Morgunblaðið - 21.06.1990, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.06.1990, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JUNI 1990 39 RICHARD Mágur minn elskulegnr, Jóhann Bragi Friðbjarnarson, lést á hjarta- deild Landspítalans 12. júní sl., eft- ir nokkurra vikna erfiða sjúkdóms- legu, aðeins tæplega fimmtíu og fimm ára að aldri. Bragi, eins og hann var jafnan kallaður, var yngstur sex systkina en fellur frá fyrstur þeirra. Hin eru Níels, bankamaður á Siglufirði, Kjartan, kaupsýslumaður í Hafnar- firði, Anna Margrét fv. umboðs- maður Olíuverzlunar íslands í Vest- mannaeyjum, Stefán blaðamaður á Morgunblaðinu og Kolbeinn fv. for- maður Verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði. Foreldrar þeirra voru Sigríður Stefánsdóttir frá Móskógum, skag- firskrar og eyfirskrar ættar, og Friðbjörn Níelsson, frá Hallandi á Svalbarðsströnd, kaupmaður og síðar bæjargjaldkeri á Siglufirði. Þau eru bæði látin. Bragi varð unglingur fyrir vinnu- slysi í Síldarverksmiðjum ríkisins á Siglufirði. Afleiðingar þess fylgdu honum öll hans æviár. Hann gekk engu að síður til fullrar vinnu lengst af. Hann var um langt árabil starfs- maður Olíufélagsins Skeljungs í Reykjavík og þar starfandi er hann veiktist nú. Bragi á tvö börn uppkomin, Önnu Margréti og Agnar Viðar. Anna er gift Birgi Smára Jóhannessyni á Hvammstanga og eiga þau tvo syni, Ólaf Kára og Markús Braga. Sambýliskona Braga síðari árin var Sigríður Ásta Guðmundsdóttir. Þau komu sér upp góðu heimili í Hábergi 3. Þar undi Bragi hag sínum vel. Bragi var víðlesinn og fylgdist vel með framvindu mála erlendis sem hérlendis. Hann setti sig vel inn í öll mál, sem hann þurfti að taka afstöðu til eða sinna, og byggði skoðanir sínar á gaumgæfinni at- hugun. Hann vann og öll verk sín af stakri samviskusemi og var vel látinn af samstarfsmönnum og öðr- um, sem höfðu af honum kynni. Sigga og Bragi ferðuðust tölu- vert um heiminn og þau höfðu lagt drög að utanferð þegar hann snögg- veiktist og var lagður inn á hjarta- deild Landspítalans. Og nú hefur hann lagt upp í þá ferð sem okkur öllum er búin fyrr eða síðar. Hafi hann fararheill og góða heimkomu. Er leiðir skilja þakka ég Braga mági mínum hlýtt viðmót hans og velvild alla og færi ástvinum hans dýpstu samúðarkveðjur fjölskyldu minnar. Minningin um góðan dreng lifir í hugum þeirra. Þorgerður Sigurgeirsdóttir Jóhann B. Friðbjarn- arson - Minningarorð Fæddur 30. nóvember 1935 Dáinn 12. júní 1990 Mig langar til að minnast föður míns, Jóhanns Braga Friðbjarnar- sonar, í örfáum orðum. Hann var sonur hjónanna Friðbjarnar Níels- sonar kaupmanns og Sigríðar Stef- ánsdóttur frá Móskógum. Hann var yngstur sex systkina. Við vorum þrjú systkinin. Elsta son sinn, Má, fæddan 30. júlí 1963, missti hannaf slysförum 22. desem- ber 1973. Ég var næst elst, fædd 30. janúar 1965. Yngstur er Agn- ar, fæddur 16. september 1966. Foreldrar mínir slitu samvistum 1967 og ég ólst ekki upp hjá föður mínum. Móðir mín flutti með okkur út á land. Urðu því samskipti okkar föður míns lítil sem engin á upp- vaxtarárum mínum. En fyrir ellefu árum varð ég þess aðnjótandi að kynnast föður mínum og sambýlis- konu hans, Sigríði Ástu, sem var stoð hans og stytta í veikindum hans. Hann átti tvö barnabörn, þá Ólaf Kára, fæddur 3. ágúst 1983, og Markús Braga, fæddur 12. janúar 1986. 