Morgunblaðið - 22.06.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.06.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1990 27 Þeir sem fiskinn höfðu, máttinn og dýrðina hlustuðu kannski, en þeir' heyrðu ekki. Að minnsta kosti ekki nógu hratt. Og þá var ekki verið að tvínóna við hlutina heldur lagt í hann með kjarkinn og bjartsýnina að vopni. Því miður eru það ekki alltaf þeir sem fræinu sá sem upp skera. Og nafni var líklega einn af þeim sem lá svo mikið á að skapa nýtt, ný verkefni og glímur, að honum gafst ekki tóm til uppskeru- starfa. Minnisstætt er þegar Guðjón eitt sinn kom blaðskellandi með plast- poka og „eldbyssu" í farteskinu. Þetta þóttu torkennilegar græjur, er höfðuðu lítt til „genetískra" frystihúsakalla. En viti menn, Guð- jón talaði, skrifaði, talaði, „demons- treraði“ og talaði meir þangað til múrinn brast og einhver fékkst til að prófa í alvöru. Auðvitað eru stökkbreytingar í vinnuháttum sjaldnast eins manns verk. Hitt er víst, að nú fer ekki kassi af frystum fiski um borð í skip nema í plastpoka sem bræddur er saman með „eldbyssu" frá Guð- jóni, eða afleiddu „appírati", svip- aðrar náttúru. Síðasta „projekt" nafna míns var ekki á sviði fisksölumála. Hann hafði um árabil átt sér afdrep með- al innfæddra á Jamaika og fór þangað jafnan í fríum. Einhver sagði að hans síðasta heimsókn hefði verið sú nítjánda. Ásamt syni sínum hafði Guðjón skipulagt hópferðir íslendinga til þessarar paradísar, og var árangur þeirrar skipulagningar að byrja að koma í ljós þegar skyndilega var sem klippt á streng og vegferð þessa vinar míns var lokið. Foreldrum Guðjóns, systkinum og börnum votta ég innilega sam- úð. Við kveðjum öll góðan dreng. Guðjón Sigurðsson Það veitir ekki af tveimur mönn- um til að skrifa minningargrein um Guðjón. Annar okkar hitti hann fyrst á Samvinnuskólanum að Bif- röst, hinn á Drangajökli, og seinna á norsku olíuskipi. Saman lágu leið- ir okkar þriggja síðan í Kaup- mannahöfn á seinni hluta sjöunda áratugarins, en þar unnum við um nokkurra ára skeið. Guðjón starfaði þá hjá Þorsteini Viggóssyni á diskó- tekinu Pussy Cat, sem var einn vin- sælasti skemmtistaður borgarinnar á þeim árum. Við vissum, að Þor- steinn bar mikið traust til Guðjóns, enda var það eitt af aðalsmerkjum Gujóns, að hann kom sér alls staðar vel þar sem hann fór. Eftir að við fórum frá Kaupmannahöfn og flutt- um hver í sína áttina fór að stijál- ast um að við hittumst. Guðjón fluttist til Bandaríkjanna, en við hinir austur fyrir fjall. Alltaf hitt- umst við samt þó stundum liðu nokkur ár í milli. Nú síðast er við hittumst töluðum við einmitt um að hittast allir þrír næst þegar hann kæmi til landsins. Við viljum að endingu með þess- um línum votta foreldrum Guðjóns, systkinum og börnum hans samúð okkar. Ingvar Guðmundsson. Ragnar Ragnars. Frændi minn Guðjón lést í um- ferðarslysi þann 3. júní á Jamaica í Vestur-Indíum. Guðjón fæddist í Reykjavík 20. nóvember 1944. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún I. Jónsdóttir frá Ytri-Veðrará í Onundarfirði og Sig- urjón H. Siguijónsson, pípulagn- ingameistari, frá Hörgshóli í Vest- urhópi í V-Húnavatnssýslu, Guðrún móðir Guðjóns er starfsmaður Al- þingis og hefur starfað þar mörg undanfarin ár við þingvörslu en Sigurjón faðir hans hefur starfað við iðngrein sína í Reykjavík og nágrenni í áratugi. Systkini Guðjóns eru Jóna gift Þórði Adólfssyni, Siguijón kvæntur Önnu Ásgeirsdóttur, Viðar kvæntur Ólöfu Jónsdóttur og Gunnhildur gift Ólafi