Morgunblaðið - 01.06.1990, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 1990
Jóhann Hjálmars-
son - Kveðjuorð
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund
fagurt með fijóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt,
lit og blðð niður lagði, -
líf mannlegt endar skjótt.
(H. Pétursson.)
Með nokkrum og fátæklegum
orðum langar mig að minnast Jó-
hanns frænda míns Hjálmarssonar,
fyrrum bónda og síðar húsvarðar í
Menntaskólanum við Hamrahlíð,
sem lést í Landspítalanum þriðju-
daginn 22. maí sl.
Jóhann Hjálmarsson fæddist 27.
nóvember 1919 á Grímsstöðum í
Svartárdal. Hann var sonur hjón-
anna Guðrúnar Jónsdóttur frá
Hömrum í Lýtingsstaðahreppi og
Hjálmars Jóhannessonar bónda á
Grímsstöðum í Svartárdal. Guðrún,
móðir Jóhanns, var systir Friðriks
afa míns, þannig að við vorum
skyldir að öðrum og þriðja. Guðrún
og Hjálmar eignuðust ellefu börn
sem komust á legg og var Jóhann
níundi í röðinni. Jóhann hóf búskap
í Brekkukoti en bjó síðan iengi á
Ljósalandi hjá Skíðastöðum.
Þrátt fyrir náinn skyldleika
kynntist ég Jóhanni ekki fyrr en
ég hóf nám í Menntaskólanum við
Hamrahlíð haustið 1976. Jóhann
og María, kona hans Benediktsdótt-
ir frá Skálholtsvík í Strandasýslu,
voru þá húsvarðarhjón við skólann
og bjuggu í lítilli íbúð í skólanum.
Á menntaskólaárunum átti ég þess
kost að vera tíður gestur á heimili
þeirra, meðal annars vegna tölu-
verðra afskipta af félagsmálum
námsmanna, sem höfðu 'i för með
sér mikil samskipti við húsvarðar-
hjónin. Þannig skapaðist vinátta
sem leiddi mig oft í heimsókn tii
þeirra hjóna í Hamrahlíðarskólan-
um, einnig eftir að stúdentspróf var
í höfn og eins þegar ég kom heim
í fríum meðan á námsárum erlendis
stóð. Þá voru tíðum sagðar sögur
af fólki og fénaði af heimaslóðum
í Skagafirði, en frásagnarlistina
kunni Johann með miklum ágætum.
Þeir sem til hans leituðu mættu
ávallt mikilli hjálpsemi og átti það
ekki síst við um nemendur í skólan-
um sem iðulega þurftu á aðstoð
húsvarðanna að halda. Jóhann var
sérstakt ljúfmenni er átti auðvelt
með að öðlast traust gáskafullrar
æsku, sem síst var gefin fyrir að
láta eldri kynslóðina segja sér hvað
væri rétt og rangt. Með hlýju við-
móti laðaði hann að sér unga fólkið
og naut virðingar hinna eldri. Sjálf-
ur sat ég í stjórn skólans um tíma
og veit af starfi mínu þar að Jó-
hann þótti leysa starf sitt af natni
og kostgæfni. Heimsóknirnar til
Johanns og Maríu voru lærdómsrík-
ar en ekki síður mikil upplyfting
sem seint verður fullþakkað.
Jóhann og María eignuðust átta
syni, þar af tvenna tvíbura. Söknuð-
ur þeirra er mikill, en ljúfar minn-
ingar mega vera huggun harmi
gegn.
Eg kveð Jóhann Hjálmarsson frá
Ljósalandi með virðingu og sendi
Maríu mínar innilegustu samúðar-
kveðjur, sem og sonum þeirra,
tengdadætrum og barnabörnum.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
Árni Þór Sigurðsson
Hinn 22. þ.m. andaðist á Borg-
arspítalanum Jóhann Hjálmarsson
fyrrverandi bóndi og síðar húsvörð-
ur Menntaskólans við Hamrahlíð.
Við sem störfuðum í skólanum við
ræstingarstörf kynntumst því fljótt
að Jóhann var mikill mannkosta-
maður og næmur á hinn mannlega
þátt lífsins. Þess naut hann ríkulega
í starfi sínu og tel ég að nemendur
Menntaskólans við Hamrahlíð og
starfsfólk allt hafi metið störf hans
þar að verðleikum því vandfundið
verður annað eins lipurmenni og
Jóhann var. Hann vildi livers manns
götu greiða og átti auðvelt með að
umgangast alla aldurshópa, þar var
ekkert kynslóðabil.
