Morgunblaðið - 24.07.1990, Side 11

Morgunblaðið - 24.07.1990, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JULI 1990 11 TÁKN FRÁ FORNRITÍÐ Nína Gautadóttir: Þjóðhöfðinginn er kona, 1989. _______Myndlist EiríkurÞorláksson Vestursal Kjarvalsstaða sýnir Nína Gautadóttir um þessar mundir málverk sem hún hefur unnið að síðustu tvö ár, þar sem hún byggir viðfangsefni sitt á fornum táknum norrænum nin- um, egypskum híeroglýfum og ýmsum fornum galdrastöfum. Nína er einn þeirra listamanna sem hefur verið lengst af sínum ferli erlendis. Eftir að hafa lokið hjúkrunarnámi hér heima 1969 hélt hún til Frakklands, þar sem hún lagði stund á listnám í París. Nína hefur ferðast mikið víða um lönd, og t.d. verið langdvölum í nokkrum ríkjum Afríku; þeir sem séð hafa fyrri sýningar hennar hér á landi minnast þess á hvern hátt slíkt kom fram í verkum hennar á þeim tíma. Við alla listsköpun leita lista- menn í tvær áttir að þeim við- fangsefnum og tjáningarmáta, sem þeim hentar: annars vegar í hinn ytri heim samfélags- og umhverfisáhrifa, sem er að fínna allt í kring um okkur, bæði í nálægð okkar eigin menningar og í fjarlægð framandi þjóða og siða, og hins vegar í innri heim hvers einstaklings, þar sem upp- eldi, skoðanir, tilfinningar og menntun skapa hverjum og ein- um það lifsmynstur, sem almennt er kallað persónuleiki. Allur ferill Nínu hingað til ber vitni um mikla leit og forvitni um hinn ytri heim; list hennar hefur endurspeglað þetta eftir því sem hún hefur reynt að vinna úr hinum ytri áreitum og komið þeim til skila í myndlistinni. Stefnubreytingar í leitinni bera því helst vitni, að listakonan hafi ekki enn fundið það sem hún leit- ar að, eða ekki náð að sameina það sínum innri heimi eða per- sónulegu væntingum. Því hlýtur þessi sýning nú að teljast eitt skrefið enn í þeirri leit, og óhægt um að segja hvort Nína er ánægð með árangurinn. Einn sérstakasti þáttur mynd- listar er hin mikla notkun tákna, sem þar er oft að finna. Trúar- brögð eru flest sérstaklega rík af táknum, og mörg þeirra ganga í gegnum listasöguna allt til þessa dags. Ýmsir listamenn hafa á síðustu 100 árum tileinkað sér tákn fjarlægra þjóða og menn- ingarsamfélaga, og kynnt sem framlög til vestrænnar menning- ar. Þessa gætir jafnvel hér á landi á allra síðustu árum, þar sem Gunnar Örn rekur uppruna síns slöngufólks að nokkru til bysant- ískrar heimsmyndar, og Halldór Ásgeirsson hefur notað tákn þjóða suðurhafseyja talsvert í ríkulegum myndflötum sínum. Jafnframt þessu skapa listaménn síðan sitt eigin táknmál, þar sem þeirra persónulega reynsla og lífssýn ræður mestu um gildi tákna. Undanfarin tvö ár hefur Nína Gauta lagt stund á fornegypsku, og er það nám bakgrunnur verk- anna á sýningunni. Meginhluti verkanna er að uppistöðu til myndgerð setninga eða orða á því máli, þar sem hið egypska myndletur, híeroglýfur, kemur í stað hinna latnesku stafa sem við notum öðru jöfnu. Þannig eru verk eins og „Lífíð er þitt“, „Þessi maður er ritari“ og „Sjón- varpsþáttagerðarmaður“ sköpuð í kringum þá egypsku stafi, sem mynda orðin. Til að þetta sé öll- um ljóst, eru verkin merkt með handskrifuðum miðum (sem eru lítið augnayndi) þar sem viðkom- andi setning er bæði skrifuð á