Morgunblaðið - 01.06.1990, Síða 48

Morgunblaðið - 01.06.1990, Síða 48
EINKAREIKNINGUR Þ/NN í LANDSBANKANUM0, FOSTUDAGUR 1. JUNI 1990 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Féll 10 metra af vinnupalli og slasaðist Mvarlega MAÐUR um fimmtugt slasaðist alvarlega þegar hann féll 4 hæðir, um 10 metra, til jarðar af vinnupalli við Skúlagötu síðdegis í gær. Maðurinn var að lagfæra glugga á fjórðu hæð Skúlagötu 56. Hann var einn við vinnuna, sem hann vann sem verktaki. Komið hafði verið upp palli undir glugganum á íjórðu hæð, þannig að tveir þríhyrningar, sem festir voru á húsvegginn mynduðu b.úkka sem stutt var við með stoð- úm frá svölum á þriðju hæð. Milli þríhyminganna vom lagðir 6 plankar, þrír negldir niður en þrír ónegldir. Sumir plankanna stóðu allt að 1,8 metra út fyrir þríhyrn- ingana. Talið er að maðurinn hafi fallið við það að einn plankanna sporðreistist undir honum. Maðurinn lenti á grasflöt á lóð hússins. Hann var fluttur þungt haldinn á sjúkrahús. Að sögn lög- reglu var óttast að hann hefði fiálsbrotnað. Þjóðhagsstofiiun: ^ , Morgunblaðið/Charles Egill Hirt Útsýnisbíll bíður skráningar Sæmundur Sigmundsson sérleyfishafi í Borgarnesi hefur fest kaup á þessum 75 sæta útsýnisbíl. Bíllinn, sem er af gerðinni Setra, árgerð 1983, fæst ekki skráður fyrir þennan farþegafjölda vegna reglna um öxulþyngd. Bílar af þessu tagi hafa sést hér áður, meðal annars munu tveir slíkir hafa komið hingað með Norrænu í fyrra og ekið um landið með farþega. Nýr búvörusamningur: Hugmyndir um uppboðs- markað á í’ull- virðisrétti í VIÐRÆÐUM um nýjan búvöru- samning hafa komið fram hug- myndir um að stofna sérstakan uppboðsmarkað á fullvirðisrétti, þar sem menn geti lagt rétt sinn inn og selt hæstbjóðanda. Á fundum viðræðunefnda Stéttar- sambandsins og landbúnaðarráðu- neytisins hefur samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins aðallega verið rætt um mismunandi hugmyndir varðandi meðferð fullvirðisréttar og reiknað út hvaða áhrif þær hefðu, en hvorugur aðili hefur þó sett fram neinar ákveðnar hugmyndir sem sínar. Rætt hefur verið um að full- virðisrétturinn geti færst milli manna, sem nú er óleyfilegt, og hafa ýmsar hugmyndir komið upp um hvernig færa ætti réttinn á milii. Auk hugmyndar um að menn geti keypt fullvirðisrétt eins og leyfi- legt var á tímabili, og þá hugsanlega á uppboðsmarkaði, hefur verið rætt um að sérstakar nefndir úthluti full- virðsiréttinum. Framfærsluvísitala hækkar um 6% í sumar í stað 3,5% Forsætisráðherra á fund með fulltrúum vinnumarkaðarins í ÚTTEKT sem Þjóðhagsstofnun hefur unnið fyrir ríkisstjórnina og afhent var forsætisráðherra í gær, kemur fram að áætlað er að framfærsluvísitala hækki á fjórum mánuðum, frá 1. maí til 1. september, um 6% á ársmælikvarða í stað 3,5% hækkunar sem voru forsendur þeirra kjarasamninga sem gerðir voru þann 1. febrúar sl. Þjóðhagsstofnun tekur það sérstaklega fram að þessi áætlun miðist við það að ekkert verði að gert. Morgunblaðið/Bjarni Frá slysstaðnum við Skúlagötu. Pallurinn sem maðurinn var við vinnu á sést milli þriðju og fjórðu h'æðar. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagði í samtáli við Morgunblaðið í gærkveldi: „Þeir segja að ef ekkert verður að gert og allar hækkanir látnar ganga fram, þá gæti hækkunin orðið þessi. Ég get á þessari stundu ekki sagt til um það hvað gert verður, en ég er búinn að eiga fundi með VSI og ASÍ um málið. Vissulega er þetta áhyggjuefni, en við munum hafa fullt samráð um hvaða mótstöðu er hægt að veita.