Morgunblaðið - 13.07.1990, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.07.1990, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1990 \ Svipmynd frá Landmannalaugum; Skáli Ferðafélags íslands. Höskuldur Jónsson * „I þessari ferð má líta stórbrotna náttúru ís- lands, mikilvirkar eld- stöðvar, beljandi ár, úfin hraun og svarta sanda.“ Velkomin í Varðarferð í Landmannalaugar eftir Höskuld Jónsson Leið okkar liggur að þessu sinni austur yfir Hellisheiði, um Skeiða- veg, upp Gnúpverjahrepp, Þjórsárdal, um Sigöldu til Land- mannalauga. Til baka förum við um Dómadal, Landsveit og um Holtin til Reykjavlkur. í þessari ferð má líta stórbrotna náttúru íslands, mikilvirkar eldstöðvar, beljandi ár, úfin hraun og svarta sanda. Við höldum inn á öræfi íslands. Landmannalaugar eru í 600 m hæð yfir sjó. Þarna undir hraunjaðri er gróður sem nærist á heitu og köldu vatni, er sprettur undan Laugahrauninu. Þótt gróð- urinn minni frekar á engjar lág- lendis en reginöræfi er oft svalt í Laugunum. Veríð því vel búin, á góðum skóm og með hlífðarföt og nesti. Það er óþarfi að láta svalann aftra sér frá útiveru. Ferðin hefst við Valhöll kl. 8 að morgni laugardagsins 14. júlí. Farastjóri verður í hverri bifreið leið okkar. í þessu greinarkorni mannlaugar og næsta nágrenni Það er einkum þrennt sem er lýsir því sem fyrir augu ber á verður því aðeins rætt um Land- þeirra. dregur að sér athygli ferðamanna í Langahrauni. Hin litskrúðuga Brennisteinsalda til hægri. í Laugunum. í fyrsta lagi ótrúleg litadýrð, í öðru lagi margbreyti- legar eldstöðvar og í þriðja lagi gróðurvin meðfram Laugalækn- um. Fjallahringur Lauganna er svo litríkur að næst gengur óhófi. Þar eru Suður-Námur, Barmur og Hábarmar úr ljósu Hpartti með rauðbrúnum klettum, Bláhnúkur, grænblár, Brennisteinsaldan í öll- um regnbogans litum og biksvart Laugahraunið, Til að magna þessa mynd eru fjöll og hraun skreytt fönnum og grænum mosa- gróðri. Laugarnar. eru paradis áhuga- manna um jarðfræði. Á þessu svæði hefur gosið a.m.k. 6 sinnum eftir ísöld og tvö þau síðustu um 900 og 1500 e.kr. Ljóti-pollur er sprengigígur geysimikill um háls, barmarnir háir og hafnir upp af orku eldsins. Niðri í gígnum er grænblátt vatn. í árbók Ferðafé- lags íslands frá 1933 segir Pálini heitinn Hannesson svo frá; „Land- menn kalla það (vatnið) Ljóta- poll og hafa trúað því, að kringum það væri eitthvað óhreint á sveimi, sem villti um fyrir vegfarendum og reyndi að lokka þá niður í gíginn. Vist er það, að vatnið ork- ar á mig með undarlegu seið- magni, likt og óráðið auga. Og fagurt er þetta listaverk undir- heimanna. Litur og form eru sam- stiilt í fulikomna heild.“ Laugahraunið og Námahraunið eru til orðin út þykkfljótandi liparítseðju. Hæð hraunbrúnar- innar við Laugalækinn staðfestir þetta. Þessum hraunum má fylgja til upptaka og getur þar að líta tröllslega gígtappa sem stirnað hafa í lok gossins. í Grænagili við Bláhnúk má sjá hvernig fer þegar líparítgos verður undir jökli eða í vatni en einkenni þess eru bik- steinseitlar og glersalii. Fram í Vondugiljum eru hverir skreyttir þráðum kísilþörunga. Er sem slör hafi verið breytt yfir þá. Gróðurvinin í Landmannalaug- um er ekki stór að flatarmáli. Mestur hluti hennar er mýri. Þarna má finna engjarós, mýra- dúnurt, lyfjagras, smára og fífu. Laugasvæðið í heild er gróður- lítið. Ferðalangar geta ekki geng- ið að þvl vísu að finna þúfu til að tylla sér á. Sennilega er best fyrir þátttakendur í Varðarferð- inni að snæða bitann sinn austan varnargarðsins sem heldur jök- ulkvtslinni frá Laugafitinni. Þar eru ógrónir áraurar og því þjóðráð að hafa með sér teppi eða púða til að sitja á meðan nestis er neytt. Höfimdur er farurstjóri í Varðarferðinni á morgun, laugardag. Schubert, Sólrún og Jón- as í Listasafiii Sigurjóns ________Tónlist__________ RagnarBjörnsson Þegar undirritaður heyrði Sól- rúnu Bragadóttur í fyrsta skipti á tónleikum í Norræna húsinu fyrir nokkrum árum, fór ekki milli mála að þar fór söngkona sem gera mátti væntingar til I framtíðinni og Sólrún hefur ekki brugðist. Röddin hefur þroskast og listræn meðferð mótast. Að ná fótfestu á þýsku óperusviði, þótt ekki sé eitt af þeim stærri, er nokkuð sem margir sópranar mæna til, en fáir fá inni. Nú er Sólrún á förum frá óperunni. í Kaiserslautem til óperunnar í Hannover þar sem Pamina verður hennar fyrsta viðfangsefni og er henni hér óskað til hamingju með áfangana fram að þessu. Verkefn- in á tónleikunum á þriðjudags- kvöldið voru öll eftir Schubert og mörg þeirra meðal þekktustu sönglaga hans. Söngrödd Sól- rúnar hefur óvenju fallegan lit og hvort sem hann minnir á silfur, eða kannski öllu frekar á kopar, þá tekst S'ólrúnu að beita þessari fallegu rödd í þágu viðfangsefnis- ins hveiju sinni. Þó saknaði mað- ur meiri tilbreytni í meðferð lag- anna, eða kannski öllu heldur að tilbreytnin hefði verið meira „bewusst“, en einnig háir að þurfa að vera með nótur fyrir framan sig. Best tókst Sólrúnu upp í lög- um þar sem hún söng veikt út í gegn eins og „Im Abendrot", „Wanderers Nachtlied" og „Nacht und Treurne". Lög eins og „Raste, Krieger", sem er margslungin tónsmíð hefði t.d. þurft skarpari línur til þess að fá allar myndir lagsins skýrar og þar á ég einnig við píanóleikinn. Það þarf mikið til að fá þessar gömlu perlur til að lifna, svo að eftirminnilégt verði og þarf kannski til langan þroska til að svo geti orðið. Ave María fær því aðeins sitt him- neska yfirbragð að flutningurinn sé í algjörri ró og að öllum per- sónulegum freistjngum sé ýtt til hliðar. Sama má segja um „Die holde Kunst" sem þrífst aðeins við fyrirhafnarlausa lotningu fyrir listinni. Sólrún á vonandi langan þroskaferil framundan og spenn- andi verður að fylgjast með þeim áföngum. Jónas er orðinn sjóaður mjög Jónas Ingimundarson sem píanóleikari með söngvurum, studdi enda flutning Sólrúnar með ágætum. Hvort sem er hljómburði hússins að kenna, eða hljóðfær- inu, þá hljómar neðra tónsvið hljóðfærisins ekki I jafnvægi við efri hluta tónsviðsins og vill bass- inn verða of sterkur, þetta er til athugunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.