Morgunblaðið - 13.07.1990, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.07.1990, Blaðsíða 30
30 MÖRGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1990 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Reyndu að þoka málunum áleiðis á bak við tjöldin. Vertu fús til að taka þátt í að fegra heimilið ef það verður orðað við þig. Þú ert á sömu bylgjulengd og barnið þitt um þessar mundir. Áhuga- mál þín veita þér mikla ánægju. Naut (20. apríl - 20. maí) Hlýddu hugboðum þínum og treystu ekki alltaf á tillögur ann- arra. Þú færð fréttir af gömlum vini. Eyddu kvöldinu í ró og næði. Tvíburar (21. maí - 20. júní) 4» Þú ert óvenju varkár í dag. Neit- aðu þér samt ekki um að kaupa eitthvað sem mundi veita þér mikla gleði. Taktu þátt í hóp- starfi í kvöld. Krabbi (21. júní - 22. júlí) HIS8 Ofreyndu þig ekki í viðleitni þinni til að þóknast öðrum. Þú átt líka rétt sem þú verður að standa vörð um. Ræddu málin við vinnu- veitendur þína. Tekjur þínar fara vaxandi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Það væri vissulega notalegt að iuka tekjumar núna, en neitaðu famt að taka að þér verkefni sem jú hefur ekki nokkurn minnsta thuga á. Beindu athygli þinni að menningarstarfseminni í kring- um þig. Meyja 23. ágúst - 22. september) Þó að þú sért á þönum í kringum böm og aðra ástvini skaltu reyna að gefa þér tíma til að sinna vin- um þínum. Þiggðu heimboð sem þér berst. V°g (23. sept. - 22. október) Þú ættir ekki að lúta að of litlu þegar starf þitt er annars vegar. Stefndu hátt og þú nærð þangað J)egar þinn tími er kominn. Kvöld- ið verður notalegt í hópi góðra vina. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) 9Kj0 Þú kannt að verða fyrir einhveij- um töfum í sambandi við fjár- mál, en nú er tvímælalaust rétti tíminn til að hyggja að því hveij- ar framtíðarhorfur þínar eru í vinnunni. Bogmadur (22. nóv. - 21. desember) Þú getur átt von á að þér bjóðist góðir fjárfestingarmöguleikar núna. Þá gefst þér kostur á að breyta fjármálastöðu þinni til hins betra til frambúðar. Steingeit (22. des. - 19. janúai’) Þér stendur til boða að fá hjálp núna. Gerðu þér grein fyrir að þú ert ekki einn á báti. Treyslu samferðannönnuni þínum bctur en þú gerir. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Þér býðst nú atvinnutækifærí sem þú ættir að þiggja. Láttu sjálfsefann ekkí eyðileggja mögu- leika þína á að komast áfram í lífinu. Gagnkvæmur skilningur hjóna er nú með ágætum. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) ’S* Það er ef til vill kominn tími til að þú losir þig undan skuldbind- ingum sem taka meira til sín en þær geta nokkum tíma gefið til baka. Fagnaðu góðu tækifæri sem þér býðst í vinnunni í dag. Ljúktu mikilvægum viðræðum af hið fyrsta. AFMÆLISBARNIÐ er skapandi og hagsýnt, en á stundum erfitt með að samþætta þessa eigin- leika sina. Mikilvægt er að það kunni að meta það starf sem það gegnir ef vel á að fara. Það býr yfir dulrænum hæfileikum og hefur áhuga á óvenjulegum efn- um. Það á gott með að starfa með öðrum og gæti laðast að þátttöku i stjómmálum eða trú- málum. Stjörnusþána á aó lesa sem dtegradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. DÝRAGLENS , /H/\E>L»2 VEK.&VZ /lO/WUMAS AÐ tóieruR hörfa 'a alltí --------r------------4 55 GRETTIR 1 DMIVII Uu JblMNI FERDINAND M'ik 171 1 sd - ^O^JIfnrr, IF IT MEANT /V\0RE THAN ONE PER50N,IT U)0ULP 5AV, "EVERYBOPV WALK" Við megum fara yfir núna... það stendur „gakk“. Það er bara fyrir einn... Ef það þýddi fýrir fleiri en einn, þá steði „Allir gangi“. Ég fer fyrst... sé þig Ég held að ég hafi seinna. verið gabbaður! BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Amarson Sagnir ganga: 2 grönd (21- 23hp.) — 3 grönd. Hverju spil- arðu út frá þessari hönd: Norður ♦ 1086 ¥ 9654 ♦ 2 ♦ ÁDG94 Stóra spurningin er auðvitað sú, hvort eigi að spila út lauf- drottningu og gefa sagnhafa á laufkóng (sem gæti verið 9. slag- urinn), eða reyna að hitta á inn- komu hjá félga strax og vonast eftir laufi í gegnum kónginn. Stundum blessast eitt og stund- um annað, en í þetta sinn þurfti hugmyndaríkara útspii: Norður ♦ 1086 ¥9654 ♦ 2 ♦ ÁDG94 Vestur Austur ♦ ÁDG9 .......... ♦ 72 ¥ ÁK3 ¥ G72 ♦ ÁD1084 ♦ KG9653 ♦ K ♦ 102 Suður ♦ K543 ¥ D108 ♦ 7 ♦ 87653 Þannig melduðu Bjerregard og Morath í fyrri leiknum við ísland á NM. Dálkahöfundur valdi laufgosann og Morath tók alla 13 slagina með því að þvinga suður í hálitunum. Það gaf Svíunum 520, en á hinu borðinu sögðu Guðlaugur R. Jóhannsson og Öm Arnþórsson 6 tígla, sem vinnast með spaðasvíningu, svo ísland græddi 9 IMPa. Rétti samningurinn er 5 eða 6 tíglar, en samt voru 3 grönd spiluð á 6 borðum af 12. Og unnust alls staðar. Anna Þóra Jónsdóttir og Hjördís Eyþórs- dóttir melduðu 5 tígla af ör- yggi, en Esther Jakobsdóttir og Valgerður Kristjánsdóttir urðu að sætta sig við að verjast í 6 tígium. Umsjón Margeir Pétursson Á opnu skákmóti í Trnava í Tékkóslóvakíu í vor kom þessi staða upp í skák Sævars Bjarna- sonar (2.325), alþjóðlegs meist- ara, sem hafði hvítt og átti leik, og Kveinis (2.475), Sovétríkjun- um. Kveinis hafði ráðist að Sæv- ari með miklu offorsi og drap síðast riddara á b5 með biskupi sem stóð á d7. Hótanir svarts eru nú margvíslegar, en Sævar varð fyrri til í sókninni. 28. Bxf6! og svartur gafst upp, því hannverður mát eftir bæði 28. - Bxf6, 29. Bh5+ - Ke7 30. Hg7+ og 28. — Bxc4, 29. Bh5+ og mátar á g8. Sævar hefur búið í Malmö í vetur og vegnað vel í skákinni, sigraði m.a. á opna sænska meistaramótinu í vor. Honum bauðst þátttaka í lands- liðsflokki á sænska meistaramót- inu, en hann ákvað að hafna þvi góða boði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.