Morgunblaðið - 22.06.1990, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.06.1990, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1990 Minninff: Guðjón S. Sigur- jónsson, Boston Fæddur 20. nóvember 1944 Dáinn 3. júní 1990 „Langi Guðjón er í símanum!“ Þannig kölluðu krakkarnir ævin- lega til mín þegar Guðjón hringdi. Þau kölluðu hann aldrei annað en „langa Guðjón“. Hann var afar "^glettinn við krakkana og hafði gam- an af að spjalla við þau. í hvert skipti sem hann kom báðu þau hann að segja söguna um smámælta manninn sem bjó í „Essex, Mass- achusetts". „S“-mælgi hans gerði það að verkum að þau veltust um af hlátri og hann með. Við töluðum oft og mikið í síma þessi síðastliðnu 10 ár sem við höfum búið samtíða hér í Ameríku. Guðjón var sögu- maður góður, bæði kunni hann margar og sagði þær vel. í samtölum okkar bar ævinlega á góma menn og málefni heima á íslandi, en einnig spjölluðum við um heimsmálin. Guðjón var afar ^fréttaþyrstur maður. Hann las ekki ^færri en tvö stór-dagblöð á dag, Boston Globe og New York Times. Einnig las hann vikuritið Time spjaldanna á milli í þau rúm tuttugu ár sem ég þekkti hann. Hann kunni því vel skil á gangi mála í heiminum og hann lét sig það miklu skipta. Ég læt hugann líða og hugsa til þess hve hafíð hefur átt mikil ítök í Guðjóni. Hann sagði alltaf að hann væri uppalinn á sjónum, hann lærði ungur að standa á eigin fótum, taka sjálfstæðar ákvarðanir. eina slíka ^^ikvörðun tók hann þegar hann var búinn að vera á sjó frá unga aldri í allmörg ár, - nú var tími til að fara í land og afla sér menntunar. Hann settist í Samvinnuskólann að Bif- röst samtíða bróður mínum og nafná sínum. Þeir nafnar urðu góð-' ir mátar og aldrei kom Sigurjónsson til íslands án þess að hann liti við hjá nafna sínum Sigurðssyni, þá var gjarnan spjallað fram undir morg- un... Þegar flutningur okkar hjóna til Massachusetts stóð til fyrir 7 árum síðan var Guðjón okkur hjálplegur með upplýsingar unl ákjósanleg íbúðarsvæði o.þ.h. Það varð úr að við festum kaup á húsnæði einmitt í smábæ sem hann svo réttilega benti okkur á. Hér höfum við búið á einum skemmtilegasta stað á Boston-svæðinu alla tíð síðan. Það getum við þakkað Guðjóni. Ég er viss um að ein ástæða fyrir því að hann benti okkur á þetta svæði er sú að bærinn liggur með strönd- inni. Swampscott stendur við norð- urströndina, í fjarlægð ber háhýsi Boston-borgar við himin en nær, aðeins handan víkur stendur Nah- ant þar sem Guðjón bjó síðast. Reyndar horfði hann yfír til Swampscott úr stofunni sinni, já og út á hið bláa haf. Hann horfði oftar og víðar út á hið bláa haf úr stofunum sínum á síðustu árum. Hann bjó um árabil í Glpucester, miklum fiski- og hafnarbæ hér fyr- ir norðan, seinna bjó hann í New- port í Rhode Island fylki. Newport er höfuðborg siglingalistarinnar. Hann fór mörgum fögrum orðum um alla þá fegurð sem blasti við úr stofuglugganum sínum þar þeg- ar bátar og skip sigldu um höfnina. Viðfangsefni Guðjóns voru þann- ig að hann var á sífelldum ferðalög- um. Hann bókstaflega þeyttist um allar jarðir bæði hérlendis og ótelj- andi eru ferðirnar sem hann fór heim til íslands. í hvert skipti sem Islandsferð var á döfinni lét hann mig vita og bauðst til að taka pakka eða bréf heim. Einu sinni sem oftar þáði ég boðið og sendi hann með innpakkaðar gardínustangir fyrir eldhúsgluggana hennar mömmu og var honum þakklát. Aldrei taldi hann eftir fyrirhöfn- ina, en næst þegar hann fór heim fór hann hæversklega fram á að ég sendi hann ekki með fleiri gardínustangir. Hann hafði þurft að halda á þeim alla leiðina og í ofanálag mátti hann rífa utanaf þeim til að sanna að þetta voru í alvörunni bara gardínustangir, þeg- ar hann fór í gegnum vegabréfskoð- unina. Ferðirnar hans til Jamaica voru einnig orðnar óteljandi, en þar þótti honum unaðslegt að vera. Hann átti þar góða vini sem og annars staðar sem hann fór. Ég hugsa um það hvort æðri máttarvöld hafi hag: að örlögum hans á þennan hátt. í faðmi fjölskyldu sinnar á einum uppáhaldsstað sínum