Morgunblaðið - 22.06.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.06.1990, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1990 KNATTSPYRNA / HEIMSMEISTARAKEPPNIN A ITALIU í ■ ÞRÁTT fyrir að nú sé heims- meistarakeppnin í fullum gangi hafa hóteleigendur á Sardíníu kvartað undan litlum viðskiptum. Guglielmo Capolino, formaður samtaka hóteleiganda á Sardíníu segir að þeir hafi tapað verulega á keppninni og nýtingin á 2.000 hót- elherbergjum sé aðeins 40% af nýt- ingu ársins í fyrra. H WALTER Zenga, markvörður ítala, hefur ekki fengið á sig mark átta íeiki í röð, eða í 733 mínútur. Hann fékk síðast á sig mark gegn Brasilíu (0:1) í október í fyrra. Forveri hans í ítalska markinu, Dino Zoff, á þó enn metið. Hann hélt markinu hreinu í 1.143 mínút- ur frá september 1972 þar til hann fékk á sig mark í fyrsta leik heims- meistarakeppninnar 1974, eða 12 leiki í röð. ■ LEE Hoe-taik, þjálfari Suður- Kóreumanna, hefur verið gagn- rýndur mjög í heimalandi sínu fyrir slaka frammistöðu liðsins á HM. Þjálfarinn svaraði þessari gagnrýni með því að segja að hann hafi ekki fengið fijálsar hendur með að velja ' 'iandsliðhópinn. „Flestum leikmanna liðsins var þvingað inná mig,“ sagði Hoe-taik í samtali við Gazzetta dello Sport. Hann sagði að liðið hafi æft og mikið á gervigrasi og það væri því ekki undir það búið að leika á „alvöru“ grasi. ■ OLLA Nordin, þjálfara Svía, hefur verið boðið að halda áfram sem landsliðsþjálfari þó svo að lið- inu hafí ekki gengið vel á Italíu. „Ekki er hægt að ásaka Nordin fyrir slaka frammistöðu liðsins. Við vorum einfaldlega ekki nógu góð- ir,“ sagði Lennart Johansson, for- seti sænska knattspyrnusambands- in. „Við höfum áhuga á að Nordin verði áfram með liðið og munum '^ganga til samninga um leið og við komum heim,“ sagði Johnsson. FLEXON VESTUR-ÞÝSKUR HÁGÆÐA DRIFBÚNAÐUR FLUTNINGSKEÐJUR Allar stœrðir Hagstœtt verð Við veitum þér allar tœknilegar upplýsíngar 'T LANDSSMIÐJAN HF, Verslun: Sölvhólsgötu 13 SiM) (91)20680» FAX (91) 19199 Áhugamenn í 16-lið úrslit Leikmenn Kosta Ríka með 36.000 kr. í mánðarlaun ÁHUGAMENNIRNIR frá Kosta Ríka hafa líklega ekki látið sig dreyma um sæti meðal sextán bestu þjóða heims, er þeir léku fyrsta leikinn í undankeppn- inni. Fæstir áttu von á að liðið næði sæti í HM en það tókst og þegar spáð var í líklega heimsmeistara var liðið í neðsta sæti, með líkurnar þús- undgegneinum. Kosta Ríka er eina áhuga- mannaliðið í HM og leikmenn liðsins æfa flestir eftir vinnu. Þeir bestu fá þó málamyndalaun, um 36.000 kr. á mánuði, enda Kosta Ríka ekki auðugt land. í undan- keppninni sigraði Kosta Ríka í riðii sínum, vann Panama, Guatemala, El Salvador, Bandaríkin og Trínídad. Það var þó ekki búist við miklu af áhugamönnunum. Sigurinn á Skotum kom því mjög á óvart en margir afgreiddu það sem hina dæmigerðu óheppni Skota í heims- meistarakeppni. Liðið þótti sleppa vel með eins marks tap gegn Bras- ilíu en fæstir áttu von á sigri gegn Svíum. „Ég hugsaði bara um skotið og að skora og það var frábært að sjá boltann fara í netið. Ég get- ekki lýst gleði minni,“ sagði Heman Medford, varamaðurinn sem gerði sigurmarkið gegn Svíum, þremur mínútum fyrir leikslok. Fyrirliðinn Roger Flores þakkar hinum Júgóslavneska þjálfara liðs- ins, fyrir árangurinn. „Þetta er allt honum að þakka. Áður lékum við bara fótbolta en hann hefur kennt okkur mikið um leikaðferðir og komið okkur í góða æfingu," sagði Flores. Þegar heimsmeistarakeppninni lýkur má búast við að margir leik- manna iiðsins fái tilboð frá liðum í Evrópu. Ef ekki fara þeir heim að loknu vei heppnuðu sumarfríi og snúa til fyrri starfa sinna. Flores er söiumaður hjá iyijafyrirtæki og markvörðurinn frábæri, Luis Ga- belo Conejo, er bifvélavirki. tCfRTá RlXá wuo ifi niWM Stærð: 50,899 ferkíiómetrar, eða helmingi minna en Island. íbúar: 2,417.000 (1984). Flestir íbúanna búa í miðnálendinu sem ligur eftir endilöngu landinu. Þar er svalara en við stróndiria. Stjórnarfar: Landið vár spðnsk nýlenda til 1821. Nú er þar fjölflokka lyðræði. 