Morgunblaðið - 13.07.1990, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1990
Hið nýj a utanríkis-
viðskiptakerfi,
sem EB stefiiir að
ÍSLAND Á BETRIVALKOSTI
eftir Hannes
Jónsson
Síðari grein
í fyrri grein minni um
EFTA/EB-viðræðurnar kom fram,
að gildandi utanríkisviðskiptakerfi
er okkur hagstætt. Hvað kallaði þá
á viðræðurnar um nýtt EES?
Upphaf málsins er, að Efnahags-
bandalagið, sem starfað hefur síðan
1958 á grundvelli afbökunar á
fríverslunarkenningunni, ákvað á
árinu 1985, að upphaflegu markmið
EB um fijálsa fjármagnsflutniga,
einn vinnumarkakð með fijálsum
atvinnu og búsetaréttindum, fijáls
þjónustuviðskipti og fijáls vöru-
skipti skyldu kpma til framkvæmda
í árslok 1992. í janúar 1989 orðaði
Jacques Delors, þá forseti fram-
kvæmdastjórnar EB, tvo valkosti
fyrir EFTA-ríkin vegna breyting-
aiina á EB. Fyrst óbreytt sam-
skiptaástand á grundvelli gildandi
samninga. Annað mun víðtækara
samstarf EFTA og EB á grundveili
fjórfrelsisins í nýju Efnahagssvæði
18 Evrópuríkja. Leiðtogafundur
EFTA í Osló 14. og 15. mars 1989
samþykkti svo að hefja könnunar-
viðræður um málið. Þeim lauk 20.
mars 1990. Formlegar samninga-
viðræður EB og EFTA hófust svo
20. júní sl. fyrst og fremst að því
er virðist á grundvelli samningsum-
boð þess, sem ráðherraráð EB setti
samninganefnd sinni 18. júní si. og
við höfum þegar séð hversu aJgjör-
lega stangast á við það, sem íslend-
ingar telja sig hafa sett fram sem
fyrirvara. Jafnframt er skýrsian um
könnunarviðræðurnar, sem birt var
í síðari hluta mars, lögð til grund:
vallar samningaviðræðunum. I
henni segir m.a., að reglur Evr-
ópska Efnahagssvæðisins skuli, svo
sem reglur EB, hafa gildi sem al-
þjóðalög í aðildarríkjunum, þ. á m.
á íslandi, ef við verðum með, og
áhrif þeirra eigi að hafa gildi á
landssvæði allra 18 ríkjanna, eftir
að þessar reglur hafi tekið gildi.
Hið nýja
utanríkisviðskiptakerfi EES
Af fyrirliggjandi gögnum er ljóst
að stefnt er að því að koma á nýju
utanríkisviðskiptakerfi, sem mundi
hafa 5 aðaleinkenni:
1) Á 18 ríkja svæðinu væri fram-
kvæmd fríverslun og tollfrelsi með
iðnaðarvörur. Þessa njótum við þeg-
ar á grundvelli fríverslunarsamn-
inganna. Breytingin frá núverandi
kerfi yrði sú, að EFTA-ríkin mundu
múra sig inn í sameiginlegan Evr-
óputollmúr líkt og nú er í Efnahags-
bandalagsríkjunum.
Af þessu leiddi, að við gætum
ekki rekið fijálsa og óháða við-
skiptastefnu gagnvart utanbanda-
lagsríkjum eins og Bandaríkjunum,
Japan, Sovétríkjunum og t.d.
S-Ameríku. Eftir sem áður fram-
kvæmdu EB-ríkin sína flóknu og
umfangsmiklu hafta- og kvóta-
bundnu tollastefnu og styrkjapólitík
í landbúnaði og sjávarútvegi. Frek-
ari fríverslun með fisk fengist ekki
nema gegn veiðileyfum eða fijáls-
um innflutningi landbúnaðarvara
frá Suður Evrópuríkjum EB.
2) Fríverslun íþjónustugreinum,
þ.á m. bankastarfsemi, sdam-
göngum, ferðaþjónustu, trygging-
arstarfsemi, verðbréfa- og hluta-
bréfasölu, verktakastarfsemi og
jafnvel útvarps- og sjónvarps-
rekstri. Með því ofurfjármagni, sem
fjölþjóðafirmu Evrópumarkaðarins
hefðu yfir að ráða, yrði hinum smáu
íslensku firmum fljótlega rutt úr
vegi á samkeppnisgrundvelli í þeim
greinum, sem erlendu firmunum
þættu gróðavænlegar.
3) Fríverslun með fjármagn og
fjárfestingar, sem tryggði erlendu
firmunum möguleika á að kaupa
upp hver þau einka- og hlutafélög,
útgerðar- og fiskvinnslufélög, sem
þeir teldu gróðavænleg. Þannig
gætu þau líka komist bakdyrameg-
in inn í fiskveiðilögsögu okkar. Dr.
