Morgunblaðið - 22.06.1990, Page 12

Morgunblaðið - 22.06.1990, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1990 Helga Tómas- dóttir - Minning Fædd 24. september 1908 Dáin 15. júní 1990 Hún amma er dáin! Ósköp er und- arlegt að eiga ekki eftir að hitta hana oftar í þessu lífi. Þó veit ég vel að hún var komin yfir áttrætt og síðustu æviárin hafa verið sam- fellt veikindastríð en samt er erfítt aðkveðja. í gegnum lífið safnar maður sífellt í lífsreynslupokann. Oft er litið í hann og athugað hvað nýtist hveiju sinni. Reynist þá vel ýmislegt frá bemskudögum sem oft hefur komið frá elstu kynslóðinni. Eg hef átt því láni að fagna að þekkja báðar ömm- ur mínar vel og eiga þær að vinum. Föðuramma mín, Guðrún Ámunda- dóttir, lést þegar ég var tólf ára gamall en svo ótrúlega oft rifjast upp ýmislegt sem hún sagði mér og kenndi. Móðurömmu mína Helgu Tómasdóttur kveð ég í dag, nú þegar ég er að byija að potast á fertugsald- urinn. Minningasjóðurinn er stór. Samband okkar hefur alltaf verið sterkt þó það hafi tekið eðlilegum breytingum með aldri okkar beggja. Ámma fæddist að Tröð í Fróðár- hreppi 24. september árið 1908. For- eldrar hennar voru hjónin Tómas Sigurðsson (1865-1952) og kona hans Ragnheiður Árnadóttir (1879- 1973) en þau bjuggu í Tröð um þetta leyti. Tómas var sonur Sigurðar Páls- sonar (1819-1883) bónda að Höfða í Eyrarsveit og seinni konu hans Jóhönnu Sigurðardóttur (1829- 1901). Jóhanna var dóttir Sigurðar Natanelssonar (1789-1869) sem síðast bjó að Hömrum í Eyrarsveit og Helgu Halldórsdóttur f. 1791 frá Miðhúsum í Þingi. Helga giftist aldr- ei en átti tvö börn með Sigurði. Helga þessi var hagmælt og svo var einnig með Jóhönnu og Tómas. Amma bar nafn þessarar langömmu sinnar. Ragnheiður Arnadóttir móðir ömmu var fædd að Kársstöðum í Helgafellssveit dóttir Árna Jónasson- ar (1848-1901) bónda þar og konu hans Kristínar Sigurðardóttur (1850-1940). Árni var sonur Jónasar Ógmundssonar (1809-1878) bónda á Kársgtöðum og konu hans Ragnheið- ar Árnadóttur f. 1812 Jónssonar bónda að Laxfossi í Stafholtstungum og Borg í Miklaholtshreppi. Kristín var dóttir Sigurðar Natanelssonar sem áður er getið og konu hans Sólveigar Gísladóttur. Faðir hennar var Gísli Sigurðsson „skógstrend- ingaskáld“ bóndi á Klungurbrekku á Skógarströnd. Foreldrar ömmu, Tómas og Ragn- heiður, voru gefin saman 10. nóvem- ber árið 1900 og hófu sinn búskap að Nýlendu í Fróðárhreppi. Síðar fluttu þau að Ósi sem var nýbýli sem þau stofnuðu rétt við Nýlendu. Þaðan flytja þau að Tröð árið 1907 og þar fæðist amma árið eftir. Amma var sjötta barn foreldra. sinna en tvö þeirra höfðu dáið í frumbernsku. Þegar amma var á þriðja ári flytur Qölskyldan að Tungukoti í sömu sveit. í Tungukoti var lítill torfbær og þar bættust ijórar systur í hópinn svo börnin urðu alls tíu og átta kom- ust til fullorðinsára. Bömin sem upp komust voru þessi í aldursröð: Krist- ensa, Pálína, Sigurður, Helga, Guð- rún, Aðalheiður, Sigríður og Kristjana. Þegar amma var ellefu ára flytur ijölskyldan að Bakkabúð á Brimils- völlum í sömu sveit. Amma lýsti því sem hreinu ævintýri að flytjast