Morgunblaðið - 01.06.1990, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 01.06.1990, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 1990 41 Móðir og barn: Atta konur í húsnæði á vegum samtakanna ÁTTA einstæðar mæður með sjö börn á framfæri sínu (ein er þung- uð) leigja nú hjá samtökunum Móðir og barn. Sljórn samtakanna gerir ráð fyrir að um mitt árið verði 10 konur komnar í húsnæði á vegum samtakanna. Móðir og barn niðurgreiða leiguhúsnæði fyrir einstæðar mæður um 30%, þó að hámarki 8.000 krónur á mánuði fyrir hveija konu. Æ\ Tilgangur Móður og barns er fyrst og fremst að bæta úr erfiðum hús- næðisaðstæðum einstæðra mæðra og barna þeirra. Samtökin eru lög- gild sjálfseignarstofnun með skipu- lagsskrá, sem staðfest hefur verið með forsetabréfi. Í frétt frá samtökunum segir að leitað hefur verið til einstaklinga, félaga, fyrirtækja og hins opinbera um stuðning við þetta hjálparstarf. Viðtökur manna hingað til hafi ver- ið forsenda þess hversu langt starf- ið sé komið áleiðis en frekari stuðn- ings sé þörf til að tryggja áfram- hald og eflingu þessarar þjónustu. Eftir að málefnið hefur verið kynnt almenningi með viðhlítandi hætti er fyrirhugað að fara út í almenna fjársöfnun. Upplýsingar um samtökin má fá í síma 22275. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Gróðursett fyrir landgræðsluskóga á Vogastapa. Vogar: Gróðursett á Vogastapa Vogum. ÞRJÚ þúsund trjáplöntur hafa verið gróðursettar í reit Land- græðsluskóga á austanverðum Vogastapa á móts við Fálkaþúfu. Það eru fimm hópar sem hafa tekið þátt í verkefninu, Soroptim- istaklúbbur Suðurnesja, Systrafé- lag Innri-Njarðvíkurkirkju, Systra- félag Ytri-Njarðvíkurkrrkju, Lio- nessuklúbbur Keflavíkur og hópur íbúa í Vogum og á Vatnsleysu- strönd. Megin hluti plantnanna er lerki, en einnig var víðir gróðursettur á þessum stað. - EG 29 sátu inni í miðri viku TÖLUVERT annríki var hjá lög- reglunni í Reykjavík á miðviku- dagskvöld og aðfaranótt fimmtu- dags. Alls gistu 29 fangageymsl- ur lögreglunnar, en sá fjöldi er óvenjulegur í miðri viku. Flestir sátu inni fyrir ölvun og óspektir ýmiss konar. Fimm voru inni á vegum ávana- og fíkniefna- deildar, tveir sovéskir sjómenn voru teknir fyrir að stela úr bílum við hafnarsvæðið, þrír sátu inni vegna óspekta eftir landsleik íslands og Albaníu, einn var handtekinn fyrir leikinn þegar hann hljóp berstrípað- ur inn á völlinn, einn fyrir ávísana- misferli og í hópnum voru að auki allmargir sem varð að flytja í geymslur vegna ölvunar. Alaborg í Danmörku: íslendingafélagið kynnir ís- land og íslenska menningu ÁKVEÐIÐ hefúr verið að vekja athygli á íslandi, íslenskri list og vörum i Álaborg í Danmörku í september og október. Sett verður upp sýning á íslenskum munum, sýnd leikrit og islenskir listamenn flylja tónlist. Þá verður saga landsins og náttúra einnig kynnt í