Morgunblaðið - 21.06.1990, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 21.06.1990, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 21. JUNI 1990 51 KNATTSPYRNA / HEIMSMEISTARAKEPPNIN A ITALIU Hm a ITALIU Sextán liða úrslit Bari: Laugardag 23. júní, kl. 19:00 Tékkóslóvakia : Kosta Ríka 2. sæti í A-riðli 2. sæti í C-riðli Mílanó: Sunnudag 24. júní, kl. 19:00 V-Þýskaland : 1. sæti í D-riðli 3. sæti í B/E/F-riðli Napólí: Laugardag 23. júní, kl. 15:00 Kamerún 1. sæti 1 B-riðli 3. sæti í A/C/DTriðli Bologna: Þriðjudag 26. júní, kl. 19:00 1. sæti í F-riðli 2. sæti í E-riðli Tórinó: Sunnudag 24. júni, kl. 15:00 Brasilía : ; 1. sæti i C-riðli 3. sæti f A/B/F-riðli Veróna: Þriðjudag 26. júní, kl. 15:00 : Júgóslavía 1. sæti í E-riðli 2. sæti í D-riðli Genúa: Mánudag 25. júni, kl. 15:00 Rúmenía 2. sæti í F-riðli 2. sæti í B-riðli Róm: Mánudag 25. júní, kl. 19:00 Ítalía 1. sæti í A-riðli 3. sæti 1 C/D/E-riðli A-RIÐILL Fj. leikja u J T Mörk Stig ÍTALÍA 3 3 0 0 4: O 6 TÉKKÓSL. 3 2 0 1 6: 3 4 AUSTURRÍKI 3 1 O 2 2: 3 2 BANDARÍKIN 3 0 0 3 2: 8 0 B-RIÐILL Fj. leikja u J T Mörk Stig KAMERÚN 3 2 0 1 3: 5 4 RÚMENÍA 3 1 1 1 4: 3 3 ARGENTÍNA 3 1 1 1 3: 2 3 SOVÉTRÍKIN 3 1 0 2 4: 4 2 C-RIÐILL BRASILÍA—SKOTLAND...........1:0 Muller(82.) Áhorfendur: 62.000. KOSTA RÍKA—SVÍÞJÓÐ..........2:1 Roger Flores (75.) Hernan Medford (87.) — Johnny EkstrÖm (32.). Ahorfendun 30.223. Fj. leikja U J T Mörk Stig BRASILÍA 3 3 0 0 4: 1 6 KOSTARÍKA 3 2 0 1 3: 2 4 SKOTLAND 3 1 0 2 2: 3 2 SVÍÞJÓÐ 3 0 0 3 3: 6 0 D-RIÐILL Fj. leikja U J T Mörk Stig V-ÞÝSKAL. 3 2 1 0 10: 3 5 JÚGÓSLAVÍA 3 2 O 1 6: 5 4 KÓLUMBÍA 3 1 1 1 3: 2 3 SAM'ARAB. 3 0 0 3 2: 11 0 E-RIÐILL ÍDAG KL.15LEIKA: BELGÍA—SPÁNN SUÐUR-KÓREA—URUGUAY Fj. leikja U J T Mörk Stig BELGÍA 2 2 0 0 5: 1 4 SPÁNN 2 1 1 0 3: 1 3 URUGUAY 2 0 1 1 1: 3 1 S-KÓREA 2 0 0 2 1: 5 0 F-RIÐILL IDAGKL.19LEIKA: ENGLAND—EGYPTALAND HOLLAND—IRLAND Fj. leikja U J T Mörk Stig EGYPTALAND 2 0 2 0 1: 1 2 ENGLAND 2 0 2 0 1: 1 2 HOLLAND 2 0 2 0 1: 1 2 ÍRLAND 2 0 2 0 1: 1 2 Ævintýrín gerast enn Kosta Ríka í 16-liða úrslit og Svíar úr leik Reuter Rogas eftir að Flores fagnar ógurlega, ásamt félaga sínum Ronald Gonzales (4), hafa gert jöfnunarmarkið gegn Svíum. „ÞETTA er sögulegur sigur. Leikmenn mínir vissu nákvæm- lega hvað þeir þurftu að gera og ég er mjög ánægður," sagði Milutínovic, þjálfari Kosta Ríka, eftir mjög óvæntan sigur á Svíum í C-riðli, 2:1. Liðið tryggði sér þarmeð 2. sæti í riðlinum og sæti í 16-liða úrslit- um þar sem það mætirTékk- um. Hernan Medford, sem kom inná sem varamaður, átti stærstan þátt í sigrinum, auk markvarðarins, Luis Gabelo Conejo, sem varði mjög vel. Hann sá þó