að Völlum. Fjölskyldan komst í betri húsakynni á Völlum var margt fólk á þessum tíma, líf og fjör. Þetta voru dálítið sértakar aðstæður, Vallnabærinn var höfuðbólið en síðan voru einar níu hjáleigur sem höfðu grasnyt en aðalframfæri hafði fólkið þó af fiskveiðum. Þama vom stórar fjölskyldur og mikið af ungu fólki sem safnaðist saman þegar tími var til að skemmta sér við leik og dans. Amma ljómaði alltaf af gleði þegar hún lýsti unglingsárunum enda er fallegt á Völlum og þar hefur áræð- anlega verið á margan hátt gott að vera á meðan mannlíf stóð í blóma.' Amma fór snemma að vinna fyrir sér og var í vistum eða vann í fiski. Þegar hún var rétt um tvítugt var hún eitt sumar í kaupavinnu á Mó- fellsstöðum í Skorradal. Þegar kaupavinnunni lauk um haustið keypti hún orgel á Grund í sömu sveit og fór með það vestur að Völl- um. Um veturinn sótti hún nokkra tíma í orgelleik til Ólafsvíkur. Þetta var eina tilsögnin sem hún fékk en áhuginn var brennandi og hún náði umtalsverðri leikni í orgelleik. Amm'a átti þijú orgel um ævina og þótti henni ákaflega vænt um þessi hljóð- færi. Hún var mjög músíkölsk og spilaði mikið á meðan hún gat. Amma hafði einnig háa og fallega sópranrödd og hafði mikið yndi af söng. Það veitti henni mikla lífsfyll- ingu að syngja og spila undir á orgel- ið. Hún tók virkan þátt í starfi kirkju- kóra og söng meðal annars með kirkjukór Óháða safnaðarins í rúm- lega tuttugu ár. Ógleymanleg eru mér aðfanga- dagskvöldin hjá afa og ömmu þegar öll fjölskyldan safnaðist við orgelið hjá ömmu og sungnir voru jólasálm- arnir. Söngur og tónlist gáfu henni mikið og því hafði það djúp áhrif á hana þegar hún hafði misst söng- röddina og gat ekki lengur spilað á orgelið sitt. Amma giftist 14. júní árið 1930 leikfélaga af æskuslóðunum. Þetta var hann afi sem reyndar heitir Árni Kristinn Hansson fæddur 5. desem- ber 1907 á Holti á Brimilsvöllum. Foreldrar hans voru Hans Bjami Árnason (1883-1958) formaður og bóndi Holtþ og kona hans Þorbjörg Þórkatla Árnadóttir (1879-1969). Afi ólst upp á Holti en þaðan var stutt til Bakkabúðar og hafa þau sjálfsagt fengið nóg tækifæri til að gefa hvort öðru auga í leik og starfi. Þetta varð langtímahjónaband, það varði í sextíu ár og einn dag. Amma og afi hófu búskap í Hjalla- búð á Brimilsvöllum þar sem þau bjuggu fyrstu sjö árin. þar fæddust þeim tvær dætur, Björg Ragnheiður 1931 og Ingibjörg 1935. Margar sögur sagði amma mér frá Hjallabúð- arárunum og lífinu á Völlum, þar skiptust á skin og skúrir. Þau höfðu lítið bú sem sá fyrir þörfum heimilis- ins og afi stundaði sjóinn. Hann var formaður á síðasta bátnum sem gerð- ur var út frá Völlum. Vegna hafn- leysis á Völlum lagðist útgerðin af 1937-38 og fólkið á hjáleigunum flutti burt. Afi og amma fluttu til Reykjavíkur og bjuggu þar í leiguhúsnæði. Þar fæddist yngsta dóttirin árið 1939, Ragnheiður Dórothea, móðir undir- ritaðs. Erfitt var að fá vinnu í lpk kreppunnar og því fluttu þau til Ól- afsvíkur snemma vors 1940, rétt áður en landið var hernumið. í Ólafsvík byggði afí hús og notaði í það efni úr Hjallabúðarbænum. Þetta hús kölluðu þau Sólvelli