er líf hans skyndilega á enda. Nú er hafin hinsta ferðin en, — ó svo ótímabær ... Sorgarstund ríkir hjá fjölskyldu og vinum. Guð- jón talaði alla tíð um ijölskyldu sína með mikilli virðingu og ást. Hann var stoltur þegar hann talaði um börnin sín, hann bar heill þeirra og hamingju svo sannarlega fyrir bijósti. Áberandi var hve hann unni móður sinni og hugsaði og talaði ætíð hlýlega um hana. Með þessum fáu orðum kveð ég kæran vin, trygglyndan og góðan dreng. Sumarið líður Sumarið líður. Það kólnar og kemur haust. Bylgjurnar bytja að ólga og brotna við naust. Af liminu fýkur laufið. Börnin breyta um svip. Fuglamir kveðja. í festamar toga hin friðlausu skip... (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) (Fyrsta erindi úr „Ég sigli í haust.) Edda V. Sigurðardóttir Við kynntumst á Bifröst í Borg- arfírði fyrir nærri 25 árum og urð- um vinir upp frá því. Hann skar sig þá þegar úr fjöldanum hann nafni minn og bar tvennt til: Hann bar höfuð og herðar yfir hópinn, og hann hafði þá þegar að baki feril sem var svo ólíkur því sem við hin höfðum upplifað. Aðeins 14 ára hafði Guðjón axlað sín skinn og haldið til sjós. Margt er það sem setur mark sitt á mann í uppvexti, og tvímælalaust hófst þarna ferill sem um margt mótaði manninn Guðjón alla tíð. Á sjónum kynntist hann harðri vinnu og margur maðurinn varð á vegi hans sem hann kunni að meta. Nafni kunni þá list að segja sögur sem yljuðu um leið og þær skemmtu. Þessa heyrði ég oft: Hann var einn í eldhúsinu á fraktara í sínum fyrsta túr. Það var aðfangadagskvöld. Engin mamma, enginn pabbi eða systkini, aðeins skvaldrið frá hörðn- uðum sjóhundum frammi í yfir- mannamessa. Yfir uppvaskinu var unglingurinn alveg að bugast þegar fram rigsar kafteinninn sjálfur, Ing- ólfur Möller, rífur sig úr jakkanum og spyr stráksa: „Hvort viltu þvo eða þurrka"? Þetta litla atvik hefur greypst í geðslag Guðjóns, a.m.k. þaA sem ég þekkti. Ef að þurfti að „þvo eða þurrka" stóð ekki á nafna að taka til hendinni. Eftir allmörg ár á sjónum og drýgri skammt af ævintýrum en Sindbað upplifði sjálfur, beit Guðjón á jaxlinn og ákvað að skella sér í skóla. Af þeirri elju sem síðar ein- kenndi verk hans oft, las hann til inntökuprófs að Bifröst og tókst með ágætum. Naut hann sín vel í skólanum þó ólíkt væri hans fyrri iðju. Á Bifröst eignaðist Guðjón stóran vinahóp sem hann ávallt hélt tryggð við. Þar kynntist hann Björku Kristjánsdóttur og eignuð- ust þau soninn Eyþór, sem var Guðjóni mikill vinur og félagi. Höfðu þeir feðgar nýhafið samstarf sem virtist eiga góða framtíð en lýtur nú æðri lögmálum en þeir ráða. Kannski hafði upplag og fyrri reynsla eitthvað með það að Guðjón fýsti lítt að bindast annarra manna skrifpúltum, eins og námið kannski helst bauð upp á. Hélt hann fljót- lega í víking og kom víða. Um 1970 kom Guðjón fyrst til Boston og bjó vestra upp frá því. Fyrst í stað fékkst hann við húsa- málun og útgerð á því sviði. Það var knár hópur Íslendinga sem þá tók til hendi, og þótti stundum rösk- lega að verki verið. Ekki gekk þarlendum vel að glíma við íslensk mannanöfn og fundu þá einhver hentug í staðinn. Nefndu þeir okkur nafnana oft eft- ir lengd okkar í fetum og tommum, hann „Sixsix“ en mig „Sixþrí". Heyrt hefi ég að hann hafi víðar gengið undir þessu kallnefni, enda hæðin með endemum og hans helsta sérkenni. Snemma tók Guðjón að huga að sölu á fiski frá íslandi inn á mark- að í Boston. Hygg ég að hann hafi verið með alfyrstu mönnum til að flytja ísaðan ferskfísk með flugi til útlanda. Nú þykir þetta ekki tiltökumál og er Jpetta þó nokkur atvinnuvegu- ur á Islandi. En þá var þetta grýtt slóð og víst að nafni tíndi ófáar völur úr götu þeirra sem á eftir komu. Fisksölumálin voru Guðjóni ekki einasta atvinna. Hann lifði og hrærðist í þessum bransa, nótt sem nýtan dag, um árabil. Hann enda- sentist fram og til baka frá Boston til íslands. Úr frystihúsi í Sand- gerði upp á völl til að lesta og út með sömu vél til að taka á móti fiskinum fýrir vestan. Spennandi, já, virkilega