Morgunblaðið - 22.06.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.06.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1990 Morgunblaðið/Júlíus Nú stendur yfir kynning' á umhverfishollum vörum í Hlaðvarpanum við Vesturgötu í Reykjavík. Umhverfíshollar vörur kynntar í Hlaðvarpa HLAÐVARPINN í Reykjavík gengst fyrir kynningu á umhverf- ishollum vörum þessa dagana í húsakynnum samtakanna við Vesturgötu. Á sýningunni í Hlaðvarpanum eru kynntar vörur frá 13 fyrirtækj- um; meðal annars hellur úr endur- unnu gúmmíi, endurunnin pappír, óbleiktur salernispappír, hreinlætis- og snyrtivörur úr efnum sem brotna niður í náttúrunni, og fleira. Sólveig Ólafsdóttir, varaformað- ur stjórnar Hlaðvarpans, segir að með þessari kynningu vilji samtökin stuðla að aukinni notkun endurunn- inna vara og efna, sem séu ekki skaðleg náttúrunni. Hún sagði, að sumir virtust enn líta svo á, að endurunnar vörur væru á einhvem hátt annars flokks, — til dæmis að endurunninn salemispappír væri nógu góður í sumarbústaðinn en ekki á heimilunum, — en slíkum viðhorfum vildu samtökin breyta. Fyrsti fundur bæjar- stjóraar Garðabæjar BÆJARSTJÓRN Garðabæjar kom saman til fyrsta íundar á nýbyij- uðu kjörtímabili fimmtudaginn 14. júní sl. Á dagskrá bæjarstjórnar- fiindar var m.a. kosning í nefiidir og ráð, kosning forseta bæjarstjórn- ar og ráðning bæjarstjóra. Kosið var í 40 nefndir og ráð á vegum Garðabæjar til ýmist eins eða fjögurra ára. Kjörnir vom 117 aðalmenn og jafnmargir til vara. í bæjarráð voru kosin Benedikt Sveinsson og Erling Ásgeirsson, Sjálfstæðisflokki, og Helga Kristín Möller, Alþýðuflokki. Bæjarráð kom saman til fyrsta fundar 19. júní. Forseti bæjarstjómar var kjörin Laufey Jóhannesdóttir, fyrsti vara- forseti Sigrún Gísladóttir og annar varaforseti Andrés B. Sigurðsson. Ingimundur Sigurpálsson var endurráðinn bæjarstjóri Garðabæj- ar fyrir næsta kjörtímabil með öll- um greiddum atkvæðum, en hann hefur verið bæjarstjóri í Garðabæ sl. 3 ár. Pétur Pétursson ver aðra doktorsritgerð PÉTUR Pétursson varði doktors- ritgerð sína í kirkjusagnfræði við guðfræðideild háskólans í Lundi í Svíþjóð þann 25. maí sl. Ritgerð- in, sem er 286 blaðsiður, er skrif- uð á sænsku og heitir: „Frán vackelse til samfúnd; Svensk pingstmission pá öarna i Nordatl- anten“, hefúr verið gefin út sem nr. 22 í ritröðinni „Bibliotheca historico-ecclesiastica Lundens- is“, undir ritsfjórn Ingmars Bro- heds prófessors í kirkjusögu við sama skóla. Útgefandi er Lunds University Press. Sú undirgrein kirkjusagnfræðinnar sem rit- gerðin heyrir undir er trúboðs- fræði og ekumenik (samkirkju- fræði) og leiðbeinandinn var prófessor Lars Österlin. Ritgerðin fjallar um sænskt hvítasunnutrúboð á íslandi, Færeyj- um og Grænlandi og þróunarferil safnaðanna í þessum löndum til sjálfstæðra kirkjudeilda. í öðrum hluta ritgerðarinnar er fjallað sér- staklega um hvítasunnuhreyfing- una á íslandi sem snemma varð sjálfstæð hreyfing sem aðlagaðist íslenskum aðstæðum og er nú þriðja stærsta