Morgunblaðið - 13.07.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.07.1990, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1990 Minning: Sigurður Eiríks- son á SancUmugum í dag er gerð útför Sigurðar Eiríkssonar á Sandhaugum frá sóknarkirkju hans ' Lundarbrekku í Bárðardal. Hann var fæddur á Sandhaugum 10. desember 1915. Foreldrar hans voru búandi hjón þar, Eiríkur Sig- urðsson og Guðrún Jónsdóttir. Þau áttu 5 dætur fyrir þegar Sigurður fæddist. Eiríkur á Sandhaugum var sonur Sigurðar Eiríkssonar bónda á Ingj- aldsstöðum og Guðrúnar Erlends- dóttur, konu hans. Sigurður var ekki af þingeyskum ættum þar sem Eiríkur faðir hans var sunnlenskur en Guðný móðir hans úr Borgar- fjarðarhéraði. Guðrún, kona hans, var hins vegar dóttir Erlends Sturlusonar á Rauðá og foreldrar hennar og frændlið allt suður-þing- eyskt. Sigurður á Ingjaldsstöðum lést 17. febrúar 1872, átti ekkert sam- kvæmt skiptabók sýslunnar, þau hjón höfðu eignast 12 börn. Eiríkur var þeirra yngstur, fæddur 10. sept- ember 1871. Eldri systkinin tóku að sér að ala önn fyrir þeim yngri svo að ekki þurfti afskipti sveitar- sjóðs. Elsta barn Sigurðar var Kristín, ljósmóðir, sem lært hafði fræði sín í Kaupmannahöfn og gift- ist Jóhannesi bónda Jónssyni á Sandhaugum. Þangað fór Guðrún Erlendsdóttir og þar ólust upp tveir yngstu synir hennar. Eiríkur ólst þannig upp á búi systur sinnar og mágs og eftir and- lát Jóhannesar 1906 varð hann fyr- irvinna heimilisins, en tók við jörð og búi í eigin nafni 1911. Hann giftist 1903 Guðrúnu dóttur Jóns Þorkelssonar í Víðikeri og Jóhönnu Sigursturludóttur Erlendssonar á Rauðá svo Erlendur var bæði lang- afi og langalangafi barna þeirra. Jón Þorkelsson var að öðrum þræði af þingeysku fólki þar sem móðir hans var Hólmfríður Hallgrímsdótt- ir frá Ási í Kelduhverfi en Þorkell faðir hans var dóttursonur Einars Sveinbjörnssonar í Svefneyjum og sonarsonur séra Þorkels Guðnason- ar á Stað í Hrútafirði og var því föðurætt Jóns Þorkelssonar frænd- mörg um Breiðafjörð og Vestfirði. Börn Eiríks og Guðrúnar á Sand- haugum ólust upp í föðurhúsum og dæturnar fluttu að heiman til verk- efna annars staðar eins og gengur. Þegar Eirík þraut heilsu kom það í hlut Sigurðar að bera heimilið uppi en formlega tók hann við bú- inu 1940. Hann giftist 1943 Stein- unni Kjartansdóttur frá Miðhvammi í Aðaldal. Þau eiga þrjú börn: Er- lend jarðýtustjóra, Áshildi húsfreyju í Neskaupstað og Eirík bónda á Sandhaugum. Sandhaugar þóttu ekki mikil jörð, engjalítil og túnið ekki stórt. Frá túni og niður að Skjálfanda- fljóti voru lyngmóar stórþýfðir og hijóstrugir. Hlíðin fyrir ofan var skógi vaxin og mun það hafa verið talinn höfuðkostur býlisins. Geitur og sauðir gátu lengi bjargást þar þó að sú beit segði eftir. Sigurði var annt um skóginn og því gáfu þau hjónin Skógrækt ríkisins hlíðina fyrir utan bæinn en seinna keypti svo skógræktin það sem eft- ir var af skóginum. Lyngmóamir gömlu meðfram fljótinu eru nú orðnir að rennisléttu túni og Sandhaugar þar með komn- ir í fremstur röð góðbýla I Bárðar- dal. Þau Sigurður og Steinunn voru samhent hjón og farsæl. Heilsa Sig- urðar var þó engan veginn svo góð sem átt hefði að vera. Um þrítugt fékk hann slæma bijósthimnubólgu og mun aldrei hafa orðið samur maður eftir það. Seinna bilaðist hann í fótum en þá voru synirnir vaxnir. Hér verða ekki raktar fram- kvæmdir sem varða búskapinn á Sandhaugum. Eiríkur tók við búi, kvæntist Kristbjörgu Marinósdóttur og byggði sér bæ. Eldri hjónin voru áfram í bænum sem þau byggðu sér ung og áttu þar góða elli. Þau glöddust yfir öllu sem vel gekk og sáu nýjan Sigurð Eiríksson vaxa úr grasi. Þau nutu þess að taka á móti frændum og vinum sem komu í heimsókn. Þegar leið á síðasta vetur tók Sigurði að þverra máttur í vinstri hlið og ágerðist það svo að það varð lömun. Hann var þá fluttur til Reykjavíkur í leit að læknishjálp. Varð sú niðurstaða að reyna skyldi skurðaðgerð á höfði. Hann var hress og léttur í máli þegar frændur og vinir komu til hans að sjúkrabeðnum og naut þess að sjá þá. Fyrir sjálfs sín hönd kvaðst hann engar áhyggjur hafa. Hann ætti ekkert ógert. Væri búinn að því sem hann hefði ætlað sér. Þó að enginn hlutur sé eðlilegri en sá að gamalt fólk hverfi verður löngum skarð fyrir skildi. Mörgum var ljóst hin síðari ár að Sigurður á Sandhaugum vissi flestum meira um Bárðardal og mannlíf hans síðustu 200 ár. Það vissu menn líka að hann kunni vel frá að segja. Þó hafði hann ekki verið í skóla eftir fermingu nema einn vetrartíma á Laugarvatni. En hann vissi um hvað hann var að tala. Hann þekkti og skildi sveitunga sína. Skilji ég þau orð hans rétt að hann væri búinn að því sem hann ætlaði sér mættu þau lúta að því að hann hafi skilað föðurleifð sinni til næstu kynslóðar. Þá má orðið föðurleifð hafa merkingu í rýmra lagi. Þar undir heyri þá auk lands- ins sjálfs lífsstefna og lífsskilning- ur, sú skoðun og þær tilfinningar sem tengja manninn umhverfi sínu og eru grundvöllur þess sem við köllum menningu. Þar hefur Sigurður á Sandhaug- um skilað sínu ætlunarverki. H. Kr. Lokað Kaupmenn - innkaupastjórar athugið: Lokað vegna sum- arleyfa frá og með 16. júlí til 7. ágúst. Skjólborg, heildverslun, Klapparstíg 38. Sá sem keypti KJARABRÉF fyrir 5 árum fyrir eina milljón króna á nú tæpar 4,5 milljónir. Á verðlagi dagsins í dag hefur hann fengið tæplega 2.100.000 kr. í vaxtatekjur auk verðbóta! Með óðrum orðum, raungildið hefur nær tvöfaldast á þessum tíma! KJARABRÉF-19% áreávöxtun. * KJARABRÉF-8,1% raunávöxtun. * KIARABRÉF-5áraöniggreynsk * Mlðaö við 6 fyrstu mánuði ársins. <n> VERÐBRÉFAMARKAÐU R FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF - LöggOt verðbréfafyrirtæki - HAFNARSTRÆTI28566 • KRINGLUNNI689700 • AKUREYR111100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.