Þessi aðlögunarhæfni Jóhanns
var honum mjög eðlislæg. Tel ég
að þar hafí komið til hans skarpa
greind og hið mikla víðsýni sem
hann hafði í mannlegum samskipt-
um.
Ég minnist þess að Jóhann taldi
sig mikinn gæfumann að hafa átt
þess kost að umgangast allt þetta
unga og upprennandi æskufólk og
ekki síst var honum hugstætt hvað
mörg ungmenni héldu áfram á
menntabraut og hversu vel þeim
vegnaði. Ég veit að hann hugsaði
oft til þeirra eins og hann ætti þau
öll, þannig var hann Jóhann og við-
mót hans við alla.
Ég vil með þessum örfáu línum
þakka Jóhanni samstarfið á annan
áratug, sem aldrei bar skugga á.
Við hjónin sendum Maríu og nán-
ustu aðstandendum samúðarkveðj-
ur.
Guð blessi ykkur minningar á
erfiðri skilnaðarstund.
Silla
Ástkær tengdafaðir minn, Jór
hann Hjálmarsson frá Ljósalandi í
Skagafirði, lést í Borgarspítalanum
í Reykjavík 22. maí sl.
Hann fæddist á Grímsstöðum í
Svartárdal þann 27. nóvember
1919. Foreldrar hans voru Guðrún
Jónsdóttir og Hjálmar Jóhannesson
en þau eignuðust alls 11 börn.
Hjálmar dó aðeins 47 ára gamall
og var þá flestum börnunum komið
fyrir hjá vandafólki. Þá var Jóhann
þriggja ára og fór hann að Mæli-
fellsá á Efribyggð og ólst upp hjá
Jóhanni Magnússyni frá Gilhaga
og konu hans, Lovísu Sveinsdóttur.
Árið 1940 stofnaði Jóhann til hjú-
skapar með eftirlifandi konu sinni,
Maríu Benediktsdóttur frá Óspaks-
eyri í Strandasýslu. Þau bjuggu
fyrst á Hvíteyrum í Tungusveit í
eitt ár en síðan í Brekkukoti á Efri-
byggð í þijú ár uns þau reistu nýbýl-
ið Ljósaland, úr Skíðastaðalandi, á
Neðribyggð. Þar bjuggu þau til árs-
ins 1973 er þau seldu jörðina og
fluttust til Reykjavíkur og tóku við
húsvörslu í Menntaskólanum við
Hamrahlíð. Þau létu af störfum
árið 1988.
Jóhann og María eignuðust átta
drengi, þar af tvenna tvíbura. Þeir
eru: Sigurgeir Jens, f. 1940, bif-
reiðastjóri hjá Bílanausti í
Reykjavík; Jóhann Pétur, f. 1943,
starfsmaður Hagkaupa; Snorri, f.
1945, starfar við byggingariðnað í
Reykjavík; Ingimar, f. 1949, tré-
smiður, forstöðumaður trygginga-
félagsins Sjóvá-Almennar á Sauð-
árkróki; Frosti Fífíll, f. 1952, þjóð-
háttafræðingur, ritstjóri bóka-
flokksins íslensk þjóðmenning; Jök-
ull Smári, f. 1952, trésmiður, bif-
reiðastjóri f Uppsölum í Svíþjóð;
Hjálmar Rúnar, f. 1959, trésmiður,
starfsmaður Byko í Hafnarfirði;
Benedikt Emil,'f. 1959, húsasmíða-
meistari í Reykjavík. Barnabörnin
eru 21 en barnabarnabörn 6.
Ég kynntist Jóhanni fyrst sumar-
ið 1977, en þá vorum við Frosti
bæði í námi í Uppsölum. Eins og
oft er venja komu námsmenn heim
í námshléum og var þá gott að eiga
einhveija að sem gátu boðið gist-
ingu. Jóhann og María voru þá
húsverðir í Menntaskólanum í
Hamrahlíð og fengum við alltaf
hlýjar móttökur hjá þeim. Ég varð
einnig fljótt vör við þær vinsældir
sem þau hjónin nutu meðal nem-
enda og starfsfólks skólans, enda
sinntu þau húsvarðarstarfínu af
einurð og lipurð. Jóhann hafði sér-
staka hæfíleika til að umgangast
nemendurna og skynjaði vel þarfír
þeirra og væntingar. Vissulega var
um krefjandi starf að ræða, þar sem
margs er að gæta, en eitt er víst
að þessi ár í Hamrahlíðinni veittu
þeim hjónum mikla lífsfyllingu, sem
birtist í hlýrri frásögn þeirra af
þessu tímaskeiði í ævi þeirra.
