Morgunblaðið - 13.07.1990, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1990
14*
Aukin umsvif útlendinga í
íslenskri ferðaþjónustu
eftir Birnu G.
Bjarnleifsdóttur
Meðal jákvæðra áhrifa ferða-
þjónustunnar má nefna aukin at-
vinnutækifæri fyrir heimamenn,
auknar gjaldeyristekjur og viðhald
byggðar í dreifbýli. Um þessar
mundir er fólk út um allt land ein-
mitt að byggja upp margvíslega
þjónustu við ferðamenn, stofnuð
hafa verið ferðamálasamtök í öllum
landshlutum og fólk horfir vonar-
augum til hinna jákvæðu áhrifa.
íslenskar ferðaskrifstofur auka
fjölbreytni í ferðum sínum sem
kynntar eru á erlendum ferðamörk-
uðum. Á sama tíma færist það í
vöxt að erlendir aðilar skipuleggi
ferðir til íslands og sniðgangi að
mestu leyti viðskipti við Islendinga.
Ekki er eingöngu um að ræða er-
lendar ferðaskrifstofur eða löggilt
fyrirtæki heldur einnig einstaklinga
sem eru sjálfir að fara til íslands
og selja fleirum sæti í bílnum hjá
sér til að fá upp í kostnað.
Þessir aðilar kaupa því ekki ferð-
ir sem íslenskar ferðaskrifstofur
hafa skipulagt og bjóða til sölu
heldur skipuleggja eigin ferðir eftir
eigin höfði. Er jafnvel talið að
íslenskar ferðaskrifstofur hafi
misst af hundruðum ef ekki þús-
undum erlendra ferðamanna á
þennan hátt og getur það að sjálf-
sögðu stefnt rekstri þeirra í hættu.
Svo rammt kveður að þessu nú að
frammámenn íslenskra ferðamála
hafa varpað fram þeirri spurningu
hvort íslensk ferðaþjónusta sé ef
til vill að færast í hendur útlend-
inga. Þessu má í raun líkja við það
að erlend útgerðarfyrirtæki létu
skip sín veiða á íslenskum fiskimið-
um eða að erlendir bændur kæmu
með búpening sinn til sumarbeitar
á íslandi.
Sl. vor þegar íslensku ferðaskrif-
stofurnar kynntu ferðir sínar á
ferðamörkuðum erlendis kom í ljós
að útlendingarnir buðu íslandsferð-
ir af svipaðri lengd á miklu lægra
verði. Þetta gátu þeir með lægri
tilkostnaði, t.d. með því að koma
með eigin rútu, eigin bílstjóra, eig-
in leiðsögumann og allan mat til
ferðarinnar. Þeir þurfa heldur ekkj
að leggja fram tryggingar hér á
landi, greiða skatta eða aðstöðu-
gjöld. En þannig sneiða útlending-
arnir hjá öllum viðskiptum við
heimamenn sem aftur missa spón
úr sínum aski.
Tilraun var gerð til að draga úr
ferðum útlendinga á eigin rútum
um ísland með reglugerð nr.
175/1983. Skv. henni mega útlend-
ingarnir ekki fara með nema einn
hóp á sama farartækinu, þ.e. að
þeim er ekki leyfilegt að senda
hópinn úr landi og taka nýjan hóp
hér í staðinn. Allir sem til þekkja
vita þó að þessi regla er margbrot-
in á hveiju sumri og skipta viðkom-
andi yfirvöld sér ekkert af því.
Nokkrar tveggja hæða rútur á veg-
um erlendra aðila hafa farið at-
hugasemdalaust um landið sl. sum-
ur, en ekki fæst leyfi nú til að
nota tveggja hæða rútu sem
íslenskur rútueigandi hefur flutt
inn í landið til að nota fyrir íslenska
aðila.
Skv. lögum má hver ferðamaður
koma með 10 kg af mat inn í
landið. Þannig getur hver 50
manna hópur komið með hálft tonn
af mat og tíu slíkir hópar geta
komið með samtals 5 tonn. Óhóf-
legur matarinnflutningúr erlendra
ferðamanna er ekki endilega bund-
inn við farþega sem koma með
Norrænu, því að dæmi munu vera
um að hópar sem koma með flug-
vél sendi fulla gáma af mat á und-
an sér. Við búum við þá sérstöðu
hér á landi að það er mikill sparnað-
ur fyrir útlendinga að koma með
eigin mat með sér. matur hér er
dýrari en í þeirra heimalandi og
gæti því verið freistandi að taka
með sér meira en 10 kg skammt-
inn. Tollyfirvöld hér segjast ekki
hafa mannskap til að fylgjast með
hvort reglan sé haldin.
