Morgunblaðið - 22.06.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.06.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1990 Cree-indíáninn Elijah Harper, þingmaður i Manitoba, horfir á Brian Mulroney, forsætisráðherra Kanada, á sjónvarpsskjánum. Harper, er bindur höfiiðhár sitt í tagl að sið forfeðra sinna, hyggst tefla fyr- ir afgreiðslu samnings um stjórnarskrá landsins og leggja þannig áherslu á réttindakröfur indíána. Svo getur farið að afleiðingin verði úrsögn Quebecs úr ríkjasambandinu. Sljórnarskrárdeilan í Kanada: Samkomulag virð- ist vera úr sögunni Indíánahöfðingi tefur fyrir framgangi málsins Winnipeg, Reuter. Daily Telegraph. FLEST bendir til þess að samkomulag, er gert var fyrir tæpum tveim vikum um sérstöðu Quebec í kanadíska ríkjasambandinu öðlist ekki gildi í tæka tíð, þ. e. fyrir 23. júní nk. Þing tveggja af tíu sambandsríkjum, Nýfundnalands og Manitoba, eiga eftir að staðfesta samninginn og fulltrúi indíána á þingi hins síðarnefnda notfærir sér lög um þingsköp til að teija málsmeðferðina. Hann vill með þessu leggja áherslu á kröfur indíána í Kanada um sér- réttindi er þeir hafi fengið loforð um án þess að þau hafí verið haldin. Austur-Þýskaiand: Vaxandi óánægja með stj órnarsamstarf- ið við jafiiaðarmenn Ráðherrar þeirra gagnrýndir fyrir lúxuslifnað og undarlegar yfirlýsingar International Herald Tribune. Kristilegir demókratar og samstarfsflokkar þeirra unnu mikinn sigur í þingkosningunum í Austur-Þýskalandi í mars síðastliðnum eins og kunnugt er og því vakti það athygli þegar þeir buðu austur-þýskum jafnaðarmönnum að taka þátt í stjórnarmyndun- inni. Létu þeir þeim eftir ýmis mikilvæg ráðuneyti eins og til dæm- is utanríkis- og varnarmálaráðuneytið. Vestur-þýska stjórnin undir forystu kristilegra demókrata var þessu sammála og taldi, að víðtæk samstaða á austur-þýska þinginu væri besta tryggingin fyrir sam- einingunni, sem austur-þýskir kjósendur báðu um í kjörklefanum. Vista er afburöa hreinsiefni fyrir allar bflainnréttingar, gúmmí, vfnil, leður, plast og króm. Einfalt og þægi- legt í notkun. Úöiö Vista á það sem hreinsa skal, bföiö andartak meöan efnið leysir upp óhreinindin, þurrkiö létt yfir og árang- urinn er - sklnandi. * 'ammmm*-* * * * Elijah Harper er af þjóðemi Cree-indíána er byggja miðhluta Kanada og Montana-ríkis í Banda- ríkjunum og er eini fulltrúi þeirra á þinginu. Hann notfærir sér rétt til að heyra álit kjósenda á ýmsum tillögum í stjómarskrármálinu og hafa um 3.500 manns skráð sig á slíkan lista. Indíánar hafa fengið stuðning úr ólíkum áttum, m.a. frá kvenréttindahópum og enskumæl- andi verkalýðsleiðtogum er telja sérréttindi Quebec geta stofnað hagsmunum þessara hópa í hættu. Talið er útilokað að hægt verði að ljúka umræðum um samninginn fyrir laugardag vegna þessa og segja heimildarmenn að þá muni sjálfstæðissinnar í Quebec fá auk- inn byr í seglin. Skoðanakannanir að undanfömu hafa sýnt meiri- hlutafylgi við sjálfstæði ríkisins þar sem frönskumælandi fólk er í miklum meirihluta. Samningurinn umræddi er kenndur við Meech Lake og var gerður 1987 til þriggja ára en þá höfðu staðið deilur ámm saman um nýja stjómarskrá frá 1982 er Quebec-búar neituðu að sam- þykkja. Brian Mulroney, forsætis- ráðherra Kanada, hvatti á mið- vikudag leiðtoga Manitoba til að fara í kringum reglumar þar sem kveðið er á um umsögn almennra borgara. „Gerið þetta til að tryggja einingu Kanada," sagði ráðher- rann í ákalli sínu. Hann hefur neitað að eiga fund með fulltrúum indíána um málið. Umræður um samninginn hóf- ust á þingi Nýfundnalands á mið- vikudag en ríkið s'ameinaðist