Morgunblaðið - 22.06.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.06.1990, Blaðsíða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1990 þeim hafi búnast þarna allvel, enda atorka og fyrirhyggja beggja hjón- anna nær einstök í sinni röð, og sam- hugur í allra besta lagi til alls sem til hags mátti verða. Helga var að eðlisfari ákaflega listhneigð og það á mörgum sviðum. Hún pijónaði og saumaði allt á sig og dætumar, og jafnvel fyrir aðra. En það sem þarna mátti teljast til algjörar nýlundu, var leiklistaráhugi hennar. Sem ung stúlka hafði hún verið einn vetur í vist í Reykjavík hjá Ind- riða Einarssyni, leikritahöfundi og konu hans, en börn þeirra munu þá hafa verið á unglingsaldri. Hér mun Helga hafa farið í leikhús og komist í kynni við ieiklist, sem orðið hefur til að vekja hæfileika, sem með henni hafa blundað. Á Brimilsvöllum setti hún upp tvö eða þtjú stutt leikrit, og voru þau leikin í samkomuhúsi sveitarinnar á Brimilsvöllum. Eitt þessara leikrita var „Skyggnu aug- un“, byggt á gamalli þjóðsögu. Vöktu þessar sýningar mikla athygli og fögnuð, þeirra er sáu. Á Brimilsvöllum fæddust þeim hjónum tvær dætur: Björg Ragnheið- ur, f. 14. júlí 1931, síðar gift Ár- manni J. Lárussyni,.og eiga nú heima á Digranesvegi 64. Þau eignuðust 2 böm. Og Ingibjörgu f. 26. september 1935, síðar gift Jóni Ólafssyni, þau bjuggu í Reykjavík og í Danmörku og síðast í Hrauntungu 16 í Kópa- vogi. Þau eignuðust 3 börn. I Hjallabúð áttu þau Helga og Árni heima í 7 'A ár en flytja þá til Reykjavíkur haustið 1937, og eign- ast heimili á Haðarstíg 15, og ári síðar á Bjarnastíg 10. Þar fæðist þeim þriðja dóttirin Ragnheiður Dóróthea, f. 1. september 1939, síðar gift Braga Siguijónssyni, nú búsett á Birkigrund 63, Kópavogi. Þau eiga 4 böm. I Reykjavík var á þessum árum ákaflega erfitt um atvinnu. Þau sáu sér þá ekki annað fært en að flytja aftur vestur. Þau fara því héðan snemma vors 1940, skömmu áður en Bretar hernámu landið, og setjast nú að í Ólafsvík, fá þar húsnæði til bráðabirgða í húsinu Dvergasteini. En Árni hefst þegar handa um að byggja þeim nýtt hús og hefur lokið smíði þess seint um haustið, svo þau geta flutt í það rétt fyrir jólin 1940. Þetta var hið snotrasta hús, hæð og kjallari, og stendur hátt þar sem útsýni er fagurt yfir höfnina og sjó- inn, og inn til sveitarinnar með tígu- leg fjöllin gnæfandi í baksýn. Þau köiluðu þetta nýja heimili sitt Sól- velli og var það nafn vel við hæfi. Hér byrjar Árni fyrst á því að stunda sjóinn, en síðan fer hann að vinna á trésmíðaverkstæði, og stund- ar þá atvinnu í þijú ár. Auk vinnunn- ar á verkstæðinu, byggja þeir einnig nokkur íbúðarhús í Olafsvík. í Ólafsvík mun afkoman hafa ver- ið allsæmileg, og þeim mun hafa lið- ið velog getað búið notalega um sig. í Ólafsvik fékk Helga notið list- rænna hæfileika sinna í nokkrum mæli. Þar var starfandi leikfélag, og lék hún þar í mörgum ef ekki flestum þeim leikverkum sem sýnd voru. Hún vann mikið við hannyrðir allskonar, blómaskreytingar o.fl., eftir því sem ástæður leyfðu. Elsta barnið þeirra, Björg, var fermd í Ólafsvíkurkirkju. En enn kemur að búferlaflutning- um. Suður á leið er haldið um haust 1947 og setjast þau að í Kópavogi, þar sem nú heitir Digranesvegur 62. Þarna var til sölu e.k. nýbýli eða sumarbústaður, sem þau festa kaup á, en gera húsið upp hið innra og stækka það síðar svo hér varð ákaf- lega fallegt og rúmgott heimili, eftir allar breytingar sem