Mogensen. Guðjón ólst upp á Reynivöllum í Skeijafirði með fjölskyldu sinni. Hann varð snemma atorkusamur enda bráðþroska og urðum við fljótt samrýndir þótt aldursmunur væri nokkúr. Foreldrar mínir, þau Margrét Kjartansdóttir og Georg Jónsson, ráku á þessum árum búskap og útveg á Reynistað í Skeijafirði og var Guðjón strax sem krakki orðinn liðtækur í þeim störfum sem til féllu einkum laðaðist hann að sjósókninni og fórum við margar ferðirnar sam- an fram á Skeijaíjörðinn. Oft hef ég undrast það síðan hvað Guðjón var æðrulaus á hveiju sem gekk, jafn ungur sem hann var, þegar við vorum að slarka í opinni kænu í misjöfnum veðrum. Guðjón var mik- ill veiðimaður í eðli sínu og gladdist yfir góðum afla og ákaflega fiskinn þegar við vorum á handfærum og sjálfsbjarga jafn ungur sem hann var. Guðjón var fluggreindur og lét jafnvel að vinna með huga og hönd. Á þessum árum var Skerjafjörð- urinn nokkuð einangraður frá Reykjavík, og hreinn sælureitur fyrir börn og unglinga að alast upp í. Þar var töluvert landrými og svo ijaran sem gáfu óþijótandi fjöl- breytni til leikja og starfa fyrir þá sem þar ólust upp. Guðjón var vinsæll meðal jafn- aldra sinna og mikill foringi. Hann var bráðþroska, eins og áður getur, glaðlyndur, hlýr og ævintýramaður strax í bernsku sem fann upp á mörgu skemmtilegu og fram- kvæmdi það. Guðjón stundaði nám sem barn í Melaskólanum en lauk skólaskyldu sinni í Kópavogsskóla. Eftir það fer hann í siglingar þá kornungur og var þá lengst af með Jöklum hf. á ms. Langjökli. Guðjón hafði alltaf mikla útþrá og ævintýri heilluðu hann, á þessum farmannsárum sínum fór hann víða um heiminn og öðlaðist hann mikla reynslu og víðsýni bæði hvað varðar lönd og þjóðir og eins mannleg sam- skipti sem nýttust honum vel síðar á ævinni. Tvítugur að aldri kemur hann í land og er þá orðinn með hæstu mönnum, ljós yfirlitum og með karl- mannlegt andlitsfall. Hann geislaði 'af kæti og sópaði að honum hvar sem hann fór. Þá sest hann í Sam- vinnuskólann og útskrifast eftir tveggja ára nám. Áð námi loknu fer hann að finna hjá Pile og Sön við Búrfellsvirkjun en ævintýrin heilluðu og aftur fer hann langsiglingar nú á norsku skipi. Árið 1968 flyst hann til Dan- merkur og starfar þar í tvö ár sem skrifstofumaður við veitingastað. Árið 1970 flytur Guðjón til Banda- ríkjanna þar sem hann bjó eftir það. I upphafi fór hann til Flórída og stundaði nám við Scheffield School of Aeromautics. Þaðan lauk hann prófi sem flugumferðarsjónarmað- ur. Frá Flórída flyst hann til Bost- on, Massachusetts, þar sem hann bjó til æviloka. Frá þeim tíma var Guðjón sjálfstæður atvinnurekandi. Fyrst rak Guðjón málningarþjón- ustu og verslun en sneri sér síðan að út- og innflutningsverslun og verslaði aðallega með fisk og fiskaf- urðir. Guðjón ferðaðist mikið a þess- um árum og kom oft til íslands bæði vegna atvinnu sinnar og ljöl- skyldubanda. Guðjón eignaðist þijú börn; þau eru Eyþór Kristján, móðir hans er Björk Kristjánsdóttir; Leger Walc- ott, móðir hennar er Olga Walcott búsett í Boston og Ragnheiður Steina, móðir hennar er Valgerður Jónasdóttir. Guðjón kvæntist 1971 Karen McCharty félagsfræðingi, dóttur hjónanna Carroll og John McCharty, lögmanns í Rockford 111- inois. Þau slitu samvistum eftir nokkra ára hjónaband en hafa alla tíð verið nánir vinir og haft gott samband sín á milli. Þegar ég sit hér og rifja upp endurminningar mínar um Guðjón sé ég einungis bjartar og fagrar minningar um góðan dreng sem var ljósgeisli foreldra sinna og systkina