15. maí sl. veiktist faðir minn skyndilega og var baráttan hörð en hann missti aldrei vonina, því enga ósk átti hann heitari en að komast heim aftur, en vegir Guðs eru órannsakanlegir. Að kvöldi 12. júní lést hann á hjartadeild Landspítal- ans. Með söknuð í huga fylgi ég föður mínum til grafar í dag. Elsku pabba vil ég þakka sam- fylgdina og alla yndislegu stundirn- ar sem við áttum saman. Elsku Sigga; Agnar, Biggi, Ólafur Kári og Markús Bragi. Góður Guð styrki okkur öll í þessari miklu sorg. Blessuð sé minning föður míns. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V.Briem) Reykjavíkur og hóf störf hjá Vega- gerð ríkisins og vann þar í nokkur ár, en lengst af starfaði hann hjá Eimskipafélagi íslands, eða þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Oft mun starfið á höfninni hafa verið Guðmundi erfitt, því hann var ekki heilsuhraustur og haldinn asma í mörg ár. Hann var mjög ósérhlífinn og harður við sjálfan sig við að mæta í vinnu þó lasinn væri. En störf hans nokkur síðari árin við höfnina voru honum léttari. Þá fékk hann svokallað skrifarastarf og. fórst honum það vel úr hendi sem annað er honum var trúað fyr- ir. Guðmundur var að eðlisfari mjög nákvæmur og samviskusamur til orðs og æðis. Kynni okkar Guðmundar og fjöl- skyldu minnar urðu fyrst veruleg eftir að hann fluttist til Reykjavík- ur. Þá höguðu atvikin því svo, að hann leigði herbergi i sama húsi og við á Kárastíg 10, og eftir að við fluttum í Eskihlíð 16A fékk hann nokkru síðar leigt hjá okkur og keypti svo af okkur íbúðina, þegar við árið 1956 fluttum á Haga- mel 34. Árið 1984 skiptir hann svo um ibúð og flytur í Eskihlíð 22. Guðmundur leigði alltaf hluta hús- næðisins gegn aðhlynningu og var hann lánsamur hvað það snerti og þurfti ekki oft að skipta um leigj- endur, enda hafa þau Elín og sonur hennar, Kristinn, verið hjá honum á þriðja áratug. Guðmundur var dagfarsprúður maður og sérstaklega barngóður, enda hændust þau að honum. Að leiðarlokum vill fjölskyldan þakka honum tryggð og vináttu á liðnum árum og biður honum Guðs blessunar. Aðstandendum færi ég samúðar- kveðjur. Víglundur Sigurjónsson Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V.Briem) Anna í dag kveðjum við góðan vin og starfsfélaga Braga Friðbjarnarson. Hann fæddist á Siglufirði 30. nóv- ember 1935. Það er sárt að sjá á eftir sínum besta vini og félaga. Ég er varla búinn að átta mig á því enn, að hann sé horfinn á brott. Við höfum unnið saman síðastliðin 8 ár, stutt- ur tími, en mjög góður tími. Bragi var mjög vel gefinn mað- ur. Minnið alveg óskeikult. Hann vann sín störf af mikilli alúð og trúmennsku. Nákvæmni var hans einkunnarorð. Það er áreiðanlega margur viðskiptavinurinn hjá Skelj- ungi, sem kemur til með að sakna hans ljúfmannlegu framkomu við afgreiðslustörfin. Hann barðist hetjulegri baráttu við sjúkdóm þann, er heltók hann. Ég veit, að þessi fátæklegu orð mín hér fá ekki nægilega lýst þeim mannkostamanni, sem Bragi var. Ég votta sambýliskonu hans, Sigríði Guðmundsdóttur, mína dýpstu samúð, svo og börnum hans og öllum hans nánustu. Blessuð sé minning Braga Frið- bjarnasonar. Hjörleifur Guðnason AIsls X* A F HOLLY JOHN GöODMAN Þau heyrðu ekki í honum, þau sáu hann ekki, en hann var til staðar þegar þau þörfnuðust hans, jafnvel eftir að hann var látinn. Myndin segir frá hopi ungra flugmanna sem elska að taka áhættur. Þeirra at- vinna er að berjast við skógarelda Kaliforníu úr lofti og eru þeir sífellt að hætta lífi sínu i þeirri baráttu. Aðalhlutverk: Richard Dreyfuss, Holly Hunter, John Goodman og Audrey Herburn Titillag myndarinnar er: Smoke gets in your eyes. Sýnd í A-sal kl. 8.50 og 11.05. Þvottavélar Þurrkarar Örbylgjuofnar Gœðatœki fyrir þig og þína! SMrTHA NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.