Sigmundur Guðbjarnason, háskóla-
rektor, orðaði þessa hættu á há-
skolahátíð 29. júní 1990 og sagði
m.a., að risavaxin erlend fyrirtæki
„gætu auðveldlega keypt mest allan
íslenska veiðikvótann og þær fisk-
vinnslustöðvar, sem arðbærar
þættu . . . og m.yndu einnig kaupa
Hannes Jónsson
„Staða samninganna
um Efiiahagssvæði Evr-
ópu bendir til þess, að
hið nýja kerfi gæti að-
eins haft í för með sér
meiriháttar tap fyrir
okkur bæði í hlutlægum
og óhlutlægum verð-
mætum.“
aðrar auðlindir íslands og þar með
fullveldið, ef við höldum ekki vöku
okkar.“ Ennfremur sagði hann að
þessi firmu gætu keypt upp „auð-
lindir okkar smátt og smátt án þess
við veittum því athygli."
4) Einn vinnumarkaður, fijáls
búsetu- og atvinnuréttur gæti leitt
til þess, að Ijölþjóðafirmu flyttu inn
ódýrt vinnuafl frá láglaunasvæðum
Evrópu, s.s. Grikklandi, Portúgal
og Spáni, en atvinnuleysi er nú víða
í EB-ríkjunum 10—17% og yfir 10
milljónir atvinnulausir á EB-svæð-
inu. Við þetta innflutta vinnuafl
yrði íslenskur verkalýður að keppa
með lækkandi kauptöxtum eða
verða atvinnuleysinu að bráð, því
gangvél hins nýja kerfis er ábata-
samur rekstur hinna erlendu stór-
fyrirtækja, ekki verndun félags-
legra réttinda íslendinga, tungu
þeirra eða menningar.
5) Reglur EES hafi beint gildi
sem alþjóðalög í öllum 18 aðild-
arríkjum er ein af niðurstöðum
könnunarviðræðna EB og EFTA,
sem birt var 20. mars sl. og áréttað
í samningsumboði EB frá 18. júní.
Jafnframt að komið verði á ýmsum
stofnunum EES hliðstæðum þeim,
sem eru hjá EB, svo sem ráðherra-
ráði, embættismannaráði og dóm-
stól. Við höfum tvö nærtæk dæmi
úr fréttadálkum Morgunblaðsins
um hvað þetta þýði. Fyrst, undir-
rétturinn í Iijörring í Danmörku
úrskurðaði 19. apríl sl., að málsókn
á laxveiðibátinn „Onkel Sam“ skyldi
vísað frá og til Evrópudómstólsins,
af því að hann, en ekki danskur
dómstóll, hefði dómssögu Dana í
laxveiðimálum gagnvart NASCO.
Annað, Evrópudómstóllinn úrskurð-
aði 19. júní sl. i fiskveiðilögsögu-
máli að beiðni bresku lávarðadeild-
arinnar, að þar sem lög einstakra
aðildarríkja stangist á við lagaregl-
ur EB skuli lög ríkisins víkja en lög
EB ríkja. Þess vegna væri liðlega
100 togurum í eigu Spánveija en
skráðir í Bretlandi heimilt að veiða
úr kvóta Breta í breskri efnahags-
lögsögu þótt þeir lönduðu aflanum
á Spáni. Þarna mundi því eiga sér
átakaníegt fullveldisafsal, sem
stangaðist á við 21. gr. stjórnar-
skrár lýðveldisins.
Þetta voru þá meginatriði þess
nýja efnahags- og utanríkisvið-
skiptakerfis, sem talað er um að
koma upp á Efnahagssvæði 18
Evrópuríkja, sem nú eru í EFTA
og EB.
Væri þetta skynsamlegur val-
kostur í skiptum fyrir ríkjandi kerfi?
Fáum við meira út úr nýja kerfinu
en því gamla?
Ekki get ég séð það. Þvert á
móti fáum við engan efnahagslegan
ábata út úr nýja kerfinu, hreint tap
í viðskiptum við Bandaríkin, Japan,
Sovétríkin og önnur ríki utan svæð-
isins vegna sameiginlega tollmúrs-
ins, sem við verðum múraðir inn í,
Frá frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum:
Hvers vegna sleit Sigrirður Jóns-
son samstarfi við meirihlutann?