og nánasta venslafólks. Blessuð sé minning hans og Guð varðveiti hann. Kjartan Georgsson íslenzkur samferðamaður, hérna í henni Ameríku, er horfinn og dá- inn. Hann yfirgaf heimskringluna fjarri ættjörðinni, en nú e_r liann endanlega kominn heim til íslands, og verður í dag lagður til hinztu hvíldar. Kynni okkar Guðjóns Siguijóns- sonar hófust fyrir rúmlega 10 árum. Hann vann þá við sölu á íslenzkum fiskafurðum hér vestra. Hægt og sígandi þróaðist vinskapur, sem hélt áfram löngu eftir að viðskipt- unum lauk. Sambandi okkar var nær eingöngu haldið við í gegnum símann. Hann var þráðurinn, sem tengdi samán tvo útlaga frá eyj- unni hvítu. Aðeins einu sinni hittumst við Guðjón. Hann var að koma frá Jamaica og þurfti að skipta um flugvél í Miami. Við ætluðum að eyða saman klukkutímanum, sem hann hafði milli flugvéla. Ég spurði hann í símann, hvernig ég ætti að bera kennsl á hann. „Eg er stærst- ur,“ sagði hann, „og ber höfuð yfir alla hina.“ Og það reyndist heldur enginn vandi að finna hann í manngrúanum á flugstöðinni. Hann var stærstur og myndarlegur eftir því. Seinna hitti ég líka móður hans, Guðrúnu, Siguijón, bróður hans og Eyþór, son hans. Allt framúrskar- andi myndarlegt og gott fólk. Jæja, við Guðjón nutum samvistanna í þessa klukkustund í Miami og spjölluðum margt. Ekki grunaði okkur þá, að þetta yrði allur tíminn, sem okkur væri skammtaður til samveru á þessari jörð. En vinskapurinn hélt áfram með aðstoð símans. Guðjón fékkst við margt um dagana. Hann flutti fisk til Ameríku, en til Islands seldi hann ýmsan búnað til fiskvinnslu. Öll áform hans snerust í kringum hina heitelskuðu ættjörð, og margar voru þær orðnar ferðirnar hans yfir Norður-Atlantshafið. Hann fékk alls kyns hugmyndir, sem oft reynd- ist erfitt að hrinda í framkvæmd. Trúði hann mér fyrir ýmsum von- brigðum í því sambandi. Þótt við ræddum um margt í símanum, talaði Guðjón ekki mikið um fortíð sína. Það er því hryggi- lega lítið, sem ég veit um hann, utan kynna okkar þennan síðasta áratug. Mér fannst stundum, að hann væri leitandi sál, sem þráði Minningar- og aímælisgreinar Af sömu ástæðum eru það ein- dregin tilmæli ritstjóra Morgun- blaðsins til þeirra, sem rita minn- ingar- og afmælisgreinar í blaðið, að reynt verði að forðast endur- tekningar eins og kostur er, þegar tvær eða fleiri greinar eru skrifað- ar um sama einstakling. Þá verða aðeins leyfðar stuttar tilvitnanir í áður birt ljóð inni í textanum. Ef mikill fjöldi greina berst blaðinu um sama einstakling mega höf- undar og aðstandendur eiga von á því að greinar verði látnar bíða fram á næsta dag eða næstu daga. Að undanförnu hefur það færst mjög í vöxt, að minningargreinar berast til birtingar eftir útfarar- dag og stundum löngu eftir jarð- arför. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að birta ekki minningar- greinar sem berast því eftir að útför hefur farið fram. Morgunblaðið hefur ekki birt minningarkvæði um látið fólk, en leyft tilvitnanir í gömul, áður prentuð kvæði. Blaðið áskilur sér rétt til að stytta þessar tilvitnanir eða fella þær niður, ef þær eru sífellt endurteknar. Þá mun Morg- unblaðið ekki birta heil kvæði, áður birt, en stundum fylgja óskir um það. Sérfræðingar í blómaskreytingum vid öll tækifæri Skólavörðustíg 12 á horni Bergstaðastrætis sími 19090 öryggi og festu, en sem virtust hafa lag á að smjúga úr greipum hans. En hann sótti styrk í fjöl- skyldu sína á íslandi, og dásamaði hana oft í símtölum okkar. Guðjón hringdi í mig nokkrum dögum