ekki við Johnny Ekström sem kom Svíum yfir á 32. mínútu, eftir að Conejo hafði varið aukaspyrnu. Þá var komið að Medford lagði upp jöfnunarmarkið, sendi fyrir á Roger Medford sem skoraði með skalla. Þremur mínútum fyrir leiks- lok gerði Medford svo sigurmarkið, komst einn í gegn og skoraði af öryggi. Fögnuður leikmanna var gífurlegur enda liðið komið í 16-liða úrslit í fyrstu tilraun. „Það hafði mikið að segja þegar Medford kom inná og ég get ekki verið annað en ánægður. Við sýncf- um það í síðari hálfleik að við erum ekki aðeins líkamlega sterkari, heldur einnig andlega," sagði Milut- inovic. Olle Nordin, þjálfari Svía, sagði að með slfkum leik gæti lið Kosta ríka náð enn lengra. „Við héldum að við ættum möguleika á sigri og við lékum vel í fyrri hálfleik. Við byrjuðum vel í síðari hálfleik en gáfumst upp eftir að hafa klúðrað nokkrum dauðafærum,“ segði Nordin. Vonbrigði Skota g inn leiðinlegasti leikur keppn- innar leit dagsins ljós í gær, þegar Brasilía og Skotland mætt- ust. Steindautt jafntefli blasti við, en Múller, sem kom inná sem vara- maður tryggði Brasilíu 1:0 sigur skömmu fyrir leikslok. Þjálfarar beggja liða sögðu að sigur Brasilíu hefði verið sanngjarn. „Betra iiðið sigraði," sagði Rox- burgh, þjálfari Skota, „en úr því sem komið var voru það mikil von- brigði að tapa. Við þurftum eitt stig, en okkur mistókst. Við fengum tækifæri, en nýttum þau ekki. Ég hef mikla samúð með stuðnings- mönnum okkar, sem lögðu sitt af mörkum.“ Skotar eiga samt enn fræðilega möguleika á að komast áfram, „en þeir eru ekki í okkar höndum,“ sagði Roxburgh. . Lazaroni, þjálfari Brasilíu, hrós- aði Skotum og sagði þá erfiða viður- eignar, en sigurinn hefði verið sann- gjarn. „Við sóttum í okkur veðrið eftir því sem á leið og við höfum bætt okkur með hveijum leik.“ Aðspurður um Argentínumenn sem líklega mótherja í næstu um-* ferð sagði Lazaroni að of snemmt væri að spá í spilin. „Við b?ðum rólegir þar til greint verðu rópin- berlega frá hveijir mætast í 16 liða úrslitum." Skotinn Murdo McLeod fékk boltann í höfuðið eftir aukaspyrnu, fékk heilahristing og fór skömmu síðar af velli. „Hann lék í um það bil 10 mínútur og man ekkert,“ sagði Roxburgh. KNATTSPYRNA / 1. DEILD KVENNA Þórsstúlkur í stuði gegn KA Valurvann lánlaust lið KR að Hlíðarenda Hanna Katrfn Friöriksen skrifar ÞÓR burstaði KA 5:1 þegar Akureyrarliðin áttust við í gær- kvöidi. Þá unnu íslandsmeist- arar Vals stóran sigur á KR, 4:1 og ÍA gerði góða ferð í Kópavoginn, sigraði Breiðablik 2:1. KR byijaði leikinn gegn Val af krafti, en hafði ekki erindi sem erfiði þrátt fyrir upplögð tækifæri. Þær röndóttu fengu vítaspyrnu snemma í leiknum