Morgunblaðið - 01.06.1990, Qupperneq 44
44
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 1990
// I4'á erum eJckri aé reyna aJ fe/ja hxKÍd'
þiCt _ i/ié £rum a& eelja, p/ánetam."
næmi fyrir minkapelsum.
Mæti hún pelsklæddri kunn-
ingjakonu fær hún höfuð-
verk ...
523 • POLLUX
Hér kann bersýnilega eng-
inn að meta tónlist...
HOGNI HREKKVISI
Armbaugar ættu að íast í apótekum
Til Velvakanda.
Það hefur verið deilt um það í
Morgunblaðinu að undanförnu
hvor séu upprunaleg eða hvor séu
eftirlíkingar, annars vegar segul-
armböndin „Bio-Ray“ frá Mall-
orku og hins vegar rMondial“ frá
Hollandi. Örnólfur Arnason tekur
á beinið konuna sem selur Mon-
dial-armböndin, í grein síðastliðinn
laugardag og gerir gys að því að
þau ,séu framleidd skv. einkaleyfi
frá Taiwan.
En mér finnst ekki skipta neinu
máli hver hefur verið á undan að
framleiða þessi segularmbönd.
Aðalatriðið er hvort þau gera
gagn. Ef fundin er upp aðferð til
að losa fólk við vanlíðan, auka
jafnvægi og koma í veg fyrir
streitu og svefnleysi, ætti enginn
að hafa einkaleyfi á því heldur
ætti öllum að vera fijálst að fram-
leiða svoleiðis gripi, jafnvel þeim
á Taiwan. Auðvitað þarf samt að
gæta þess að það sé ekki bara
útlitið sem hermt er eftir heldur
að gæðin og virknin séu jafngóð
og '\ upprunalega armbandinu.
Ég þekki ekki persónulega
neinn sem á Mondial-armband en
ég veit að einhverjir ganga með
þau og fólk mundi varla gera það
ef það fyndi ekki einhver jákvæð
áhrif. Alla vega hefur maður ekki
orðið var við kvartanir.
Hins vegar á ég sjálf Bio-Ray-
armbaug eða lífseguljafnara frá
Heilsuhúsinu og ég er í sjöunda
himni yfir honum. Hann hefur al-
veg losað mig við hnakka- og axla-
verki sem ég átti vanda til að fá
hvenær sem ég þurfti, t.d. að sitja
lengi við vinnu og eins þegar ég
var haldin streitu og kvíða. Síðan
ég byijaði að ganga með armbaug-
inn frá Mallorku hefur þetta horf-
ið eins og dögg fyrir sólu. Og ekki
bara verkirnir heldur líka streitan
og kvíðinn, svei mér þá. Ég trúi
því ekki að þetta sé eintóm ímynd-
un og sjálfsblekking, til þess er
þetta búið að standa of lengi,
a.m.k. átta vikur.
Ég þekki fleiri sem hafa góðar
sögur að segja um reynslu sína
af Bio-Ray-armbaugunum, meira
að segja konu sem fullyrðir að
ekkert hafi gagnað sér eins vel til
að lina liðagiktarkvalir. í mínu til-
felli var ekki um svo alvarlegan
sjúkdóm að ræða heldur dæmi-
gerðan kvilla sem hijáir mann án
þess að maður telji ástæðu til að
leita læknis. Og ég er sannfærð
um að armbaugarnir eru alveg
magnaðir (segulmagnaðir) gegn
svoleiðis óþægindum.
Mér finnst sjálfsagt að reyna
að kynna þessa ágætu armbauga
vel því að þörfin fyrir þá er sannar-
lega fyrir hendi. Ég held ég þekki
varla nokkra manneskju sem ekki
hefði gott af að fá ,jafnara“ á
úlnliðinn. Eðlilegast þætti mér að
selja armbaugana í apótekum um
allt land. Það er áreiðanlegt að í
lyfjabúðum fæst ýmislegt sem
gerir minna gagn en þeir.
Adda
Víkverji skrifar
Eftirfarandi bréf barst Vík-
verja frá Jóni Skafta-
syni; yfirborgarfógeta:
„Ég les gjarnan pistla þína í
Morgunblaðinu. því að þeir eru oft
athyglisverðir. í blaðinu 17. maí,
rekur þú píslargöngu eins kunn-
ingja þíns í kerfinu, sem selt hafði
íbúð sína og þurfti að flytja veð af
henni yfir á nýja íbúð er hann
keypti. Þú víkur m.a. að viðskiptum
hans við starfsfólk þinglýsingar-
deiidar, á vingjarnlegan hátt og
fyrir það vil ég þakka. En þetta
mál hefur fleiri hliðar eins og öll
önnur og langar mig til þess að
víkja að einni þeirra af þessu gefna
tilefni.
Ég vil þá fyrst taka undir með
þér, þegar þú ritar, að þú neitir
staðfastlega að trúa því, að á
tækni- og tölvuöld þurfi að gilda
jafn flókið kerfi og tímafrekt við
einfaldan veðflutning eins og þú ert
að lýsa. Hinsvegar finnst mér gæta
hjá þér misskilnings, ef þú heldur
að það sé tiltölulega auðvelt og létt
verk að skrá innihald þinglýsinga-
bóka Reykjavíkur í tölvu.
Því miður er reynsla mín önnur
og langar mig til þess að skýra
hana fyrir þér og öðrum lesendum
pistla þinna, þar sem þið eigið allan
rétt á að þekkja málavöxtu um
þýðingarmikinn þátt opinberrar
þjónustu við borgarbúa.
xxx
Eg hóf starf mitt við embættið
1. sept. 1979. Fljótlega varð
mér ljóst, að þjónusta við viðskipta-
menn þinglýsingardeildar var of
tafsöm og dýr við óbreytt kerfi.