kirkjudeild á íslandi. Fé- lagslegar, trúarlegar og menning- arlegar forsendur þessarar hreyf- ingar eru kannaðar svo og breyting- ar á innri gerð og starfsemi hennar. Þetta er önnur doktorsritgerð höfundar. Árið 1983 lauk hann doktorsprófi frá félagsfræðideild Lundarháskóla. Pétur starfar sem dósent í trúarbragðafélagsfræði við háskólann í Lundi. Hann lauk BA- Dr. Pétur Pétursson prófi í almennum þjóðfélagsfræðum frá Háskóla íslands árið 1974 og kenndi einn vetur við Menntaskól- ann við Tjömina. Frá 1975 hefur hann að mestu verið búsettur í Lundi við rannsókna- og kennslu- störf. Nýlega fékk hann lektors- stöðu við Félagsvísindadeild HÍ og mun hann koma þangað til starfa í haust. Um árabil var Pétur frétta- ritari Morgunblaðsins í Lundi. Hann hefur setið í stjórn Sænsk-íslenska félagsins í Suður-Svíþjóð og Guð- fræðingafélagsins í Lundi. Foreldr- ar hans eru hjónin Pétur Sigurgeirs- son biskup og Sólveig Ásgeirsdótt- ir. Kona hans er Þuríður Jóna Gunn- laugsdóttir zonterapeut og eiga þau fjögur börn. Verðbréfaþing íslands: Ovíst hvenær umsókn Olís hlýtur afgreiðslu EIRÍKUR Guðnason, formaður stjómar Verðbréfaþings íslands, stað- festi i gær að umsókn Olís um skráningu hlutabréfa sinna á þinginu hefði borist en óvíst væri hversu mikinn tíma tæki að afgreiða hana. Umsókn OIís er sú fyrsta sem berst Verðbréfaþingi frá því reglur um skráningu hlutabréfa voru settar í maí árið 1988 og markar því nokk- ur tímamót í starfsemi þingsins. Unnið er að því að yfirfara núgild- andi reglur í þessu efiii og setja reglur um útboðslýsingu hlutabréfa. Þingaðilar Verðbréfaþings hafa fengið drög að nýjum reglum um útboðslýsingu hlutabréfa og var út- boðslýsing Olís unnin í samræmi við þau drög enda þótt það sé ekki skylt samkvæmt núgildandi reglum. Eirík- ur Guðnason kvaðst eiga erfitt með að segja til um það hvenær nýjar reglur tækju gildi en það yrði varla fyrr en með haustinu. Reynt hafi verið að hraða vinnunni en á hinn bóginn þurfi að vanda verkið og hafa margt til hliðsjónar. Ströng skilyrði um upplýsingagjöf í núgildandi reglum er að finna ströng skilyrði um reglulega upplýs- ingagjöf hlutafélaga sem hljóta skráningu á Verðbréfaþingi íslands. Ef Verðbréfaþing samþykkir að skrá hlutabréf Olís yrði félagið samkvæmt samningi þar um skuldbundið til að skila inn hálfsársuppgjöri. Þó skal heimilt að senda inn hlutaársuppgjör er tekur til fjögurra mánaða og skal senda þau tvisvar á ári. Uppgjör skulu hafa borist til Verðbréfaþings- ins innan þriggja mánaða frá lokum þess tímabils sem það tekur til. Árs- og hlutaársuppgjör skulu saman- standa af rekstrarreikningi og fiár- magnsstreymi fyrir viðkomandi tímabil og efnahagsreikningi í lok þess, auk skýringa með uppgjöri. Í reglunum er kveðið nánar á um gerð rekstrarreiknings, efnahagsreikn- ings og fjármagnsstreymis en upp- gjör skal samið í samræmi við góða reikningsskilavenju og nánari reglur sem Verðbréfaþingið setur. Tilkynning um hvenær stjórn fé- lags fjallar um ársuppgjör, arðsút- hlutun