Morgunblaðið - 13.07.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.07.1990, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1990 Minning: Erlingur Jóhannsson fyrrum bóndi íAsbyrgi Fæddur 2. nóvember 1903 Dáinn 27. júní 1990 Erlingur Jóhannsson, fyrrum bóndi og skógarvorður í Ásbyrgi í Kelduhverfi, lést eftir skamma sjúk- dómslegu á Landakotsspítala að- faranótt 27. júní sl. á 87. aldurs- ári. Hann verður jarðsettur í dag frá Kópavogskirkju. Erlingur var fæddur í Arnanesi í Kelduhverfi 2. nóvember 1903 og voru foreldrar hans þau Jóhann Jóhannsson, sem fæddur var á Hofi í Flateyjardal og kona hans, Sigurveig Árnadóttir frá Ytra- Álandi í Þistilfirði. Erlingurólst upp í Arnarnesi við öll algeng sveita- störf, ásamt fjórum systkinum, þeim Árna, Gunnari, Rannveigu og Birni, en þau eru nú öll látin fyrir nokkrum árum. ^Eins og títt var á uppvaxtarárum Erlings hafði unga fólkið í þá daga ekki tækifæri eða efni á langri skólagtöngu. Þó svo að öll skóla- ganga Erlings fram að fermingar- aldri hafi aðeins verið einn mánuður í farskóla, fór þó svo að Erlingi gafst tækifæri til að stunda nám við Bændaskólann á Hvanneyri á árunum 1924 til 1926 og minntist hann alla tíð þeirrar skólavistar með sérstakri hlýju og ánægju. Erlingur var hins vegar, eins og flestir af hans kynslóð, sjálfmennt- aður og vel að sér um flesta hluti, enda var hann prýðilega gi'eindur og næmur fyrir umhverfi sínu. Erlingur kvæntist árið 1934 Sigrúnu Baldvinsdóttur frá Ófeigs- stöðum í Ljósavatnshreppi, hinni mestu afbragðskonu, sem lifir nú mann sinn. Þau Erlingur og Sigrún hófu sinn búskap fyrst í Arnanesi og sfðar á Meiðavöllum en árið 1938 fluttu þau í Ásbyrgi, ásamt Sigurveigu, móður Erlings, og Birni, tvíburabróður hans. í Ásbyrgi bjuggu þau sleitulaust til ársins 1961, en þá fluttu þau öll til Reykjavíkur. Þó Eriingur kenndi sig iðulega við æskustöðvar sínar á Arnanesi er óhætt að fullyrða að Ásbyrgi var honum ekki síður hug- leikið. Þegar Erlingur og Sigrún fluttu í Ásbyrgi var ekki mikið um búskap að ræða sökum þess hvað jörðin var landlítil og var þvi ekki alveg nóg að treysta á búskapinn einan, ef afkoman átti að vera þolanleg. Nokkrum árum áður en Erlingur kom í Ásbyrgi, á meðan hann bjó í Arnanesi, hafði hann tekið að sér umsjón með girðingum og sáningu fyrir Sandgræðslu ríkisins og hélt hann því starfi áfram allt til ársins 1947. Þá var hann um nokkurt árabil endurskoðandi reikninga Kaupfélags Norður-Þingeyinga á Kópaskeri. En mesta vinnan, utan hins hefðbundna búskapar, var að sjálfsögðu umsjón með hinu friðaða landi í Ásbyrgi, bæði við grisjun og gróðursetningu á vorin, og þó ekki síður almennt eftirlit á sumrin með þeim ferðamönnum, sem leið áttu um Byrgið. Framan af árum var varla hægt að segja að Erlingur hefði fengið kaup við þessa umsjón, en síðustu 10 árin var Erlingur skipaður skóg- arvörður á hálfum launum. Þá er ekki síður vert að geta þess að um árabil rak fjöslkyldan greiðasölu yfir sumarmánuðina fyrir ferða- langa og þó sú starfsemi væri ekki stór í sniðum var af henni veruleg búbót. Þannig hjálpaðist margt við að gera jörðina í Ásbyrgi byggilega þó búskapnum væri settar þröngar skorður, eins og áður segir. Þegar Erlingur bjó í Kelduhverfi hlóðust á hann mörg ábyrgðarstörf. Hann var m.a. í hreppsnefnd Keldu- neshrepps á árunum 1933 til 1938 og oddviti þar 1942 til 1961. Sýslu- nefndarmaður var hann á árunum 1938 til 1961. Ekki sóttist Erlingur eftir þessum