Ég átti góða stund með Jóhanni
kvöldið áður en hann kvaddi hið
jarðneska líf. Þrátt fyrir mæðina,
sem ég vissi að stafaði af þeim sjúk-
dómi sem bar hann ofurliði, rædd-
um við um margt-. Hugsun hans var
skýr og mér var ljóst að hann var
að riíja upp farinn veg. Það virtist
honum minnisstætt er hann þriggja
ára gamall missti föður sinn og
börnin ellefu tvístruðust í ýmsar
áttir. Þessi atburður virtist hafa
haft mikil áhrif á hann og kom oft
fram sú skoðun hans að það væri
mikilsvert að systkini fengju að al-
ast upp saman.
Jóhann var eðlisgreindur og hlý-
legur í viðmóti. Hann var opinskár
og taldi sig hafa lært margt af
kynnum sínum við skólafólkið.
Hann var mjög áhugasamur um
hvers kyns þjóðmál og fylgdist vel
með íjölmiðlum. Hann var eins og
margir bændur af hans kynslóð ein-
lægur framsóknarmaður, en þrátt
fyrir ákveðnar flokkspólitískar
skoðanir var honum lagið að leggja
hlutlægt mat á menn og málefni
og hafði sterka réttlætiskennd. Á
búskaparárum sínum vann hann
töluvert að félagsmálum fyrir sveit
sína. Hann sat um skeið í hrepps-
nefnd Lýtingsstaðahrepps, var for-
maður skólanefndar Steinsstaða-
skóla ogátti einnig sæti í sóknar-
nefnd Reykjakirkju.
Jóhann var ræðinn mjög og lét
sér ekkert óviðkomandi, hvort sem
um var að ræða stjórnmál, mennta-
mál, heilbrigðismál eða barnaupp-
eldi. Hann var barngóður og bömin
okkar hændust mjög að honum.
Hann var næmur á eiginleika
þeirra, sem jú oft eru ólíkir, en
kunni alltaf að draga fram hið góða
í öllum.
Það er erfitt að vera fjarri ís-
landi þessa dagana, en sorgin og
söknuðurinn hafa engin landamæri.
Ég og íjölskylda mín minnumst
Jóhanns af miklum hlýhug um leið
og við vottum Maríu og nánustu
aðstandendum okkar dýpstu sam-
úð. Megi Guð styrkja ykkur á erf-
iðri stundu.
Steinunn
Þann 31. maí var til moldar bor-
inn góðvinur minn og fyrmm ná-
granni, Jóhann Hjálmarsson, frá
Ljósalandi í Skagafirði.
Þegar konan hans, María Bene-
diktsdóttir, hringdi í mig að kvöldi
22. sl. og tilkynnti mér að hann
hefði látist þá um morguninn, kom
það mér á óvart jafnvel þótt mér
væri fullljóst að hann gekk ekki
heill til skógar nú um nokkurra ára
skeið. Hann var alltaf svo hress og
glaður á að hitta með heiðríkju í
svip og framkomu og það ljómaði
alltaf af honum góðvildin.
Jóhann var fæddur 27. nóvember
1919 og því rúmlega sjötugur er
hann lést. Þegar hann var 3ja ára
gamall missti hann föður sinn og
stóð þá móðir hans uppi með stóran
barnahóp sem varð að tvístra og
láta í fóstur til vandalausra. Jóhann
var tekinn í fóstur af nafna sínum,
Jóhanni Magnússyni frá Gilhaga,
og konu hans, Lovísu Sveinsdóttur
frá Mælifellsá, en þau höfðu þá
nýlega byijað búskap á Mælifellsá
og áttu einn son, Gunnar, sem var
2 árum yngri en Jóhann. Nærri
má geta að erfitt hefur verið fyrir
litla drenginn að skilja við móður
sína og stóra systkinahópinn og
fara til ókunnugra á nýjan stað, en
fljótlega mun hafa orðið mjög náið
og gott samband milli þeirra nafna
og hélst það alla tíð síðan meðan
báðir lifðu. Jóhann og Lovísa eign-
uðust seinna þijú börn, tvær dæt-
ur, sem báðar létust í æsku og
annan son, Svein. Nú er öll þessi
Ijölskyida farin yfír landamærin
miklu.