MORGUNBLAÐINU hefur borist
svofelld yfirlýsing frá frambjóð-
endum Sjálfstæðisflokksins í bæj-
arstjórn Vestmannaeyja:
Vegna orða og yfirlýsinga Sigurð-
ar Jónssonar að undanfömu um að
honum hafi verið hafnað af sjálfstæð-
ismönnum, honum ýtt út í kuidann
og vilji kjósenda hafi þar með verið
sniðgenginn viljum við koma eftirfar-
andi staðreyndum á framfæri:
Á framboðsfundi í Samkomuhús-
inu miðvikudaginn 23. maí sl. gaf
Sigurður Jónsson út þá yfirlýsingu
að hann ætlaði sér ekki bæjarstjóra-
stólinn. Sigurður gaf þessa yfirlýs-
ingu eflaust út vegna þess að mikið
var spurt um það fyrir kosníngar
hvort Sigurður Jónsson yrði bæjar-
stjóri næði Sjálfstæðisflokkurinn
meirihluta.
Mánudaginn 28. maí, á fyrsta
fundi nýkjörins bæjarstjórnarlista
Sjálfstæðisflokksins, gaf Sigurður
Jónsson þá yfirlýsingu að í kjölfar
sigurs Sjálfstæðisflokksins í kosning-
unum sæktist hann eftir stóli bæjar-
stjóra. Þá strax lá ljóst fyrir að Sig-
urður nyti ekki stuðnings meirihluta
listans tjl þess. Þar vó þungt yfirlýs-
ing Sigurðar á framboðsfundinum
og það fólk sem á listanum situr var
ekki tilbúið að svíkja þau orð er lát-
in voru falla fyrir kosningar. Sigurð-
ur tók þetta óstinnt upp en niðurstað-
an varð þó sú að málin yrðu skoðuð
betur.
Mörgum nöfnum var velt upp tii
athugunar og niðurstaðan varð sú
að ákveðið var að óska eftir því við
Gísla Geir Guðlaugsson að hann tæki
að sér starf bæjarstjóra. Var rætt
um þetta við Gísla 4. júní. Á öllum
fundum þar sem þessi mál voru rædd
kom aldrei annað fram hjá Sigurði
Jónssyni en hann styddi Gísla Geir
heilshugar í starfið og reyndar sagði
hann að Gísli væri eini maðurinn sem
hann gæti sætt sig við fyrir utan
sjálfan sig. Við vorum því öll lijart-
sýn á að Gísli tæki starfinu. Gísli
bað um tveggja daga umhugsunar-
frest áður en hann gæfi svar. Á þess-
um tíma ræddi Gísli við Sigurð Jóns-
son. Sigurður tjáði Gísla að hann
sæktist sjálfur eftir bæjarstjórastarf-
inu og sagði að ef Gísli tæki starfinu
áskildi hann sér allan rétt til að end-
urskoða sína afstöðu til setu í ráðum
og nefndum. Hann áskildi sér ennig
allan rétt til að taka sjálfstæðar
ákvarðanir á bæjarstjórnarfundum
og vinna ekki í samvinnu við bæjar:
stjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins. í
framhaldi af því vildi Gísli Geir ekki
taka við starfi bæjarstjóra þar sem
hann vildi ekki hafa það á bakinu
að hafa ýtt Sigurði Jónssyni, efsta
manni listans, út. Sigurður braut
þama trúnað við það fólk sem var
að vinna með honum með því að
koma svona í bakið á því.
Eftir að Gísli Geir hafði gefið af-
svar lagði Sigurður sig aftur til sem
bæjarstjóra. Vildi hann láta greiða
atkvæði um það innan hópsins hvort
hann fengi bæjarstjórastólinn. Lagt
var að Sigurði að gera þetta ekki
þar sem allir sáu fyrir hver niðurstað-
an yrði. Sigurður hélt samt fast við
atkvæðagreiðsluna og lét greiða at-
kvæði um þetta í hópnum, þó hann
gerði sér fulla grein fyrir hver niður-
staðan yrði. Að lokinni þeirri at-
kvæðagreiðslu, þar sem Sigurður var
felldur, tilkynnti hann að hann hygð-
ist draga sig úr öllu starfi, ekki taka
sæti forseta, eins og flestir höfðu
reiknað með, ekki taka sæti í bæjar-
ráði eða nefndum á vegum flokksins.
Hann sagðist áskilja sér allan rétt
til að taka afstöðu til afgreiðslu
mála í bæjarstjórn hveiju sinni án
tillits til meirihluta Sjálfstæðisflokks-
ins.
Þrátt fyrir að lagt væri að Sigurði
að endurskoða afstöðu sína og hon-
um gefinn tími til að átta sig á hlut-
unum og reynt væri að ná samkomu-
lagi við hann tókst það ekki. Hann
hélt fast við sína afstöðu og marg-
lýsti því yfir að hann gæti ekki tekið
embætti forseta bæjarstjórnar, setu
í bæjarráði eða starfað í nefndum
eftir að hafa verið hafnað innan hóps-
ins í embætti bæjarstjóra. Sigurður
margítrekaði að þessi ákvörðun væri
ekki tekin í flýti heldur eftir mikla
yfirvegun. Þessi ákvörðun væri end-
anleg af sinni hálfu og henni yrði
ekki breytt. Sigurður sá ekkert nema
bæjarstjórastólinn.