“ Aðspurður hvaða tæki stjórn- völd hefðu til þess að afstýra því að þróunin yrði í samræmi við úttekt Þjóðhagsstofnunar sagði forsætisráðherra: „Vitanlega hafa menn tæki, hvort sem þeir vilja beita þeim eða ekki. Það er til dæmis hægt að hækka gengið, en ég er því ekki hlynntur. Það er beinasta leiðin til þess að lækka verðlag, en ég tel mjög ólíklegt að slíku tæki verði beitt. Þær leið- ir sem hægt er að fara eru: Það er hægt að hækka gengið, setja á verðstöðvun, herða verðlagseftir- lit, draga úr opinberum hækkun- um, þó það kosti að draga úr opin- berum framkvæmdum. Mikilvæg- ast er þó ef til vill að almenningur standi sig í verðlagseftirlitinu og hafni þeim vörum sem hækka óeðlilega. Loks tel ég að þeir at- vinnurekendur sem nú eru að ákveða hækkanir á vöru sinni og þjónustu ættu að athuga það að slíkar hækkanir gætu komið beint í bakið á þeim.“ Steingrímur sagði að á næst- unni myndi ríkisstjórnin taka ákvarðanir um til hvaða ráðstaf- ana verði gripið. Atli Eðvalds- son fer í KR ATLI Eðvaldsson, fyrirliði lands- liðsins í knattspyrnu, hefur ákvéðið að ganga til liðs við KR og verður löglegur með félaginu 13. júní nk. Atli, sem lék með Val á sínum yngri árum, hefur verið atvinnu- maður í íþróttinni meira og minna í rúmlega áratug. Atli, sem er 34 ára, lék í Tyrklandi í vetur. Fyrsti leikur hans með KR verður væntan- lega 19. júní gegn FH. Sjá bls. 47. Þorskblokk liefiir hækkað um 20% í Bandaríkjunum VERÐ á þorskblokk hefur hækkað um 20% á Bándaríkjamark- aði á þessu ári. Verðið er nú komið í 1,90 til 1,95 dollara pund- ið, en var í 1,60 til 1,65 dollurum í byrjun ársins. Þá hefur Iceland Seafood Corp. hækkað þorskflök í fimm punda pakkn- ingum úr 2,30 í 2,50 doilara pundið, en hjá Coldwater Seafood Corp. er verðið á flökum áfram 2,30 dollarar pundið. Magnús Friðgeirsson, fram- kvæmdastjóri Iceland Seafood Corp., telur að framboð á fiski aukist á næstunni þegar vertíðin í Kanada hefst og verðið jafnist. Hann á þó ekki von á að verðið lækki verulega, eins og varð 1988 í kjölfar verðhækkana á árinu 1987, vegna þess að nú eru litlar birgðir af fiski til í Bandaríkjunum. Magnús Gústafsson, fram- kvæmdastjóri Coldwater Sea- food Coip., sagði, að hjá þeim hefði verið lítil breyting á verði á þorskflökum, þar sem salan hefði ekki gefið tilefni til ann- ars. En menn sæju vaxandi sam- keppni í aukinni eftirspurr. frá Evrópu. Um þorskblokkina sagði Magnús Gústafsson að hún væri 12-15% af verðmæti þess sem Coldwater keypti frá íslandi. Mest væri hún notuð í verk- smiðjuframleidda vörur, sem væru nú heldur á undanhaldi. Menn skyldu líka muna reynsl- una frá 86 og 87, sem hefði kennt mönnum að ganga ekki of harkalega fram gegn við- skiptavininum með verðhækkan- ir. • Magnús Friðgeirsson sagði að lítið framboð af fiski gerði það að verkum að markaðirnir, eink- um Evrópa og Bandaríkin, væru í mikilli samkeppni um fram- leiðsluna. Framleiðendurnir framleiddu fyrir þann markað sem gæfi besta verðið og því væri mikið framleitt fyrir Evr- ópumarkað. Sölufyrirtækin í Bandaríkjunum hefðu því orðið að hækka verðið til að ná at- hygli framleiðendanna. Verð á þorskblokk er nú Iitlu lægra en verðið var þegar það náði hámarki á árinu 1987. Þá fór þorskblokkin í 2,05 dollara pundið en hrundi á næsta ári niður í 1,25 dollara. Verðið hækkaði lítillega á síðasta ári en hefur hækkað verulega í ár. Magnús sagðist ekki eiga von á verðhruni í framhaldi af hækk- unum að undanförnu. Á árinu -1987 hefðu verið meiri fiskbirgð- ir en nú og meira framboð af fiski. Taldi Magnús að heildar- veiði á þorski úr Norður-Atlants- hafi myndi minnka um 20% í ár. Markaðurinn þyrfti mikið af fiski nú til að anna eftirspurn og byggja upp eðlilega birgðastöðu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.