Morgunblaðið - 24.07.1990, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JULI 1990
5
Davíð Oddsson:
Samningarn-
ir voru tíma-
sprengja
„VIÐ mununi strax í dag hcfja
undirbúning að því að greiða þeim
starfsmönnum borgarinnar sem
samningarnir taka til þá hækkun
sem félagsdómur hefur úrskurð-
að,“ segir Davíð Oddsson borgar-
stjóri um þýðingu niðurstöðu Fé-
lagsdóms í deilu BHMR og ríkis-
ins. „Samningar íjármálaráðherra
við BHMR voru tímasprengja og
ljóst að aldrei var hald í túlkun
ráðherrans á 1. grein samingsins."
Davíð segist hafa sagt við ráð-
herra að aðferð ríkisstjórnarinnar við
að fikta einhliða í kjarasamningunum
stæðist ekki lög. „Þetta hefur nú
komið á daginn. Það var ljóst frá
upphafi að búa yrði betur um hnút-
ana, annað hvort með viðræðum við
samningsaðila eða með því að treysta
lagagrundvöll ákvörðunar ríkis-
stjórnarinnar. Hvorugt var gert og
nú þarf ríkisstjórnin að horfast í
augu við það. Þá er það fráleitt hjá
fjármálaráðherra að reyna að koma
sök á félagsdóm, sem fjallar auðvitað
aðeins um efni þess samnings sem
ráðherrann skrifaði undir.“
Einar Oddur
Krisljánsson:
Okkur eru
allar bjargir
bannaðar
I meðanþessi
samningur
er í gildi
EINAR Oddur Krisljánsson, for-
maður Vinnuveitendasambands
Islands, segir að nú sé nær ár
síðan hann fyrst hefði varað við
þessum samningi ríkisins og
BHMR opinberlega. Það hefði
verið klifað á því síðan að öllum
mætti vera ljóst að önnur laun-
þegasamtök í landinu gætu aldrei
lifað við það að ein ákveðin launa-
þegasamtök í landinu, skipti engu
máli hvað þau hétu, væru með
samning til margra ára sem kvæði
á um sérstakar hækkanir til við-
bótar þeim hækkunum sem semd-
ist um við alla aðra launþegahópa.
„Nú er það komið fram sem við
höfum varða við allan þennan tíma
og sagt að ekki mætti gerast. í
samningi okkar og 'Alþýðusam-
bandsins er það ein forsendan að
launaþróun annarra hópa verði sú
sama og þar er gert ráð fyrir. Við
höfum gengið að því sem vísu að
þetta ákvæði væri inni í öllum kjara-
samningum og þessir hópar myndu
gera kröfu um sams konar launa-
hækkun og BHMR hefur fengið fram
núna. Segjum sem svo að við verðum
við þeirri kröfu, þá fengi BHMR
sömu hækkun og svo koll af kolli.
Þetta er keðjusprenging í þjóðfélag-
inu og gæti gengið mjög hratt fyrir
sig. Við kölluðum þetta tíma-
sprengju þar eð þessi samningur
ríkisstjórnarinnar frá því í fyrrasum-
ar var stilltur á ákveðinn tíma, 1.
júlí 1990,“ sagði Einar Oddur.
Aðspurður hvernig vinnuveitend-
ur myndu taka í kröfu um 4,5%
launahækkun, sagði hann: „Við
þurfum ekkert að ræða það. Það
geta allir séð í hendi sér að okkur
eru allar bjargir bannaðar meðan
þessi samningur er í gildi milli há-
skólamanna og ríkisins. Við höfum
skorað á stjórnvöld alveg frá því í
__ fyrrasumar að nema hann úr gildi.
Það er ekki hægt að lifa með hon-
um. Eg hef margoft gert grein fyrir
því að þessi samningur sé arfarugl.
Það er minnsta mál í heimi að hækka
kaup, en við erum í miklum vanda
staddir með það að bæta kjör. Við
getum jú hækkað ASÍ samninginn
á morgun og þá hækkar BHMR
samningurinn daginn eftir og svo
framvegis og framvegis. Það er eng-
inn vandi að bæta einu núlli við eða
tveimur eða þremur. Það er ekki
málið, við höfum leikið þann leik í
áratugi og menn ættu allir að þekkja
árangurinn af því. Vandamálið er
ekki að hækka kaup, heldur er hið
mikla vandamál sem við eigum við
að stríða og það verkefni sem við
eigum að reyna að klára er að bæta
kjörin,“ sagði Einar Oddur.
Hann sagði að niðurstaða Félags-
dóms hefði ekki komið sér á óvart,
enda hefðu lögfræðingar VSÍ reikn-
að með því að ríkið tapaði þessu
máli. Niðurstaða Félagsdóms væri
ekki orsökin fyrir því að málum
væri svo komið heldur sá samningur
sem ríkið hefði sjálft gert.
„Ég segi ekki meir. Stjórnvöld
hljóta að nota næstu klukkustundir
til þess að hugleiða ástæður sínar.
Ég held það sé bara nóg að ætla
þeim morgundaginn til þess,“ sagði
Einar Oddur Kristjánsson að lokum.
Halldór
Asgrímsson:
Ríkisstjórn-
in grípi til
ráðstafana
„ÉG TEL að ríkisstjórnin verði
að gera allt sem í hennar valdi
stendur til þess að koma í veg
fyrir vixlverkun launahækkana
að þessum dómi gengnum," segir
Halldór Asgrímsson starfandi for-
sætisráðherra þegar spurt er um
viðbrögð hans við niðurstöðu fé-
lagsdóms í deilu BHMR og ríkis-
ins. Halldór kveðst ekki geta sagt
á þessu stigi, til hvaða ráðstafana
verði hægt að grípa.
„Ástæðan fyrir því að ríkisstjórn-
inni þótti nauðsynlegt að hækkanir
kæmu ekki til framkvæmda 1. júlí,
var hættan á að það myndi raska
launakerfinu í landinu og leiða til
mikillar verðbólgu. Ég á von á að
eftir þessa niðurstöðu geri ýmsir
kröfu um meiri hækkanir en þegar
eru fengnar. Það á auðvitað eftir
að koma í ljós, en ég er enn þeirrar
skoðunar að þarna sé mikil hætta á
ferðum," segir Halldór Ásgrímsson.
Halldór segir niðurstöðu félags-
dóms sýna að annað hvort hafi ekki
verið nægjanlega vel frá samningun-
um gengið eða þá að mat dómsins
sé ekki rétt. „En það tíðkast ekki
hér að deila við dómarann. Félags-
dómur hefur túlkað samninginn með
þessum hætti, en fyrstu greininni
var ætlað að koma í veg fyrir það
sem nú hefur átt sér stað. Dómnum
hefur sýnilega ekki þótt þetta
ákvæði fullnægjandi."
Ólaftir Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra og Páll Halldórs-
son formaður BHMR takast í
hendur eflir undirritun samning-
anna 18. maí í fyrra.
..EIMUEIN SÍUI
Yfirbyggingin er teiknuð af hinum ítalska
snillingi Giugiario.
,.ER SMEKKLE!
INNRÉTTABUR Éílí
Öll innri hönnun er verk þýska meistarans
Karmann.
..it TKKHHIU VU
ÍÍINN RÍUI
Hreyfill, gírkassi og drifbúnaður kemur frá hinum
rómuðu Porsche verksmiðjum í Þýskalandi.
..n iifi ríui
Enda kostar hann aðeins frá
577.000