Morgunblaðið - 21.06.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 1990
25
Ion Iliescu sver embættiseið forseta Rúmeníu:
Kalla stjórnarhættir forset-
ans einangrun yfir þjóðina?
Búkarest. dpa, Reuter.
ION Iliescu sór í gær embættiseið forseta Rúmeniu en hann og
flokkur hans, Endurreisnarráðið, unnu stórsigur í þing- og for-
setakosningunum sem fram fóru þar í landi þann 20. fyrra mánað-
ar. Sendiherra Bandaríkjanna í Rúmeníu var ekki viðstaddur
athöfnina og vildu stjórnvöld vestra á þann hátt andmæla þeirri
hörku sem sljórn forsetans sýndi í síðustu viku er mótmæli andófs-
manna voru brotin á bak aftur í Búkarest.
Iliescu sem er sextugur kom
fram á sjónarsviðið í desember
er hermenn gegnu til liðs við al-
þýðu manna og steyptu einræðis-
herranum illræmda, Nicolae Ce-
ausescu, af stóli. Allt fram á átt-
unda áratuginn gegndi Uiescu
ýmsum háum embættum og var
hann almennt talinn sauðtryggur
undirsáti Ceausescus. Svo fór að
lokum að Iliescu tók að gagnrýna
yfirboðara sinn og féll í ónáð.
Eftir byltinguna varð hann for-
seti bráðabirgðastjórnar Endur-
reisnarráðsins og síðan frambjóð-
andi þess í kosningunum í maí.
Iliescu hlaut tæp 80% atkvæða
í forsetakosningunum og fullyrti
stjórnarandstaðan að yfirvöld
hefðu staðið fyrir grófum kosn-
ingasvikum. Raunar höfðu stjórn-
arandstæðingar og lýðræðis-
sinnar þá þegar staðið fyrir skipu-
legum mótmælum gegn stjóm-
völdum, einkum í Búkarest, og
sakað ráðamenn um kommúníska
stjómarhætti. Aukin harka færð-
ist i mótmælin eftir stórsigur Ili-
escus og náðu þau hámarki í síð-
ustu viku er þúsundir manna
kröfðust afsagnar hans i Búka-
rest og réðust inn í opinberar
byggingar. Greip Iliescu þá til
þess ráðs að kalla námamenn til
borgarinnar og misþyrmdu þeir
hverjum þeim er þeir töldu and-
stæðan forsetanum. Hamfarir
námamanna kostuðu a.m.k. fjög-
ur mannslíf og óstaðfestar fréttir
herma að hundruð manna hafi
verið handtekin. Iliescu þakkaði
námamönnunum vel unnin störf
og tilkynnti síðan að ákveðið
hefði verið að stofna sérstakar
öryggissveitir. Telja stjórnarand-
stæðingar sýnt að forsetinn hygg-
ist nýta sér krafta liðsmanna ör-
yggislögreglu Ceausescus, Secu-
ritate, sem flest bendir til að stað-
ið hafi fyrir viðurstyggilegustu
grimmdarverkunum í Austur-
Evrópu í valdatíð kommúnista.
Iliescu forseti kallaði yfir sig
fordæmingu á alþjóðavettvangi
er námamönnum var sigað á
stjórnarandstöðuna. Til að leggja
áherslu á andúð sína á stjórnar-
háttum forsetans ákváðu stjórn-
völd í Bandaríkjunum að sendi-
herrann í Búkarest, Alan Green,
yrði ekki viðstaddur athöfnina.
Evrópubandalagið hefur afráðið
að slá á frest yfirhugaðri efna-
hagsaðstoð við Rúmena og heim-
ildarmenn Reuters-fréttastofunn-
ar telja líklegt að hjálparstofnanir
ýmsar muni draga úr umsvifum
sínum í Rúmeníu í kjölfar atburð-
anna í Búkarest.