vegtyllum, heldur var kallaður af sveitungum sínum til þessara starfa, sökum mannkosta sinna og hæfileika. Öll þessi ábyrgðarstörf, svo og mörg önnur, sem ekki verða hér talin upp, rækti Erlingur að stakri samviskusemi og alúð. Óhætt er að- fullyrða að í Ás- byrgi áttu þau Erlingur og Sigrún sín hamingjuríkustu ár. Þar eignuð- ust þau og ólu upp í ástríki börnin sín fjögur. Elst er Sigurveig, starfs- maður hjá Félagsmálstofnun Kópa- vogs, gift Jónasi Jonssyni, búnaðar- málastjóra. Þá Hulda, fulltrúi hjá Mjólkursamsölunni, gift Jónasi Hallgrímssyni, deildarstjóra í Ríkis- endurskoðun. Næst í röðinni er Kristín, deildarstjóri í Samvinnu- bankanum, gift undirrituðum, og loks Baldvin Jóhann, sölustjóri hjá Honda, kvæntur Guðrúnu H. Jóns- dóttur, útibússtjóra hjá íslands- banka. Alls eru barnabörnin 11 og barnabarnabörnin eru nú þegar orð- in 7 að tölu. Erlingur var með afbrigðum ljóð- elskur maður og voru hans uppá- haldsskáld þeir Einar Benediktsson og Stephan G. Stephansson og er mér nær að halda að hann hafi kunnað flest kvæði þessara öndveg- isskálda utanbókar. Sjálfur orti Erlingur töluvert allt frá unga aldri. Aldrei flíkaði þó hann kveðskap sínum að fyrra bragði. Þó kvæði Erlings hafí aldrei verið gefin út í bók hafa þau þó sum hver verið flutt opinberlega, einkum í útvarp- ið. Ekki er mér ljóst hvenær menn hætta að vera hagyrðingar og byija að vera skáld eða hvar skilin liggja nákvæmlega í þeim efnum, en í mínum huga og margra annarra var Erlingur meira skáld en hagyrð- ingur, enda bera kvæði hans þess merki. Erlingur hafði í kveðskap sínum ekki síst alveg sérstakt næmi fyrir náttúrunni og fegurð landsins og fór afar varfærnum höndum um yrkisefnið. Eftir að þau Erlingur og Sigrún fluttu til Reykjavíkur gerðist Erl- ingur starfsmaður Búnaðarbanka íslands, lengst af í Stofnlánadeild landbúnaðarins. Þar vann Erlingur, þar til að hann hætti störfum vegna aldurs. í Reykjavík bjuggu þau hjónin lengst af á Laugarnesvegin- um en síðari hluta árs 1987 fluttu þau Erlingur og Sigrún í sérstaka þjónustuíbúð í tengslum við Sunnuhlíð, hjúkrunarheimili aldr- aðra í Kópavogi. Nú þegar Erlingur er kvaddur er sérstök ástæða til að þakka eigin- konu hans, Sigrúnu Baldvinsdóttur, fyrir hennar þátt í lífsstarfi Erl- ings, en hún annaðist heimili þeirra að stakri kostgæfni og alúð. Erlingur Jóhannsson var maður fríður sýnum. Hann var grannur maður vexti, en hávaxinn og beinn í baki fram undir síðustu ár. Snyrti- mennska var honum í blóð borin. En fyrst og síðast var hann mann- kostamaður, fjölfróður, athugull og sanngjarn. Ég þakka Erlingi fyrir góð kynni, sem aldrei bar skugga á, og ég veit að ég tala þar fyrir munn þeirra sem kynntust honum og áttu með honum samleið gegn- um lífið. Það fer vel á því að ljúka þessum minningarorðum með kvæði eftir Erling sem nefnist Tvennar tíðir. Laufin sölna, laufin falla. Litverp hönd og sinaber, út í húmið eyðihljóða strýkur blöð af barkarlitum greinum. Vorið bíður, vorið kallar, vaknar allt og lifna fer, kvikur fugl í lundi Ijóðar. Skógurinn angar mjúkum grænum greinum. Hárin grána, hárin falla, hrukkast kinn og blikna fer eins og hendir allan jarðargróða, svo sem blöð af barkarlitum greinum. Feigðin bíður, feigðin kallar, fylgja skaltu einni mér gegnum dauðahliðið hljóða. Skógurinn angar mjúkum grænum greinum. Blessuð sé minning Erlings Jó- hannssonar. Hrafh Magnússon Minning: Hjónin fráJBurstar- brekku í Ólafsfírði Gottlieb