Morgunblaðið - 24.07.1990, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 24.07.1990, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JULI 1990 15 Úr dagbókarhugleiðingrim ímynduðu meiriháttar tapi „í hlut- lægum og óhlutlægum verðmæt- um“ vegna þátttöku í Evrópusam- starfinu. En lítum betur á það. Fríverslunarlexían sýnir okkur að fijáls vöruviðskipti við félags- ríki okkar í EFTA og Evrópuband- alagið, eru íslandi til hagsbóta. Nú þarf að leggja síðustu hönd á að afnema tolla og höft. Allir sam- mála þar. En þá koma þær hinar mýmörgu svokölluðu tæknilegu viðskiptahindranir, gamlar, nýjar eða jafnvel óorðnar, eða hindranir, sem hið opinbera leggur í veg vip- skipta, aðrar en tolla og höft, sem hverfa vegna frjals innri markaðs EB í árslok 1992. Það er fríversl- un með vöru í þessum skilningi sem EFTA sækist eftir í EES- samningi. Til slíks duga ekki fríverslunar- ' samningarnir frá 1970 eða stofn- skrá EFTA, Stokkhólmssamn- ingurinn. Til að þessu marki fijáls flæðis vöru sé náð, þarf og einnig EFTA-megin, eftirlit með því að samningsákvæði séu virt og sam- eiginlegan dómstól til úrskurðar í deilumálum. Sameiginlegur rekst- ur tæknilegra viðskiptaatriða með þessum hætti er næsta skrefið frá lauslegu fríverslunarsamstarfi. Reglurnar eru samningsatriði eða afleiddar af þeim og hafa beint lagagildi, en slíkt viðskiptakerfi er ómetanleg trygging hagsmuna lítils lands, sem er háð útflutningi um alla afkomu sína. Á því er enginn vafi, að Ijarri því að hafa látið frá sér vald í hendur yfirþjóð- legrar stofnunar tfelja t.d smærri aðildarríki EB að slíkt fyrirkomu- lag hafi treyst sjálfstæði þeirra og efnahagslegan grundvöll. Sama skoðun gerir nú mjög vart við sig . innan EFTA. Eins er það, að fjálsu fiæði vöru fylgi eðlilega aukið frelsi í flæði þjónustu, fjár- magns og fólks. Ýmsir fyrirvarar eru þó á hinu síðamefnda og hvað okkur íslendinga snertir, t.d. bæði hvað varðar nýtingu íslensku fisk- veiðilögsögunnar, náttúrugæða og þátttöku í fijálsum vinnumarkaði. Þá er þessari samvinnu ætlað að ná með kerfisbundnum hætti til margra annarra þátta, svo sem menntamála, vísinda- og tækni- samstarfs, samgöngumála, um- hverfismála o.fl. o.fl. Ákvarðanir Evrópubandalags- ins um bein réttaráhrif og hlut- verk og valdsvið Evrópudómstóls- ins ná til hinnar sameiginlegu stefnu bandalagsins í sjávarút- vegsmálum, sem á sér stoð í ákvæðum Rómarsáttmálans um landbúnað. Sjávarútvegsstefnan, eins og reyndar landbúnaðarstefn- an, eru hins vegar ekki til samn- inga við EFTA-ríkin. I þessu sam- bandi kemur að því atriði, sem er eiginlega rúsínan í pylsuenda rangtúlkana eða misskilnings dr. Hannesar Jónssonar á Evróusam- starfinu. Úrskurður Evrópudóm- stólsins varðandi lagareglur, sem snerta veiðiheimildir spánskra tog- ara í breskri fiskveiðilögsögu kem- ur framkvæmd íslenskrar fiskveið- istefnu ekkert við, hvorki í núver- andi fríverslunartengslum okkar við Evrópubandalagið né þeim, sem fyrirhuguð eru. Dr. Hannes Jónsson getur tekið sér varanlegt frí frá því að boða eitthvert „átak- anlegt fullveldisafsal“ sem standi fyrir dyrum. Það verður nefnilega ekki. Eigum við ekki að spyija að leikslokum og fella dóm um EES- saminginn þegar hann liggur fyr- ir? ísland á sem fyrr að fylgja Evrópuþróuninni og hér virðist komið tækifæri, sem okkur hent- ar. Aðfinnslur dr. Hannesar Jóns- sonar eru ekki réttar og ráðlegg- ingarnar haldlausar. Ilöfundur er sendiherra íslands gagnvart Evrópubandalaginu. V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! eftir Jónas Pétursson Þijú mikilvæg atriði við dyrnar þessa dagana, og þó réttar sagt: Letrað á sjóndeildarhringinn. 1. Ákvörðun sögð tekin um 700 m lengingu tveggja kílómetra flugbrautar á Egilsstaðanesi, sem nú er í framkvæmd. 2. Jarðgöng milli Austfjarð- anna og Héraðs, sem rannsókn- ir vantar um og ákvörðun að þeim loknum. 3. Stóriðjurekstur á Norðaust- urlandi og/eða Austurlandi og þá Fljótsdalsvirkjun. Austfirðingar eiga að hafa skoðun á þessum málum, og raun- ar stijálbýlisfólkið — alls staðar. Ég fæ ekki orða bundist. 1. Lenging flugbrautar er ekki tímabær í beinu framhaldi verka. Reynsla af rekstri tveggja km brautarinnar frá öllum hliðum æskileg í nokkur ár. Fjármagn tæpast nauðsynlegt að nota án „Þar til tryggt er að orka Fljótsdalsvirkjun- ar verður öll nýtt á Norðaustur- og Aust- urlandi, verður ekki virkjað í Fljótsdal. Þau heit ein í þessu máli skulum við standa sam- an um.“ tafar í þetta verk. Ef til vill ein- hvers virði að gefa gaum að þeim þægilega svip, sem nú er á Egils- staðanesinu í samræmi sam- gangna og túnflesjunnar, sem auk þess sem augað nemur, býr yfir merkri búskaparsögu. 2. Jarðgöng milli fjarðanna og Héraðs er þýðingarmesta málið í framtíð Austurlands. Og þá í huga fjarðabyggðirnar frá Seyðisfírði til Neskaupstaðar og einnig Vopna- íjörður a.m.k. Augljóst er að nokk- ur ár, 2 til 3 a.m.k., þarf til rann- sókna á gangaleiðum með borun- um, og að velja leiðir. Ákveðið er að gangagerð á Vestfjörðum komi í framkvæmd eftir Ólafsfjarðarm- úla. Vafalaust aukast afköst með aukinni reynslu og æfingum í verki. Mér sýnist því, að engin bið megi verða í rannsóknarborunum á jarðgöngum á Austurlandi. 3. Stóriðjumál og Fljótsdals- virkjun. Langur var sá sjónhverf- ingaleikur Orkustofnunar fyrir nokkrum árum til að halda við eftirvæntingu í Austfirðingum, að nýtt sólskin væri í vændum fyrir atbeina sunnan yfir heiðar. Ára- fjöldann kann ég ekki. Stóriðju- málin — afstaða til þeirra á að vera ein um Norðaustur- og Aust- urland. Þar til tryggt er að orka Fljótsdalsvirkjunar verður öll nýtt á Norðaustur- og Austurlandi, Jónas Pétursson verður ekki virkjað í Fljótsdal. Þau heit ein í þessu máli skulum við standa saman um. Ilöfundur erfyrrv. alþingismaöur Sjálfstæðisflokks í A usturlandskjördæmi. •TOYOTA- WINDY 13“ kr.8.415.- VENTURA 13“ kr. 9.261,- STAR 13“ kr. 1L203.- gsw VENTURA 14“ kr. 10.955,- ALFEIGUR Á FLESTA FÓLKSBÍLA Sportfelgur á TOYOTA-fólksbíla og margar aörar gerðir. Færðu bílinn í stílinn með glæsilegum felgum. Verð miðast við staðgreiðslu. ® TOYOTA S í M I 4 4 14 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.