Morgunblaðið - 13.07.1990, Blaðsíða 27
27
MOIIGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1990
t
Systir okkar og mágkona,
INGIBJÖRG G. THEÓDÓRS
frá Stóraholti,
lést á elliheimilinu Grund þann 29. júní.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Arndís Theódórs,
Páll Theódórs, Guðbjörg Jónsdóttir.
t
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma,
INGIBJÖRG SIGVALDADÓTTIR,
Reynihvammi 6,
Kópavogi,
lést í Landspítalanum 11. júlí.
Einar Þorvarðarson,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Móðir okkar,
ELÍSABET BJARNVEIG GUÐBJARTSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn
14. júlí kl. 14.00.
Guðmundur H. Þórarinsson,
Ásta G. Þórarinsdóttir,
Óskar Þórarinsson,
Þóranna Þórarinsdóttir
og fjölskyldur.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
sonur, bróðir, tengdafaðir og afi,
KRISTJÁN ÞÓRARINN INGIBERGSSON
skipstjóri,
Hamragarði 9,
Keflavík,
er lést að kvöldi 3. júlí, verður jarðsung-
inn frá Keflavíkurkirkju þann 14. júlí
kl. 14.00.
Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Hjartavernd eða
björgunarsjóð Sjómannaskólans í Reykjavík.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kristín Guðnadóttir,
Anna María Kristjánsdóttir, Ari Árnason,
Guðný Kristjánsdóttir, Júlíus Guðmundsson,
Ingiberg Þór Kristjánsson
og barnabörn.
Guðrún S. Þórðar-
dóttir - Minning
Fædd 14. október 1916
Dáin 2. júlí 1990
Hinn 2. júlí sl. andaðist í
Reykjavík Guði'ún Sigríður Þórðar-
dóttir. Hún var fædd 14. október
1916 að Björk í Grímsnesi. Foreldr-
ar hennar voru Katrín Pálsdóttir,
fv. bæjarfulltrúi í Reykjavík, og
Þórður Þórðarson. Sæmundur og
Katrín, afi og amma Katrínar
bjuggu á Lækjarbotnum á Landi,
sem Lækjarbotnaætt er kennd við.
Þegar Guðrún var aðeins átta
ára missti hún föður sinn og stóð
þá Katrín móðir hennar ein eftir
með níu börn. Katrín og Þórður
höfðu eignast tólf börn en þrjú
misstu þau ung.
Guðrún hafði verið í fóstri í nokk-
urn tíma hjá Bjarnrúnu Jónsdóttur
og Guðmundi Arnasyni í Múla í
Landsveit er faðir hennar dó og þai'
ílengdist hún þar til hún var tólf
ára gömul er hún flutti alfarið heim
til Katrínar móður sinnar og systk-
ina er þá bjuggu í Reykjavík.
Guðrún giftist Þorgrími Friðriks-
syni, kaupnianni, 18. júlí 1942.
Þorgrímur byggði verslunarhús við
Grensásveg og flutti verslun sína
þangað en áður hafði hann rekið
verslunina Ingólf við Grettisgötu.
Guðrún vann við hlið manns síns í
Grensáskjöri til 1978 er þau seldu
verslunina vegna veikinda Þor-
gríms. Þorgrímur lést 8. apríl 1980.
Guðrún og Þorgrímur eignuðust
þijú börn, Katrínu, f. 1942, Þórð,
f. 1946 og Sigurrósu, f. 1947.
Barnabörn þeirra eru sjö og barna-
barnabörn tvö.
Guðrún varð fyrir þeirri miklu
sorg að missa einkason sinn fyrir
tæpum tveimur árum en milli þeirra
hafði ætíð verið mjög náið samband.
Árið 1943 tóku Guðrún og
Þorgrímur í fóstur systurdóttur
Þorgríms, Marý Karlsdóttur, en hún
var þá sjö ára gömul. Guðrún reynd-
ist Marý ætíð sem besta móðir og
kölluðu börn Marýar hana ætíð
ömmu, enda leit hún á þau sem slík.
Guðrún rak í nokkur ár leik-
fangaversiun á Hlemmtorgi eftir
að Þorgrímur og hún höfðu selt
Grensáskjör, en fór síðan að vinna
sem matráðskona hjá Trygginga-
miðstöðinni og SIF og vann þar
meðan henni entust kraftar. í þessu
starfi naut hún sín mjög vel í hlut-
verki húsmóðurinnar og fann hún
fyrir mikilli velvild og hlýju sam-
starfsfólks, sem hún mat rnjög mik-
ils.