æsandi og honum að skapi, en ábyggilega ofboðslega erfitt á köflum. Smáskammtar af ísuðum fiski í farþegavél inn á markað sem taldi milljónir á milljónir ofan var nú ekki hugmynd Guðjóns um stórbisn- iss. Því byrjaði hann fyrir margt löngu, já langt á undan öðrum, að viðra hugmyndir um flutning á heil- um flugvélaförmum vestur um haf. NA UÐUNGARUPPBOÐ Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á fasteigninni Heiðmörk 8, Selfossi, þingi. eigandi Ólafur Gunnarsson, fer fram á eigninni sjálfri, þriðjudaginn 26. júní 1990 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru Jón Ólafsson hrl., Guðjón Ármann Jónsson hdl. og Gjaldskil sf. Sýslumaðurinn í Árnessýslu. Bæjarfógetinn á Selfossi. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á fasteigninni Vatnsenda, Vill., þingl. eigandi Ingi- mundur Bergmann Garðarsson, fer fram á eigninni sjálfri, föstudag- inn 2. júni 1990 kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur eru Friðjón Örn Friðjónsson hdl., Guðríður Guð- mundsdóttir hdl. og Stofnlánadeild landbúnaðarins. Sýslumaðurinn í Árnessýslu. Bæjarfógetinn á Selfossi. Nauðungaruppboð þriðja og siðasta á fasteigninni Eyrarbraut 24, (Mánabakki), Stokks- eyri, þingl. eigandi Jón Björn Ásgeirsson, fer fram á eigninni sjálfri, föstudaginn 29. júní 1990 kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru Jóhannes Ásgeirsson hdl., Jón Eiríksson hdl., Jón Ingólfsson hdl. og Byggingasjóður ríkisins. Sýslumaðurinn i Árnessýslu. Bæjarfógetinn á Selfossi. »2 Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á fasteigninni Fiskimjölsverksmiðja, Eyrarbakka, þingl. eigandi Njörður hf., fer fram á eigninni sjálfri, föstudaginn 29. júní 1990 kl. 14.00. Uppboösbeiðendur eru Jakob J. Havsteen hdl. og Jón Eiríksson hdl. Sýslumaðurinn í Árnessýslu. Bæjarfógetinn á Selfossi. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á fasteigninni Laufskógum 9, Hveragerði, talinn •eigandi Guðriður V. Kristjánsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri, föstu- daginn 29. júní 1990 kl. 15.00. Uppboösbeiðendur eru Jón Eiríksson hdl., Ari (sberg hdl., Bygginga- sjóður rikisins, Óskar Magnússon hdl., Tryggvi Agnarsson hdl., As- geir Thoroddsen hrl. og Ævar Guðmundsson hdl. Sýslumaðurinn í Árnessýslu. Bæjarfógetinn á Selfossi. Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í skrifstofu embættisins, Hörðu- völlum 1: Miðvikudaginn 27. júní 1990 kl. 10.00 Hvoli I, Ölfushr., þingl. eigandi Björgvin Ármannsson. Uppboðsbeiðendur eru Ingimundur Einarsson hdl., Byggingasjóður rfkisins, Jón Magnússon hrl. og Ævar Guðmundsson hdl. Önnur sala. Fimmtudaginn 28. júní 1990 kl. 10.00 Arnarstaðakoti, Hraungerðishreppi, þingl. eigandi Þorbjörg Guðjóns'- dóttir. Uppboðsbeiðandi er Landsbanki Islands, lögfræðingadeild. Sýslumaðurinn í Árnessýslu. Bæjarfógetinn á Selfossi. TILKYNNINGAR Tilkynning til gjaldenda skipulagsgjalds í Reykjavík Gjaldendum vangoldins skipulagsgjalds er bent á að skipulagsgjaldskröfum fylgir lög- veðréttur í viðkomandi fasteign, sbr. 1. mgr. 35. gr. laga nr. 19/1964. Verði vangoldin skipulagsgjöld eigi greidd fyrir 27. júlí nk., mun, skv. 1. gr. laga nr. 49/1951, fyrirvaralaust verða krafist nauð- ungaruppboðs á fasteignum þeim, er lögveð- rétturinn nær yfir, til lúkningar vangoldnum kröfum auk dráttarvaxta og kostnaðar. Tollstjórinri í Reykjavík. BÁTAR-SKIP Kvóti Óska eftir að kaupa þorsk-, ýsu- og karfa- kvóta. Upplýsingar í síma 92-46540. TIL SÖLU Strandavíðir Úrvals limgerðisplanta. Góð reynsla við sjáv- arsíðuna. íslenskur af Ströndum. Upplýsingar í síma 667490 á daginn og 667704 eftir kl. 20.00 SJÁLFSTJEÐISPLOKKURINN I ' í L A ( ', S S T A R F Myndataka af stjórn SUS SAMBAND UNCRA S/ÁLFS TÆÐISMANNA Stjórnarmenn SUS: Munið eftir myndatökunni í Valhöll, Háaleitis- braut 1, laugardaginn 23. júní kl. 13.30. Mikilvægt er að allir stjórnar- menn mæti. Vinsamlegast tilkynnið forföll í síma 91-82900. Samband ungra sjálfstæðismanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.