og stendur það enn. Foreldrar þeirra beggja voru þá einnig komnir til Ólafsvíkur, bjuggu í næsta nágrenni á Kaldalæk og Fögruvöllum. Ólafsvíkurárin urðu sjö og nú var flutt búferlum suður á Kópavogsháls. Þar keyptu þau sum- arbústað sem seinna varð Digranes- vegur 62. Á þessum stað bjuggu þau næstu fjörutíu árin. Afí fór að vinna við trésmíðar, dreif sig síðan í Iðn- skólann og varð trésmíðameistari, og starfaði við það æ síðan. Á Digra- nesvegi 62 komu þau sér vel fyrir, byggðu við húsið og ræktuðu falleg- an garð. Garðurinn skipaði stóran sess hjá ömmu og hún sinnti honum vel eins lengi og hún gat. Kópavogs- hálsinn var nú ekki mjög blómlegur frá.Aiáttúrunnar hendi og því þurfti talsvert átak til að koma þar upp garði. Garðræktaráhuginn hafði fylgt ömmu alveg frá Hjallabúðarár- unum, þar byijaði hún að safna að sér plöntum, aðallega íslenskum. Mér finnst gaman af því að eiga Venus- vagn sem amma ræktaði fyrst í Hjallabúð. Á Sólvöllum kom hún sér einnig_ upp garði en á þeim árum voru Ólsarar nú lítið í garðræktinni og þótti þetta hálf undarlegt uppá- tæki. Við Digranesveginn voru skil- yrði betri og þar óx upp reglulegur skrúðgarður sem ber eljusemi rækt- endanna fagurt vitni. Þegar ég var bam fannst mér garðurinn hjá afa og ömmu hreinn ævintýraheimur. Amma kenndi mér snemma að umgangast gróðurinn af varfærni með því að láta mig klappa blómunum og segja, „esku lómin.“ Þetta hafa sennilega verið fystu kennslustundirnar í garðyrkju og ýtt undir það að garðyrkja er nú orðið mitt aðalstarf. Þessi garður var ekki bara blómagarður, þar uxu líka rifs- ber, sólber og jarðarber. Þetta var mikið lostæti og alltaf var hægt að fá leyfí til að bragða á beijunum. Amma var einstakur aðdáandi allra beija og hverskonar nýting á beijun- um minnir mig alltaf á hana. Eftir að þau fluttu suður var farið vestur á hveiju ári til beija og komið heim með krækiber og bláber í kílóatali. Ég hef aidrei kynnst annarri eins eljusemi við beijatínslu og hjá ömmu og afa. Amma var lagleg kona fremur lágvaxin með falleg brún augu. Hún var alltaf smekklega klædd og vildi líta vel út allt til siðasta dags. Hús- móðurstarfið var hennar aðalstarf eftir að hún stofnaði heimili. Þar var henni metnaðarmál að heimilið og umhverfi þess væri fallegt og snyrti- legt. Mér finnst í minningunni að allir hlutir hafi alltaf verið á sínum stað en þó var þetta allt þannig að manni leið alltaf vel en var ekki þvingaður af einhveijum fínheitum. Amma var mjög lagin í höndunum og saumaði margt og föndraði um ævina. Hafði hún af þessu mikið yndi á meðan heilsan entist. Eins og fyrr segir eignuðust amma og afi þijár dætur sem allar giftust og barnabörnin urðu níu. Barna- barnabörnin eru orðin sex. Síðustu æviárin voru ömmu á margan hátt erfið. Heilsan var mjög léleg af ýmsum orsökum, þetta þreytti hana mjög og tók frá henni alla starfsorku og starfslöngun. Afi hlúði að henni á allan hátt eftir bestu getu og sýndi einstaka fórnfýsi og þolinmæði. í ágúst 1987 var svo komið að þau treystu sér ekki lengur til að halda heimili og fengu inn á Hrafnistu í Reykjavík, þar sem þau hafa