Morgunblaðið - 13.07.1990, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1990
Þá getid þið farið í hringdans-
inn ...
HÖGNI HKEKKVlSI
„ H>eTTU þessu MALi.'!''
Liðna tíma er ekki hægt að fanga
aftur með útbrunnum poppurum
Til Velvakanda.
Morgunblaðið var með frétt þess
efnis að nú kæmi hljómsveitin Roll-
ing Stones til landsins á haustmán-
uðum. En í öðrum fjölmiðlum eru
menn reyndar ekki vissir um þetta
og virðast umboðsmenn hljómsveit-
arinnar ekkert kannast við tónleika-
ferð hingað til lands. Hvort sem er,
af hveiju er verið að fá hingað til
lands útbrunna „poppara“ komna
langt á fertugs- og fimmtugsaldur-
inn? Þetta kostar offjár og eflaust
fáir sem láta sjá sig á tónleikunum
ef þeir verða haldnir. Líkt og gerð-
ist þegar Listahátíð bauð upp á
tónleika með Bob Dylan. Þá voru
miðar seldir á útsölu þegar leið að
tónleikunum og eitthvað hafa menn
deilt um hvort Dylan sé búinn að
vera eða hafi aldrei verið betri.
Flestar raddirnar hallast að því að
Dylan hafi ekki verið eins og hann
var og þar með, ekki nógu góður.
Þegar verið að fá þessa gömlu
„poppara" hingað til lands er eins
og nostalgían ráði ferðinni. Horft á
horfna tíma í ljósrauðum bjarma
æskuáranna. Þeir sem mæta svo á
tónleikana halda að þeir geti upplif-
að æskuárin í nokkrar klukkustund-
ir en komast svo að því með grát-
stafinn í kverkunum að liðna tíma
er ekki hægt að fanga aftur.
Sleppum því að fá hingað til lands
tónlistarmenn sem lifa í frægðar-
ljóma æskuáranna. Horfum fram á
veginn og fáum tónlistarmenn sem
fá lof fyrir það sem þeir eru að
fást við nú.
Guðmundur
Nógir sem vaða flór óliftiaðar og
sora þótt útvarpið geri það ekki
Til Velvakanda.
Það er föstudagur 29. júní. Eftir
hádegið skrúfa ég frá útvarpstæk-
inu. Það er verið að lesa framhalds-
sögu. Hvað heyri ég... Klám og
óþverra á svo lágu plani að ég held
að þetta sé það neðsta sem ég hef
heyrt og man. Þar var nú engin
fósturlandsins Freyja, né móðir,
kona, meyja, ekki aldeilis. Á svo
lágu plani var þetta að undrun
vakti. Og á Rás 1 sem hefir talið
sig á hærri nótunum. Er ekkert að
verða manni heilagt? Er allt dregið
niður í hið svartasta svað? Aúðvitað
verður útvarpið að fylgja „tíðarand-
anum“. Það getur ekki látið menn
rífa niður án þess að vera með og
gera sitt? Þjóna öllum eins og þar
stendur. Drottinn minn. Að menn-
ingartæki sem þjóðin hefir bundið
svo miklar vonir við í baráttu við
betra siðgæði. Er það nú komið á
fulla ferð?
Þá fer ég nú ekki að vera hissa
á þótt mér gangi illa að koma end-
urminningum gamals vinar frá sl.
aldamótum, í útvarpið og sérstak-
lega þegar talað er um 4 til 5 lestra.
Nei, ekki aldeilis. Ég hefi alltaf
haldið því fram að nóg væri að
hafa hér Ríkisútvarpið. En hvað
skal halda? Eru það ekki nógir sem
vaða flór allskyns ólifnaðar bg sora
þótt útvarpið geri það ekki. Það er
talað um málvöndun. En siðvæðing?
Verkin sýna merkin í þjóðfélaginu.
Og þessu er útvarpið mitt að hjálpa.
Moka flórinn og þeyta yfír lýðinn.
Ólafur Haukur Símonarson hefir
fengið góðan hjálparkraft til að
ausa yfir landslýðinn úr sínum and-
lega flór.
Ég fékk póstinn. Þar var rukkun
á útvarpsgjaldinu. Um 47 kr. á
mánuði í okkar nauðsynlegu verð-
stöðvun hafði það hækkað og ef til
vill miðað við hið andlega fóður sem
hafið er af fullum krafti. Minna
mátti það ekki kosta.
