Morgunblaðið - 22.06.1990, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ
IÞROTTIR
FOSTUDAGUR 22. JUNI 1990
„Liðiðsann-
aði getu sína“
- sagði Luis Suarez, þjálfari Spánverja,
eftir sigurinn á Belgum
„EG er mjög ánægður vegna
þess að liðið sannaði getu sína.
Það getur jafnvel gert enn bet-
,p>ur en í þessum leik,“ sagði
Luis Suarez, þjálfari Spánverja,
eftir2:1 sigurá Belgum íVer-
óna ígær. Hann hældi Michel,
sem átti þátt íbáðum mörkun-
um, fyrir frammistöðu sína í
leiknum. Með sigrinum
tryggðu Spánverjar sér efsta
sætið í E-riðli og mæta því Jú-
góslövum í 16-liða úrslitum á
þriðjudag. Beigar mæta Eng-
lendingum.
Þjálfari Belga, Guy Thys, var
nokkuð ánægður með lið sitt
þrátt fyrir tapið. „Við vorum sterk-
ari í síðari hálfleik þó svo að við
Markahæstir
4 — Michel (Spáni).
3 — Rudi Völler (V-Þýskalandi).Lothar
Matthaus (V-Þýkalandi).
2 — Marius Lacatus (Rúmeníu), Tomas
Skuhravy (Tékkóslóvakíu), Careca
(Brasilíu, Davor Jozic. (Júgóslavíu),
Roger Milla (Kamerún), Michal Bilek
(Tékkólóvakíu), Jurgen Klinsmann
(V-Þýskalandi), Gavril Balint (Rúm-
eníu), Darko Pancev (Júgóslaviu),
Salvatore Schillaci (Ítalíu), Muller
(Brasilíu).
værum með nokkra nýja leikmenn
í liðinu. Við tókum áhættu í síðari
hálfleik og vorum nálægt því að
jafna nokkrum sinnum. Eg held að
við þurfum ekki að hræðast and-
stæðinga okkar í næsta leik,“ sagði
Thys.
Spánveijar voru betri framan af
leiknum og áttu nokkur marktæki-
færi áður en þeir fengu vítaspyrnu
á 27. mínútu, sem Michel skoraði
úr í vinstra hom marksins. Michel
Preud’homme, markvörður, skutl-
aði sér í rétt horn og var ekki langt
frá því að veija. Þetta var fjórða
mark Michels í keppninni og er
hann nú markahæstur.
Belgar sóttu stíft eftir markið
og náðu að jafna þremur mínútum
síðar. Patrick Vervoort skoraði þá
glæsilegt mark með vinstri fæti
beint úr aukaspyrnu af 25 metra
færi. Alberto Gorriz kom Spán-
veijum í 2:1 með fallegu skalla-
marki níu mínútum síðar eftir
aukaspyrnu frá Michel og þannig
var staðan í hálfleik.
Belgar fengu vítaspyrnu á 60.
mínútu er Cenaro Andinua braut á
Jan Ceulemans innan vítateigs.
Enzo Scifo tók spyrnuna, en skot
hann fór í þverslána. Thys sagði
um Scifo eftir leikinn. „Hann lék
frábærlega í þessum leik.“
Reuter
Andoni Zubizaretar, markvörður Spánveija, stóð sig vel í leiknum. Hér nær hann að handsama knöttinn áður en
Jan Caulemans og Philipe Alber ná til hans. Roberto Fernandez lyftir höndum og reynir að aðstoða samheija sinn í markinu.
Diego Maradona um leikinn gegn Brasilíu:
Vonast eftir kraftaverki
M aradona, fyrirliði Argentínumanna er ekki
bjartsýnn á sigur gegn Brasilíumönnum í
16 liða úrslitum á sunnudaginn. „Þáð þarf krafta-
verk til þess að koma okkur áfram í keppninni
vegna þess að Brasilíumenn eru nánast á heima-
velli,“ sagði Maradona, en leikurinn fer fram í
Tórinó þar sem Brasilíumenn léku í riðlakeppn-
inni. „Brasilíska liðið er sterkara á pappírnum en
við ætlum að leggja okkur alla fram,“ sagði Mara-
dona sem hefur ekki æft frá leiknum við Rúmena
vegna meiðsla á ökkla sem hann hlaut þá.
Sigurmarkið kom
á elleftu stundu
Daniel Fonseca skoraði eina mark Uruguay á síðustu mínútu
Ó. Johnson & Kaaberhf
SIMI: 91 -24000
MARK á elieftu stundu tryggði
Uruguay sæti í 16 liða úrslitum.
Daniel Fonseca skoraði sigur-
markið í tilþrifalitlum leik við
Suður—Kóreu þegar komið var
tvær mínútur framyfir venju-
legan leiktíma. Uruguay komst
þarmeð áfram, en þeim ár-
angri hafa þeir ekki náð undan-
farin20ár.