máli og myndum, svo fátt eitt sé nefiit. í Álaborg búa um 200 íslending- ar. íslendingafélagið þar er 25 ára á þessu ári og af því tilefni gengst það og menningarmiðstöðin Húsið fyrir íslandsdögunum í haust. Krist- inn Kristinsson, formaður félagsins, sagði að hann hefði oft rekið sig á að íbúar Álaborgar þekktu lítt til íslands og hann hefði lengi langað að standa að einhverri íslandskynn- ingu. „Upphaflega átti kynningin aðeins að vera eitt kvöld,“ sagði Kristinn. „Nú er svo komið að versl- anir í Álaborg kynna íslenskar vör- ur í eina viku og allan september- mánuð verða sýningar í Húsinu, Listasafni Norður-Jótlands og 2-3 'galleríum í bænum. Við ætlum að sýna verk eftir Tryggva Ólafsson, Hauk Dór, Birgittu Jónsdóttur og ef til vill fleiri. Þá erum við að kanna hvort Húsavíkurbær, sem er vina- bær Álaborgar, hefur áhuga á að taka þátt í þessu, til dæmis með Athugasemd ívar Þ Björnsson, Aðalstræti 7 Reykjavík, hafði samband við Morgunblaðið í gær vegna fréttar í blaðinu um myntsláttu Bárðar Jóhannessonar vegna^ heimsóknar Englandsdrottningar. í fréttinni var Bárður titlaður leturgrafari, en ívar segist sjálfur vera eini maðurinn á íslandi, sem hafi þau réttindi, sem þarf til að kalla sig leturgrafara. Frétt Morgunblaðsins var byggð á fréttatilkynningu frá Bárði Jóhann- essyni. kynningu á listamönnum þaðan.“ Kristinn sagði að íslendingafé- lagið og menningarmiðstöðin Húsið hefðu fengið stuðning bæjaryfir- valda í Álaborg. „Við höfum einnig leitað eftir stuðningi hjá íslenska menntamálaráðuneytinu og fleir- um, en ekki fengið nein svör. Að vísu sendi Ferðamálaráð okkur bæklinga, en margar myndir sem prýða þá eru gamlar og upplýsingar úreltar, svo ég efast um að þeir. komi að miklu gagni.“ Lars Bang Jensen, fulltrúi frá Húsinu, var staddur hér á landi fyrir nokkru til að kynna fyrirhug- aðar sýningar og leita stuðnings íslenskra aðila við þær. Hann sagði að íslandskynningin væri viðamesta verkefni sem Húsið hefði ráðist í. „Við vorum eitt sinn með kynningu á Burma, en hún kemst ekki í hálf- kvisti við þessa. Við höfum nú 180 þúsund danskar krónur, um 1,8 milljónir íslenskra króna, til umráða og það gerir,okkur kleift að ráðast í ýmis verkefni. Við treystum einn- ig á velvilja ýmissa aðila, sem lið- sinna okkur endurgjaldslaust.“ Kristinn Kristinsson sagði að meðal fyrirhugaðra atriða væri heimsókn íslensks stórmeistara í skák, sem myndi tefla fjöltefli á vegum Skákfélags Álaborgar. „Flugleiðir hafa tekið vel í að styrkja okkur með afslætti á ferðum og Eimskip ætlar að flytja sýningar- muni til Danmerkur endurgjalds- laust. íslendingar, sem eru í námi hér, ætla að safna mununum á ís- landi í sumar og sjá um að senda þá út. Þá höfum við haft samband við fjölmarga tónlistarmenn og rit- höfunda og vonumst til að einhveij- ir þeirra sjái sér fært að koma og kynna verk sín. Aðalbókasafnið í Álaborg ætlar að kynna íslenskar bókmenntir og þar verða ef til vill sýnd ljósrit af fornum handritum. Dagskrá íslandskynningarinnar er því ekki fullmótuð enn.