Kanada fyrir rúmum 40 áram vegna gífurlegra efnahagsþreng- inga og olli sú ákvörðun djúpum klofningi hjá íbúunum. Skoðana- kannanir sýna að kjósendur skipt- ast í tvo jafn stóra hópa í afstöð- unni til Meech Lake- samningsins. Nú, fjóram mánuðum síðar, era kristilegir demókratar í Bonn og Austur-Berlín famir að ókyrrast yfir samstarfinu við jafnaðarmenn. Þeir era óánægðir með lúxuslifnað- inn á ráðherram þeirra og með til- raunir jafnaðarmanna til að draga sameininguna á langinn og jafnvel fr.amlengja dvöl sovéska herliðsins í Austur-Þýskalandi. Er það haft eftir austur-þýskum embættis- mönnum, að sambúðin sé orðin svo stirð, áð stjórnin geti klofnað fyrir- varalítið. „Þeir reyna að tefja fyrir með öllum ráðum og sóa og spenna eins og fólk, sem á skammt eftir ólif- að,“ sagði vestur-þýskur embættis- maður. „Samt búumst við opin- berri yfírlýsingu um sameininguna á næstu vikum en ef hún kemur ekki þá verður sprenging." Óánægjan með jafnaðarmenn beinist einkum að tveimur ráðherr- um þeirra, þeim Markus Meckel utanríkisráðherra og Rainer Eppel- mann vamarmálaráðherra. Báðir era þeir prestvígðir menn og báðir fara þeir ferða sinna í einkaþotu með fríðu föraneyti. Hafa þeir jafn- an sitthvað að segja um samskipti austurs og vesturs en á Vesturl- öndum þykja yfirlýsingar þeirra stundum skoplegar en stundum beinlínis skaðlegar. Lothar de Maiziere, forsætisráð- herra Austur-Þýskalands og leið- togi kristilegra demókrata, átti nú í vikunni viðræður við frönsku stjórnina í París og með honum í för vora þeir Meckel og Eppel- mann. Upphaflega stóð ekki til, að Eppelmann kæmi en honum tókst þó að finna sér tilefni til og gekk síðan í að gera heimsóknina opinbera. Olli þetta gremju meðal franskra embættismanna, sem höfðu þó gaman af. Lothar de Maiziere neitaði að hitta austur-þýska sendiherrann í Washington þegar hann var þar á ferð fyrir skemmstu og var ástæð- an sú, að hann er æfareiður Mec- kel fyrir að vilja ekki kalla heim háttsetta stjómarerindreka, stuðn- ingsmenn Erichs Honeckers og samstarfsmenn Stasi, öryggislög- reglu kommúnista. Hefur það einn- ig valdið óánægju meðal frammá- Bandaríkin: Mótmæli við upphaf alnæmisráðstefiiu SJÖTTA alþjóðlega alnæmisráð- stefiian hófst í San Francisco í Bandaríkjunum á miðvikudag. Þetta er fjölmennasta ráðstefna MERKI UM GÖBAN ÚTBÚNAÐ NÍÐSTERK ÞUNGAVIGTARLÍNA Fœst f nœstu sportvöruverslun. um alnæmisvandann sem haldin hefur verið til þessa en hana sækja um 12.000 fulltrúar. Við upphaf ráðstefnunnar efndu um 100 hópar til mótmæla við ráð- stefnuhöllina og kom til átaka er fólkið reyndi að bijóta sér leið í gegnum raðir lögreglumanna. Til- efni mótmælanna var að sögn Re- uter-fréttastofunnar stefna sú sem bandarísk stjórnvöld mótað en hún takmarkar mjög rétt alnæmissýktra til að setjast að í Bandaríkjunum. Af þessum sökum ákváðu heilbrigð- isyfirvöld í nokkrum ríkjum að hundsa ráðstefnuna og fjölmargir sérfræðingar gagnrýndu afstöðu bandarískra yfirvalda í ræðum sínum. Hin ýmsu samtök alnæmissýktra og aðstandenda þeirra hafa haft sig mjög í frammi í Bandaríkjunum að undanfömu en þau telja að stjóm- völd veiti ekki nægilegu fé til rann- sókna á þessu sviði. Talið er að um ein miíljón Bandaríkjamanna hafi sýkst af alnæmisveiranni en Ai- þjóða heilbrigðisstofnunin, WHO, áætlar að fjöldi sýktra sé alls sex til átta milljónir manna. Sem fyrr sagði sitja um 12.000 fulltrúar ráðstefnuna. Eftir því sem næst verður komist sækja tveir ís- lendingar hana, þau Margrét Guðnadóttir prófessor og Arthur Löve læknir, sérfræðingur í veira- fræði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.