og/eða útgáfu jöfnunarhluta- bréfa skal send Verðbréfaþinginu með a.m.k. viku fyrirvara. Jafnframt skal tilkynna Verðbréfaþinginu með a.m.k. viku fyrirvara, hvenær og hvar aðalfundur eða hluthafafundur skulu haldnir. Þegar stjórn félagsins og hluthafafundur hefur fjallað um ársuppgjör eða hlutaársuppgjör skal það liggja fyrir á Verðbréfaþingi ís- lands án tafar og áður en viðskipti hefjast daginn eftir. Þá skal senda bráðabirgðayfirlit yfir niðurstöður, áætlanir o.þ.h. til þingaðila jafn- skjótt og það er fáanlegt á Verð- bréfaþinginu. Félag er skuldbundið til að til- kynna tillögur um breytingar á sam- þykktum fyrir stjóm Verðbréfaþings Islands, eða viðurkenndum fulltrúa hennar, áður en hún ber þær upp til samþykktar á hluthafafundi. Þá skal félagið strax tilkynna til Verðbréfa- þings íslands ef teknar eru ákvarðan- ir, eða atvik eiga sér stað sem geta haft veruleg áhrif á aðstæður félags- ins og mat hlutabréfamarkaðar á því. Sama á við þegar félagið er móðurfélag og ákvarðanir eða atvik varðandi dótturfélagið hafa áhrif á aðstæður samstæðunnar. Jafnframt skal kunngera málið án tafar í sam- ræmi við sérstök ákvæði þar um ef ákvarðanir eða atvik eru ekki þegar á almennu vitorði. Kosningu nýrrar stjómar og vara- manna, endurskoðenda eða ráðn- ingu/brottvikningu forstjóra/fram- kvæmdastjóra skal tilkynna Verð- bréfaþingi íslands án tafar sem síðan kynnir það þingaðilum. Skýrslur til erlendra kauphalla Ef félagið er einnig skráð annars- staðar eða er af öðmm ástæðum skuldbundið kröfum um upplýsinga- skyldu við aðra, skal félagið senda samsvarandi upplýsingar til Verð- bréfaþings íslands um leið og það sendir þær öðmm. Séu gerðar skýrsl- ur til notkunar í erlendri kauphöll skulu samsvarandi upplýsingar sendar Verðbréfaþingi íslands. Tilkynningar um tillögur stjórnar um greiðslu arðs, breytingar á hluta- fé, útgáfu á umbreytanlegum lánum, lánum með kauprétti á hlutabréfum eða öflun víkjanlegs lánsfjár skulu sendar Verðbréfaþinginu um leið og stjórn félagsins hefur gert samkomu- lag við aðra aðila þar um. Allar upp- lýsingar sem sendar era til hluthafa skal samtímis senda Verðbréfaþing- inu. Ef fréttatilkynningar eða aðrar tilkynningar em sendar fréttastofum skulu þær samtímis sendar Verð- bréfaþinginu. í sérstöku ákvæð um innri við- skipti („insider trading") er félag skuldbundið til að skrá í bækur fé- lagsins og tilkynna Verðbréfaþinginu samdægurs ef hlutabréfakaup/sala á sér stað milli, til eða frá stjórnar- mönnum og annarra stjórnenda fé- lagsins svo sem forstjóra/fram- kvæmdastjóra, deildarstjóra og að- stoðarmönnum þeirra innan félagsins og utan svo og náinna venslamanna framantalinna manna. Byrjar vel í Stóru Laxá Veiði hófst af miklum þrótti í Stóm Laxá í Hreppum. I gær- morgun veiddust að sögn Friðriks D. Stefánssonar framkvæmda- stjóra SVFR, 6 laxar á efsta svæð- inu, allt boltafiskar að meðalvigt 14 pund og þeir stærstu 16 pund. Enn er áin vatnsmikil, dálítið gmggug og mjög köld. Morgun- blaðið