“ Lars Bang Jensen sagði að ætl- unin væri að setja upp leiksýningu í garðinum við Húsið. Thomas Möll- er, sem kom til íslands í fyrra með kór Svenstrup skóla, hefur sam- þykkt að vinna hugmynd að slíkri sýningu. Einn liður íslandskynningarinnar verður sýning á íslenskum hestum og sagði Kristinn að félag eigenda íslenskra hesta væri stærsta félagið innan danska hestasambandsins. Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim, sem glöddu mig á 100 ára afmœli mínu 16. maí meÖ gjöfum, heimsóknum, árnaöaróskum og geröu mér daginn ógleymanlegan. Guö blessi ykkur öll. Guðrún Bergþórsdóttir, dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi. yr/a SU/mRETTIR TOURJST MENU Góóur matur á góðu veréi hringinn í kringum iandið W eitingastaðir víóa um land innan Sambands veitinga- og gistihúsa bjóóa ísumar sérstakan matseóil, Sumarrétti SVG, þar sem áhersla er lögó á Sumarréttamatseöillinn gildir frá 1. júní til 15. september. Hádegisv. Kvöldverður Forréttur eða súpa, kjöt- eða fiskréttur, kaffi. 750- 900 kr. 1000- 1500 kr. Börn 0 til 5 ára: Ókeypis Börn 6 til 12 ára: 50% afsláttur ASKUR, Suðurlandsbraut 4 ASKUR, Suóurlandsbraut 14 CITY HÓTEL, Ránargötu 4a FÓGETINN, Aóalstræti 10 GAFL-INN, Dalshrauni, Hafnarfirói GAUKUR Á STÖNG, Tryggvagötu 22 GULLNI HANINN, Laugavegi 178 HÓTEL ESJA, Suóurlandsbraut 2 HÓTEL HOLIDAY INN, Sigtúni 38 HÓTEL LIND, Rauóarárstíg 18 HÓTEL LOFTLEIÐIR, Reykjavíkurflugvelli HÓTEL ÓÐINSVÉ, Þórsgötu 1 LAUGA-ÁS, Suóurlandsbraut 2 NAUST, Vesturgötu 6-8 PIZZAHÚSIÐ, Grensásvegi 10 PUNKTUR OG PASTA, Amtmannsstíg 1 ARNARBÆR, Arnarstapa, Snæfellsnesi BAUTINN, Hafnarstræti 92, Akureyri GLÓÐIN, Hafnargötu 62, Keflavík FLUG-HÓTEL, Hafnargötu 57, Keflavík HÓTEL ÁNING V/SÆMUNDARHLÍÐ, Sauóárkróki HÓTEL ASKJA, Hólsvegi 4, Eskifirói HÓTEL BLÁFELL, Breiódalsvík HÓTEL BORGARNES, Egilsgötu 14-16, Borgarnesi HÓTEL BÚÐIR, Staóarsveit, Snæfellsnesi HÓTEL FRAMTÍÐ, Vogalandi 4, Djúpavogi HÓTEL HÚSAVÍK, Ketilsbraut 22, Húsavík HÓTEL HÖFN, Höfn, Hornafirói HÓTEL ÍSAFJÖRÐUR, Silfurtorgi 1, ísafirói HÓTEL KEA, SÚLNABERG, Hafnarstræti 89, Akureyri HÓTEL LJÓSBRÁ, Breióumörk 25, Hveragerói HÓTEL REYNIHLÍÐ v/Mývatn, S-Þingeyjarsýslu HÓTEL SELFOSS, Eyrarvegi 2, Selfossi HÓTEL STYKKISHOLMUR, Stykkishólmi HÓTEL STEFANÍA, Hafnarstræti 83-85, Akureyri HÓTEL TANGI, Vopnafirói HÓTEL VALASKJÁLF v/Skógarströnd, Egilsstöðum HÓTEL VARMAHLÍÐ, Varmahlíð, Skagafirði HLÍÐARENDI, Austurvegi 1, Hvolsvelli HREÐA VA TNSSKÁLI, Borgarfirói MUNINN, HÓTEL ÞÓRSHAMAR, Vestmannabr. 28, Vestm. SKÚTINN, Kirkjuvegi 21, Vestmannaeyjum STAÐARSKÁLI, Staó, Staóarhreppi, V-Húnavatnssýslu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.