Morgunblaðið - 21.06.1990, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.06.1990, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 1990 felk f fréttum OFBELDI LaToya Jackson barin illa með járnkylfum Mick Jagger ber af sér ásakanir Söngkonan LaToya Jackson, sem löngum hefur verið upp- finningarsöm á flest það sem an- grar fjölskyldu hennar, hina frægu Jackson-fjölskyldu með Michael Jackson fremstan í flokki, lenti í því fyrir skömmu að hópur manna braut sér leið inn á hótel- herbergi hennar í Rómarborg og barði hana sundur og saman með járnkylfum. Sprakk víða fyrir á LaToyu og blæddi mikið, en hún slápp án beinbrota og þótti það hin mesta mildi. Lögreglan í Rómarborg gat ekki gefið skýringar á því hvers vegna söngkonunni var misþyrmt með þessum hætti, en fyrr um kvöldið hafði hún komið fram í mikilli sjónvarpsuppákomu. Hún var þar í ögrandi klæðnaði, en lögreglan telur það vart hafað orðið kveikj- una að ódæðinu, heldur eitthvað sem LaToya kann að hafa sagt þó menn átti sig ekki á því enn hvað það geti hafa verið. Sem fyrr segir, hefur LaToya skapraunað verulega íjölskyldu sinni og segja illar tungur að það hafi hún gert til að vekja á sér athygli, hún hafi ekki þolað að standa í skugga bróður síns Mic- haels. Hún hefur hótað að rita ævisögu sína g fletta ofan af ger- völlu einkalífi einstakra Jacksona og hún hefur fækkað klæðum fyrir ljósmyndara tímaritsins Pla- yboy og leyft birtingu á nektar- myndum af sér svo eitthvað sé tínt til. Það nýjasta undir sólinni hjá LaToyu var að blása til frétta- mannafundur fyrir skömmu og lýsa því yfir að hún væri jómfrú! Hljóta slíkar upplýsingar að skipta miklu máli, enda rituðu blaðamenn hvert orð niður á blað og hafa tíðindin birst í ýmsum blöðum í Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum. La Toya lætur að sér kveða. Mick Jagger, hinn varaþykki og munnstóri söngvari Rolling Stones, liggur nú undir grun um að hafa haldið fram hjá sambýlis- konu sinni, fyrirsætunni heims- frægu Jerry Hall, en með henni á Jagger tvö böm. Vestur-þýsk fyrir- sæta að nafni Christine Haack hef- ur sagt frá því í blaðaviðtölum í Þýskalandi, að hún hafi eytt þremur sólarhringum með Jagger þegar Rolling Stones voru á hljómleika- ferðalagi fyrir nokkrum vikum. Jag- ger hafí sótt fast og verið ólmur og minnisstæður elskhugi. Jagger ber af sér áburðinn, seg- ist reyndar kannast aðeins við ungfrú Haack, en varla sé hægt að taka dýpra í árinni en að lýsa þeim sem kunningjum og að það sé af og frá að kynni þeirra séu náin. Nýlega birtist mynd af þeim Jagger og Haack í faðmlögum í næturklúbbi í Miinchen og segir Jagger að hann hafí tekið ungfrúna þar tali og þegar ljósmyndari hafí nálgast hafí hún fleygt sér í faðm sinn og tekið að láta vel að sér. fcjósmyndarinn smellti af og fór sína leið. Það hlytu allir að sjá að ungfrú Haack væri með auvirðilegum hætti að nýta sér kunningsskapinn til að vekja á sér athygli. Hann hefði ein- ungis rabbað við hana í nokkrar mínútur í umræddum næturklúbbi, FERÐAGARPAR A hjólum yfir hálendið Mick Jagger ber allt af sér. AUGLYSINGAR hann hefði aldrei komið heim til hennar, aldrei hitt hana við önnur tækifæri og þekkti yfirleitt nánast ekkert til konunnar. Frásögn ungfrúarinnar er á ann- an veg. Hún segist fyrst hafa hitt Jagger í Lundúnum fyrir ári og hafi hann þá strax farið að gera hosur sínar grænar, en hún haldið aftur af honum þótt það væri sér þvert um geð, því maðurinn væri bæði „afburðagreindur og ró- mantískur“. Þegar Rolling Stones hefðu svo verið væntanlegir til Miinchen hefðu þau ákveðið að hitt- ast og kynnast ögn nánar. Síðan Jerry Hall og börnin. Hún tjáir sig ekki um málið. hafi þau átt saman þrjá „unaðslega sólarhringa". Jerry Hall neitar að ræða málin, en Jagger hefur sent henni risastóra blómvendi með þeim orðum að hún skuli ekki trúa öllu sem sagt er, heldur fremur treysta sér og trúa. Þeir voru léttir í lund Frakkamir Bruno Bohrer og Bernard Franchi á mánudaginn þegar þeir lögðu af stað yfír Kjöl og austur fyrir land á hjólun- um sínum. „Við viljum bæta ímynd manna af Marseillebú- um,“ sagði Bruno þegar hann var spurður um til- gang fararinnar. „Margir halda að þar búi einungis óþverralýður en það er ekki rétt. Þar búa líka íþróttamenn eins og við Bernard," bætir hann við og Bemard kinkar kolli og segir að þeir hafí ferð- ast um fjöldan allan af löndum. Hann nefnir Rúm- eníu, Búlgaríu, Tyrkland, Danmörk, Austurrfki, Belgíu, Holland og Ítalíu. Bernard og Bruno ferðast um á hjólum sem sér- staklega eru hönnuð fyrir erfiða fjallvegi. „Á hjólun- um erum við með allt sem við þurfum til fararinn- ar,“ segir Bernard.„Við emm með varahluti í hjólin, föt til skiptanna og mat. Samt vegur farangurinn ekki nema 32 kg“. Ferðinni áætla félagamir að ljúki í Reýkjavík 30. júní. í Marseille starfa Bruno og Bernard sem lögreglu- Fegnrð gegn kynþáttahatri Frönsku samtökin „SOS-rac- isme“ (sem gæti útlagst „Hjálp — kynþáttahatur“) hófu nýlega auglýsingaherferð málstað sinum FYRIRLESTUR UM LÍFIÐ OG TILVERUNA GURUDEV (YOGIAMRIT DESAI) í BORGARLEIKHUSINU fimmtudagmn 21. jum kl. 20-22 Miðasala í leikhúsinu 19.-21. júní kl. 17-20 Verð kr. 250,- til stuðnings. Dreift var veggspjöld- um um gervalla Parísarborg. Þar var mynd af undurfagurri stúlku og texti með: „Öll unnum við föður- landinu". Það erþó ekki Frakki sem situr fyrir á myndinni heldur mexi- kósk fyrirsæta, Rosie de la Cmz að nafni. Forsvarsmenn samtak- anna segja að með herferð þessari vilji samtökin minna á orð Charles de Gaulle hershöfðingja sem sagði að Frakkland væri „hugmynd" en ekki land eins kynþáttar. Samtökin „SOS-racisme“ starfa nú víða um heim og má geta ráðstefnu sem haldin var á Islandi fyrir skömmu um kynþáttahatur þar sem notuð voru einkunnarorð samtakanna: „Láttu vin minn vera“ letmð í opinn Iófa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.