Morgunblaðið - 13.07.1990, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1990
Fiðlutónleikar haldnir
í Listasafiii Sigurjóns
Á NÆSTU þriðjudagstónleikum í Listasaftii Sigurjóns þann 17.
júlí klukkan 20.30 gefst tónleikagestum kostur á að hlýða á dú-
etta fyrir tvær fiðlur.
Þá ætla fiðluleikararnir Gunhild
Imhof-Hölscher og Hlíf Sigurjóns-
dótir að leika Sónötu nr. 6 í D-dúr
eftir Jean-Marie Leclair, Svítu fyr-
ir tvær fiðlur eftir Grazyna
Bacewicz, Dúó nr. 1 í G-dúr ópus
Vigdís til
Lúxemborgar
FORSETI íslands, Vigdís Finn-
bogadóttir, hefur þegið boð
stórhertogans af Luxemborg
um að fara í opinbera heimsókn
til Lúxemborgar.
Segir í fréttatilkynningu frá
skrifstofu forseta íslands að ferðin
verði farin dagana 10.-12. septem-
ber í haust.
116 eftir Johannes Wenzeslaus
Kalliwoda og 10 stutta dúetta eft-
ir Luciano Berio.
Gunhild Imhof-Hölscher ólst
upp í Þýskalandi, en er nú búsett
í Sviss, þar sem hún starfar sem
einleikari og kennari.
Að loknu tónlistarnámi í Þýska-
landi hlaut hún styrk til náms við
Julliard-tónlistarskólann í New
York þar sem kennarar hennar
voru Ivan Galamian og Joseph
Gingold.
Gunhild hefur unnið til margra
verðlauna m.a. í alþjóðlegri keppni
tónlistarmanna í Flórenz, „Vittorio
Gui“, og hefur komið víða fram
sem einleikari.
Hlíf og Gunhild hafa haldið tón-
leika saman í Sviss, en þetta er í
fyrsta skipti sem þær leika saman
á íslandi.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Framkvæmdir ganga vel á Arnarneshæð
FRAMKVÆMDIR á Arnameshæð hafa gengið vel, að sögn Rögnvaldar Jónssonar, verkfræðings hjá
Vegagerð ríkisins. Verið er að malbika undir brúnni og lýkur því verki á næstu dögum. Stefnt er að því
að opna fyrir umferð undir brúna um helgina en hún verður væntanlega tekin í notkun um næstu
mánaðamót. Samkvæmt útboðsskilmálum vegna verksins átti framkvæmdunum að vera lokið fyrir 1.
október í haust.
VEÐUR
*
Islendingar á heimsmeistaramót í vaxtarrækt:
12° '
iDAGkl. 12.00 ,
Hataltó: Veðureioia laiands
/ (SyBOl é vaOorspá kl. 16.151 gær)
VEÐURHORFUR í DAG, 13. JÚLÍ
YFIRLIT I GÆR: Um 300 km suður af Hvarfi er 985 mb iægð, sem
hreyfist norðaustur. Yfir Bretiandseyjum er 1028 mb hæð. Hitibreyt-
ist lítið.
SPÁ: Suðlæg átt, kaldi eða stinningskaldi. Talsverð rigning um
landið sunnan- og vestanvert,. en norðanlands og austan verður
úrkomumagnið minna og sumstaðar verður aiveg þurrt i innsveit-
um. Milt í veðri.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA;
HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Suðaustan-átt. Vætu-
samt um landið sunnanvert og á Austfjörðum, en þurrt og sumstað-
ar léttskýjað um Jandið norðanvert. Hiti 10-14 stig sunnanlands,
en allt að 20 stig í innsveitum norðanlands.
