Morgunblaðið - 24.07.1990, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1990
Morgunblaðið/Einar Falur
Opnað milli
Austurvall-
ar og Hall-
ærisplans
í sumar
VALLARSTRÆTI verður opn-
að milli Austurvallar og Hall-
ærisplans í sumar. Auk þess er
fyrirhugað að opna leið milli
Hallærisplansins og Fógeta-
garðsins á horni Aðalstrætis og
Kirkjustrætis.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for-
maður skipulagsnefndar
Reykjavíkurborgar, segir að þess-
ar breytingar séu gerðar í sam-
ræmi við staðfest deiliskipulag
miðbæjarins. Verið sé að ganga
frá samningum vegna opnunar-'
innar milli Hallærisplans og Aust-
urvallar og fyrirhugað sé að fjar-
lægja byggingar, sem þar eru, nú
í sumar. Jafnframt sé fyrirhugað
að opna milli Hallærisplans og
Fógetagarðsins, en það mál sé
ekki eins langt á veg komið.
Táragassprengja í Flónni á Tálknafírði?
Olíuskip til
móts við
dráttarbát
OLÍUSKIPIÐ Kyndill fór á sunnu-
dag á móts við dráttarbátinn Ori-
on II, sem er með tvo 60 metra
flutningapramma í togi á leið til
íslands frá Bandaríkjunum. Orion
II, sem Köfúnarstöðin hf. hefúr
keypt, hreppti slæmt veður alla
síðustu viku og gekk mjög á olíu-
birgðir hans. Skipin mættust suð-
ur af Grænlandi í gær og var þá
bætt í geyma Orions.
Áætlað er að koma til landsins á
föstudag og mun ferðin þá hafa stað-
ið í 30 daga yfír 4.500 sjómílur.
Dráttarbáturinn og prammarnir voru
keyptir í Morgan City í Louisiana í
Bandaríkjunum. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Köfunarstöðinni er Orion
II öflugasti dráttarbátur hérlendis,
með tvær 600 hestafla aðalvélar.
Annar prammanna verður notaður
til að auka afköst dýpkunarskipa
Köfunarstöðvarinnar, en hinn verður
útbúinn fyrir boranir og sprengingar
í höfnum landsins.
Deilt um
beit í landi
„Mistur yfir salnum og ég hélst
ekki við nema nokkrar sekúndur“
Búðahrepps
HREPPSNEFND Búðahrepps og
landeigendur í Fáskrúðsfjarðar-
hreppi deila nú vegna beitar sauð-
§ár í Búðahreppi. Deilt er um
hver eigi að kosta gerð girðingar
á landamörkum.
Þorpsbúar í Búðahreppi hafa
kvartað yfir því að fé hafí komist í
garða þeirra og étið gróður. Síðast-
liðinn fimmtudag var 19 ám og
nokkrum lömbum smalað úr þorpinu
að frumkvæði hreppsyfirvalda og eru
þær nú geymdar í girtum hólfum.
Hreppsyfirvöld vilja að bændurnir
leggi fram vinnu við endurbætur á
girðingu við mörk Búðahrepps og
Fáskrúðsfjarðarhrepps, þannig að
hún verði fjárheld, en bændumir vilja
fá æmar afhentar án skilyrða, enda
beri þeim ekki skylda til að taka þátt
í kostnaði vegna girðingarinnar.
Málið kom til kasta sýslumannsins á
Eskifirði á mánudag, þar sem lög-
fræðingur bænda krafðist þess að
kindurnar yrðu afhentar og hafa
hreppsyfirvöld fengið frest til mið-
vikudags til að leggja fram greinar-
gerð vegna málsins.'
Ein kindanna, sem hreppsyfirvöld
tóku í sína vörslu drapst um helgina
og er talið að verið geti að hún hafi
verið með riðuveiki. Héraðsdýra-
lækni hefur verið falið að skoða hin-
ar kindurnar vegna þessa.
Vinnslan rekin með hagnaði þrátt
fyrir greiðslu í Verðjöfiiunarsjóð
- segir Arnar Sigurmundsson formaður Samtaka fiskvinnslustöðva
segir Gunnlaugur Sig’fusson - 14 leituðu læknis
FJÓRTÁN manns leituðu til læknis vegna gaseitrunar eftir að
hylki, sem ýmislegt þykir benda til að hafi innihaldið táragas,
var sprengt í ruslastampi á veitingastaðnum Flónni á Tálkna-
firði um klukkan éitt aðfaranótt sunnudagsins. Um 70 gestir
voru þá á staðnum, auk starfsfólks. Gunnlaugur Sigfússon var í
forsvari fyrir samkomuhaldinu, sem var að ljúka, og stóð við
dyrnar að hleypa gestum út. „Það gaus skyndilega reykur upp
úr rusla-stampinum og þeir sem stóðu nálægt heyrðu dynk,“
sagði Gunnlaugur. „Hins vegar sá enginn hver laumaði þessu
þarna ofan í. Fólk fór strax að svíða í augu og andlit og maður
sem stóð nálægt var fljótur að átta sig á hvað var að gerast, tók
stampinn og bar hann út fyrir.“
Gunnlaugur sagði að gestimir
hefðu verið rólegir og greiðlega
hefði gengið að rýma húsið. „Eg
fór síðan inn aftur til að athuga
hvort einhver hefði orðið eftir
inni. Þá lá mistur yfir salnum og
ég hélst ekki við inni nema í fáein-
ar sekúndur."
Gunnlaugur sagðist vita til að
þrír þeirra sem leitað hefðu til
læknis væru frá Tálknafirði en í
veitingahúsinu hefði einnig verið
nokkur fjöldi fólks frá Patreks-
firði og Bíldudal.
