessu.
Myndirnar eru unnar úr gijóti,
timbri, járni, mosa og fleirum
lífrænum efnum. Sigurður er að
mestu sjálfmenntaður og hefur
ferðast víða um landið í leit að efni
í myndirnar, t.d. til Borgarfjarðar
eystri og á Strandirnar. Sýningin
hefst Iaugardaginn 2. júní kl. 14
og lýkur sunnudaginn 10. júní kl.
22. 1 tilefni sýningarinnar verður
kaffihlaðborð frá kl. 15—17, laug-
ardaginn 2. júní, sunnudaginn 3.
júní og mánudaginn 4. júní. Einnig
verður sérstakur matseðill í gangi
laugardag og sunnudag í norðursal
og mun Karl Sighvatsson Ieika á
flygil undir borðhaldi. Hann leikur
einnig við opnun sýningarinnar á
laugardag.
Sigurður Sólmundsson opnar
sýningu á Hótel Selfossi á morg-
un, laugardag.
4