10 Hitastig:
10 grá&ur á Celsíus
Skúrir
*
V El
= Þoka
— Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
—Skafrenningur
[T Þrumuveður
TAKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
y, Norðan, 4 vindstig:
" Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
r r r
/ / / / Rigning
/ / /
* r *
r * r * Slydda
r * r
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
W VEÐUR VÍDA UM HEIM kl. 12:00 í gær að fsl. tíma hitl veSur Akureyri 16 heiðskírt Reykjavík 10 alskýjað
Bergen 11 skúr
Heisinkl 18 skýjað
Kaupmannahöfn 20 hálfskýjað
Narssarssuaq 16 rigning
Nuuk 10 léttskýjBð
Ostó 20 háifskýjað
Stokkhólmur 20 hálfskýjað
Þórshöfn 11 skýjað
Algarve 24 þokumóða
Amsterdam 22 léttskýjað
Barcelona 26 heiðskirt
Berlfn 22 skýjað
Chicago 16 skýjað
Feneyjar 26 heiðskírt
Frankfurt 23 helðskfrt
Qlasgow 13 rignlng
Hamborg 20 léttskýjað
LasPalmas vantar
London 27 hálfskýjað
Los Angetes 23 skýjað
lúxemborg 24 heiðskírt
Madrid 30 héið8kfrt
Malaga 27 léttskýjað
Mallorca 28 léttskýjað
Montreal 17 skýjað
NewYork 18 skúr
Orlando 25 léttskýjað
Parfs 25 helðskírt
Róm 24 skýjað
Vín 22 iéttskýjað
Washington 23 þokumóða
Wlnnipeg 11 léttskýjað
Þeir fremstu ekki
miklu betri en við
*
- segir Ivar Hauksson vaxtarræktarmaður
ÍVAR Hauksson og Guðmundur Bragason, íslandsmeistarar í vaxtar-
rækt, halda í októbermánuði til Kuala Lumpur í Malasíu til að taka þátt
í heimsmeistaramóti áhugamanna sem þar verður haldið í 44. sinn
dagana 24.-31. nóvember næstkomandi. Þetta er í fyrsta sinn sem íslend-
ingar eru meðal þátttakenda á heimsmeistaramótinu í vaxtarrækt.
Ivar keppir í +90 kg flokki en „Það er aldrei að vita fyrirfram
Guðmundur í -90 kg flokki. ívar hvaða möguleikar eru fyrir hendi í
slíkri keppni en maður reynir að
gera sitt allra besta. Ég hef verið
að bera mig saman við þá sem kepptu
á síðasta heimsmeistaramóti. Þeir
standa allir mjög framarlega en þeir
eru samt ekki miklu betri en við
hérna á íslandi," sagði ívar.
ívar sagði að keppni sem þessi
byði upp á stórkostleg tækifæri fyrir
keppendurna. Hann sagði að ef ætl-
unin væri sú að stefna upp á við þá
yrði það að gerast erlendis. „Allur
árangur þama úti er sigur því við
erum komnir í gættina."
ívar kvaðst stefna að því að kom-
ast á samning sem atvinnumaður í
framtíðinni því þá bjóðast stórkostleg
tækifæri til að láta kveða að sér.
Hann sagði að það gengi þannig
fyrir sig að stæðu menn sig vel þá
reyndu þeir að komast að hjá styrkta-
raðilum.
sagði að boðið yrði upp á stórkost-
lega aðstöðu í Kuala Lumpur, í sjálf-
um keppnissalnum væru sæti fyrir
3.500 manns auk þess sem hótelað-
staða væri til fyrirmyndar.
ívar hefur þegar hafið undirbún-
ing fyrir keppni og æfir hann sex
daga í viku, tvisvar á dag aðra hvora
viku og þá 1 'h klukkustund í senn.
Auk þess hefur mataræði mikið að
segja í undirbúningi fyrir slíka
keppni.
Ríkisstjórn Malasíu greiðir allan
ferðakostnað og uppihald keppend-
anna. Með þeim ívari og Guðmundi
fer að öllum líkindum Svanur Krist-
jánsson, formaður Félags áhuga-
manna um vaxtarrækt, situr hann
bæði ráðstefnur í boði gestgjafanna
og aflar upplýsinga fyrir aðra
íslenska vaxtarræktarmenn sem
taka þátt í heimsmeistaramótinu í
framtíðinni.
ívar Hauksson, íslandsmeistari í
+90 kg flokki. Hann keppir á
heimsmeistaramótinu í Kuala
Lumpur í sama flokki.
Guðmundur Bragason, íslands-
meistari í -90 kg flokki. Hann
keppir á heimsmeistaramótinu í
Kuala Lumpur í sama flokki.