Margir þeirra sem inni voru,
þeirra á meðal þunguð kona,
munu hafa orðið varir ýmissa ein-
kenna, svo sem sviða í augum
og öndunarfæmm, ógleði og höf-
uðverkjar af völdum gassins og
var þeim ráðlagt að leita læknis.
Eftir því sem best er vitað hafa
allir þeir sem fyrir áhrifum gass-
ins urðu náð sér.
Lögreglan á Patreksfirði kom
á staðinn og sendi sýni úr stamp-
inum suður til Reykjavíkur til
efnagreiningar en ekki mun þykja
Ijóst hvort um táragas hafi verið
að ræða. Að sögn lögreglu er
ekki vitað hver ber ábyrgð á þess-
um atburði en unnið er að rann-
sókn málsins. „Ég trúi ekki öðru
en að sá sem gerði þetta hafi
gert það í einhveijum óvitaskap,
hafi ekki vitað hvaða afleiðingar
Gunnlaugur Sigfússon
þetta hefði í för með sér, “ sagði
Gunnlaugur Sigfússon.
var hins vegar orðin 11-12% í
síðastliðnum mánuði,“ sagði Þórð-
ur.
Stjórn Verðjöfnunarsjóðs ákvað
að greiða 5% -verðbætur á skel-
fletta rækju úr íslensku hráefni í
ágúst, sem er sama hlutfall og í
þessum mánuði, en að sögn Þórðar
Friðjónssonar er hugsanlegt að
verðbæturnar verði minni en 5% í
ágúst vegna lítillar innistæðu í
rækjudeild sjóðsins. Hins vegar
hefði rækjuverðið lækkað frá því
í júní síðastliðnum.
Innistæðan í rækjudeildinni kom
úr Verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðar-
ins, sem lagður var niður 1. júní
síðastliðinn, þegar Verðjöfnunar-
sjóður sjávarútvegsins tók til
starfa, en lög um hann voru sam-
þykkt á Alþingi í vor. Samkvæmt
lögunum skal greiða í sjóðinn þeg-
ar markaðsverð afurða í hverri
deild sjóðsins er 3-5% hærra en
meðalverð síðustu fimm árin og á
innborgunin að vera 50% af því
sem umfram er.
Þórður Friðjónsson sagði að ekki
hefði verið tilefni til inngreiðslu í
botnfiskdeild Verðjöfnunarsjóðs í
júní síðastliðnum miðað við 5%
verðbil. Hins vegar hefði verið til-
efni til inngreiðslu ef ákveðið hefði
verið að hafa verðbilið 3% eða 4%
í júlí. „Ákveðið var að hafa verð-
bilið 4% í ágúst en þrátt fyrir 5%
verðbil í ágúst hefði orðið einhver
inngreiðsla í sjóðinn. Það er í sam-
ræmi við lögin um sjóðinn að fara
niður í 3% verðbil, hvenær sem sú
ákvörðun verður annars tekin.“
Þórður sagði að rök skynsem-
innar mæltu með greiðslum til
sjóðsins í góðæri. „Búið er að
breyta Verðjöfnunarsjóði úr milli-
færslusjóði á milli fyrirtækja og
greina í sjóð, sem er með verðjöfn-
unarreikning á nafni hvers fram-
leiðanda, þannig að hver og einn
fær aldrei meira úr sjóðnum en
hann leggur í sjóðinn og aðrir fá
ekki aðgang að þeim fjármunum,"
sagði Þórður.
„MIÐAÐ við 1% inngi-eiðslu af verðmæti botnfiskafúrða í Verðjöfh-
unarsjóð er fiskvinnslan rekin með 0,4% hagnaði en afkoma henn-
ar hefúr batnað um 2,4% í þessum mánuði, aðallega vegna verð-
hækkana á frystum afúrðum. Frystingin er því rétt yfir núllinu en
saltfiskvinnslan rétt undir því,“ sagði Arnar Sigurmundsson formað-
ur Samtaka fiskvinnslustöðva.
Stjóm Verðjöfnunarsjóðs sjáv-
arútvegsins ákvað í gær að greiða
skuli 1% af fob-verðmæti unninna
og óunninna botnfiskafurða í sjóð-
inn í ágúst næstkomandi, það er
að segja frystum afurðum, saltfiski
og óunnum botnfiski. Þessi upp-
hæð er um 45 milljónir króna þann
mánuð, þar af um 25 milljónir fyr-
ir frystar afurðir, um 10 milljónir
fyrir saltfisk og um 10 milljónir
fyrir óunninn botnfisk en þetta er
í fyrsta skipti, sem greitt er í verð-
jöfnunarsjóð vegna útflutnings á
óunnum fiski.
Þórður Friðjónsson, forstjóri
Þjóðhagsstofnunar og varaformað-
ur stjómar sjóðssins, sagði að flest-
ir í sjávarútveginum reiknuðu með
að verð á sjávarafurðum lækkaði
ekki á næstunni og hækkaði jafn-
vel enn frekar. „Það er því Iíklegt
að verðjöfnunin verði jafnvel aukin
á næstu mánuðum. Mér sýnist að
heildarverð á botnfiskafurðum
verði heldur meira á þessu ári en
í fyrra, þrátt fyrir að spáð hafi
verið að botnfiskaflinn verði 5-6%
minni í ár en á síðastliðnu ári. Mér
sýnist hins vegar að Ioðnu- og grá-
lúðuaflinn í ár verði heldur minni
en spáð var. Verðhækkun á sjávar-
afurðum er um 10% á þessu ári
en verðhækkun á botnfiskafurðum