hafði auk þessa spumir af einhverri veiði á neðri svæðum, en nákvæm tala Iá ekki á lausu. Fyrir kemur að Stóra Laxá gefi vel fyrstu daganna sem nú hefur verið raunin, áin á stæltan snemmgenginn stofn, en áraskipti em af því hversu öflugur hann er. Byijunin nú lofar góðu. Hundruð laxa á Langárleirunum. Lítið hefur aflast í Langá enn sem komið er, innan við tuttugu laxar og bróðurparturinn af þeim afla fékkst fyrsta veiðidaginn. Síðan hafa menn verið að slíta upp einn og einn fisk. „Þetta á þó eftir að breytast og við bíðum eftir stærsta straumnum á morg- un. Ég hef verið að fylgjast með laxatorfum hér rétt fyrir utan á hveiju aðfalli, þetta 2-300 laxa og mest vænn fiskur. Það er seg- in saga, að laxinn gengur ekki að neinu gagni í ána nema þegar Sjávarfossinn fer á kaf í stór- streymi. Næstu dagar gætu því gefið vel,“ sagði Runólfur Ágústs- son veiðivörður við Langá í sam- tali við Morgunblaðið. Kominn í Álftá „Það er kominn lax, það er engin spurning um það, áin opn- aði í gær og annar strákanna minna, 12 ára gutti, fór í Verpið og renndi. Setti í stóran lax en hann sleit sig lausan. Svo var fisk- ur að stökkva rétt við fætumar á stráknum. Ég er ekki hissa, vat- nið í ánni hefur verið svo ákjósan- legt síðustu daga,“ sagði Halldór Gunnarsson í Þverholtum, for- maður Veiðifélags Álftár á Mýr- um í samtali við Morgunblaðið. Halldór hafði ekki frétt af hand- hafa hinnar stangarinnar í ánni, en hana skipaði slyngur veiðimað- ur, ábúandinn á Brúarlandi við Álftárbrú. Bærilegt í Norðurá „Þetta gengur bærilega í Norð- urá, síðasta holl var með milli 25 og 30 laxa, þetta er enginn mokst- ur, en það er þó líf í ánni og lax að ganga jafnt og þétt þótt ekki hafi verið um stórar göngur að ræða til þessa. Sveinn Jóhannes- son bóndi á Flóðatanga sá þó mikla fiskför í ánni fyrir skömmu, vonandi veit það á gott,“ sagði Friðrik D. Stefánsson hjá SVFR um veiðina í Norðurá í Borgar- firði. Áin hefur gefið milli 220 og 230 laxa sem er stóram betra en á sama tíma í fyrra. Strsti laxinn til þessa vóg 18 pund, en mikil hefur verið af 10 til 14 punda fiski. Lítið fer fyrir smálaxi enn sem komið og kannski ekki von á öðra þetta snemma sumars. Morgunblaðið/hb. Sverrir Þorsteinsson með fa- lega 12 punda hrygnu sem hann veiddi á flugu á Brotinu í Norð- urá fyrir skömmu. Líka bærilegt í Laxá í Leir Friðrik hjá SVFR hafði eftir veiðimönnum við Laxá í Leirár- sveit, að nokkuð hefði hægst um veiðina eftir rífandi opnun. Þó væri ástandið bærilegt og fiskur kominn um alla á. Um 90 laxar em komnir úr ánni, mest af því rígvænn tveggja ára fiskur úr sjó, allt að 19 punda. Byijar vel í Fljótá Fljótá var opnuð fyrir laxveiði- menn á miðvikudag og byijaði veiðin vel, að sögn Matthíasar Jóhannssonar fréttaritara Morg- unblaðsins í Siglufirði. Tveir 14 punda laxar, tveir 12 punda og tveir 3ja punda veiddust strax á fyrsta degi. Veiðimenn eru mjög ánægðir með byijunina og segja hana lofa góðu um framhaldið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.