Morgunblaðið - 13.07.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.07.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1990 Morgunblaðið/Ottó Eyfjörð Séð yfir Hvolsvöll og inn á hálendið, Hekla og Þríhyrningur í fjarska. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Hluti starfsmanna sláturhússins á Hvolsvelli var við vinnu þegar Morgunblaðsmenn komu í heimsókn. Ef áætlanir ganga eftir gæti starfsmannafjöldinn allt að fimmtánfaldast miðað við þennan hóp. Aform Sláturfélags Suðurlands um uppbyggingu a Hvolsvelli; Eins og ígildi stór- iðju á stærri stöðum Róttæk breyting hjá Sláturfélaginu, segir Steinþór Skúlason forstjóri GREIN: Árni Johnsen MYNDIR: Sigurgeir Jónasson HIÐ rótgróna fyrirtæki, Slátur- félag Suðurlands, hefúr uppi áform um það að flytja hrygginn úr kjötvinnslu sinni heim í hér- að, frá Reykjavík til Suður- lands, nánar tiltekið á Hvolsvöll í Rangárvallasýslu. Ymsar ástæður koma til. Um árabil hefur það verið skoðun margra Sunnlendinga að eðlilegt væri að flytja aukna vinnslu á það svæði sem framleitt er á, sér- staklega með tilliti til þess að skortur hefúr verið á atvinnu víða á Suðurlandi. Þá þykja það fullgild rök einnig í málinu að samgöngur við helstu pláss á Suðurlandi eru orðnar svo góð- ar með bættri vegagerð að þessi pláss eru á sinn hátt hluti af Stór-Reykjavíkursvæðinu. Það tekur álíka langan tíma að aka tvisvar sinnum á milli Breið- holts og Seltjamarness og frá Reykjavík á Hellu eða Hvolsvöll. Sláturfélag Suðurlands lagði í mikia fjárfestingu við byggingu húss í Laugamesi í Reykjavík, en þessi fjárfesting reyndist of mikil með breyttum aðstæðum og því verður Sláturfélagið að selja húsið, en sala þess er einmitt forsenda þess að unnt verði að flytja aðal- þátt kjötvinnslunnar á Hvolsvöll þar sem verulegur húsakostur er til staðar og aðgengilegt að mati Sláturfélagsmanna að byggja frek- ar upp starfsemina. Þá hefur Slát- urfélagið skuldbundið sig til þess að rýma sín gömlu hús fyrir mitt næsta ár, þannig að frestur til ákvarðana og athafna styttist. Ýmsir aðilar hafa sýnt áhuga á að kaupa Laugameshúsið, en mál hafa ekki gengið upp. Fyrr á þessu ári komu upp hugmyndir um að ríkisvaldið keypti húsið, annað- hvort fyrir Þjóðminjasafnið sem er mjög aðþrengt bæði innan húss og utan eða fyrir Listaháskóla ís- lands. Áhuginn virðist hafa beinst fremur að kaupum á húsinu fyrir Þjóðminjasafnið, enda staðsetning einstaklega góð með tilliti til iim- ferðar og annarra þátta sem skipta máli í staðsetningu Þjóðminjasafns íslands. Ríkisstjórnin fjallar nú um málið, en auk þess að vilji virðist vera til þess hjá mörgum alþingisr mönnum að liðka til fyrir Sláturfé- Steinþór Skúlason forstjóri Slát- urfélags Suðurlands. ísólfur Gylfi Pábnason sveitar- stjóri. Þessi blómarós var að hlúa að gróðri á Hvolsvelli. lagi Suðurlands í erfiðri stöðu þá þykja mörgum full rök fyrir því að ríkisvaldið kaupi Laugames- húsið vegna þess að það tryggi myndarlega stöðu Þjóðminjasafns íslands á góðum stað í góðu húsi, en nefna má að engin sérstök bfla- stæði tilheyra nú gamla Þjóðminja- safnshúsinu og það er liðin tíð að menn gangi úr miðbænum