Mér fannst liggja í augum uppi að
svarið við þessu væri tölvan.
Ég fékk því komið á starfshópi
í ársbyijun 1980 frá þinglýsingar-
deild embættisins og Skýrsluvélum
ríkisins og Reykjavíkurborgar, er
átti að gera tillögur um tölvukerfi
fyrir þinglýsingar.
Þann 12. okt. 1981 sendi ég síð-
an þessar tillögur dómsmálaráðu-
neytinu ásamt kostnaðaráætlun
með eindreginni ósk um, að ráðu-
neytið ákvæði að tölvutækni mætti
nota við skráningu þinglýsingar-
bóka. Samkvæmt þinglýsingarlög-
um var valdið hjá dómsmálaráðu-
neytinu og því einu til þess að taka
■þéssír úkvövðiin: í:"f' ? * ’ ? *? f
að var svo fyrst með bréfi ráðu-
neytisins dags. 26. júní 1984,
að mér var tilkynnt, að það myndi
beita sér fyrir fjárveitingu á fjárlög-
um 1985 til þess að tölvuvæða þing-
lýsingar í Reykjavík, en það kostar
margar milljónir.
Allar götur síðan að fjárveiting
fékkst hefur verið unnið að þessu
verkefni eftir því sem fjármagn og
aðrar aðstæður leyfa.
Verkefnið er hinsvegar mjög
stórt og krefst nákvæmni. Um
45.000 fasteignir eru á blaði í
Reykjavík auk þúsunda bifreiða,
skipa og flugvéla. Sumar fast-
eignanna taka margar blaðsíður
vegna veðskulda og allskyns kvaða
og allt er handskrifað og margt
útkrotað.
í árslok 1985 lauk skráningu
allra bifreiða í Reykjavík og er
áætlað, að einungis 10% þeirra, sem
selja eða kaupa bíla þurfi að heim-
sækja þinglýsingardeildina. Þökk
sé tölvunni.
Hinsvegar á skráning fasteigna
talsvert langt í land ennþá. Áætla
ég að um 50-60% verksins sé lokið
og unnið er að því að .ljúka því eins
fljótt og mögulegt er.
Ég vil í þessu sambandi fullvissa
þig um, að engir verða fegnari verk-
lokum, en starfsmenn þinglýsingar-
deildar. Á þeim brennur eldurinn
heitast því að þeir fá skammirnar
fyrst og fremst, ef viðskiptamenn
eru óánægðir með þjónustuna, eins
og brenna vill við, þar sem mikið
er að gera.
Við sem hér störfum myndum
gjarnan vilja afgreiða viðskipta-
menn strax og þeir koma. En slíkt
er ekki framkvæmanlegt m.a.
vegna þess að lög leyfa ekki, að
þinglesa skjali sama dag og það er
lagt inn.
Þá verður að gæta þess, að lán-
veitendur eiga rétt á því, að gengið
sé sómasamlega frá tryggingum
þeirra lána, er þeir veita.
neytisins til Danmerkur, Noregs og
Svíþjóðar til þess að kynna sér
tölvuvæðingu þinglýsinga í þessum
löndum.
Heimkomnir skiluðu þeir skýrslu
um árangur þessara athugana. Þar
segir m.a.
„Við næstum A hluta embætta
í Noregi (1974) _tók þinglýsing
meira en 60 daga. í desember 1981
var biðtíminn skemmri en 15 dagar
við 85 embætti, 16-20 dagar við 5
embætti, 21-30 dagar við 4 emb-
ætti, 31-40 dagar við 3 embætti
og 41-49 dagar við 2 embætti."
Hér er það undantekning ef biðtím-
inn fer yfir viku.
Mér var ennfremur skýrt frá
því, af þessum mönnum, að þingles-
in skjöl í Kaupmannahöfn væru lít-
ið fleiri en í Reykjavík og þótti mér
það allundarlegt.
Á síðustu 5 árum hefur 45.000-
52.000 skjölum verið þinglýst hér
árlega, 22.000-26.000 aflýst og
26.000-31.000 veðbókarvottorð af-
greidd. Að baki þessu liggur mikil
vinna.
Við höfum mikil óþægindi vegna
þess að ótrúlega oft eru þinglýsing-
arskjöl ekki rétt útbúin og þarf þá
að endursenda þau til lagfæringar.
Þú nefnir dæmi um fjölda ferða
kunningja þíns vegna veðflutnings
og veðbandslausnar í sambandi við
íbúðarkaupin. En vel hefði mátt
fækka ferðum þessum um helming
með því að hafa báða þessa löggern-
inga á eina og sama skjalinu. Svona
mætti áfram telja, en skal ekki gert.
Að endingu þetta. Ég er þér al-
gjörlega sammála um, að núverandi
kerfi við þinglýsingar er alltof
þunglamalegt.
xxx
xxx
að er útbreiddur misskilningur,
að biðtími eftir að fá skjali
þinglýst sé óvenju langur hér. Sum-
arið 1983 fóru tveir menn á vegum
’? ’þéssa •feWbáÁti's' ög' dóúfShfiárdVáðli-
*
Eg er þér einnig sammála um að
tölvan á að gera það mögu-
legt að einfalda kerfið. En slík
breyting verður ekki hrist fram úr
erminni á einni nóttu. Bæði þarf
fjármagn, vinnukraft og starfsað-
stöðu til þess að ljúka þessu og að
undanförnu hefur allt þetta verið
■ * af "skwrhiihi skammti hér.