þegar boltinn fór í hönd Ameyjar Magnúsdóttur í vítateig Vals. Guð- björg Ragnarsdóttir markvörður Vals varði skot Jónu Kristjánsdótt- ur og gaf þarmeð tóninn, en hún átti eftir að reynast KR-stúlkum erfið. Þegar á leið komst Valur betur inn í leikinn og liðið nýtti færin ólíkt betur en KR, skoraði tvö mörk fyrir leikhlé. Fyrra markið gerði Erla Sigurbjartsdóttir utan af kanti með „bananaskoti" yfir Klöru Bjartmarz í marki KR. Guð- rún Sæmundsdóttir bætti öðru marki við úr víti eftir að Klara hafði brotið á Bryndísi Valsdóttur sem var komið ein í gegnum vörn KR. KR-stúlkur óðu í færum í upp- hafi síðari hálfleiks, en var sem fyrr fyrirmunað að koma boltanum frarahjá Guðbjörgu í marki Vals. Það var því nókkuð gegri' jgangi leiksins þegar Ragnheiður Víkings- dóttir einlék laglega gegnum KR- vörnina og framhjá Klöru Bjart- marz í markinu, 3:0. Um miðjan hálfleikinn kom loksins mark hjá KR þegar Jóna Kristjánsdóttír skor- aði með þrumuskoti beint úr auka- spyrnu. Þetta dugði þó skammt því Bryndís bætti fjórða marki Vals við rétt fyrir leikslok. Gott hjá Skagastúlkum ÍA vann mikilvægan sigur á Breiðabliki í Kópavogi í gærkvöldi. Ásta María Reynisdóttir kom hei- maliðinu yfir snemma i leiknum með marki úr vítaspyrnu. Skaga- stúlkur létu ekki þar við sitja og stuttu síðar jafnaði Jónína Víglundsdóttir með góðu skoti utan teigs. Gestirnir gerðu reyndar gott betur því fimm mínútum eftir jöfn- unarmarkið kom annað mark ÍA. Magnea Guðlaugsdóttir skoraði þá fallegt mark beint úr aukaspyrnu og reyndist það sigurmark leiksins. Það sem eftir var hálfleiksins var Breiðablik meira með boltann og náði oft upp fallegu spili en herslu- muninn vantaði upp við markið, enda varðist Skagaliðið mjög vel. Síðari hálfleikur var markalaus. Burst hjá Þór Þórsliðið lék á als oddi gegn ná- grönnum sínum úr KA. Fyrri hálf- leikur var nánast einstefna að marki KA. Þórliðíð'rtáði'góðum tökum á Morgunblaðið/KGA Ragnheiður Víkingsdóttir, fyrirliði Vals, sést hér einbeitt á svip í baráttu við Ónnu Steinsen í KR. Ragnheiður lék mjög vel gegn KR í gærkvöldi, gerði eitt mark og lagði upp annað í 4:1 sigri Vals. miðjunni, nýtti sér vel slakan varn- arleik KA og gerði þrjú mörk fyrir hlé. KA hóf síðari hálfleik vel og pressaði stíft að marki Þórs. Allt kom fyrir ekki og um miðjan hálf- leikinn réttu Þórsstúlkur aftur úr kútnum og bættu tveimur mörkum við. Eftir það var allur kraftur úr KA-liðinu, en Linda Hersteinsdóttir náði þó að klóra í bakkann rétt fyrir leikslok. Soffía Frimannsdóttir og Ellen Óskarsdóttir skoruðu tvö mörk hvi fyrir Þór og Lára Eymundsdóttir eitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.