Morgunblaðið - 21.06.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.06.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JUNI 1990 21 Vestmannaeyjar; Nýtt safiiaðarheimili vígt + Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Aðkoman að nýja safhaðarheimilinu er mjög snyrtileg. Innan- gengt er úr kirkjunni í safiiaðarheimilið. Vestmannaeyjum. NÝTT safnaðarheimili við Landakirkju í Vestmannaeyj- um var vígt sl. sunnudag. At- höfiiin hóft með hátíðarmessu í Landakirkju en að henni lok- inni fór fram vígsla safnaðar- heimiiisins. Við hátíðarmessuna þjónaði Kjartan Örn Sigurbjörnsson, sóknarprestur, fyrir altari. Herra Ólafur Skúlason, biskup, prédik- aði og fyrrverandi sóknarprestar í Eyjum, séra Jóhann Hlíðar, séra Kjartan Örn Sigurbjömsson og séra Bragi Skúlason, lásu ritning- argreinar og guðspjali. Kór Landakirkju flutti kórverk og leiddi safnaðarsöng undir stjóm Guðmundar H. Guðjónssonar. Að messu lokinni var gengið til safnaðarheimilisins. Fyrst var borinn kertastjaki og biblía frá altari kirkju í safnaðarheimilið. Athöfnin í safnaðarheimilinu hófst með ávarpi formanns sókn- amefndar, Jóhanns Friðfinnsson- ar. Kór Landakirkju og stúlknakór fluttu verk eftir J. Haydn og Hándel undir stjórn Guðmundar H. Guðjónssonar, við undirleik Helgu Bryndísar Magnúsdóttur. Herra Ólafur Skúlason, biskup, blessaði safnaðarheimilið og sókn- arnefndarmenn lásu ritningar- greinar. Margar gjafir voru afhentar við vígsluna. Kvenfélag Landakirkju gaf allt innbú í heimilið, að verð- mæti 3,5 milljónir króna. Félagar í kór Landakirkju gáfu flygil, stjórn Kjalarnesprófastsdæmis gaf 100 þúsund, og margar fleiri gjafir voru færðar bæði af ein- staklingum og félagasamtökum. Kvenfélag Landakirkju bauð síðan ötlum viðstöddum að þiggja kaffi og meðlæti. Bygging safnaðarheimilisins hófst 1. maí 1988, er Þórður Gíslason, fyrrum meðhjálpari, tók fyrstu skóflustunguna. Jarðvegs- vinna hófst strax og um haustið var undirritaður verksamningur við Hamar hf. um byggingu heim- ilisins. Smíði hússins gekk vel og sáu margir verktakar um hina ýmsu þætti byggingarinnar. Páll Zophóníasson hannaði húsið og hafði eftirlit með framkvæmdum. Safnaðarheimilið er allt hið glæsilegasta. Það er 350 fermetr- ar að stærð og í því er stór salur. Þar er að auki skrifstofa sóknar- prests, eldhús, biðstofa og ýmis önnur aðstaða. Heimilið er tengt Landakirkju þannig að innan- gengt er úr fordyri kirkjunnar í heimilið. Grímur Ólafur Skúlason biskup, sr. Kjartan Örn Sigur- björnsson, sr. Bragi Skúlason og sr. Jóhann Hlíðar. Jóhann Friðfinnsson, formaður sóknarnefndar, og Ólafur Skúlason. fiayonn* Srbitsrum Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka: 200 þúsund króna verðlaun veitt fyrir bestu bamabókina VERÐLAUNASJÓÐUR íslenskra barnabóka eftiir nú í sjötta sinn til samkeppni um handrit að bókum fyrir börn og unglinga. Islensku barnabóka- verðlauniri 1991 nema 200 þús- und krónum, en auk þess fær sigurvegarinn í samkeppni sjóðsins greidd höfundarlaun fyrir verkið samkvæmt samn- ingi Rithöfundasambands Is- lands og Félags íslenskra bó- kaútgefenda. Frestur til að skila handritum í verðlaunasamkeppnina er til 30. nóvember 1990, en verðlaunabók- in mun koma út vorið 1990 á veg- um Vöku-Helgafells í tengslum við afhendingu verðlaunanna. Þess má geta að ákveðinn hundraðs- hluti af útsöluverði hverrar bókar rennur til sjóðsins. Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka var stofnaður árið 1985. Meginmarkmið sjóðsins er að stuðla að auknu framboði á vönduðu íslensku lesefni fyrir æsku landsins. í þessu skyni efnir sjóðurinn árlega til sagnakeppni og hyggst þannig örva fólk til að skrifa bækur fyrir börn og ungl- inga. Höfundur besta handrits að mati dómnefndar hlýtur svo ís- lensku barnabókaverðlaunin hverju sinni. Að verðlaunasjóði íslenskra barnabóka standa bókaforlagið Vaka-Helgafell, fjölskylda Ar- manns Kr. Einarssonar rithöfund- ar, Barnabókaráðið (íslandsdeild IBBY-samtakanna) og Barnavina- félagið Sumargjöf. Formaður stjórnar Verðlaunasjóðs íslenskra barnabóka er Ólafur Ragnarsson bókaútgefandi. Þess má geta að í öll skiptin sem Islensku barnabókaverðlaunin hafa verið veitt hafa verð- launabækurnar jafnframt verið fyrstu bækur höfunda. Væntanlegum þátttakendum í samkeppninni um íslensku barna- bókaverðlaunin 1991 skal bent á að ekki eru sett nein takmörk varðandi lengd sagnanna og ein- ungis við það miðað að efnið hæfi börnum og unglingum. Sögurnar skulu merktar dul- nefni en rétt nafn höfundar fylgi í lokuðu umslagi. Óskað er eftir að handrit séu send í ábyrgðar- pósti og utanáskriftin er: Verð- launasjóður íslenskra barnabóka, Vaka-Helgafell, Síðumúla 6, 108 Reykjavík. Með rétt höfundarnöfn innsendra handrita verður farið sem trúnaðarmál. (Fréttatilkynning) Veldu þér áfangastað Eurocard er tekið á yfir 8 milljón stöðum í heiminum. Frelsl—til aðvelja HVÍTA HUSIÐ / SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.