57 þingmenn eru kjömir á fjögra ára fresti. Forseti landsíns, Öscar Arías, hefur setið frá 1986. Arið 1987 fékk hann friðarverðiaun Nóbels fyrir friðarviðleitni I Mið-Ameríku. Atvlnnulff: 27,7% vinnuafis starfar við landbúnaðarstörf en úr þeim geira koma flestar útflutninmgs- vörur, kaffi, bananar, sykur og kakó. í iðngreinum starfa 24,9% vinnuafls og.47,3% við þjónustu. Félagsmál: I Kosta Ríka er eitt be félags- og tryggingakerfi í heím- inum, og hefur landinu verið iíkt við Skandinavfu. Menntunarástand er gott og skyldunám frá 6 til 13 ára. Þjóðsaga: Sagan segirað afskorin bióm sem fást hér á landi yfir veturinn geti verið komin frá Kosta ■follandi, komin frá Leikmenn Kosta Ríka fagna hér marki sínu gegn Guatemala sem tryggði þeim þátttöku í HM í fyrsta sinn. jÞað er miðvallarleikmaðurinn Hector Marchena sem er Iengst til hægri. Baggio með glæsi legasta markið - segir Brasilíumaðurinn Pele Ítalski ieikmaðurinn Roberto Baggio hefur gert glæsilegasta mark heimsmeistaramótsins á ít- alíu það sem af er keppni. Þetta var haft eftir Pele, fyrrum lands- liðsmanni Brasilíu. Baggio gerði síðara mark ítala gegn Tékkum á þriðjudagskvöid og var það sérlega glæsilegt. Hann lék á þijá vamarmenn Tékka áður en gott skot hans hafnaði í markinu. Sebastiao Laz- aroni, þjálfari Brasilíu, tók enn dýpra í árinni og sagði að markið væri það glæsilegasta sem sést hefur í heimsmeistakeppni fyrr og síðar. „Þvílíkt mark!“ sagði hann. Búist var við fýrir HM að Baggio, sem er dýrasti leikmaður sögunnar, yrði mejía og minna varamaður hjá ítöfum. En eftir hið glæsilega mark hans er fast- lega gert ráð fyrir því að hann hafi tryggt sér sæti í byijunarlið- inu. Tékkinn Skurhavy vill vera áfram á tlalíu Vonast eftir tilboði frá stóru liðunum WIKA Allar stæröir og geröir iayiiflffliijiiiir & ©@ M. Vesturgðtu 16 - Staar 14660-132» MARGIR landsliðsmenn vonast til að yfirmenn „stóru félagslið- anna“ taki eftir þeim í jeikjun- um í HM og kaupi þá. Á hverj- um degi eru viðtöl í ítölskum blöðum við erlenda leikmenn sem segjast vilja leika með lið- um á Ítalíu. Sérstaklega er þetta áberandi hjá leikmönnum frá Austan- tjaldslöndunum. Tékkinn Skur- havy sagði við fréttamenn í gær að hann vildi gjarn- an leika í vestur- evrópsku liði, helst á Ítalíu, þar sem „launin eru há og knattspyrnan í fyrsta gæðaflokki", eins og hann komst að orði og bætti því við að í heimalandi sínu hefði hann 10.000 tékkneskar krónur í laun á mánuði í landi þar sem Skoda-bifreið kostar 100.000 tékkneskar krónur auk þess sem biðtíminn eftir slíkum fararskjóta er langur. Það tekur „meðaljón" í ítölsku 1. deildarliði aðeins fimm daga að vinna sér inn pening fyrir Skoda á Ítalíu. Leikmenn eins og Mara- dona geta aftur á móti keypt sér Skoda á hveijum degi, og það þarf ekki skarpan reikningsmann til að sjá, að meðan Skurhavy kaupir einn Skoda í Tékkóslóvakíu kaupir Maradona 300 á Ítalíu. Þess má svo geta að tékkneska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að verðlauna landsliðs- mennina ef þeir ná einu af efstu sætu keppninnar. Verðlaunin yrðu splunkuný og gljáandi Skoda-bif- reið. Það er svosem ekki að undra að Skurhavy langi til að leika á Ítalíu en ef svo færi myndi hann líklega ekki eyða peningum sínum í Skoda! Brynja Tómer skrifar frá ítaliu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.