Ég kynntist Jóhanni fyrst þegar
ég var 10 ára gömul og fluttist
með foreldrum mínum að Hamars-
gerði, sem var næsti bær við Mæli-
fellsá. Við vorum saman í barna-
skóla og urðum góðir vinir og hélst
sú vinátta alltaf síðan. Vorið 1939
kom ung stúlka, María Benedikts-
dóttir, sem kaupakona að Mæli-
fellsá. Þar hitti Jóhann sinn ágæta
lífsförunaut og saman hafa spor
þeirra legið í rúm 50 ár. Þau gengu
í hjónaband 12. janúar 1941 og var
þá elsti sonurinn skírður. Synir
þeirra eru alls átta, þar af tvennir
tvíburar. Fyrstu árin bjuggu Jóhann
og María á parti af Mælifellsá og
síðan á Hvíteyrum og Brekkukoti.
Vorið 1946 fluttu þau að Ljósa-
landi, sem var nýbýli sem þau
byggðu og áttu þau þar sitt fyrir-
myndarheimili í 27 ár eða þar til
þau brugðu búi og fluttust til
Reykjavíkur þar sem Jóhann gerð-
ist húsvörður við Menntaskólann í
Hamrahlíð.
Þegar Jóhann og María fluttu
að Ljósalandi urðum við aftur ná-
grannar þar sem við Gunnar, upp-
eldisbróðir Jóhanns, höfðum tveim
árum áður byggt og hafíð búskap
að Varmalæk við Skíðastaðalaug.
Þarna myndaðist smáþorp þar sem
hægt var að nýta jarðvarmann til
upphitunar. Nábýlið við þau Jóhann
og Maríu var gott og man ég aldr-
ei eftir að í odda skærist vegna
barnanna okkar, en þeim fjölgaði
ört á þessum árum, drengirnir
þeirra voru orðnir 6 en 5 hjá okkur
og 1 telpa er við fluttumst til
Reykjavíkur eftir 10 ára búskap á
Varmalæk. Því miður fækkaði sam-
fundum okkar við þetta en alltaf
fannst mér jafn ánægjulegt að hitta
þau hjónin á góðum stundum, norð-
an og sunnan heiða. Jóhann var á
jafnan ræðinn og skemmtilegur,
áhugasamur um menn og málefni
og laðaði mann að sér með ljúf-
mennsku sinni.
Sambúð þeirra hjóna hýgg ég að
hafí verið með miklum ágætum,
sem einkenndist af hve samhent
þau voru í að halda vel á hlutunum
til að geta framfleytt svo stórri Ijöl-
skyldu af fremur litlu búi. Heimilið
bar ætíð vott um reisn og myndar-
skap þeirra.
Nú þegar Jóhann er allur koma
minningarnar fram í hugann, hver
af annarri, allar ljúfar og skemmti-
legar. Það er mikils virði fyrir mig
að hafa kynnst svo góðu og já-
kvæðu fólki, sem skilur eftir sig
birtu og yl og mér finnst einmitt
hafa einkennt lífshlaup Jóhanns
Hjálmarssonar.
Að loknum þessum fátæklegu
orðum bið ég Maríu og sonum henn-
ar og fjölskyldum þeirra Guðs bless-
unar og megi minningin um elsku-
legan eiginmann, föður og afa ylja
ykkur um ókomna tíð.
Minningar um mætan vin
mun í huga geyma,
leiftra eins og logaskin
lýsa dulda heima.
Þuríður Kristjánsdóttir
t
Hjartkær eiginkona mín,
ÁSA GUIMNARSDÓTTIR
Skógargerði 3,
Reykjavík,
andaðist í Landsspítalanum 31. maí.
Baldvin Árnason
t
Bróðir okkar og frændi,
ÞORMÓÐUR BENEDIKTSSON,
Höfðahlíð 2,
Akureyri,
lést í Landspítalanum þann 31. maí.
Jarðarförin auglýst síðar.
Ragna Benediktsdóttir,
Hallgrímur Benediktsson,
Kristín Kristjánsdóttir,
Hólmfriður Breiðfjörð.
t
Útför systur okkar,
VIGDÍSAR KRISTDÓRSDÓTTUR
frá Sævarlandi,
Þistilfirði,
fer fram í dag, föstudaginn 1. júní, frá Fossvogskapellu kl. 13.30.
Lilja Krístdórsdóttír,
Hólmfríður Kristdórsdóttir,
Guðrún Kristdórsdóttir.
t
Bróðir minn,
ÞÓRÐUR ÞORSTEINSSON
fyrrverandi póstþjónn
frá Meiritungu,
verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju í Holtum laugardaginn
2. júní kl. 13.30.
Þórdís Þorsteinsdóttir.