gerðar voru. Hér komu þau sér einnig upp fögrum og stórum skrúðgarði með tijám og runnum og margháttuðum blómum, svo mikið yndi var að skoða þennan fagra garð, og átti smekkvísi Helgu hér mestan hlut að máli, auk allra þeirra handtaka sem maður hennar lagði fram. Hér höfðu þau að lokum búið svo vel um sig og snyrtilega, bæði úti og inni, að vart yrði á betra kosið, enda höfðu þau bæði kostað til miklu erfiði og mikilli umhyggju- og útsjónarsemi. Nokkru eftir að þau flytja suður í Kópavog, ganga þau í Óháða Fríkirkjusöfnuðinn, og Helga gerist þar söngkona í kirkjukómum og er í honum óslitið í rúm 20 ár, en neyð- ist þá til að hætta vegna slæmsku sem hún fékk í háls. Veit ég að henni urðu þetta mikil vonbrigði, því söng- ur hafði verið henni til mikils yndis- auka, og gætt lífið fyllingu og gleði. En enginn ræður því sem óvænt ber að höndum. í fyrstu þijú árin eftir að þau fluttu suður stundaði Árni vinnu hjá trésmíðameistara einum, en haustið 1950 hóf hann trésmíðanám og lauk því námi á 3 árum. Eftir það stund- aði hann ávallt atvinnu í þeirri grein. Eins og fyrr var minnst á, voru þær systur Aðalheiður, kona mín, og Helga ákaflega samrýmdar allt frá barnæsku og systraböndin milli þeirra óvenju sterk og vinátta náin, þótt aldursmunur hafí verið nokkur (þ.e. nær 4 ár.) Allt frá bemskuárum minnist Aðalheiður hins nána trúnað- ar, sem var á milli þeirra. Þær gátu oft setið einar, löngum stundum og ræðst við um allt það, sem þeim lá á hjarta. Og segja má með réttu að þessi trúnaður og einlægni þeirra í milli hafi haldist órofinn æ síðan. Sannarlega á Aðalheiður því mikils að sakna og traustum vini og einlæg- um á bak að sjá, þar sem Helga systir hennar hefur nú kvatt þetta jarðlíf okkar. Ávallt vom mikil og góð tengsl á milli heimila þeirra Helgu og okkar hjóna og heimsóknir tíðar á báða vegu. Við Aðalheiður minnumst með ánægju margra gleðistunda á heim- ili þeirra á hátíðum og við ýms tæki- færi. Þá var oft sungið, en Helga lék undir á orgel sem hún átti, enda kunni hún vel með að fara. Því má skjóta hér inn að er Helga var enn innan við tvítugt, mun hún hafa stundað nám í orgelleik, hluta úr vetri hjá Sigurvini Einarssyni, kennara í Ólafsvík. Mun hún hafa notið þess alla ævi, að hafa átt kost á þessari tilsögn, þótt ekki yrði af meira námi í þessari grein, eins og hún þó helst hefði óskað. Á meðan hún bjó í Hjallabúð, átti hún lítið orgel, en síðar, er hún flutti til Kópa- vogs, gat hún látið þann draum sinn rætast að eignast stórt og hljómfag- urt orgel, og munu hæfileikar hennar hafa fengið að njóta sín enn betur á þessu sviði, eftir að hún fór að leika á þetta vandaða hljóðfæri. Enn er eitt atriði, sem ég tel vert að nefna: Helga var trúuð og bæn- heit og bað fyrir fólki og hún var gædd þeim hæfíleikum, að sjá og heyra ýmislegt það, sem dulrænt er kallað og öllum er ekki gefíð að verða varir við. Um nokkurra ára skeið hélt hún uppi bænasamkomum á heimili sínu með fámennum en sam- stilltum hópi náinna ættingja og góðra vina. Þar á meðal voru oft þær Aðalheiður, kona mín, og Ragnheið- ur, móðir þeirra. Töldu flestir sig sækja aukinn styrk og gleði á fundi þessa, og auk þess komast í nokkurt samband við látna vini og kæra að- standendur héðan farna, og sem lýstu sælli tilveru sinni í hinum nýju heimkynnum. En við vitum öll að annað og betra líf tekur við, þar sem aldrei hrella neinir sjúkdómar eða aðrar líkamlegar hindranir og þar sem fyrrum farnir vinir