Erlendis tíðkast víða sú regla að
ferðamenn mega hafa með sér mat
sem svarar til dagsneyslu eða þa_r
til viðkomandi kemst í verslun. Á
þetta reynir þó mjög sjaldan og
erlend ferðamálayfirvöid þekkja
ekki matarinnflutning ferðamanna
í sama mæli og við Islendingar.
Það er verðugt umhugsunarefni
að hvaða útlendingur sem er getur
skipulagt, auglýst og selt skoðun-
arferðir um ísland, til hvaða staðar
sem er og notað hvers konar farar-
tæki sem honum dettur í hug án
þess að þurfa að leita samþykkis
eða samráðs við íslensk yfirvöld
s.s. Náttúruverndarráð eða lan-
deigendur. Með því að framfylgja
ekki reglum sem í gildi eru hér á
landi er í raun verið að auðvelda
útlendingum að undirbjóða íslenska
aðila.
Einhver kann að spyija hvort
okkur íslendingum sé ekki heimilt
að skipuleggja að eigin vild ferðir
til annarra landa. Jú, víst er það
svo, að því marki þó að við getum
ekki farið eftirlitslaust hvert sem
er, t.d. getum við ekki tjaldað hvar
sem er heldur er okkur stýrt á
skipulögð tjaldsvæði þar sem okkur
er gert að greiða ákveðið gisti-
gjald. Margir erlendir hópar sem
hingað koma sækjast eftir að tjalda
sem lengst frá skipulögðum tjald-
svæðum til að spara og skilja þar
eftir sig úrgang í alls kyns formi.
Ef þeir tjalda í nágrenni skipu-
lagðra tjaldsvæða ér það aðeins til
að geta notað hreinlætisaðstöðuna
eða leitað skjóls í skálanum ef
hvessir, en telja sig ekki eiga að
borga gjald af því að þeir gista
utan svæðisins.
Erlendis, þar sem ferðaþjónusta
hefur þróast hvað lengst, er það
skylda að erlendir ferðamannahóp-
Birna G. Bjarnleifsdóttir
„Þessu má í raun líkja
við það að erlend út-
gerðarfyrirtæki létu
skip sín veiða á íslensk-
um fískimiðum eða að
erlendir bændur kæmu
með búpening sinn til
sumarbeitar á íslandi.“
ar hafi þarlendan leiðsögumann í
bílnum í skoðunarferðum. Er það
t.d. regla í Austurríki, Israel,
Egyptalandi og Tyrklandi, einnig á
Spáni, Kýpur, Möltu, Grikklandi
og Ítalíu. Flestir íslenskir farar-
stjórar þurfa annars atvinnuleyfi
þegar þeir eru við vinnu erlendis.
Það færist í vöxt að erlendir ferða-
mannahópar ráði ekki íslenska leið-
sögumenn í ferðir um Island heldur
noti erlenda kokka og bílstjóra sem
„leiðsögumenn“ án tillits til þess
hvort þeir eru menntaðir sem slíkir
eða þekki yfirleitt nokkuð til hér á
landi. Svo er að sjá sem íslensk
rútufyrirtæki reyni að ná til sín
viðskiptum við útlendingana með
því að bjóðast til að útvega þeim
svokölluð „starfsleyfi“ hér á landi
og komast þannig hjá því að ráða
íslenska leiðsögumenn. Þannig er
„samvinnan“ í íslenskri ferðaþjón-
ustu í framkvæmd.
Að jafnaði eru þeir ferðamanna-
staðir sem við Islendingar heim-
sækjum á erlendri grund af öðrum
toga en viðkvæmu hálendisstaðirn-
ir okkar sem heilla útlendingana.
Eða getum við líkt stöðum eins og
Legolandi, Louvre-safninu eða Pét-
urskirkjunni við Landmannalaugar
eða Herðubreiðarlindir hvað snertir
viðkvæmt umhverfi? Á Louvre-
safninu eru gæslumenn sem gæta
listaverkanna, á Akropolis og í
Kolosseum eru einnig gæslumenn.
Þar er nefnilega ekki leyft að ferða-
menn taki upp hamar og meitil til
að ná sér í ódýran minjagrip eða
valdi öðrum spjöllum. En hvaða
aðhald hafa erlendir ferðamenn á
íslandi? Ekkert. Þeir geta að vild
spænt upp viðkvæman gróður og
höggvið upp náttúruminjar. Regl-
um sem í gildi eru er ekki einu
sinni framfylgt.
Sem dæmi má nefna erlendan
ferðamannahóp sem er í fylgd
íslensks leiðsögumanns við Geysi.
