Morgunblaðið - 01.06.1990, Side 20

Morgunblaðið - 01.06.1990, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JUNI 1990 • • Orlygur Hálfdanarson kjörinn forseti SYFI Tvær af myndum Vigfúsar Sigurgcirssonar. Jónshús í Kaupmannahöfíi: Sýning á ljósmyndum Vigíusar Sigurgeirssonar SÝNING á um 90 ljósmyndum eftir Vigfus Sigurgeirsson verður í Jónshúsi í Kaupmannahöfn nú í júní. Gunnar G. Vigfusson ljósmynd- ari, sonur Vigíúsar, vann myndirnar og setti sýninguna upp. Vigfús Sigurgeirsson fæddist árið 1900. Hann nam ljósmyndaiðn hjá Hallgrími Einarssyni ljósmyndara á Akureyri og rak eigin ljósmynda- stofu þar frá 1923-1935. Hann fór til frekara náms í ljósmyndun og kvikmyndagerð til Þýskalands árið 1935 og dvaldi þar tvo vetur. Árið 1936 flutti hann til Reykjavíkur og opnaði ljósmyndastofu sína sem hann rak til æviloka árið 1984. Myndirnar á sýningunni voru teknar á árunum 1925-1969 á ýms- um stöðum á landinu, m.a. í Reykjavík, Siglufirði, Sauðárkróki, Simgið fyr- ir safiiað- arheimili NÚ ER verið að ljúka við endur- byggingu gamla Iðnskólans á horni Lækjargötu og Vonarstræt- is sem verða á safnaðarheimili Dómkirkjunnar. Reykjavíkurborg hefúr sýnt Dómkirkjusöfhuðinum mikið vinarbragð með því að láta honum eftir þetta merka hús til starfsemi sinnar. Starfsmenn ís- taks hafa unnið í I allan vetur að end- urbyggingu húss- ins og er markmið- ið að þetta glæsi- lega hús verði end- urreist til sinnar fyrri prýði og gert þénarílegt til safn- aðarstarfs sam- kvæmt uppdrátt- um Leifs Blumen- stein og Þorgeirs Jónssonar. Undirbúningur endurbyggingar- innar hefur staðið til um hríð enda í mikið ráðist og kostnaður eftir því. Liðs er því þörf svo hægt sé að reka húsið frá byrjun af krafti og er nú leitað um fjárstuðning til safn- aðarfólks og annarra veiunnara Dómkirkjunnar vegna þessa stór- átaks. Á næstu dögum mun sóknarbörn- um berast Safnaðarblað Dómkirkj- unnar. Með því fylgir sérstök beiðni um stuðning en jafnframt er velunn- urum safnaðarins bent á ávísana- reikning nr. 740 í Islandsbanka, Lækjargötu. Söfnuður Krists er kallaður til guðsþjónustu. Okkur er, þegar svo er tekið til orða, tamast að hugsa til helgiathafna í okkar öldnu Dóm- kirkju. Þar hefur margur borið fram lofgjörð sína og bæn. En við þjónum Guði einnig með öðrum hætti. Við þjónum honum í góðum verkum. Til þeirrar þjónustu höfum við m.a. safnaðarheimilin. Þar komum við saman til samráðs og uppbyggingar og þar sinnum við ýmsum þjónustu- verkefnum. Til að vekja athygli á þessu söfn- unarátaki og til að kynna hið nýja safnaðarheimili mun Dómkórinn syngja utan við húsið í hádeginu í dag, föstudag. Fólk er hvatt til þess að koma niður að Tjörn og sjá og heyra. (Frcttatilkynning) Úo3tH hliíj ,c f; t,ti If iíf ic! Akureyri og Húsavík. Myndefnið er margvíslegt; þær sýna mannlíf, ýmsa merka atburði, s.s. Alþingis- hátíðina, þar eru atvinnulífsmyndir frá Siglufirði og þjóðlífsmyndir úr Mývatnssveit svo fátt eitt sé nefnt. Sýningin í Jónshúsi verður opnuð laugardaginn 2. júní og stendur til 29. júní. SLYSAVARNAFELAG Islands kaus sér nýjan forseta og stjórn á aðalfundi nýlega. Haraldur Henrysson, fráfarandi forseti, baðst undan endurkjöri og var Örlygur Hálfdanarson kjörin í hans stað. Aðrir í aðalstjóm eru: Gunnar Tomasson, Grindavík, Garðar Eiríksson, Selfossi, Einar Sigur- jónsson, Hafnarfirði, Sigurður H. Guðjónsson, Sandgerði, Lára Helgadóttir, ísafirði og Svala Hall- dórsdóttir, Akureyri. í varastjórn voru kjörin Engel- hart Björnsson, Mosfellsbæ, Birna Björnsdóttir, Reykjavík, Jóhannes Briem, Reykjavík og Ragnar Björnsson, Mosfellsbæ. Fulltrúar landshluta era: Örlygur Hálfdanarson. Vesturland: Ingi Hans Jonsson, Grundarfirði. Vestfirðir: Barði Sæmundsson, Patreksfirði. Norðuriand: Þóranna Hansen, Dalvík. Austurland: Hrólfur Hraundal, Nesskaupstað. _ Suðurland: Ólafur íshólm Jóns- son, Selfossi. Fulltrúar landshluta í varastjórn eru: Vesturland: Guðmundur Wa- age, Borgarnesi. Vestfirðir: Katrín Jónsdóttir, ísafirði. Norðurland: Gunnar Sigurðs- son, Blöndósi. Austurland: Ólafur Sigurðsson, Öræfum. Suðurland: Oktavía