dvalið síðan. Þrátt fyrir marg- vísleg veikindi fékk amma að halda sínum andlega styrk til hinstu stund- ar. Við töluðum lengi saman í síma kvöldið áður en hún dó og ræddum margt gamalt og nýtt í lífínu eins og svo oft áður. Hún var hress í máli en orðin langþreytt á veikind- astríðinu. Daginn eftir er hún öll og ég er hnugginn yfir því að hitta hana ekki oftar en um leið þakklátur fyrir allar þær stundir sem við áttum sam- an._ Ég ætla að enda þessi kveðjuorð með bæn sem amma kenndi mér. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfír minni. (S. Jónsson frá Presthólum) Ég veit að systkini mín eru, eins og ég, ákaflega þakklát ömmu fyr- ir þá umhyggju sem hún sýndi okk- ur alla tíð. Elsku afi, við biðjum Guð að vera með þér og styrkja þig um ókomin ár. Arni Brynjar Bragason Það er einkennilegt að hugsa til þess að hún Helga amma mín sé dáin. Hún, sem alltaf hefur verið fastur punktur í lífi mínu. Allt frá þeirrí stundu er ég fæddist í gömlum fyrrverandi hænsnakofa sem stóð neðst í lóðinni þeirra ömmu og afa. Þar var og amma til staðar tii þess að leggja sitt að mörkum ákveðin í að hjálpa við erfiðar aðstæður. Frá þeirri stundu og alla tíð síðan var amma alltaf tilbúin að liðsinna mér. Ég ólst upp við einstakar aðstæð- ur, amma og afí við hliðina á mömmu og pabba, tvær stórar lóðir, móar, kálgarðar og fijálsræðið allt í kring. Já, það var öðruvísi umhorfs við Digranesveginn í þá daga. í kjallar- anum hjá ömmu og afa átti ég búið mitt, rhitt eigið griðland. Amma kenndi mér margt meðal annars að drekka kaffi, og óteljandi voru þau skiptin sem við fengum okkur kaffi- sopa saman, þó væri ég ekki gömul að árum. Amma sagði mér óteljandi ævintýri og sögur. Það voru. einstak- ar stundir, því amma var gædd mikl- um leikhæfileikum og lék liveija per- sónuna af annarri og ég hvarf inn í ævintýraheim. Amma kenndi mér meðal annars að pijóna, var það mikið þolinmæðisverk en hún hafði það af, þó ekki sæi hún neitt af því listræna handbragði hjá nöfnu sinni er hún sjálf var gædd. Var og það sama upp á teningnum þegar nafna litla ætlaði að syngja með ömmu sinni er hún lék leikandi létt á orgel- ið sitt, því ekki hafði sú stutta held- ur erft söngrödd eða tóneyra ömmu sinnar. Frá því að ég man eftir mér og gat farið að tala talaði ég við ömmu. Hálfa eða heila daga og ekki voru kvöldstundirnar síðri, þegar myrkur og vetur ríkti úti, en við sátum inni í hlýjunni og röbbuðum um allt sem í hugann kom. Amma var vinkona mín og það var ekkert sem ég gat ekki rætt um við hana. Hún sagði stundum við mig, „Helga mín, þú varst aldrei lítil." Kannski var einn þátturinn í því hversu miklum tíma ég eyddi með ömmu og sótti í að fá að vera hjá henni. Eitt var og það sem amma kenndi mér, en það voru bænir. Hún sagði mér frá Jesú, lífi hans og starfi og hvernig hann bíður við hjartadyr hvers og eins okkar og knýr á, og bíður þess að við bjóðum honum inn. í vinnuherbergi ömmu hékk mynd a Jesús sem sýnir hann knýja á dyr. Allt þetta varð að ómet- anlegum Ijársjóði í barnssálinni. Árin líða og litla stelpan er nú farin að stunda skóla, eins og geng- ur, en