áður en hann lagði upp í síðustu ferðina til Jamaica. Þar fórst hann af slysförum 3. júní sl. 45 ára að aldri. Um leið og ég þakka vini mínum fyrir samfylgdina hér í Ameríku, færum við Erla, kona mín, Guðrúnu, móður hans og öllum ættingjum innilegar samúðarkveðj- ur. Þórir S. Gröndal Hann leitaði utan að vegi, að von, með víðari sjón - og hafborinn son. I bamsins sál liann leitaði að þeim hyr sem brann yfir menningum tveimur. Og aldrei stóð marmari moldu fjær. I mannslíki skein ekki guðlegri blær, né sáust í hæðunum nálgast nær norrænn og suðlægur heimur. (E.B.) Þegar ég frétti hið snögglega og ótímabæra andlát vinar míns, Guð- jóns Siguijónssonar, skynjaði ég svo áþreifanlega hversu lífið er fall- valt. Skjótt getur sól brugðið sumri, það syrtir í lofti, harmurinn tekur sér bólfestu í sálum okkar en við vitum að dauðinn er óhrekjanleg sönnun lífsins og við erum tilneydd að taka honum hvenær og hvernig sem hann að höndum ber þótt sárt svíði. Svo sannarlega er mikil sjónar- sviptir af Guðjóni svo oft skemmti hann vinum sínum með. óborganleg- um frásögnum frá fjarlægum lönd- um sem hann hafði sjálfur ferðasí um og upplifað. Hann átti að sjálf- sögðu sínar gleði- og sorgarstundir því hann var mikil tilfinningavera. Ég votta börnum hans, foreldrum og öðrum ættingjum samúð mína og kveð Guðjón með þeirri bæn sem ég kann fegursta: Guð gef þú dánum ró, hinum líkn sem lifa. Þóra Helgadóttir __________Brids___________ ArnórRagnarsson Tæplega 40 pör spiluðu í þremur riðlum í Sumarbrids sl. þriðjudag Þokkaleg þátttaka var í sum- arbrids þriðjudaginn 19. júní, 38 pör mættu til leiks. Spilað var í 16 para, 12 para og 10 para riðlum. Keppni í A-riðli var mjög jöfn og spennandi og skildu aðeins 14 stig að 1. og 5. sætið. Efstu skor hlutu (meðalskor 210); Þröstur Ingimarsson — Þórður Björnsson 250 Vilhjálmur Sigurðsson — Þráinn Sigurðsson 241 Cecil Haraldsson — BaldurBjartmarsson 240 Lárus Hermannsson — > Gunnlaugur Sveinsson 240 Ljósbrá Baldursdóttir — ísak Örn Sigurðsson 236 Úrslit í B-riðli (meðalskor 165) urðu: Unnar Guðmundsson — Sigurður ívarsson 220 Sigfús Örn Árnason — Gestur Jónsson 197 Murat Serdar — Jón Hjaltason 196 Júlíana Isebarn — Margrét Margeirsdóttir 180 Úrslit í C-riðli (meðalskor 108): Ingólfur Böðvarsson — Jón Steinar Ingólfsson 123 Aron Þorfinnsson — Þorfinnur Karlsson 120 Sigmar Jónsson — Guðlaugur Jónsson 117 Eyþór G. Hauksson — Jóhannes Guðmannsson 115 Efstu menn í sumarbrids eru nú: Þröstur Ingimarsson 154 Lárus Hermannsson 104 Þórður Bjömsson 96 Murat Serdar 92 Guðlaugur Sveinsson 87- Helgi Hermannsson 83 Kjartan Jóhannsson 83 t Eiginmaður minn, SIGFÚS SIGMAR MAGNÚSSON fiskimatsmaður, Boðahlein 10, Garðabœ, andaðist á heimili sínu þriðjudaginn 19. júní. Ásta Ásbjörnsdóttir. t Sonur minn og bróðir okkar, ARI INGÓLFSSON eðlisfræðingur, Laugavegi 135, lést þriðjudaginn 19. júní. Útförin auglýst síðar. Guðrún M. Snæbjörnsdóttir, Guðrúni P. Richter, Þorsteinn Richter, Valur Richter, Kristinn Richter. t Hjartkær eiginmaður minn, ÓSKAR SIGURÞÓR ÓLAFSSON frá Hellishólum, verður jarðsetturfrá Selfosskirkju laugardaginn 23. júní nk. kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Lovísa Ingvarsdóttir. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, dóttur, systur, mágkonu og frænku, SIGURLAUGAR JÖKULSDÓTTUR, Dalalandi 9. Jökull Úlfarsson, Helgi Jökulsson, Jón Heiðar Helgason, Guðrún Sigfúsdóttir, Gréta F. Kristinsdóttir, Guðrún Helgadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.