Andersen, Vestmannaeyjum. Morgunblaðið/Reynir „Æ, það var ekki pláss fyrir hann annarsstaðar en í svefnherberginu,“ segir Einar um staðsetn- ingu jarðskjálftamælisins. Tók jarðslgálftamælinn með sér á elliheimilið EINAR H. Einarsson, fyrrum bóndi á Skammadalshóli í Mýrdal, er um margt merki- iegur maður. Nema það teljist eðlilegt og sjálfsagt að hafa jarðskjállitamæli í svefhher- berginu hjá sér en Einar hefúr umsjón með einum mæla Veð- urstofúnnar. Hann hefúr brennandi áhuga á jarðfræði og reyndar öllu því sem við- kemur náttúrunni, hvort sem það eru bergtegundir, fuglar eða grös. Hann hefúr viðað að sér mikilli þekkingu um áhugamál sín og skrifað fjölda greina um þau samhliða bú- skapnum. Nú er hann sestur í helgan stein á elliheimilinu Hjallatúni í Vík í Mýrdal ásamt konu sinni, Steinunni Stefáns- dóttur. Einar hafði þó með sér jarðskjálftamælinn, að ósk Raunvísindastofhunar. „Loksins þegar mér gefst nægur tími til að sinna áhuga- málunum er ég orðinn allt of lélegur til heilsunnar. Svo er ég svo værukær og latur hér, það er dekstrað við mig ,“ segir Ein- ar, sem nú er 78 ára gamall. . Það er þröngt um jarðskjálftamælinn í svefnherberginu. Hann sinnir þó enn mælinum góða, sem hann hefur haft um- sjón með frá 1971. „Æ, það var ekki pláss fyrir hann annarsstað- ar en í svefnherberginu. Nu og svo kann ég ósköp vel við að hafa hann hjá mér,“ segir Einar, þegar hann er inntur eftir sér- kennilegri staðsetningu mælis- ins. „Hann Ragnar minn Skjálfti vildi endilega að ég hefði með mér jarðskálftamælinn þegar ég flutti hingað og mér skilst að íbúamir hér hafi einnig haft mikinn áhuga á að ég kæmi með hannn. En þetta er langtum verri staðsetning en á Skammadals- hóli. Mælirinn er ekki eins næm- ur og hér er svo stutt á haf út, að brimið vill koma fram á hon- um.“ Og það hefur ýmislegt komið fram á mælinum hjá Einari; hann hefur fylgst með kjarnorku- sprengingum Sovétmanna við Novaja Zemlja, Vestmannaeyja- gosinu, og að sjálfsögðu öllum stærri jarðhræringum og eldgos- um hérlendis. Einar fékk ungur áhuga á flestu því sem við víkur náttúr- unni; hann var ellefu ára þegar hann gróðursetti fyrst plöntu og segist hafa fengist nokkuð við skógrækt síðan; hann hefur áhuga á fuglum og grösum, að ógleymdri jarðfræðinni, þá helst bergmyndun. Hann hefur skrifað fjölda greina um jarð- og nátt- úrufræði og samdi árbók Férða- félagsins um Myrdalinn. Einar hefur einnig viðað að sér mikilli þekkingu á þjóðfræði og skrifað um hana fjölda greina, upphaf- lega að áeggjan Kristjáns Eld- járn. En vitneskjunnar hefur Einar ekki aflað sér á skólabekk, held- ur hefur hann nýtt sér frítímann til að lesa sér til um hugðarefni sín. Það hefur oft rekist á við skyldur bóndans og Einar segist oft hafa óskað þess að hann hefði meiri tíma til að sinna áhugamálunum. Mælirinn hjá Einari er einn hlekkurinn úr „Kötlunetinu" svo- kallaða, sem m.a. er ætlað að spá fyrir um Kötlugós. Hann er nú á vegum Veðurstofunnar. Það var Páll Einarsson jarðfræðingur sem bað Einar um að hafa mæl- inn hjá sér. Einar hefur haft kynni af mörgum jarðfræðingum um dagana, hann vann m.a. að náttúru- og jarðvegsrannsóknum með Sigurði Þórarinssyni og með Jóhannesi Áskelssyni að athug- unum á steingeivingum, en Sig- urður og Jóhannes eru nú báðir látnir. Þegar Einar er spurður hvort hann sé forspár, svarar hann því til að hann sé jarðbundinn maður og byggi sínar spár eingöngu á því sem hann sjái á mælinum. „Það er ekki um það að ræða að ég finni á mér þegar eitthvað mikið er í aðsigi enda sér mælir- inn um það. Hann flautar ef nálægur skjálfti mælist yfir 3 stig á Richter. Mælirinn lét síðast í sér heyra í vetur þegar skjálft- inn varð hjá Kleifarvatni." Einar hefur ferðast um Suður- land þvert og endilangt vegna jarðfræðiáhuga síns og rann- sókna. Hann segist ekki eins kunnugur öðrum landshlutum þó hann hafi vissulega víða komið. En hefur hann farið til útlanda? „Nei en mig hefur alltaf langað til Grænlands þó aldrei hafi orð- ið neitt úr því. Ég á ekki von á að það gerist héðan af.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.