Fæddur 4. ágúst 1890 Dáinn 21. maí 1980 Guðrún Fæddur 6. maí 1894 Dáin 15. ágúst 1981 Á þessu ári eru liðin eitt hundrað ár frá fæðingu Gottliebs Halldórs- sonar bónda í Burstarbrekku í Ólafsfirði. Hann fæddist á Kvía- bekk 4. ágúst 1890. Foreldrar hans voru hjónin Þorgn'mur Halldór Guð- mundsson frá Skeggjabrekku í Ólafsfirði og Guðrún Margrét Gott- skálksdóttir frá Ytra-Kálfskinni í Stærri-Árskógssókn. Foreldrar Halldórs voru Guðmundur Ásgríms- son bóndi í Skeggjabrekku og Búð- arhóli og kona hans, Guðrún Magn- úsdóttir. Þau voru bæði fædd og uppalin í Ólafsfirði og voru forfeður þeirra bændur bæði þar og í inn- sveitum Eyjafjarðar. Mörgum for- feðra Halldórs búnaðist vel í Ólafs- firði. Gott dæmi um það er að árið 1847 var dánarbú Ásgríms afa hans frá Skeggjabrekku virt'á 849 dali og var þó tvíbýlt á jörðinni. Bændur í Ólafsfirði gátu á fyrri hluta 19. aldar kömist í góðar álnir ekki síður en bændur í þeim sveitum sem nú eru taldar búsældarlegar. Foreldrar Guðrúnar Margrétar Gottskálksdóttur voru Gottskálk Jónsson bóndi á Ytra-Kálfskinni og ýmsum bæjum í Svarfaðarda! og Lilja Sveinsdóttir. Að Guðrúnu og hennar fólki stóðu eyfírskar ættir svo langt sem rakið verður. í föðui'- ætt hennai' er karlmannsnafnið Gottskálk notað mann fram af manni. Sagt er að Gottlieb Halldórs- son hafi átt að heita Gottskálk en prestur sá sem skírði hann hafi fengið foreldra hans til að breyta nafninu. Árið 1891 varð Halldór bóndi í Burstarbrekku. Þau Guðrún bjuggu einnig um tíma á Vatnsenda en frá 1903 til 1925 byggði Halldór Burst- arbrekku og eignaðist hann helming jarðarinnar. Börn þeirra Halldórs og Guðrúnar, auk Gottliebs, voru: Anna Guðlaug, Ingimundur, Helgi Kristinn og Jónína Baldvina. Seinni kona hans var Ingibjörg Gísladótt- ir, þau ólu upp Ólöfu Ingimundar- dóttir Árið 1907 fluttist Guðrún Hall- dóra Frímannsdóttir til Ólafsfjarðar frá Fljótum í Skagafirði. Hún var fædd 6. maí 1894 að Deplum í Stíflu. Foreldrar hennar voru Arngrím- ur Frímann Steinsson bóndi á Depl- um og seinna Lundi í Fljótum og kona hans, Halldóra Sigurbjörg Friðriksdóttir. Frímann var stór maður vexti og þrekinn. Hann var rammur að afli og eru til af honum margar góðar sögur sem greina frá kröftum hans og hörku. Árið 1907 fluttust þau að Þverá í Ólafsfirði og stuttu seinna að Vatnsenda. Guðrún kom' til Ólafsfjarðar með foreldrum sínum óg var með þeim til 1910 en þá fór hún vinnu- mennsky á Þrasastöðum í Fljótum. Árið 1912 hófu Frímann og Sig- urbjörg búskap í Burstarbrekku og þar bjuggu þau til 1915. Árið 1913 kom Guðrún aftur í foreldrahús og þá kynntist hún verðandi manni sínum sem bjó á sama stað hjá föð- ur sínum og stjúpu. Systkini Guð- rúnar voru Laufey, Jón vélsmíða- meistari í Ólafsfirði, Sveinn Ásgeir skipstjóri í Ólafsfirði og Óli skó- smiður í Reykjavík. Frímann var Skagfírðingur en ættmenn Halldóru Sigurbjargar voru fjölmennir í innsveitum Eyja- fjarðar og Suður-Þingeyjarsýslu einkum Fnjóskadal. Faðir Frímanns var Steinn Jónsson bóndi í Tungu í Stíflu en móðir hans hét Guðrún Sveinsdóttir, einnig frá Fljótum. Foreldrar Halldóru Sigurbjargar voru Friðrik Friðfinnsson bóndi í Hléskógum í Höfðahverfi, í Suður- Þingeyjarsýslu og Þórunn Guð- mundsdóttir, kona hans. Hinn 27. desember 1914 gaf séra Helgi Árnason Guðrúnu Frímanns- dóttur og Gottlieb Halldórsson sam- an í hjónaband í Kvíabekkjarkirkju. Þau hófu búskap sinn í Burstar- brekku sama ár. Jörðin var 16,9 hundraðajörð samkvæmtjarðamati