til þess að heimsækja safnið. Laugarnesið er rómað fyrir fegurð og við athug- un á húsinu hefur komið í ljós að það gefur mikla möguleika fyrir stórbætta aðstöðu Þjóðminjasafns- ins. Á sölu þess byggjast forsendur Ólafúr Sigurjónsson stöðvar- stjóri. Sláturfélagsins fyrir frekari upp- byggingu á Hvolsvelli. Líklega yrði atvinnuleysi í Rangárvallasýslu úr sögunni „í okkar augum er allt gott við þessi áform Sláturfélagsins og við vonum að ríkisvaldið sjái sér hag í því að tryggja sér Laugarneshú- sið,“ sagði Isólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri á Hvolsvelli, í samtali við Morgunblaðið. „Það sem við sjáum fyrir okkur í þessu efni er meiri fjölbreytni og stöðugleiki í atvinnulífi en verið hefur áður þar sem við nýtum betur þá þjónustu Unnið við niðurskurð á kjöti í SS-húsinu á Hvolsvelli. Skipulag nýju byggðarinnar sunnan Hvolsins á Hvolsvelli. sem sem við höfum þegar byggt upp á löngu árabili. Þjónustukerfi okkar ræður við nokkur hundruð íbúa í viðbót og þessi uppbygging í vinnslu afurða myndi nýtast Hellu einnig og reyndar allri Rangár- yallasýslu, bæði plássunum og sveitunum. Uppbyggingin yrði mikilvægt skref inn í framtíðina fyrir fyrirtæki á Stór-Reykjavíkur- svæðinu að flytja starfsemi sína út á landsbyggðina. Þetta tæki- færi er upplagt til þess, samgöngur eru greiðar um allt héraðið, það er stutt til Reykjavíkur, tölvutækn- in opnar nýja möguleika og þannig getur þetta mál orðið til fyrirmynd- ar um aukið jafnvægi í byggð landsins. Víða erlendis eru fyrir- tæki að flytja frá stórborgunum í minni einingar. Okkur fínnst einn- ig mjög mikilvægt að framleiðslan á Suðurlandi verði í ríkari mæli atvinnuskapandi í fullvinnslu. Ef Vestmanneyingar myndu senda allan afla sinn óunninn þætti það ugglaust undarlegt, að ég tali ekki um ef þeir myndu senda hann allan óunninn til Reykjavíkur. Þeir gera það ekki og það eru sömu lögmál sem gilda hjá okkur í þessu. Við sjáum einnig hagræðinguna í þessu sambandi og möguleika á að nýta betur hið glæsilega húsnæði sem Sláturfélag Suðurlands hefur byggt upp hér og einnig hugsan- lega þann húsakost sem hér er vannýttur, en þar er um að ræða ágætis húsnæði sem gefur mikla möguleika. Þá má geta þess að við erum búin að láta skipuleggja byggð í Hvolsvelli til 2010, bæði iðnaðarbyggð og íbúðarbyggð, en ef Sláturfélagið flytur umrædda starfsemi sína hingað er það ámóta mikið mál fyrir okkur og að fá stóriðju á stærri staði. Mannafli í vinnslustöð SS yrði á við 25% mannafla í stóriðjuveri og líklega yrði atvinnuleysi óþekkt í Rangaár- vallasýslu. Ríkisstjómin hefur nú skipað nefnd 5 ráðherra til þess að fjalla um málið og þær ágætu tillögur sem liggja fyrir um nýtingu Lau- gamesshúss SS, allir þingmenn Suðurlands hafa lýst sig jákvæða í máliou, Verkalýðsfélag Rangæ- inga, SÁSS og fleiri aðilar, en mikilvægt er allra hluta vegna að fá niðurstöðu strax. Tilbúnir að taka á móti liðlega 100 starfsmönnum Ólafur Sigurjónsson, stöðvar- stjóri Sláturfélags Suðurlands á Hvolsvelli, sagði í samtali við Morgunblaðið að í sláturhúsinu sem var byggt fyrir nokkrum árum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.