íslensku og með híeroglýfum. Vandamálið er hins vegar að hið egypska myndmál byggir á hljóðstöfum, en ekki myndtákn- um; því er listakonan í raun að bregða fyrir sig tilvísunum í let- urgerð, en ekki að vinna með tákn af neinu tagi í þessum myndum. Enda virðast fom- egypsku stafirnir oftar trufla en hitt; í ýmsum myndum bregður fyrir skemmtilegu samspili lita í expressionísku handbragði, eins ogt.d. í „Sem höfðingi, sem bróð- ir, sem vinur“ (nr. 49) og „Þjóð- höfðinginn er kona“ (nr. 47), en stafimir draga athyglina frá þessum gildi myndanna. — Hið sama má í raun segja um þær myndir þar sem norrænt rúnalet- ur eða galdrastafir eru þunga- miðja verkanna; þau tmfla mynd- bygginguna. Styrkur verkanna er mestur þar sem stafirnir vega minnst, þ.e. í smámyndunum af forn- egypska stafrófinu (nr. 57-81) og af forn-egypskum fomöfnum (nr. 10-37). Ef sleppir þeirri málfræði- og stafakennslu sem þarna fer fram, þá em þessar myndir sterkar í smæð sinni, þar sem bjartir litir og fijálst hand- bragð ná að skapa mjög lifandi verk, sem taka flestum hinum stærri fram. Þar er Nína nær því að finna sér þann myndstíl sem kemur myndhugsun hennar til skila til áhorfenda en í þeim verk- um þar sem stafir og tákn binda hendur hennar. í góðri myndlist verða tákn eðlilegur hluti mynd- málsins og styrkir það, en hvorki takmarkar tjáningarmöguleika listamannsins né njörvar hann niðúr. Sýningarskrá Nínu er vei unn- in, skýr og hefur ótvírætt heim- ildargildi fyrir listunnendur. Ann- að mál er svo hvort listakonan þurfí ekki, eins og raunar fleiri, að athuga sinn gang betur varð- andi verðlagningu verka sinna; á íslenskum listmarkaði er fímm og kvart milljón króna fyrir öll verkin í salnum ef til vill heldur hátt stefnt. Galína Vishnevskaja lærði eða kæmi fram. Þegar svo Galína réðst til Óperettuleikhússins 1944, lauk hjónabandinu. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru í bernsku og uppvexti Galínu — því nær útlokað er að endur- segja þann óhugnað sem hún geng- ur í gegnum og lýsir á snilldarlegan hátt, rétt eins og hlutlaus áhorf- andi; Hún hefur engu gleymt, en hefur tekið sér stöðu í tilfinninga- legri órafjarlægð. Um það leyti sem söngferill hennar hefst hefur maður það á tilfinningunni að hún ætli að segja sögu sína með aðferð mynda- vélarinnar — og að nú sé öllum hennar hörmungum lokið. En það er öðru nær. Smátt og smátt hverfur myndavélin og það er Gaina af holdi og blóði sem birt- ist í bókinni — og hún á sér eitt markmið i lífinu; að komast af til að syngja. Og bara það að komast af, er hægara sagt en gert í því samfélagi sem hún lifir í. Hún gift- ist öðru sinni, Mark Ilitsj Rubin, stofnanda og stjórnanda leikflokks- ins og ferðst vítt og breitt með sýningar. Jafnvel þótt hún sé barns- hafandi, heldur hún ótrauð áfram að vinna. Hún vinnur með leik- flokknum í nokkur ár — þar til hún fer út á einsöngsbrautina og Mark verður framkvæmdastjóri hennar. Rödd hennar var langt frá því að vera fullmótuð eða í einhverri þjálf- un, en dag einn hittir hún Veru Nikolajevnu Garínu, söngkennara, sem gjörbreytti lífi hennar. Upp frá því fara hún og Mark að fjarlægj- ast — og þrátt fyrir berkla og aðr- ar hörmungar, tekst Galínu að þjálfa rödd