Heimili Guðrúnar og Þorgríms
stóð ætíð opið öllum vinum og ætt-
ingjum víðs vegar af landinu og
voru viðtökur og gestrisni hennar
rómaðar og minnisstæðar þeini er
þau sóttu heim. Guðrún var ætíð
boðin og búin að rétta hjálparhönd
þeim er þess þurftu með eða minna
máttu sín. Vandfundin var trygg-
lyndari manneskja.
Á kveðjustund er söknuður ætt-
ingja og vina mikill. Sárastur er
þó missir dætranna en þær kveðja
nú sinn nánasta vin og félaga, sem
ætíð var best að leita til, jafnt á
gleðistundum sem í andstreymi,
Blessuð sé minning Guðrúnar
Þórðardóttur.
Tengdasonur
Kveðja frá
frændsystkinuni
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(S.E.)
Okkur frændsystkinin langar til
þess að minnast Nunnu frænku
okkar með nokkrum orðum. Hún
hét fullu nafni Guðrún Sigríður
Jóhann Guðmundsson
læknir — Kveðjuorð
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og
útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa,
HALLGRÍMS SIGTRYGGSSONAR.
Kristín Sigurðardóttir,
Sigurður Hallgrímsson, Aranka Bugatsch,
Sigtryggur Hallgrímsson,
Vigdfs Hallgrímsdóttir, Lars Gustav Nilson,
Þorsteinn Hallgrímsson, Margrét Ásólfsdóttir.
+
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
EIRÍKU GUÐRÚNAR BJARNADÓTTUR
frá Klöpp, Grindavík,
Furugerði 1,
Reykjavík.
Guð blessi ykkur.
Sigríður Marelsdóttir, Sigurður Steindórsson,
Ásdís Marelsdóttir,
Svala Marelsdóttir,
Marín G. Marelsdóttir, Guðjón Ólafsson,
Jónfna Sigurðardóttir, Ólafur Þ. Sæmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Lokað
Skrifstofa og verslanir Sölu varnarliðseigna verða
lokaðar frá kl. 12.00-15.00 í dag, föstudaginn 13.
júlí, vegna jarðarfarar Gunnars A. Sigurgíslasonar,
bifvéiavirkjameistara.
Sala varnarliðseigna.
Fæddur 8. júlí 1933
Dáinn 2. júlí 1990
Kveðja frá Landssamtökunum
Þroskahjálp
Á björtum og fögrum sumardegi
berst að eyrum helfregn. Iiniginn
er samferðamaður, félagi og vinur,
sem öðrum fremur bar með sér
lífsþrótt, eldmóð og kraft þess sem
stöðugt er vakandi og reiðubúinn
til stuðnings og hvatningar þar sem
góðum málum er fylgt fram. Það
var líkt og skin sólar dofnaði, tóm-
leiki og tregi haustsins sótti að urn
leið og fjöldi minninga urn glaðar
og góðar samverustundir og marg-
vísleg samskipti korna fram í hug-
ann.
Jóhann Guðmundsson var einn
þeirra sem gengu í fararbroddi
þeirrar baráttu fyrir rétti þroska-
heftra og umbótum á kjörum þeirra
sem leiddi til stofnunar Landssam-
takanna Þroskahjálpar 1976. Hann
var kosinn í stjorn þeirra 1977 og
Armstrong
CMC kerfi fyrir niðurhengd lott, er ur
galvaniscruftum mílml og cldþollft.
CMC kerfi er auftvelt i uppsetningu
og mjóg tterkt.
CMC kerfi er fett meft ttillanlegum
upphengjum tem þola allt aft
50 kg þunga.
CMC kerii fctl i morgum Qerftum bacfti
synilcgt og lallft og veröift er
otrulega lágt
CMC kerli er scrstaklega hannad Hnngift ©ftir
tyrlr lottplotur trá Armstrong trekan upplysingum
Þ. ÞORGRÍMSSON & CQ
Armúla 29 - Reykavík - sími 38640
starfaði í stjórn og framkvæmda-
ráði allt til 1987, er hann lét af
störfum vegna ákvæða í lögutn
samtakanna um endurnýjun. Það
var einbeittui' og samhentur hópur
sem stóð að stofnuninni og réðst
með fullri djörfung og einbeitni að
verkefninu með ótrúlegum árangri.
