Morgunblaðið - 21.06.1990, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 1990
47
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Hjartans þakkir til allra, sem glöddu mig í
tilefni 80 ára áfmœlisins þann 16. júní sl.
Olga Ásgeirsdóttir.
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
J
I
I
Brak og brestir í bíó
Til Velvakanda.
Fyrir nokkru fór bréfritari í eitt
af kvikmyndahúsum borgarinnar
sem í sjálfu sér er ekki í frásögur
færandi. En óskaplega er það hvim-
leitt þegar virkilega á að njóta
myndarinnar að úr öllum áttum
heyrist brak og brestir líkt og
hraunmolar séu að ryðja sér braut
niður hlíð. Þar á ég við þegar fólk
er að maula poppkornið upp úr bréf-
pokum sem hafðir eru utan um
poppið. Fyrir aftan mig sat par og
var engu líkara en það væri í kapp-
áti með poppkornið sitt og í hvert
sinn er hendi fór ofan í bréfpokann
skall hávaðinn á eyru mín. Og ein-
hver kynstur af poppkorni hefur
fólkið látið ofan í sig því hávaðinn
hélst út alla myndina.
Þrátt fyrir þessa leiðinlegu
reynslu fór ég enn í kvikmyndahús
og nú lá leiðin í Háskólabíó. Mér
til mikillar ánægju var þar allt ann-
að upp á teningnum því poppkornið
þar er selt í plastpokum sem ekki
skijáfar í. Mikill munur var þetta,
þó fólk væri að maula sitt poppkorn
þá truflaði það á engan hátt mynd-
ina.
Aðaltilgangur bíóferðar er að
horfa á og njóta myndarinnar sem
sýnd er, án þess að nokkuð trufli.
Þeir kvikmyndahúseigendur sem
selja poppkorn í skijáfpokum hljóta
að geta breytt því til betri vegar,
þannig að hægt sé að horfa á kvik-
myndirnar sem þeir sýna án þess
að allskyns aukahljóð berist til
eyma bíógesta.
Bíógestur
GARÐASTAL
Góð ending — margir litir
= HÉÐINN =
STÓRÁSI 6, GARÐABÆ SÍMI 52000
v-
Þessir hringdu .. .
Tapaði silfurhjarta
Útskorið nisti, silfurhjarta,
tapaðist, líklega í kringum
sundlaugina í Breiðholti. Finnandi
hafi samband við Evu Björk í síma
72888.
Hver er höfundur?
Jóna Vilhjálmsdóttir, Skaga-
strönd, hringdi:
„Mig langaði til að vita hver
væri höfundur að Faxavísum, og
læt hér fylgja með tvö erindi:
Flýttu þér nú Faxi minn,
finnst þér grýttur vegurinn.
Sterklegur og stór ert þú,
stikar langt með okkur þijú.
Þú berð okkur þijú í lest,
þekkir enginn betri hest.
Aldrei hræðist mamma mín,
meðan að bðmin njóta þín.
Rauðúlpa
Rauð barnaúlpa með
fjólubláum, grænum og bláum
stykkjum tapaðist. Líklega
einhvers staðar í Vesturbænum.
Finnandi vinsamlega hringi í síma
14530.
Vilborg hringdi:
„Ég tapaði gullarmbandi og
hálsmeni 6. júní sl., einhvers
staðar í kringum Verk- og
raungreinahús Háskólans þar sem
ég var á námskeiði. Ég hafði
hengt armbandið á hálsmenið sem
er með hvítum stein og. sett í
veskið mitt. Það gæti verið að
þetta hafi runnið upp úr veskinu
þegar ég fór út úr bílnum við
húsið. Þar sem þetta er mér kært
bið ég finnanda vinsamlega að
hringja í síma 38023.“
Vísa
Lárus hringdi:
„Mig langaði til að koma með
vísu á móti þeirri sem birtist í
Velvakanda 15. júní sl.:
Ódýrt er mataður Mogginn
miklast af vonleysi SIS.
En brýnir nú glaðbeittur gogginn
gróðarvon hjá honum rís.“
Blá mussa
Einnig langar mig til að vita hveij-
ir eru höfundar þessara gömlu
húsganga sem ég lærði fyrir
löngu:
Hafið’i heyrt um ána
og hetjuna hann Stjána.
Snemma dags til dala
drengur fór að smala.
Hund einn lítinn hefur
honum skófir gefur.
Sauðfé saman eltir
seppi hljóp og gelti."
Blá afrísk mussa með útsaumi
framaná tapaðist fyrir nokkru.
Mussan var í gömlum
handavinnupoka sem er merktur
KS 1957. Finnandi hafi samband
í síma 78520 milli kl. 9.30 og
16.30.
Týndi armbandi
Armband úr silfri týndist á
Eiðistorgi fyrir um tveimur vikum.
Finnandi vinsamlega hringi í síma
13216.
Þú ert á grænni grein með
Filman sem þú getur
treyst—alltaf.
Mundu aö 10 krónur af
hverri Fuji filmu rennatil
Landgræðsluskóga - átak
1990.
Æí - nú hefur hann sofið ílla eina nóttína enn, blessaður
karlínn hann Arngrímur.
Hvaða vandræðí að hann skuli gera sér þetta, -karlálftín,
að reyna að sofa á sömu dýnunní þriðja eða Qórða
áratugínn í röð og ganga svo með þessa , ,skúffu‘ ‘
í gegnum lífið.
Sérðu nokkuð af sjálfum þér í svípnum á honum
Arngrímí - svona stundum - eftír órólega nótt á vondrí dýnu?
Já - þá máttu gjarnan hafa í huga að besta brosmeðalið
er alvöru rúmdýna - ekki bara einhver dýna
- heldur ekta fjaðradýna með bestu bólsturefnum
sem hægt er að fá.
Og þessar dýnur færðti hjá okkttr
- svo eínfalt er það
Eígum víð ekkí að híttast
í dag og tala um dýnur
M0BLER
FAX 91-673511 SIMI 91-681199
HúsgagiKthöllin
REGENT MÖBEL Á ÍSLANDI
BILDSHÖFÐI 20 112 REYKJAVIK