Morgunblaðið - 24.07.1990, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1990
7
Guðrún Stefánsdóttir 100 ára:
Man vel eftir Suður-
landsskjálftanum 1896
GUÐRÚN Stefánsdóttir, fyrrum klæðskeri og rjóinabústjóri, varð
hundrað ára í gær. Guðrún, sem er vistmaður á elliheimilinu Grund,
er fædd árið 1890 á bænum Kotleysu nærri Stokkseyri, og bjó hún
þar til tíu ára aldurs, er hún fluttist til Stokkseyrar. Guðrún fór
sextán ára gömul til Reykjavíkur, þar sem hún lærði hannyrðir og
saumaskap, auk þess sem hún lærði til rjómabústjóra, en lengst af
starfaði hún við karlmannafatasaum.
Guðrún er ern og góð til heilsunn-
ar, og kann vel að greina frá því
sem drifið hefur á daga hennar.
Til að mynda man hún vel eftir
Suðurlandsskjálftanum sem reið
yfir árið 1896, og þeim hörmungum
sem þeim náttúruhamförum fylgdi.
Eins og fyrr segir fór Guðrún
árið 1906 til náms til Reykjavíkur.
„Það var lítið um peningana í þá
daga og því varð ég að kosta mitt
nám sjálf, og réði mig sem vinnu-
konu að heimili Thors Jensens og
Ólafar konu hans í Tjarnargötunni.
Thor er besti maður sem ég hef
hitt um ævina, hann var ávallt að
hjálpa þeim sem minna máttu sín.“
Guðrún dvaldi einn vetur og vor í
húsi Thors, og minnist þess tíma
með hlýjum hug. „En mig langaði
alltaf að komast áfram í lífinu, og
leið mín lá því til Hvítárvalla, þar
sem ég lærði til ijómabústjóra. Ég
lærði síðan klæðskurð hjá Guð-
mundi Vikari, og starfaði við það
lengst af. Ég vann þó alltaf við
ijómabúin á sumrin, enda hafði ég
þar um fimmtíu krónur í kaup á
móti þeim átta krónum, sem vinnu-
konur höfðu í þá daga.“
Guðrún eignaðist dóttur árið
1923, Sígríði Sigurðardóttur, og
réðst sem einstæð móðir í að koma
yfir sig þaki í Norðurmýrinni í
Reykjavík, byggði þriggja hæða hús
að Vífilsgötu 15, og voru þrjár íbúð-
ir í húsinu. „Það höfðu nú ekki all-
ir trú á að kona gæti eignast hús,
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Guðrún ásamt bróður sínum Valdimar, sem verður 94 ára í septem-
ber, í 100 ára afmælisveislu, sem haldin var Guðrúnu til lieiðurs á
Grund í gær.
en ég vann mikið til að geta borgað til hún hætti að vinna 1975, þá
það, og lauk því fyrr en ég þurfti," áttatíu og fimm ára gömul. Guðrún
sagði Guðrún þegar talið barst að hefur síðan dvalist í Hveragerði og
húsi hennar. í húsinu bjó hún þar á Grund.
GEmini
HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91-670000 OG 674300
--------------------------------------------------------------------li
ÁRLEG ÓKEYPIS SKOÐUN!
Árlega koma fulltrúar framleiðenda hingað til lands og skoða bílana,
eigendum að kostnaðarlausu.
ÞRIGGJA ÁRA ÁBYRGÐ!
Við bjóðum nú þriggja ára ábyrgð á þessum frábœru bílum.
Greiðslukjör eru við allra hœfi.
Öll verð eru staðgreiðsluverð. Bílarnir eru ryðvarðir, skráðir. tilbúnir á götuna
með útvarpi og segulbandi.
—' —■ SAMBAND ISLENSKRA SAMVINNUFELAGA
■ ■ ■ Isuzu Gemini. LT þriggja dyra hlaðbakur kostar
aðeins þúsund og LT fjögurra ðyraJQ^ þúsund krónur.
Isuzu Gemini er kallaður STÓRISMÁBÍLUNN, vegna hins ótrúlega rýmis
sem í honum er. í Gemini sameinast frábœr stjórnsvörun, spameytni,
viðbraðgssnerpa og þœgindi.
Vélin er 1300cc. 72 hö„ hann er framhjóladrifinn, 5 gíra, með aflstýri,
aflhemlum, PCV-lœsingavara á hemlum og upphitaðri afturrúðu.
Komdu með fjölskylduna
og reynsluaktu þessum
frábœrabíl!