hvergi gat hún lesið undir próf nema í borðstofunni hjá ömmu og afa og við tifið í stofuklukkunni þeirra. Þar ríkti friður og ró, þá var og fastur liður að amma hitaði handa mér kaffi og ristaði brauð. Litla stelpan sem var, er hætt að flakka í svefni yfir til ömmu. Virtist sem hvorki veður né klæðnaður hefðu nein áhrif þar á. Því stelpan litla flakkaði hvort sem var, í gaddbruna frosti, klædd „baby doll náttfötum," sem og í öðrum veðrum. Hún fannst þó alltaf eftir mislanga leit einhvers staðar sofandi í húsinu hjá ömmu. Þetta sýnir eflaust best hversu sterk og einlæg tengsl voru okkar á milli. Ég átti ómetanlegt og einstakt skjól hjá ömmu. Hvað sem gekk á og hversu erfitt lífið gat orðið fyrir barn, ungling, eða fullorðna konu, átti ég öruggt athvarf. Amma var fyrir mér eins og hús sem byggt er á bjargi. Nokkur orð geta ekki á neinn hátt komið til skila öllu því sem býr í huga og hjarta mínum, en einlægt þakklæti fyllir hug minn og hjarta, fyrir að hafa átt ömmu sem var mér sannur og einlægur vinur allt til enda. Megi Jesús styrkja og blessa afa minn. Þennan einstaka og góðviljaða mann. Helga Ragna Ármannsdóttir Mitt í gróanda sumars, þegar sólin síbjarta hefur haslað sér völl nær hápunkti sumargöngu sinnar yfir landinu okkar norðlæga, hefur borið að höndum kveðjustund nákomins vinar. Helga Tómasdóttir mágkona mín hefur kvattþettajarðlíf. Kveðju- stundin hinsta fer ekki eftir árstíðum. Þar er á ferð sá, sem jafnan kemur á óvænt, og nemur á brott með sér unga sem aldna, og þá oft í líki líknandi engils. Og þegar langvar- andi þjáning og vanheilsa hefur þreytt, þann sem aldinn er orðinn, eins og hér var raunin á, mætti með sanni taka undir með skáldinu góða sem kvað við ævilok ástvinar: „Engill dauðans laut þér og leysti þig úr böndum og leiddi þína sál inn í drottins helgidóm." Helga Tómasdóttir hlaut hægan og skjótan viðskilnað. Lengi hafði hún barist við erfiða sjúkdóma og vanheilsu og má því með sanni segja að hér hafi orðið á farsæl lausn, því löngu var séð að hveiju dró. En það er eins og hinsta kveðjustundin komi aðstandendum jafnan á óvart, því öllum er það eiginlegt að óska lengri samverustunda við kæran ástvin. Helga Kristín Sigríður hét hún fullu nafni og fæddist á bænum Tröð í Fróðárhreppi þann 24. september 1908. Foreldrar hennar voru þau heiður- hjónin Tómas Sigurðsson frá Höfða í Eyrarsveit (f. 5. maí 1865; d. 15. maí 1952) og Ragnheiður Árnadóttir frá Kársstöðum í Helgafellssveit (f. 16. ágúst 1879; d. 17. júní 1973.) Þau byijuðu búskap í Nýlendu og eiga þar heima í eitt ár, byggja sér svo nýjan bæ að Ósi, þar skammt frá og eiga þar heima í 5 ár; flytja næst að Tröð, sem talin var dágóð jörð og búa þar í 4 eða 5 ár. En nú gerist það að þau verða fyrir miklum skaða á húsum og skepnum af völd- um snjóflóða veturinn 1910. Þau neyðast því til að flytja þaðan, byggja sér þa'enn nýjan bæ, og nú í Tungu- koti, þar sem þau eiga heima í 9 ár, til ársins 1919. Þá losnaði úr ábúð góður og snotur bær á Brimilsvöllum, en þar voru þá mörg býli, og lifði fólk þar bæði af nytjum lands og sjávar. Þessi bær, sem þau