Morgunblaðið - 13.07.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.07.1990, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13..JÚLÍ 1990 7 Vatnaveiðihand- bókin endurútgefin eyri. félagsins FERN verðlaun hafa verið veitt í ritgerðasamkeppni framhalds- skólanema, sem Norræna félagið gekkst fyrir i vetur. Til sam- keppninnar var efiit í samvinnu við menntamálaráðuneytið og skyldi efhi ritgerðanna vera; „Hvað eiga íslendingar sameigin- legt með öðrum Norðurlandaþjóð- um?“ í frétt frá Norræna félaginu segir að sérstök dómnefnd skipuð fulltrú- um Norræna félagsins og fulltrúum menntamálaráðuneytisins hafi metið ritgerðirnar til verðlauna. Formaður dómnefndarinnar er Gylfi Þ. Gísla- son, formaður Norræna félagsins. Vinningshafarnir fjórir eru: Helgi Þorsteinsson, nemandi í Menntaskó- lanum við Hamrahlíð, Sigurbjörg Þrastardóttir, nemandi í Fjölbrauta- skóla Vesturlands, Akranesi, Sindri Freysson, nemandi í Menntaskólan- um í Reykjavík, og Gunnhildur Guðnadóttir, nemandi í Menntaskó- lanum í Reykjavík. Þau hlutu í verð- laun flugferð með Flugleiðum hf. til einhverrar þeirrar höfuðborgar Norðurlanda, sem Flugleiðir fljúga til og velja vinningshafar sjálfir ákvörðunarstaðinn. Auk þess fær hver þeirra 50. þúsund kr. í farar- rétti tíminn til að reyna sig! UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 Ármann Ö. Ármannsson, Valur Valsson og Magnús H. Magnússon. Útgáfufyrirtækið Fróði hf. hefur sent frá sér Vatnaveiðihandbókina eftir Guðmund Guðjónsson. Er þar um að ræða aðra útgáfu bókarinn- ar, en fyrsta útgáfa kom úr í fyrra og seldist þá upp á skömmum tíma. Vatnaveiðihandbókin hefur nú verið aukin töluvert og endurbætt. í bókini eru að finna upplýsingar um flest silungsveiðivötn og silungs- veiðiár á íslandi. Lýsing er á vötnun- um og veiðistöðum og upplýsingar eru um hvar er unnt að fá veiðileyfi keypt. í bókinni er fjöldi loftljós- mynda af viðkomandi vötnum og einnig kort sem sýna leiðir að helstu veiðisvæðunum. Vatnaveiðihandbókin skiptist í nokkra meginkafla. I fyrstu köflun- um er fjallað um lifnaðarhætti íslensku vatnafiskanna. Þá eru kafl- ar um meðferð afla, umgengni á veiðistöðum, meðferð báta og þann búnað sem nauðsynlegt er að hafa með sér í veiðiferðina. Síðan taka við meginkaflar bókarinnar. Þar er annars vegar fjallað um stærstu veiðivötnin og veiðiárnar og eru loft- ljósmyndir af þeim flestum og hins vegar um minni vötnin. Aftast í bókinni er síðan skrá yfir veiðiréttar- hafa og hvar unnt er að fá veiði- leyfi og einnig eru upplýsingar um gististaði og veitingahús í nágrenni veiðistaðanna. V atnaveiðihandbókin hefur að geyma hagnýtar upplýsingar sem geta komið öllum þeim, sem áhuga hafa á stangaveiði, að góðum notum, ekki síst fólki sem er á ferðalögum um landið og langar til þess að nota hluta af sumarleyfi sínu til þess að renna í vötn eða veiðiár. Vatnaveiðihandbókin er 182 blaðsíður. Bókin er prehtuð í Prent- smiðjunni Odda. (Fréttatilkynning) íslandsbanki o g Samtök aldraðra gera samning ISLANDSBANKI hf. og Samtök aldraðra undirrituðu hinn 10. júlí sl. samning sem er í tengslum við samning Ármannsfells hf. og Samtaka aldraðra um byggingu ibúða fyrir félagsmenn samtak- anna við Sléttuveg 11-13 í Reykjavík. Islandsbanki tekur að sér með samningi þessum ráðgjöf og lán- veitingar til væntanlegra íbúðareig- enda á vegum Samtaka aldraðra. Bankinn mun leggja fram faglegt mat á greiðslugetu einstakra kaup- enda og haga lánveitingu í sam- ræmi við þarfir. hvers og eins. Með þessari þjónustu er bankinn að brúa það bil sem myndast hjá mörgum kaupendum þjónustuíbúða sem þurfa að standa skil á greiðslum af nýju íbúðinni áður en greiðslur af eldri íbúðum eða lán frá Hús- næðisstofnun hafa borist þeim. Valur Valsson formaður banka- stjómar íslandsbanka og Magnús H. Magnússon formaður Samtaka aldraðra undirrituðu samninginn milli aðjlanna. Á sama tíma undir- rituðu Ármann Ö. Ármannsson fyr- ir hönd Ármannsfells hf. og Magnús H. Magnússon fyrir hönd Samtaka aldraðra verksamning um byggingu 52 íbúða við Sléttuveg 11-13 í Reykjavík. I frétt frá bankanum segir að samningurinn sé gerður í anda stefnu Islandsbanka um að miða þjónustu bankans við þarfir hvers Verðlaun í ritgerða- samkeppni Norræna og eins. Bankinn væntir góðs af samstarfinu við Samtök aldraðra og telur að þessi samningur geti markað tímamót í þjónustu bankans við viðskiptamannahópa sem þenn- an.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.