Morgunblaðið - 01.06.1990, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 1990
23
Skoðanakannanir í Bretlandi:
Dialdsflokkurinn
að rétta úr kútnum
St. Andrews. Frá Guðmundi H. Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
FORYSTA Verkamannaflokksins breska í skoðanakönnunum fer
minnkandi. Tillögur flokksins í efnahags- og atvinnumálum, sem
lagðar voru fram í síðustu viku, hafa reynzt umdeildar.
I tveimur skoðanakönnunum,
sem birtar voru um síðustu helgi,
kemur fram að forysta Verka-
mannaflokksins á íhaldsflokkinn
fer minnkandi. í annarri er hún
13%, en var 23% í marz. í hinni
var hún 18% og hafði minnkað um
4%_ frá mánuðinum á undan.
í síðustu viku lagði Verkamanna-
flokkurinn fram drög að nýrri
stefnuskrá-. Flokkurinn hefur losað
sig við flest af því, sem valdið hef-
ur óvinsældum hans síðasta áratug-
inn. Vinstrisinnar innan flokksins
hafa sakað flokksforystuna um að
hafa gefið sósíalisma algerlega upp
á bátinn.
Talsmenn íhaldsflokksins hafa
gagnrýnt tillögurnar í efnahags- og
atvinnumálum. Þeir segja aukna
áherzlu á félagsmál munu kosta
mikið fé, sem sé ávísun á aukna
verðbólgu. Þeir segja einnig, að
fyrirhugaðar breytingar á löggjöf
um verkalýðsfélög, muni lama allt
efnahagslífið.
Verkamannaflokkurinn kom vel
út úr aukakosningunum í Bootle í
Liverpool í síðustu viku og bætti
við sig fylgi, fékk yfir 70% at-
kvæða. Jafnaðarmannaflokkur
Davids Owens fékk hins vegar
hraksmánarlega útreið. Hann fékk
aðeins um 150 atkvæði, en The
Monster Raving Loony Party, sem
er grínflokkur eins og nafnið bend-
ir til, fékk um 480 atkvæði. Talið
er næsta víst, að Jafnaðarmanna-
flokkurinn lifi ekki af næstu þing-
kosningar.
Reyklausi dagurinn
Allt að 500 milljónir af núlifandi jarðarbúum, eða um það bil einn
af hvetjum tíu, munu deyja af völdum reykingasjúkdóma svo sem
krabbameina og lungna-, hjarta- og æðasjúkdóma, þar af þrjár millj-
ónir á þessu ári, ef reykingavenjur haldast óbreyttar. Myndin sem
hér birtist var tekin á sjúkrahúsi í Manila í tilefni „Reyklausa dags-
ins“. Nýburarnir bera borða með áletruninni „Fæddist reyklaus“ til
að minna á óskir foreldranna um að stjórnvöld geri eitthvað bita-
stætt til að vernda börn fyrir skaðlegum áhrifum tóbaksreykinga.
Reuter
♦ BARNAHÚSGÖGN ó HESTAR 9 STÓLAR ð KUBBAR $ HRÚGÖLD 0 SÓFAR $ HJÓLSTÓLASESSUR 0 PÚÐAR Q PULLUR
MARGIR VERJA ÞRIÐJUNGIÆVI
SINNAR Á LYSTADÚN
Það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir því að þeir sofa einn þriðja hluta
ævi sinnar. En svefn og svefn er ekki það sama. Svefn í rúmi sem ekki hæfir
þér getur oröið til þess að þú vaknir þreytt(ur) á hverjum morgni án þess að
þú gerir þér grein fyrir því.
Hvíldin er jafn naubsynleg og gób hreyfing.
Þér finnst sjálfsagt að fara vel með þig, byggja þig upp
fyrir átök daglega lífsins og vera í góðu formi. Sumir synda
á hverjum morgni, aðrir hlaupa eða stunda leikfimi
Allflestir gera sér grein fyrir nauðsyn réttrar hvíldar og góbs
mataræðis. Góð vinnuaðstaða, - stólar, borð og tæki eru líka
sjálfsagðir hlutir.
En hvab þá meb helsta hvíldarstabinn - rúmib þitt?
Allir sérfræðingar eru sammála um að rúmið verði að vera
sannkallaður hvíldarstaður, en dýnan verður að hæfa þér, þyngd
þinni og stærð. Þess vegna er mjög mikilvægt að dýnan þín sé rétt
upp byggð og með réttum rúmbotni. Þar kemur LATEX dýnan til
hjálpar. LATEX dýnurnar frá Lystadún uppfylla allar þær kröfur sem fólk gerir
um góðar dýnur. LATEX er unnið úr náttúrulegum efnum og í LATEX dýnum
eru þúsundir holrúma sem gera lofti kleift að leika um þær og halda þannig
líkamshita jafnari.
LATEX - lausn á tímum endurmats
Láttu ekki óheppilega rúmdýnu valda þér óþægindum
stóran hluta ævi þinnar. Leggðu þig á LATEX dýnu og
farðu vel með þig. Ný viðhorf í heilsu- og heilbrigðis-
málum munu stuðla að skynsamlegri lífsháttum og
betri heilsu. í því sambandi skiptir góbur svefn á
góðri dýnu afar miklu máli.
LYSTADÚN
Skútuvogi 11, sími 8 46 55
Opiö í sumar mánud. - föstud. frá kl. 09 -18.
Utíiúli.
SUMARHÚSADÝNÚk ♦ LATEXDÝNUR ‘ö BÁRNADýNUR 4 UNGLINGADYNUR ó VÖGGllDÝNUR~¥~R'ÚMBOTNAR 0
BÍLAGALLERÍ
Opið virka daga frá kl. 9-18.
Laugardaga frá kl. 10-16.
DaíHatsu Charade TX '88.
Ljósblár, 5 gíra, útv/segulb.,
vindskeið aftan. Ek. 22.000
km. Fallegur bfll. Verð
588.000.
Flat Uno 55-S ’85. Ljósblár, 5
glra, útv/segulb., vetr-
ar/sumard. Ek. 79.000 km.
Verð 230.000.
Daihatsu Charade CS ’87.
Blár/ljósbl., 4 glra, útv/seg-
ulb. Ek. 38.000 km. Verð
420.000.
Daihatsu Charade CX '88.
Hvítur, 5 gfra, fallegur bfll. Ek.
aðelns 16.000 km. Verð
580.000.
Volvo 360 GLS '85. Sllfurgr.,
5 gfra, útv/segulb. Sflsalistar
o.fl. Ek. aðelns 32.000 km.
Verð 510.000.
Volvo 740 GL '86. Blágrœnn.
5 gfra, vökvast., útv/segulb.
Ek. 54.000 km. Verð
1.020.000 sklpti.
MMC Lancer QLX ’87. Dökk-
grár, 5 gfra, útv/segulb., sum-
ar/vetrard. Ek. 42.000 km.
Verð 580.000.
Fjöldi annarra notaðra úrvals
bfla á staðnum og i skrá.
Brimborg hf.
Faxafeni 8, s. (91) 685870.