fluttu í, Ragnheiður og Tómas, hét Bakka- búð, og áttu þau þar heima til ársins 1940, en þá flytja þau þaðan til Ól- afsvíkur. Helga ólst upp í stórum hópi systk- ina hjá foreldrum sínum, en þau voru alls átta sem upp komust og náðu fullorðinsaldri, sjö stúlkur og einn drengur. Ein þessara systra var Að- alheiður, er síðar varð kona mín, sem þessar línur rita. Geta má nærri að erfitt hefur ver- ið að framfleyta svo stóru heimili, sem hér var um að ræða, en þau hjónin voru mikið atorkufólk og tókst með ráðdeild og dugnaði að koma til manns með sóma, þessum stóra barnahópi. Jafnhliða búskap stund- aði Tómas sjóróðra af kappi en Ragn- heiður var hin ötula og hagsýna húsmóðir, sem kunni að nýta öll að- föng til fuilnustu. A þeim árum, sem hér er um að ræða, var lífsbaráttan erfið, og allir urðu að leggja hart að sér, til að sjá sér og sínum farborða, og börn og unglingar urðu að leggja þar hönd að verki eftir því sem aldur og þroski frekast leyfði. Á Brimilsvöllum var starfræktur barnaskóli á þessum árum, og nutu böm og unglingar góðs af þeirri fræðslu, sem þar var unnt að láta í té. Helga var 11 ára er hún kom á Brimilsvelli. Hér var umhverfi fag- urt, ijallasýn mikil og tignarleg, sjór- inn stundum úfinn og illskeyttur, en stundum sléttur og blikandi fagur, fuglamergð mikil við stöndina en lóur og kríur gerðu sér hreiður í hundraða tali í móum og á melum allt í kring um túnin og fuglasöngur hljómaði hvarvetna á fögrum vordög- um. Hér var því hið ákjósanlegasta umhverfi, sem hlaut að heilla hrif- næmt barn að alast upp við, enda mun Helga hafa verið náttúrubarn að eðlisfari og kunni að njóta þess af lífi og sál, sem slíkur staður hafði upp á að bjóða með gróðri og fjöl- breyttu fuglalífi. Hér ólst Helga upp í glaðværum systkinahópi, við nám og leik og starf. En æskuárin líða hratt og unglingsárin taka við með nýjum viðhorfum og nýjum óskum og þrám. Hún var dýravinur og hafði mikið yndi af hestum. En hættur geta leg- ið í leyni og slys geta borið að hönd- um óvænt, þrátt fyrir alla aðgát. Helga varð fyrir því áfalli, er hún var 16 ára, að hestur sló hana í bak- ið, og skaðaði hana illilega. Lengi lá hún rúmföst vegna afleiðinga þessa slyss, uns hún náði sér að lokum nokkurn veginn, en e.t.v. hefur hún samt goldið þessa óhapps að ein- hveiju leyti mikinn hluta ævi. Næsti bær við Bakkabúð var bær- inn Holt. Þar var ungur maður, Árni Hansson, á svipuðu reki og Helga (f. 5.12. 1907) og var einn 8 systk- ina, (foreldrar: Hans Ámason f. 1883 og Þorbjörg Árnadóttir f. 1879, mik- ið dugnaðar og atorkufólk.) Þau Helga og Ámi felldu hugi saman og gengu í heilagt hjónaband 14. júní 1930. Hófu þau búskap í Hjallabúð, sem þá var laus til ábúð- ar, og talin eitt af betri býlunum á Brimilsvöllum. Hér gátu þau komið upp nokkrum búsmala og munu jafn- an hafa haft 2 kýr, 2 hesta og um 20 kindur. Auk búskaparins stundaði Árni sjóinn af kappi og eignaðist, ásamt þrem öðrum mönnum mótorbátinn Þröst, og var hann fyrsti vélknúni báturinn, sem til Brimilsvalla kom, en fleiri komu síðar. Segja má að

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.