sína og komast að hjá Boshojleikhúsinu. Hjónaband henn- ar hékk þó einhvern veginn saman — þar til hún hitti Rostropovitsj. Hún giftist honum — og stærsti hluti bókarinnar fjallar um feril þessarra miklu listamanna. Þau fá leyfí til að ferðast til útlanda og meira að segja leyfi til að búa út af fyrir sig í íbúð sem Rostropivitsj hafði keypt. Galína lýsir því hvernig vegur þeirra eykst — heima fyrir og erlendis — en hún lýsir líka þeim hremmingum sem aðrir listamenn lenda í, í hinu sovéska kerfi; lista- menn á borð við tónskáldin Prok- ofjev og Shostakovitsj og rithöfund- inn Pasternak. í rauninni er saga Galínu um baráttu listamanna við hið óhugnanlega sovéska kerfi, þar sem tugþúsundir manna vinna við það eitt að túlka listaverk, orð og athafnir manna, til að geta fordæmt þá. Enginn er öruggur, því upp- ljóstrarar eru inni á öllum stofnun- um — og þú veist aldrei hveijir þeir eru. Galína og Rostropovitsj komast æði lengi upp með að halda sig utan við sprengjusvæði, og neita að skrifa undir ásakanir á hendur öðrum listamönnum. Svo virðist sem valdhafar hafi verið eitthvað hræddir við að hrófla við þessum heimsfrægu listamönnum. En þar kemur, að þau hýsa Solzhenitsyn í sumarhúsi sínu og Rostropovitsj reynir að koma verk- um hans á framfæri. En þar sem Solzhenitsyn hefur með skrifum sínum gerst óvinur alþýðunnar og er þar af leiðandi sekur maður, er fljótlega skrúfað fyrir feril Rostropovitsj; fyrst til að byija með fær hann ekki að vinna erlendis, en síðan leiðir eitt af öðru — uns svo er komið, árið 1974, að þau hjónin biðja um leyfi til að fá að dvelja erlendis í tvö ár. Fjórum árum seinna eru þau svipt sovésk- um ríkisborgararétti. Saga Galínu er engu lík. Strax á fyrstu síðu er hún þrungin spennu, átökum, sorgum og sigrum. I raun- inni ætti Galína að vera dauð, að minnsta kosti sex sinnum. Þótt hún sneiði að mestu hjá því að segja frá heimilislífi sínu — kemur það ekki að sök, því þetta er saga afburða- listamanns og það er sköpunar- og tjáningaþörfin sem er í fyrirrúmi. Þetta er alvöru ævisaga, sérlega vel skrifuð og Galína lætur sig ekki muna um að taka ráðamenn í Sov- étríkjunum í karphúsið — þeir fá allrosalega útreið í bókinni. Þetta er virkilega bók sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara; bók um mannlegar tilfinningar, heiður og æru og baráttu í vonlausu samfé- lagi. Ekki hef ég átt þess kost að lesa bókina á frummálinu, en þýð- ing hennar hlýtur að hafa verið mikið þrekvirki, þar sem söguþráð- ur, framvinda og lýsing hins sov- éska kerfis eru æði flókin. Málfarið er mjög þjált og frágangur með hinum mesta sóma. ...ekki barakaffi Karíó - Skemmtiferðaskip á Níl - Baðstrandardvöl við Rauðahafið - Pýramídar - Gull og grafir faraóanna - Stórkostlegustu söguminjar veraldar - Fagurt landslag og framandi þjóðlíf. EGYFTALANDSFERÐ-ÆVWmAHEIMUR 19 daga lúxusferð 26. ágúst Þið njótið frábærrar þjónustu SAS alla leið frá Keflavík til Kaíró. Fimm stjörnu lúxus- hótel og fallegasta skemmtiferðaskipið á Níl. Takmarkaður sætafjöldi - Hægt er að stansa í Kaupmannahöfn á heimleiðinni. íslenskur fararstjóri. SfS — <=>ULHRFLUG Vesturgötu 12, símar 620066 og 15331

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.