frá seinni hluta 19. aldar. Þar var oftast tvíbýli á 19. öld og fram á þá 20. og stundum þríbýlt. Fáar jarðir í Ólafsfirði brauðfæddu fleiri einstaklinga á 19. öld en Burstar- brekka, en árið 1917 skiptist jörðin í tvær litlar jarðir er nýbýlið Hlíð var byggt úr landi hennar. Þrjár fjölskyldur skiptu með sér Burstar- brekku þegar Gottlieb og Guðrún hófu þar búskap því þar bjuggu þá einnig faðir Gottliebs og stjúpa og foreldrar Guðrúnar. En þröngt mega sáttir sitja og þetta var í raun stór fjölskylda eins og algengt var að byggi undir sama þaki hér á landi á fyrri öldum. Öll járn voru höfð úti við mataröflun og Gottlieb stundaði lengi sjó jafnframt bú- störfum. Árið 1923 fluttust Gottlieb og Guðrún með fjölskyldu sína að Hornbrekku, jörð sem var næst Ólafsijarðarkauptúni í austursveit- inni. Þw bjuggu þau til 1928 að þau fluttust á ný að Burstarbrekku. Þau keyptu jörðina og byijuðu að byggja hana upp. Þau byggðu nýtt íbúðarhús úr timbri og útihús voru einnig endurnýjuð. Túnasléttun var aukin og nýrækt sinnt meira en áður. Það gerði slíkt starf þó erfið- ara að lönd Burstarbrekku og Hlíðar skiptust í marga litla og dreifða túnbleðla. Seinna, eftir að ræktun með vélum var hafin fyrir alvöru, var landinu skipt og túns- kikar hvorrar jarðar sameinaðir. Gottlieb og Guðrún áttu barna- láni að fagna. Upp komust níu börn en stúlku sem skírð var Guðrún Sigurbjörg misstu þau mánaðar- gamla. Börn þeirra eru: Halldóra Ingibjörg húsmóðir í Ólafsfirði, f. 1916, gift Ingva Guðmundssyni verkamanni. Siguijóna Sveinfríður húsmóðir í Reykjavík, f. 1918, gift Sverri Sigfússyni vélstjóra. Mundína Kristrún húsmóðir í Reykjavík, f. 1919, gift Björgvini Kristóferssyni leirkerasmið. Olgeii' hitaveitustjóri í Ólafsfirði, f. 1921, kvæntur Unni Lovísu Friðriksdóttur húsmóður. Laufey húsmóðir í Reykjavík, f. 1922, ekkja Sigurðar Guðmundssonar símamanns í Reykjavík sem lést árið 1980. Anna Baldvina húsmóðir í Ólafsfírði, f. 1924, gift Guðmundi Ólafssyni skipstjóra. Dómhildur hjúkrunar- fræðingur, f. 1927, gift Guðmundi Halldórssyni verkfræðingi. Þau búa í Garðabæ. Þórunn húsmóðir í Vog- um, f. 1929, gift Jóni Þórðarsyni slökkviliðsmanni. Konráð fyrrver- andi bóndi í Burstarbrekku, f. 1930, kvæntur Svövu Friðþjófsdóttur hús- móður. Gottlieb Halldórsson tók mikinn þátt í félagsmálum. Árið 1914 var hann einn af fimmtán mönnum sem stofnuðu Sparisjóð Ólafsfjarðar. Hann starfaði í Framsóknarflokkn- um og var kosinn fulltrúi hans í bæjarstjórn Ólafsfjarðar kjörtíma- bilið 1954-1958. Þá starfaði hann í ungmennafélagshreyfíngunni, Búnaðarfélagi Ólafsfjarðar og öðr- um félagsskap bænda. Hann var gerður að heiðursfélaga búnaðarfé- lagsins á fimmtíu ára afmæli þess árið 1955. Guðrún lét sig félagsmál- in í sveit sinni líka varða. Hún var t.d. virkur félagi í slysavarnasveit kvenna um árabil. Á fimmtugsaldri kenndi Gottlieb sjúkdóms í mjöðmum sem gerði honum erfitt um hreyfingu. Kölkun- in ágerðist og varð hann loks að ganga við hækjur og þannig muna ef til vill flest barnabörn hans eftir honum. • Gottlieb og Guðrún hættu búskap árið 1959 en bjuggu áfram í Burst- arbrekku hjá Konráð syni sínum og Svövu Friðþjófsdóttur tengda- dóttur. Gottlieb andaðist 21. maí 1980 en Guðrún 15. ágúst 1981. Afkomendur Burstarbrekku- hjóna eru fjölmarjgir. Nú um miðjan júlí hittast þeir í Olafsfirði og heiðra minningu ættföður og ættmóður. Friðrik G. Olgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.