Morgunblaðið - 21.06.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.06.1990, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JUNI 1990 ATVINNUAOGl YSINGAR Gröf umaður óskast Óskum eftir vönum gröfumanni á Case trakt- orsgröfu. Þarf að geta séð alfarið um rekstur og umsjón gröfunnar. Umsóknir óskast sendar auglýsingadeild Mbl. merktar: „Grafa - 4786“ fyrir 26. júní nk. „Au pair“ Bandaríkin „Au pair“ óskast til New Jersey til að passa tvö börn frá 25. júlí. Upplýsingar, á virkum dögum, hjá Þóreyju frá kl. 21-23 á ísienskum tíma í síma 901-201-389-1794. T résmiðir - trésmiðir Vantar samhentan flokk trésmiða í uppslátt. Einnig vantar 1-2 smiði á verkstæði. Reisir sf., sími 652477, á kvöldin 651117 og 52247. Hafnarfjörður - blaðberar Blaðbera vantar í Suðurbæ til sumarafleysinga. Upplýsingar í síma 652880. Bókari - skrifstofustarf Innflutnings- og þjónustufyrirtæki í Reykjavík óskar að ráða starfskraft í bókhalds- og skrif- stofustörf. Viðkomandi þarf að hafa góða bókhaldskunnáttu og reynslu í bókhaldi. Möguleiki á hlutastarfi með sveigjanlegum vinnutíma. Laun eftir samkomulagi. Tilboð leggist inn á auglýsingadeild Mbl. fyr- ir 25. júní merkt: „Bókhald - 9952“. Umboðsmaður óskast til að sjá um dreifingu blaðsins á Ólafsvík. Upplýsingar í síma 691201. fltatgnnltifaifeife Kennarar Kennara vantar að grunnskólanum á Klepp- járnsreykjum í Reykholtsdal. Kennslugreinar: Sérkennsla, tónmennt og almennar kennslugreinar. Umsóknarfrestur er til 29. júní. Upplýsingar gefa skólastjóri, Guðlaugur Óskarsson, í síma 93-51170 og formaður skólanefndar, Davíð Pétursson, í síma 93-70005. mmmi AUGL YSINGAR ÓSKAST KEYPT Báturtil sölu Hraðbáturinn Vík, sem er 7.80 m langur plastbátur, byggður í Kristiansand í Noregi 1978, er til sölu. í bátnum eru tvær 110 hestafla Volvo-Penta dieselvélar með Duo Prop hældrifum. Upplýsingar gefur Þorkell Guðbrandsson í síma 95-35200. TILKYNNINGAR Auglýsing um umsóknir um eldislánatryggingu Samkvæmt lögum nr. 17/1990 hefur Ábyrgðadeild fiskeldislána tekið til starfa inn- an Ríkisábyrgðasjóðs. Ábyrgðadeildin mun yfirtaka ábyrgðir Trygg- ingasjóðs fiskeldislána eigi síðar en 1. júlí nk. Þau fyrirtæki, sem óska eftir sjálfskuldar- ábyrgð ábyrgðadeildarinnar, þurfa að sækja um það á þartil gerðum umsóknareyðublöð- um sem fást hjá Ríkisábyrgðasjóði, Kalkofns- vegi 1, 150 Reykjavík. Reykjavík, 19. júní 1990. Stjórnarnefnd Ábyrgðadeildar fiskeldislána. Frá bæjarsjóði Selfoss Hér með er skorað á fasteignaeigendur á Selfossi að greiða nú þegar ógreidd fast- eignagjöld ársins 1990 innan 30 daga frá birtingu auglýsingar þessarar. Að þeim tíma liðnum verður beðið um nauð- ungaruppboð á þeim fasteignum, sem fast- eignagjöld hafa ekki verið greidd af, sbr. 1. gr. laga nr. 49 frá 1951 um sölu lögveða án undangengins lögtaks. Innheimta bæjarsjóðs Selfoss. Auglýsing um aðalskipu- lag Flateyjar á Breiðafirði