í þeim hópi var Jóhann eldhuginn
mesti, ódeigur, ákveðinn og skýr í
málflutningi. Munu margir minnast
þess er hann á fundi í Norræna
húsinu haustið 1976 reifaði kröfuna
um sama rétt þroskaheftra til skóla-
göngu, náms og annarra gæða og
möguleika sem þjóðfélagið býður
og aðrir þegnar njóta. Á þeim tíma
þótti þetta framúrstefnuleg fram-
tíðarmúsík, en þessar nótu sló hann
oftar með skærum hljóm og aukn-
um styrk. Ymsum þótti sem tónninn
væri of hátt stilltur, en svar Jó-
hanns var jafnan það að kröfuna
um fullkomið jafnrétti þyrfti að
reisa og bera fram til sigurs, jafn-
vel þótt takmarkið virtist fjarlægt
og baráttan langvinn.
Núna taka flestir.óhikað undir.
Hann gladdist með félögum
sínum yfir hveijum áfanga sem
náðist, en minnti um leið á það sem
óunnið er — að aldrei mætti láta
deigan síga.
Fáein orð frá Jóhanni eða örstutt
viðtal hlóð menn krafti og þeir
gengu ákveðnari og vonglaðari til
starfa.
Munu margir sakna þess þegar
sú aflstöð sem samtökin áttu í hon-
um er ekki lengur virk.
Sérstakt áhuga- og baráttumál
Jóhanns var réttindagæsla fatlaðra
sem einstaklinga, eftirlit með því
að vilji þeirra sé ekki fótum troð-
inn, að komið sé fram við sjúka og
fatlaða með sömu virðingu og þá
/ ; / ■
_____________
Þórðardóttir en var kölluð Nunna.
Nunna var einstök kona sem bar
umhyggju fyrir öllum. Hennar
mesta ánægja var að gleðja aðra
og þess nutum við systkinabörn
hennar í ríkum mæli. Hlýjan og
kærleikurinn streymdi frá lienni.
Okkur eru sérstaklega minnistæð
öll jólaboðin sem haldin voru á
heimili hennar og Gríms við Flóka-
götuna, okkur frændsystkinunum
til ómældrai' ánægju. Þar áttum við
okkar jólahátíð en hugsuðum
eflaust lítið út í hvað mikið Nunna
lagði á sig við undirbúninginn til
að taka á móti öllum þessum skara.
En Nunna stóð ekki ein. Hún átti
góðan mann. Við fráfall hans fyrir
mörgum árum kom best í ljós hvern
mann ‘Nunna hafði að geyrna. Hún
bognaði ekki undar. byrðum þeirn
sem á hana voru lagðar en hélt ein-
stakri reisn sinni alla tíð. Reisn og
glæsileika sem einkenndi hana svo
vel.
Mikil var sorg Nunnu þegar hún
missti einkason sinn fyrir tæpum
tveimur árum, en hún bar sorg sína
í hljóði og kvartaði aldrei;
Elsku Katrín og Rósa. Við biðjum
góðan Guð að vera með ykkur og
fjölskyldum ykkar. JSlsku Nunnu
frænku þökkum við fyrir allt og allt.
sem heilir eru og sjálfbjarga.
Varð hann fyrstur mann hérlend-
is að kveða upp úr um það mál.
Hafði hann kynnt sér sérstaklega
framkvæmd í því efni, bæði hér á
landi og erlendis og væntu samtök-
in mikils af honum í því starfi sem
framundan er að koma þessu brýn-
asta hagsmunamáli fatíaðra í far-
sæla höfn.
Bat' þetta skýran vott um næma
réttlætiskennd og lotningu fyrir
lífinu sem var grundvöllur allra
hans starfa.
í dag drúpa félagar í Þroska-
hjálp höfði við vandfyllt skarð eftir
einn sinna bestu og vönduðustu
félaga.
Fatlaðir sakna vinar í stað, en
merkið stendur.
Við útför Jóhanns Guðmundsson-
ar heitum við því að starfa áfram
í anda hans og láta minninguna um
hann verða okkur sama aflgjafa og
hann var sjálfur í lifanda lífi.
Landssamtökin Þroskahjálp
senda eiginkonu hans, börnum og
öðrum ástvinum innilegar samúðar-
kveðjur.
Guð blessi þeim og okkur öllum
minninguna um hinn sanna góða
dreng.