Morgunblaðið - 22.06.1990, Side 37

Morgunblaðið - 22.06.1990, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1990 37 I I I I I I I I I I I I Frá Gunnari Valgeirssyni í Bandaríkjunum Pat Riley hefur hefur skrifað undir hjá NBC. faém FOLX ■ PAT Riley, sem hætti sem þjálfari Los Angeles Lakers í NBA-körfuboltanum fyrir tiu dög- um, var ekki lengi atvinnulaus. í gær samdi hann við bandarísku sjón- varpstöðina NBC til tveggja ára og fær fyrir það 800 þús- und dollara (48 millj. kr.). Riley var boðið að vera þulur, en hann þáði það ekki. Ástæðan: „Heyrna- tækin rugla hárgreiðsluna," sagði Riley, meira í gríni en alvöru. Hann verður hins vegar með sérstakan hálftíma þátt fyrir leiki sem NBC sýnir frá NBA. Þar á hann að kynna liðin og spá í spilin. ■ STEFÁN Steinsen hefur skipt úr KR yfir í Þrótt Reykjavík, sem leikur í 3. deild. Stefán verður lög- legur með Þrótti um miðjan júlí. H EINAR Einarsson úr Víking fékk að sjá gula spjaldið í fjórða sinn á tímabilinu í leiknum gegn Fram á mánudagskvöld. Einar verður því að taka út leikbann gegn ÍBV í 8. umferð 2. júlí. ■ HALLSTEINN Arnarson lék fyrsta leik sinn fyrir FH gegn KR á þriðjudaginn. Hallsteinn lék með Víkingum á síðasta tímabili. Æfingabúðir KKÍ Torfi, Páll og Piazza kenna Dagana 25.-29. júní stendur Körfuknattleikssamband ís- lands fyrir æfingabúðum í íþrótta- húsi Seljaskólans. Kennarar verða Torfi Magnússon, þjálfari íslenska landsliðsins, Páll Kolbeinsson, þjálf- ari meistaraflokks KR og Andy Piazza, þjálfari liðs háskólans í Indi- ana. Piazza var áður þjálfari KR og gerði liðið að meisturum 1978. Þátttakendum á námskeiðinu er skipt í tvo hópa, 9-13 ára og 14-17 ára. fyrri hópurinn æfir frá kl. 10-15 og síðari hópurinn frá kl. 18-22. Boðið er upp á fullt fæði og svefnpokapláss en skráning fer fram í síma 83377. Miðnæturgolf á Akureyri Artic-Open golfmótið hefst á Golfvellinum á Akureyri í kvöld kl. 20. Mótið er alþjóðlegt og keppendur, sem eru um eitt hundr- að talsins, koma frá fimm löndum: Englandi, Lúxemburg, Banda- ríkjunum og Vestur-Þýskalandi, auk.íslands. Margir af bestu kylf- ingum íslendinga taka þátt í mótinu en leiknar eru 36 holur með og án forgjafar. A mótinu er leikið fram eftir nóttu og stefnt er að því að allii keppendurnir verði útá vellinum é miðnætti annað kvöld. Mótið heldui svo áfram á hádegi á laugardag og lýkur með kvöldverði og verðlauna- afhendingu á laugardagskvöld. BIKARMEISTARAR Fram fengu erfiða andstæðinga þeg- ar dregið var í 16-liða úrslit í bikarkeppninni i gær. Þeir hefja titilvörn sína gegn Valsmönn- um að Hlíðarenda. Sindri, eina 4. deildarliðið sem eftir er, fær einnig erfiða andstæðinga, KR-inga, sem sleppa að þessu sinni hinni hefðbundnu ferð til Sauðárkróks. Leikirnir í 16-liða úrslitum fara fram 5. júlí, nema leikur Vals og,,Fram sem fer fram degi síðar. Þrír innbyrðisleikir eru í 1. deild. Skagamenn taka á móti íslandsmeisturum KA og FH mætir Stjömunni, auk viðureignar