Samkvæmt 17. og 18. gr. skipulagslaga nr. 19/1964 er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu að aðalskipulagi Flateyjar á Breiða- firði. Tillagan nær yfir núverandi og fyrirhugaða landnotkun á skipulagstímabilinu. Tillaga að aðalskipulagi Flateyjar, ásamt greinargerð, liggur frammi til sýnis á skrif- stofu Reykhólahrepps og veitingastofunni Vogi, Flatey, frá 22. júní til 3. ágúst 1990. Athugasemdum við skipulagstillöguna skal skila til sveitarstjóra fyrir 18. ágúst 1990. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan til- skilins frests, teljast samþykkir tillögunni. Sveitarstjóri Reykhólahrepps. Skipulagsstjóri ríkisins. TIL SÖLU Sumarbústaður Til sölu sumarbústaður á eftirsóttum stað á Þingvöllum. Stærð ca 55 fm. Byggingarár 74’-75’. Rafm. og bátaskýli. Góð lóðvið vatnið. Áhugasamir leggi inn nafn og símanúmer til auglýsingad. Mbl. merkt: „Sumar - 8356“. Hrossakynbótabúið á Hólum í Hjaltadal auglýsir eftirtalin hross til sölu: Eðall, 1. verðlaun, stóðhestur 5 v., glófext- ur, rauðblesóttur. M: Eldey 5477. F: Feykir 962. Þökk, 5 v., jörp í ættbók. M: Þerna 4394. F: Feykir 962. Katla, 5 v., brún í ættbók. M: Kólga 4653. F: Fáfnir 897. Blakkur, 7 v., brúnn geldingur. M: Blökk 3445. F: Sváfnir. Brandur, 6 v., rauðblesóttur geldingur. M: Byssa 4808. F: Þrymur. Óskað er eftir skriflegum tilboðum fyrir 8. júlí 1990. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Upplýsingar um hrossin gefa Þórir Magnús Lárusson og Grétar Geirsson í síma 95-35962. HÚSNÆÐIÓSKAST Hveragerði Óskum eftir rúmgóðu einbýlishúsi til kaups eða leigu. 4-5 svefnherbergi æskileg. Tilboð merkt: „Hveragerði - 9977“ sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 26. júní. FUNDIR - MANNFA GNAÐUR Ættarmót afkomenda Finns Gíslasonar frá Breið á Akranesi og einnig kvenna hans Kristínar Bjarnadóttur og Sesselju Bjarnadóttur. Fyrir- hugað er að halda ættarmót í sal Brekkubæj- arskóla á Akranesi sunnudaginn 1. júlí nk. kl. 14.00. Vinsamlega látið vita um þátttöku til Sesselju s. 93-11016, Kristínar s. 93-11278, Helgu s. 93-11736 eða Emelíu s. 93-11363 fyrir sunnudagskvöld 24. júní. Ættingjar. Byggingastaðlar f Evrópu Byggingastaðlaráð boðar til ráðstefnu um stöðlun í Evrópu á sviði byggingaiðnaðar og mannvirkjagerðar mánudaginn 25. júní 1990, kl. 13.00 til 17.00 í Borgartúni 6 í Reykjavík. Ráðstefnan fer fram á ensku að undanskildu einu erindi á dönsku. Væntanlegir ráðstefnugestir eru beðnir að tilkynna þátttöku til staðladeildar Iðntækni- stofnunar íslands fyrir föstudaginn 22. júní í síma 687000. Aðalfundur Aðalfundur SÍBS-deildarinnar í Reykjavík verður haldinn miðvikudaginn 27. júní kl. 20.30 í Múlabæ, Ármúla 34, 3. hæð. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og kosning fulltrúa á 27. þing SÍBS. Félagar eru hvattir til að fjölmenna. Kaffiveitingar. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.