Þar hefur verið komið upp girðingu
umhverfis hverinn og það brýnt
fyrir íslenskum leiðsögumönnum
að fara ekki inn fyrir girðingu með
farþega sína. Sá erlendi ferðamað-
ur sem er svo óheppinn að vera í
fylgd löghlýðins íslensks leiðsögu-
manns fær ekki þann draum upp-
fylltan að dýfa puttanum í hverinn
eða beija Geysi sjálfan augum. Sá
erlendi ferðamaður sem kemur að
Geysi með erlendum „leiðsögu-
manni“ (sem oftast er ekki mennt-
aður sem slíkur) beygir sig einfald-
lega undir kaðalgirðinguna og fær
gamla ósk uppfyllta: Að standa á
barmi Geysis. Sama myndi gilda
ef óskin væri sú að höggva bita
af kísilhellunni og taka með sem
minjagrip. Með öðrum orðum: Ef
þú vilt sjá Geysi skaltu ekki fara
í ferð þar sem er íslenskur leiðsögu-
maður heldur með erlendum aðila
sem skiptir ekki við heimamenn.
Hér er lausleg þýðing á frásögn
eins af erlendu hópunum sem vora
á ferð hér á landi: „Við beygðum
af aðalveginum og fórum á slóð
sem lá upp fjallið í bugðum og
beygjum. Það tók okkur 4 klst. að
brjóta okkur leið eftir þessari fáf-
örnu og afskekktu slóð, þar sem
skiptust á grasbalar og hraunflák-
ar. Smám saman varð umhverfið
eyðilegra og landslagið minnti
óneitanlega á tunglið. Eftir 30 km
akstur náði slóðin ekki lengra. Þá
fóru tveir okkar í rannsóknarleið-
angur á mótorhjólunum. Fyrst var
eins og hörð skel væri á jarðvegin-
um, en svo sukku hjólin í svörðinn
og skildu eftir sig djúp för. Við
börðumst áfram til kl. eitt um nótt-
ina.“
Og hér er önnur frásögn: „Við
erum komin til íslands! Hópur fólks
þyrpist að jeppanum okkar, ekki
af því að Islendingar þekki ekki
slík farartæki sjálfir, heldur er það
útbúnaðurinn okkar sem vekur at-
hygli þeirra: Marglit reipin, jökla-
búnaðurinn og þó sérstaklega mót-
orhjólin með nagladekkjunum. Eða
eru það e.t.v. skærlitu jakkarnir
okkar, sem enn eru ekki komnir í
tísku á íslandi?. .. Við ætlum að
aka á jeppanum yfir hálendið og
þegar við komumst ekki lengra á
jeppanum höldum við áfram á tor-
færuhjólunum . .. Færðin er erfið,
bara mold, hnullungar og hraun.
Við glímum við brekkur, upp og
niður, og nýtum okkur öll drifin.
Eftir sjö tíma skak höfum við ekki
náð lengra upp í fjallið en í 1.000
m hæð.“
Margir útlendinganna sem hing-
að koma á eigin vegum gera gys
að sofandahættinum í okkur íslend-
ingum í ferða- og umhverfismálum.
Hve lengi eigum við að sofa á verð-
inum? A hátíðastundum er þess oft
getið að íslensk ferðaþjónusta sé
sú atvinnugrein sem í framtíðinni
muni skapa hér flest ný atvinnu-
tækifæri og afla okkur gjaldeyris-
tekna. Er ekki ýmislegt sem við
þurfum að gera til þess að svo
geti orðið í raun? Það er ekkert
sjálfsagðara en að taka vel á móti
þeim gestum sem vilja sækja okkur
heim, en við eigum ekki að láta
þá yfiganga okkur. Sumir myndu
kalla núverandi ástand þjónkun við
útlendinga. Það er ekki óeðlilegt
þótt það taki þjóð sem búið hefur
við hefðbundnar atvinnugreinar
eins og sjávarútveg og landbúnað
um aldaraðir einhvern tíma að læra
á nýjan atvinnuveg eins og ferða-
þjónustu, En er ekki kominn tími
til að við brettum upp ermarnar
og tökum þessi mál föstum tökum?
Sýnum nú dug, djörfung og hug.
Höfundur er forstöðuma ður
Leiðsöguskólans.
Meiriháttar hátíð fyrir alla nálgast.
íþróttir * tjaldbúðalíf - rokk - tívolí * líf og leikur,
20. LANDSMÖT UMFÍ
Mosfellsbæ 12.-15. júlí 1990
i
I
I
[
I
i
Í
I
>
Í
I
i
*
i