Árni Helgason
Velvakandi hvetur lesendur til
að skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til —
eða hringja milli kl. 10 og 12,
mánudaga til föstudaga, ef þeir
koma því ekki við að skrifa. Með-
al efiiis, sem vel er þegið, eru
ábendingar og orðaskiptingar,
íyrirspurnir og frásagnir, auk
pistla og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrituð, en
nöfii, nafnnúmer og heimilisföng
verða að fylgja öllu efni til þáttar-
ins, þó að höfundur óski nafn-
leyndar. Ekki verða birt nafnlaus
bréf sem eru gagnrýni, ádeilur
eða árásir á nafhgreint fólk.
Sérstaklega þykir ástæða til að
beina því til lesenda blaðsins utan
höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti
sinn hlut ekki eftir liggja hér í
dálkunum.
Víkverji skrifar
Yíkveiji hefur víða orðið vitni
að því að áhugi landsmanna
fyrir fegrun og snyrtingu umhverf-
is á byggðum bólum og fjöiförnum
ferðamannastöðum fer greinilega
vaxandi frá ári til árs miðað við
síðustu tíu ár. Enda er það í takt
við aukinn áhuga landsmanna á
umhverfismálum og eðlilegri um-
gengni við landið sjálft.
Fyrir skömmu skoðaði Víkveiji
göngubrúnna sem Þingvallanefnd
lét byggja í vor á Lögberg, bæði
til þess að auðvelda gestum og
gangandi aðkomu á hinn sögufræga
stað og einnig til þess að vernda
gróður á stað þar sem talið er að
allt að 400 þúsund manns heim-
sæki árlega.
Með þessari göngubrú er brotið blað
í möguleikum fatlaðs fólks til þess
að heimsækja hinn helga reit, Lög-
berg, og þeirra sem eiga erfitt með
að ganga nema við bestu aðstæður.
Göngubrúin er að sjálfsögðu nokk-
uð áberandi, en auk þeirra kosta
sem nefndir hafa verið þá opnast
frá henni ný vídd í útsýni yfir þá
sögu- og náttúruperlu sem Þingvell-
ir eru. Það er skoðun Víkveija að
göngubrúin fnlli vel að svæðinu í
þeim tilgangi sem hún er byggð og
það er kostur að hún er byggð þann-
ig að auðvelt er áð fjarlægja hana
ef mönnum sýnist svo og reynslan
hafnar tilrauninni. Göngubrúin er
reist á staurum sem eru reknir nið-
ur í svörðinn, engin steypa eða
annað sem erfitt getur verið að fjar-
lægja eða kostar mikið jarðrask.
Þá þykir Víkveija forvitnilegt það
sem Þingvallanefnd vinnur nú að í
sambandi við gerð stíga og göngu-
leiða um Þingvallasvæðið milli Lög-
bergs og Þingvallakirkju. Á því
svæði eru fornar rústir ýmissa búða
fyrri tíma og með því að endur-
byggja-þær að hluta, merkja og
auðvelda fólki leið að þeim, þá er
um leið verið að færa söguna nær
Þingvallagestum, opna þeim dyr inn
í magnþrungna sögu þess þjóðar-
hjarta sem Þingvellir eru. Þau orð
sem Ólafur G. Einarsson, formaður
Þingvallanefndar, og séra Heimir
Steinsson, þjóðgarðsvörður, hafa
látið falla um að nú skuli unnið að
því að opna Þingvelli í ríkari mæli
en gert hefur verið fyrir ferðamönn-
um, innlendum sem erlendum, eru
í takt við nýja tíma, sjónarmið sem
miða að því að menn geti notið
náttúru og sögu landsins til fulls
með eðlilegri umgengni og virðingu.
xxx
Víkveiji hefur veitt því athygli
að undanförnu að í íþrótta-
fréttum útvarps er félögum mis-
munað eftir plássum þegar um erv
að ræða lýsingar af leikjum i ís-
landsmótinu í knattspyrnu. Knatt-
spyrnufélögin á stór Reykjavíkur-
svæðinu fá auðheyrilega meiri at-
hygli og meiri tíma í lýsingum held-
ur en utanbæjarfélögin, jafnvel þótt
þau hafi um langt skeið komið á
óvart fyrir góða frammistöðu eins
og stundum heyrist hjá íþrótta-
fréttariturum. Þetta er til dæmis
áberandi gagnvart landsbyggðarfé-
lögunum frá Akureyri og Vest-
mannaeyjum og þetta á reyndar oft
við í frásögnum fjölmiðla af atburð-
um og atvikum úti á landsbyggð-
inni. Það virðist vera einhver lenska
að landsbyggðin vigti minna í þess-
um efnum en mesta þéttbýlið.