Morgunblaðið - 22.06.1990, Page 19

Morgunblaðið - 22.06.1990, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1990 19 Markus Meckel utanríkisráð- herra. Rainer Eppelmann varnarmála- ráðherra. manna í Vestur-Evrópu og Banda- ríkjunum. „Þessir menn eru fulltrúar flokks, sem beið ósigur í kosning- unum, ráðherrar í bráðabirgða- stjórn, sem á að greiða fyrir sam- einingu þýsku ríkjanna," sagði fyrrum embættismaður og nú einn af ráðgjöfum George Bush Banda- ríkjaforseta. „Þeir virðast hins veg- ar vera farnir að reka erindi harðlínumanna í Moskvu og setja fram kröfur, sem varða öryggis- hagsmuni Vestur-Þýskalands og j afnvel Atlantshafsbandalagsins.“ Tilefni þessara orða var sú yfir- lýsing Meckels á ráðstefnu í Stokk- hólmi, að „við gerðum ekki bylt- ingu í Austur-Þýskalándi til að ganga í NATO“. Eppelmann hefur einnig gert sitt til að sþilla fyrir samkomulagi austurs og vesturs um framtíð Þýskalands. í síðustu viku sagði hann til dæmis, að „skynsamlegast“ væri að fresta sameiningu þýsku ríkjanna til 1992 svo tími gæfíst til að leggja bæði hernaðarbandalögin niður. „Er maðurinn á mála hjá ein- hverjum ónefndum, sovéskum hershöfðingjum?" spurði breskur embættismaður þegar hann heyrði ummæli Eppelmanns. „Er hann að reyna með öllum ráðum að hanga sem lengst í embætti? Er með nokkru móti hægt að segja, að hann sé að gæta hagsmuna Austur-Þýskalands?“ í Bonn tala menn gjarna í góð- látlegum tón um „skringilegheitin" hjá austur-þýsku ráðamönnunum og skýra þau þannig, að um sé að ræða vaxtarverki hjá fólki, sem er í fyrsta sinn að upplifa pólitískt frelsi. Undir íjögur augu hneyksl- ast þó vestur-þýskir embættis- menn á ferðagleði austur-þýsku ráðamannanna og löngun þeirra til að láta á sér bera utanlands. „Þeir eru liins vegar að eyða peningunum okkar þegar þeir gefa út stórkarlalegar yfirlýsingar um að Austur-Þýskaland muni greiða gyðingum stríðsskaðabætur eða heita að standa við alla samninga kommúnistastjórnarinnar fyrrver- andi,“ sagði vestur-þýskur emb- ættismaður. Bandaríkin: Heyrir ríkidæmi Donalds Trumps brátt sögxmni til? Flórída. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunbladsins. RIKIDÆMI hins unga bandaríska „miHjarðamærings“ Donalds Trumps, sem varð 44 ára í síðustu viku, riðar nú til falls. Á föstu- daginn gat hann ekki staðið við 42 milljóna dollara afborgun af skuldabréfalánum og þessi vanskil bætast við fyrri vanskil af hans hálfu, sem bankastjórar sex helstu banka Bandaríkjanna hafa ver- ið að ræða á stöðugum fundum með Trump og sérfræðingum hans undanfarnar vikur. Úrslit mála verða að liggja fyrir 26. þ.m. í síðasta lagi — annars hrynur allt veldið. Líklegast er talið að bankarnir honum frest á greiðslum afborg- auki lán sín til Trumps og veiti ana til að forða gjaldþroti hans. Bróðir Ceausescus í 15 ára fangelsi Nicolae Andruta Ceausescu, bróðir rúmenska einræðisherrans Nicolae Ceausescu, var í gær dæmdur í 15 ára fangelsi eftir að herdómstóll hafði fundið hann sekan um tilraun til morðs og að hafa hvatt til þjóðar- morðs. Nicolae Andruta, sem er 66 ára og líkist mjög bróður sínum líkt og myndin sýnir, er fyrsta ættmenni einræðisherrans sem dregið er til ábyrgðar fyrir illvirki valdaklíkunnar í Rúmeníu frá því hermenn tóku Ceausescu-hjónin af lífi í desembermánuði. Hann var herforingi í her Rúmeníu og yfírmaður þjálfunarbúða öryggislögreglunnar, Securitate. „Ég er bróðir svikarans en ég framdi ekki illvirki þau sem ég er skaður um,“ sagði Nicolae Andruta fyrir réttinum. Dauðarefsing var afnumin í Rúm- eníu skömmu eftir að Ceausescu og eiginkona hans, Elena, voru tekin af lífi en þijú börn þeirra bíða dóms. Erfíðastir við slíka lausn mála eru erlendir lánardrottnar, sem vilja fá gjaldfallnar kröfur greiddar re- fjalaust. Þetta er talin besta lausn mál- anna og ef hún á að nást mun fylgja það ófrávíkjanlega skilyrði, að nýr aðalframkvæmdastjóri taki við yfirstjórn eigna Trumps og hafi það aðalmarkmið að selja þær á sem hæstu verði. Meðal eign- anna eru margar af glæsilegustu byggingum New York-borgar, s.s. Trump-Tower og Hotel Plaza auk flugfélags og nokkurra spilavíta. Margir telja vonlítið eða von- laust að það takist að fá sam- þykki allra skuldareigenda til að þetta megi takast. Trump muni innan skamms neyðast til að óska eftir greiðslustöðvun og endanlegt gjaldþrot hans sé óumflýjanlegt. Ymsar eignir hans eru komnar í sölu, t.d. skonnorta hans, einka- þota og einkaþyrla. Reuter AXIS Fataskápar ódýrir I | íslenskir Axis Húsgögn hf., Smiðjuvegi 9, sími 43500. BYGGT & BUIÐ KRINGLUNNI SÍMINN ER 689400 FOSTUDAGUR TIL FMR FERÐAPOTTASETT I DAG A KOSTNAÐARVERÐI í KRINGLUNNI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.