' onseca kom inná sem varamað-
ur fyrir Ruben Sosa í síðari
hálfleik. Hann nýtti sér tækifærið
og mark hans gerði hann að þjóð-
hetju í Uruguay. Sigur Uruguay
var naumur og allt virtist stefna í
markalaust jafntefli þegar Fonseca
skallaði yfir Choi In-Young í marki
Suður-Kóreu undir lokin. Suður-
Kóreumenn áttu undir högg að
sækja síðustu átján mínúturnar, en
þeir léku þá einum færri þar sem
varnarmaðurinn Yoon Deuk-yeo var
rekinn af velli fyrir að teíja leikinn.
Oscar Tabarez, þjálfari Uniguay
var ánægður með sigurinn. „Þetta
var ekki sérstaklega góður leikur,
en okkur tókst ætlunarverkið. Ég
hugsa að pressan sem var á leik-
mönnum hafi haft áhrif á leik
þeirra." „Við reyndum eins og við
gátum í þessum leik, eins og við
höfum reyndar gert í allri keppn-
inni,“ sagði þjálfari Suður-Kóreu
Lee Hoe-taik eftir leikinn. Hann
bætti því við að lið hans ætti enn
langt í land með að ná sama gæða-
flokki og lið frá Evrópu og Suður-
Ameríku.
E-RIÐILL
Spánn — Belgia....................2:1
Michel (27. vsp.), Alberto Gorriz (39.) -
Patrick Vervoort (30.).
Uruguay — Suður-Kórea.............1:0
Daniel Fonseca (90.).
Fj. leikja U J T Mörk Stig
SPÁNN 3 2 1 0 5: 2 5
BELGÍA 3 2 0 1 6: 3 4
URUGUAY 3 1 1 1 2: 3 3
S-KÓREA 3 0 0 3 1: 6 0
F-RIÐILL
1:0
Vlark Wright (58.).
Holland — írland .1:1
Ruud Gullit (10/ — Niall Quinn (71.).
Fj. leikja U J T Mörk Stig
ENGLAND 3 1 2 0 2: 1 4
HOLLAND 3 0 3 0 2: 2 3
ÍRLAND 3 0 3 0 2: 2 3
EGYPTALAND 3 0 2 1 1: 2 2
ÆSKUHLAUPIÐ
Haldið á Miklatúni,
sunnudaginn 1. júlíkl. 14:00
Aldur Vegalengd Tímasetning
7 ára ÍOOO m. 14:00
8 ára ÍOOO m. 14:20
9 ára ÍOOO m. 14:40
ÍO ára ÍOOO m. 15:00
11 ára ÍOOO m. 15:20
12 ára 1500 m. 15:50
13 ára 1500 m. 16:20
14- ára 1500 m. 17:10
Æskuhlaupið er fyrir allar stelpur og stráka á aldrinum 7-14 ára.
Hlaupið er kynskipt og eru stúlkur ræstar á undan í hverjum aldursflokki.
Allir fá litprentuð verðlaunaskjöl á nafn fyrir þátttöku
Skráningá: SkrifsíofuíSÍ sími: 91-83377 Skrifstofu FRÍ sfmi: 9 -685525
Philipssérum lýsinguna
%
Frá
Brynju
Tómer
á Italíu
Opinber stuðningsaðili HM 1990
H HVER leikmaður ítalska
landsliðsins fær um 350 þúsund
íslenskar krónur fyrir að hafa kom-
ist í 16-liða úrlsit HM. Walter
Zenga fyrirliði fór
þess á leit við Matt-
arese, forseta
ítalska knattspyrnu-
sambandsins, eftir
sigurinn gegn Tékkum á þriðju-
daginn að leikmennirnir fengju
einnig þráðlausa bílasíma sem er
nýjung hjá ítölsku póst- og síma-
málaþjónustunni. Mattarese tók
vel í bónina og bætti við í gríni að
ef Italir ynnu HM myndi hann
gefa öllum leikmönnunum svefn-
herbergishúsgögn og eldhúsinnrétt-
ingar.
I ÍTALSKIR fjölmiðlar eru þegar
famir að fjalla um HM ’94 í Banda-
rikjunum en tónninn er fremur
kaldhæðinn. í íþróttablaðinu Tutto-
sport er viðtal við Werner Fricker
forseta bandaríska knattspyrnu-
sambandsins þar sem segir: „Við
munum halda HM í fyrsta gæða-
flokki," segir Fricker og sperrir
bijóstkassann. Þá er í blaðinu sagt
frá því að þegar borgarstjóri Dallas
var spurður álits á Maradona hafi
hann svarað: „Ég þekki engan
Maradona."
H MARADONA hefur ekki geta
æft með argentínska liðinu eftir
leikinn gegn Rúmenum. Hann á
við meiðsli að stríða í ökkla. En
læknir liðsins, Raul Madero, sagði
að Maradona væri á batavegi og
yrði líklega með í 16-liða úrslitun-
um. Hins vegar eru minni líkur á
því að Oscar Ruggeri geti leikið
með þar sem hann á við meiðsli að
stríða.
H MARADONA hefur að mestu
haldið- sig á heimili sínu í Napólí
og hlustað á tónlist og spilað við
dætur sínar.
H JUAN Carlos Spánvarkonung-
ur og Soffia drottning voru meðal
áhorfenda í Veróna í gær er Spánn
lék við Belgíu.