Vals og Fram. Keflvíkingar taka á móti IBV, Breiðablik mætir Þór, og Víkingur fær heimaleik gegn Tindastóli eða KS, sem eiga eftir að leika í 3. umferð. Þá mætast annarrar deildarliðin Selfoss og ÍR. í kvöld HEIL umferð verður í 2. og 3. deild karla á íslandsmótinu í knattspymu í kvöld. í 2. deild leika: IR og Víðir á iR-velli, ÍBK og Breiðablik í Keflavík, Leiftur og UMFG í Grindavík, KS og Tindastóll á Siglufirði og Selfoss og Fylkir á Selfossi. I 3. deild leika: Daivík og Þróttur Reykjavík á Dalvík, TBA og Haukar á Akureyri, ÍK og Þróttur Neskaupstað í Kópavogi og Einherji og BÍ á Vopna- fírði. Einn leikur verður í 4. deild. UMSE b og SM ieika á Laugalandsvelli. Allir leikimir hefjast kl. 20.00. ■ Alþjóðasundmót Ægis hefst í Laugardalslaug kl. 17.30 i dag og stendur fram á sunnudag. ■ Artic-Open golfmótið hefst kl. 20 í kvöld á Golfvellinum á Akureyri. Keppni hefst aftur á hádegi á laugar- dag. Knattspymufélagið Valur gengst fyr- ir golfmóti i dag á Hólmsvelli í Leiru kl. 14.30. Mótið er sérstaklega ætlað félagsmönnum Vals. Gestir eru þó vel- komnir en þeir eiga ekki möguleika á að vinna tií verðlauna þar sem keppt er um titiiinn Golfmaður Vals. Sportval hefur gefið glæsilegan far- andbikar til keppninnar. Þátttaka til- kynnist í Valsheimili í sima 11134. KNATTSPYRNA / BIKARKEPPNI KSI KR-ingar til Homafjardar Valur mætir Fram í 16-liða úrslitum Framarar hafa ekki leikið á heimavelli í bikarkeppninni síðan í undanúrslitum 1987, er liðið sigr- aði Þór. Síðan hafa komið fímm útileikir. Staðan er svipuð hjá KR; liðið hefur ekki leikið á heimavelli síðan í fjórðungsúrslitum 1986 og er þetta sjöundi útileikur félagsins í röð. Þetta er reyndar í fyrsta sinn í þrjú ár sem KR mætir ekki Tindastól í 16-liða úrslitum. Ásgeir Elíasson, þjálfari bikar- meistara Fram, sagði. að sér litist vel á leikinn gegn Vai. „Það hefði kannski verið betra að fá lið úr neðri deildunum en við sættum okkur við dráttinn. Þetta er bikar- leikur og það kemur ekkert.annað en sigur til greina,“ sagði Ásgeir. „Við vitum að Sigurjón [Kristjáns- son] verður ekki með en það breyt- ir engu, það kemur alltaf maður í manns stað.“ Síðast er liðin áttust við, í fjórð- ungsúrslitum 1988, sigruðu Vals- menn 3:1 eftir framlengingu. GOLF Pétur Ormsiev, fyrirliði Fram, fagnar marki sínu í úrslitaleiknum gegn KE í fyrra. Pétur og félagar mæta Valsmönnum í 16-liða úrslitum. KORFUKNATTLEIKUR GOLF „Áfram stelpur“ Opið kvennamót í golfi verður haldið á Selfossi sunnudaginn 24. júní. Mótið ber nafnið Áfram stelpur og rétt til þátttöku hafa allar konur 50 ára og eldri. Það verður ræst út frá kl. 11 til 13. | Jónsmessumót Golfklúbbur Garðabæjar heldur Jónsmessumót laugardaginn 23. júní kl. 20.00. Opið öllum kylfingum. Skráning í golfskála klúbbsins frá kl. 19.30 \ ------------------------- Ntn FERSKT TfMAIHT ÁÖLLUM SÖLUSTÖDUM OG DREIFING: GNOÐARVOGI 64, S: 37349

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.