Það var aldrei til umræðu að Sig-
urður yrði bæjarstjóri enda ef svo
hefði verið þá hefði átt að koma
heiðarlega fram við kjósendur og
segja þeim það fyrir kosningar en
ekki fara á bak við þá með marklaus-
um yfirlýsingum.
Þegar hér var komið sögu voru
tíu dagar liðnir frá kosningum. Það
varð því að taka fast og ákveðið á
hlutunum og það var gert. Farið var
að vinna áð málum sem biðu af-
greiðslu áður en ný bæjarstjórn tæki
við. Listinn vann út frá þeirri niður-
stöðu að eftir sátu fimm bæjarfulltrú-
ar þar sem Sigurður Jónsson hafði
sagt skilið við hópinn og var hættur
að sitja fundi og starfa með listan-
um. Þrátt fyrir það voru margir í'und-
ir haldnir með Sigurði og reynt að
fá hann til að endurskoða afstöðu
sína. Margir lögðu sitt af mörkum í
að ná sáttum við Sigurð og honum
stóð opið að koma inn á ný og taka
sæti forseta, setu í bæjarráði og
nefndum og leiða starf meirihlutans.
Ymsir fleiri kostir voru ræddir við
Sigurð en allt kom fyrir ekki. Sunnu-
daginn 10. júní kom Sigurður til
fundar við listann og ítrekaði að þrátt
fyrir allar viðræður sem fram hefðu
farið stæði hans fyrri ákvörðun
óbreytt. Hann ætlaði að taka sjálf-
stæðar ákvarðanir til mála I bæjar-
stjórn og vinna óháð meirihlutanum.
Hann vildi ekki taka forsetastólinn
eða annað.
Sá hópur sem eftir stóð tók að
starfa af fullum krafti. Gengið var
frá skipun í nefndir, ráð og trúnaðar-
stöður. Þegar sú vinna var vel á veg
komin, nokkrum dögum seinna, bár-
ust skilaboð frá Sigurði að hann vildi
ræða málin á ný. Rætt var við hann
og kom hann þá inn með þá kröfu
að hann vildi verða forseti bæjar-
stjórnar. Þrátt fyrir að framkoma
Sigurðar væri með ólíkindum þá varð
sameiginleg niðurstaða að mælast til
þess við hann að hann tæki að sér
formennsku I bæjarráði og yrði tals-
maður hópsins kæmi hann til starfa
með okkur á ný. Þar sem formaður
bæjarráðs er án efa atkvæðamesti
maðurinn í meirihluta hverju sinni
og á honum liggur hin pólitíska
ábyrgð þá töldum við rétt að Sigurð-
ur axlaði hana eftir það sem á undan
var gengið. Þessu hafnaði Sigurður
alfarið og lét reyndar í það skína að
hann vildi ekki taka á sig slíka
ábyrgð. Fram á síðustu stund fyrir
fyrsta bæjarstjórnarfund var þessi
leið fær fyrir Sigurð til að koma inn
á ný og starfa með okkur og sýna
samstarfsvilja sinn í verki.
Þessu hafnaði Sigurður Jónsson
alfarið. Það var hann sem skellti öll-
um þeim hurðum sem skellt var og
það er sú niðurstaða sem við höfum
I dag.
Við hörmum þessa niðurstöðu og
teljum að Sigurður geti litið í eigin
barm. Það var enginn að ýta honum
út. Við vildum einungis vera heiðar-
leg gagnvart því fólki sem kaus okk-
ur og standa við þau orð sem sögð
voru fyrir kosningar. Vegna þessa
ákvað Sigurður að taka þá afstöðu
að draga sig út úr öllu starfi. Það
var hans ákvörðun en ekki okkar.
Þetta eru staðreyndir sem við telj-
um rétt að komi fram í dagsljósið
vegna þeirra orða sem fallið hafa í
fjölmiðlum um þetta mál að undanf-
örnu.
Með vinsemd.
Frambjóðendur
Sjálfstæðisflokksins
Yfirlýsing Sigurðar Jónssonar á
framboðsfundinum í Samkomu-
húsinu:
Fundarstjórar, ágætu Vestmann-
eyingar. Álþýðubandalagið hefur
endilega viljað gera mig að bæjar-
stjóra en neitað að segja hvort núver-
andi bæjarstjóri verði áfram nái
vinstri flokkarnir meirihluta. Varð-
andi sjálfan mig vil ég upplýsa að
ég hef sótt um skipun sem fastráðinn
kennari við Hamarsskólann næsta
skólaár. Aftur á móti stefni ég á að
taka við stöðu Ragnars Óskarssonar
sem forseti bæjarstjórnar á næsta
kjörtímabili eftir að Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur fengið meirihluta.