Morgunblaðið - 22.06.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.06.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1990 35 Þessir hringdu . .. Nylonsokkar Tvær konur hringdu: Önnur sagði að tekið væri á móti nylonsokkum til viðgerðar í Vogue í Glæsibæ. Hin sagði að verslunin Clara, Laugavegi 15, tæki einnig við nylonsokkum. Kettlingar Sjö vikna kettlingar fást gefíns. Upplýsingar í síma 14518. Hringur týndist Hringur sem er v-laga með 7 hvítum steinum, tapaðist í Banka- stræti 14. júní sl. Finnandi hafí samband í síma 14007 eða 32434. Góðum fundarlaunum er heitið. Kettlingar Þrír kassavanir kettlingar fást gefíns. Upplýsingar í síma 74878. Góð þjónusta Ásdís hringdi: „Mig langar til að segja frá góðri þjónustu sem ég fékk í versluninni Stórar stelpur. Ég hafði keypt þar blússu sem þegar til kom reyndist vera úr lélegu efni. Ég var búin að vera í henni og því sannfærð um að ekkert þýddi að fara með hana aftur í verslunina, því maður er alltaf viðbúinn því að snúið sé í manni, baki þegar kvarta þarf. En ég fór nú samt og átti þá alls ekki von á þeim góðu móttökum sem ég fékk, konan þar var alveg yndisleg. Hún tók við blússunni og ég mátti fá eitthvað annað í stað- inn. Var ég auðvitað mjög ánægð með þessar málalyktir.“ Leðurkápa tekin Brynhildur hringdi: „Leðurkápan mín var tekin úr fatahenginu á Hótel íslandi laugar- daginn 9. júní og hefur ekki enn komið fram. í vösum kápunnar, sem er brún og síð, voru bíllyklar og hanskar. Þessi missir kemur sér illa og því er sá sem hefur kápuna vinsamlega beðinn að skila henni á Hótel Island eða hringja í mig í síma 652128.“ Afiiema verðtrygginguna Laufey hringdi: „Mig langar til að lýsa ánægju minni með grein sem birtist í DV 18. júní, Er ríkisstjórn íslands málsvari þrælahalds? eftir Kristján B. Þórarinsson. Ég er hjartanlega sammála öllu því sem hann skrif- ar, t.d. í sambandi við verðtryggðu lánin. Það ætti fyrir löngu að vera búið að afnema verðtrygginguna, verðbólgan er orðin svo lítil nú.“ Kettlingar Þijá kettlinga vantar gott heim- ili. Upplýsingar í síma 685693. Á sama stað eru brúnleit herragler- augu í óskilum. Gleraugun fundust á gönguleið upp með Elliðavatni. Eigandi getur vitjað þeirra í sama símanúmeri. -------------------------------- GASTÆKI IHöfum fyrirliggjandi eldavélar, luktir, ofna, ísskápa, vatns- hitara, stálvaska meö eldavélum og m.fl. sem henta bátum, húsbílum, tjöldum, sumarbústöðum og víöa annars- staöar. Skeljungsbúðin Síðumúla 33 símar 603878 og 38125 REYKVÍKINGAR! Ásgeir Honnes iiriksson, þingmaður Borgaraflokksins og fulltrúi Reykvíkinga í fjárveit- inganefnd Alþingis, verður á Café Hressó í Austurstræti í dag, föstu- daginn 22. júní, kl. 1 2.00-14.00. Komið og spjallið vió þingmann Reykvíkinga. SPRENGIDAGAR LAUGAVEGI33 Við bjóðum viðskiptavinum okkar nú að nýta sér hina stórkostlegu sprengidaga, sem verða í verslun okkar á Laugavegi 33 og standa yfir í 2 daga mánaðarlega 22. og 23. júní 20. og 21. júlí 24. og 25. ágúst 21. og 22. september 19. og 20. október 23. og 24. nóvember Við bjóðum upp á stórkostlegt úrval af hljómplötum, kassettum og geisladiskum. Misstu ekki af þessu einstæða tæki- færi og nældu þér í uppáhaldstón- listina þína á sprenghlægilegu verði S* K* !• F*A*N ATH. LAUGAVEGI 33 SÍMI 600933

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.