Stjórnvöld í Rúmeníu, ekki síst
Petre Roman forsætisráðherra
hafa freistað þess að veija við-
brögð ráðamanna við aðgerðum
stjómandstöðunnar og lýst yfir
því að leikreglur lýðræðisins verði
í heiðri hafðar. Vestrænir sendi-
menn í Búkraest segja að orð
forsætisráðherrans dugi skammt
og að stjórnvöld verði að sýna
þennan ásetning sinn í verki. Að
öðrum kosti blasi einangrun á
alþjóðavettvangi við en það hlut-
skipti þekkja Rúmenar frá loka-
dögum Nicolae Ceausescu.
0DEXION
léttir ykkur störfin
APTON-smíðakerfið
leysir vandann
• Svörtstálrör
• Grástálrör
• Krómuð stálrör
• Álrör - falleg áferð
• Allar gerðir tengja
Við sníðum
niðureftir máli
LANDSSMIÐJAN HF.
Verslun: Sölvhólsgötu 13
Sími (91)20680
De Gaulle minnst
af þrennu tileftii
París. Frá Margréti Elísabetu Ólafsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins.
í ÁR er Charles de
Gaulle hershöfðingja
og forseta Frakk-
lands frá 1958-1969
minnst af þrennu til-
eftii. I nóvember eru
100 ár liðin frá fæð-
ingu hans og tuttugu
ár frá því hann lést.
Hinn 18. júní, voru
nákvæmlega 50 ár
síðan hann flutti lönd-
um sínum ávarp í
gegnum bresku út-
varpsstöðina, BBC í
London, og skoraði á
þá að gefast ekki upp
fyrir Þjóðveijum
heldur beijast áfram
við hlið sér. En dag-
inn áður, 17. júní, árið
1940, hafði Pétain
marskálkur og form-
aður frönsku ríkis-
stjórnarinnar, lýst
yflr uppgjöf í stríðinu
við Þjóðveija.
Á sunnudag komu
40.000 manns saman í
Colombey-des-deux-
Eglises þar sem de
Gaulle hvílir, til að
minnast fimmtugsaf-
mælisins. 35 metra háu
útvarpi, í stíl fjórða ára-
tugarins, hefur verið
komið fyrir utan um
steinsúluna á Place de la Concorde
í París. Á mánudag var 18. júní
„áskoruninni" útvarpað þar reglu-
lega allan daginn. Þá var minning-
arathöfn í Notre-Dame kirkjunni
og síðdegis vígði Francois Mitter-
rand Frakklandsforseti bronsskjöld
með „áskoruninni", sem framvegis
mun standa við hlið minnismerkis-
ins um óþekkta hermanninn við
Sigurbogann.
Reuter
Parísarbúi heldur á veggspjaldi þar sem þess
er minnst að 50 ár eru síðan Charfes de
Gaulle skoraði á landa sína að gefast ekki
upp fyrir Þjóðveijum. í baksýn er risastór
eftirlíking af þeim útvarpstækjum sem þá
voru í notkun.
Charles de Gaulle var formaður
bráðabirgðastjórnar Frakklands frá
1944-46, hann var kosinn forseti
1958 og stofnaði fimmta lýðveldið
sama ár. Árið 1962 efndi hann til
þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálf-
stæði Alsír, en hann lét af embætti
1969.
Að dómi Frakka er 18. júní-„
áskorunin" merkasti atburðurinn á
ferli hershöfðingjans, en það kemur
VORLEIKS
Charmglow model 01450
Charmglow model 01310
VERÐ KR. 14.900.- m/kút stgr.
VERÐ KR.19.800.- m/kút stgr.
OPIÐ ALLA VIRKADAGA NEMA MANUDAGA FRA KL.10 - 18
FÖSTUDAGA FRÁ KL. 10- 19.
LAUGARDAGA FRÁ KL.10 -14.
ATH. LOKAÐ MÁNUDAGA.
»1«;