og ættmenni lifa samstilltu lífí í samræmi við til- gang lífsins og hins æðsta máttar, og þar sem nýir og óþijótandi mögu- leikar bíða allra, til aukins þroska og sannra framfara. Á seinustu árum þeirra hjóna á Digranesvegi 62, var heilsu hennar farið mjög að hraka, og raunar einn- ig hans. Lentu þau bæði á sjúkra- húsi og síðan í endurhæfingu á heilsuhæli. En er þaðan skyldi halda, treystust þau ekki til að flytja aftur inn á sitt gamla heimili. Þau fluttu því til endanlegrar dvalar á Hranistu í Reykjavík þann 20. ágúst 1987. (Höfðu þá átt heima í Kópavogi í 40 ár.) Fyrsta hálfa árið voru þau saman í hjónaíbúð við Jökulgrunn, en er heilsa Helgu versnaði enn til muna var hún lögð inn á sjúkradeild heimilisins, þar sem hún dvaldi áfram oft illa haldin af vanlíðan. En Ámi fékk sérherbergi á annarri deild. Nú er hún horfin, mín kæra mág- kona, yfír þá móðu sem aðskilur lífið í frumiífí og framlífi. En við vitum, að aftur verða samfundir við þá, sem þráð er að fínna á ný. Að lokum vil ég votta eftirlifandi eiginmanni, bömum, barnabörnum og tengdabörnum hinnar látnu, ein- lægar samúðarkveðjur mínar og konu minnar. Ingvar Agnarsson Ég krýp og faðma fótskör þína. Frelsari minn á bænastund. Ég legg sem barnið bresti mína, bróðir í þína líknarmund. (Matth. Joch.] Þegar ég settist niður að skrifa nokkur þakkar- og minningarorð um Helgu Tómasdóttur, þá da,tt mér þessi undurfagri sálmur í hug. Ég var með Helgu í bænahring um 17 ára skeið og hélt hún sérlega upp á þennan fallega sálm og lét alltaf syngja hann. Helga lést á sjúkradeild Hrafnistu 15. júní sl., eftir 1'/2 árs dvöl á sjúkradeildinni, oft mjög mikið þjáð. Helga stóð ekki ein í þessum erfiðleikum, hún átti einstakan eiginmann sem dvaldi líka á Hrafnistu. Umhyggja hans var einstök þótt hann væri sjálfur sjúkur. Helga og Árni bjuggu mörg ár á Digranesvegi 62. Heimili þeirra var fallegt bæði úti og inni. Helga var mikil fegurðarunnandi og studdi Árni hana í því sem öllu öðru. Þau eignuðust þijár mannvænlegar dætur. Fyrir mörgum árum varð fjölskyldan fyrir þeirri sorg að dótt- ursonur þeirra lenti í bílslysi og slas- aðist mikið. Þá var ég vikulega hjá Helgu í bænahringnum og fékk þá að sjá trúarstyrk og æðruleysi þeirra hjóna. Helga elskaði frelsara okkar Jesú Krist mjög heitt og í þessari reynslu sem í öðrum erfið- leikum leitaði hún til hans í bæn. Nú trúi ég því að hún sé komin í dýrðarheiminn hans. Nú kveð ég elsku Helgu mína með þakklæti fyrir allt sem_ hún gerði fyrir mig og mitt fólk. Árna, dætrum og fjölskyldum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið þeim öllum blessunar Guðs. Vökum og biðjum. Bænin má ein bæta að fullu sárustu mein. Gjöfin sú dýra, Drottni er frá, dýrmætust alls, sem mannheimur á. (Jóhannes Pálmason.) Ólöf Ragnheiður Jónsdóttir Avarp til íslenskrar íþróttaæsku. Íþróttahátíð Í.S.Í. fer fram 28. júní til 1. júlí n.k. Yfirskrift hátíðarinnar er “Æskan og íþróttirÁ Iþróttahátíð verður sýnt og keppt í fjölmörgum íþróttagreinum í 78 íþróttamann- virkjum í Mosfellsbæ, Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Keflavík og Vestmannaeyjum. Með þátttöku í íþróttum eflist líkamlegur, andlegur ogfélagslegur þroski einstaklingsins. Ég vil því hvetja alla til að hverjum manni dýrmætust. stunda íþróttir sér til heilsubótar og ánægju Vigdís Finnbogadóttir Forseti íslands því góð heilsa er Vemdari íþróttasambands íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.