Morgunblaðið - 24.07.1990, Síða 17
Veruleg fjölgun hefur orðið á forsjá-
deilum á þessum tíma, en mikill
fjöldi af deilum kemur ekki fram
nema hjá lögmönnum þegar foreldr-
um.bama gengur illa að ná sáttum
í deilumálum sínum. Og ekki er
vafi á að fjöldi barna verður fyrir
verulegum tilfínningalegum skaða
vegna ósamkomulags foreldranna.
Við vitum að foreldranir eiga
bágt eftir skipbrotin í ástarlífnu og
það eiga börnin líka. Barnaheill
veit að möguleiki er á því að gera
skipbrot þolanlegri fyrir alla aðila.
Möguleikár eru á því að með sér-
fræðilegri aðstoð megi fyrirbyggja
talsvert af skilnuðum og enginn
vafi er á því að aðstoð á erfiðum
tímabilum í Ijölskyldum getur fyrir-
byggt mikið af tilfinningalegum
sárum, sem sum gróa aldrei. Alla
vega er hægt að draga verulega
úr sársauka og gera skilnaði þolan-
legri fyrir alla aðila.
Fjölsky lduráðgjöf
Fjölskylduráðgjafarstöð er ekki
til í landinu. Tilraunir hafa nokkrum
sinnum verið gerðar til að koma
upp fjölskylduráðgjöf en ending
hefur aldrei orðið sem skyldi. Ein
af þeim framkvæmdum, sem
Barnaheill hefur ákveðið að leggja
í er að stuðla að því að komið verði
upp slíkri stöð, jafnvel með því að
taka að sér stofnun hennar. Mikil
hvatning til slíkrar framkvæmdar
hefur komið frá málflutningsmönn-
um, sem einatt verða að horfa að-
gerðalausir upp á það hvernig for-
eldrar leggja stundum líf barna
sinna í rúst með illvígum deilum.
Vegalaus börn þurfa athvarf
Ekki eru það margir sem vita,
að tugir bama eða hundruð eru á
hrakhólum í landinu. Þau eiga mörg
vanmáttuga foreldra, sem ekki ráða
við vanda barnanna sinna. í stað
þess að eiga sér öruggan dvalarstað
flakka börnin milli fósturheimila,
stofnana, sjúkrahúsa, sérfræði-
deilda og félagsmálastofnana, sem
ekki hafa nægilega möguleika til
að bæta aðstæður barnanna og
stöðva flakkið. Flest þessi börn eru
sjúk og eiga sjúka foreldra, sem
eiga fullt í fangi með að ráða við
eigið daglegt líf. Börnin eru mörg
svo erfíð að ófaglærðir aðilar ráða
ekki við umönnun þeirra. Sum
þeirra þurfa að komast um lengri
og skemmri tíma á meðferðarheim-
ili. En samfélaginu hefur ekki auðn-
ast að koma upp nægilega mörgum
og sérhæfðum ráðstöfunum fyrir
þessi börn. Mörg þeirra geta eftir
dvöl á meðferðarheimilum aftur
flutt til foreldra sinna eða nýtt sér
fóstur, svo framarlega, sem slík
fósturheimili og foreldranir fá
nægilegan faglegan undirbúning og
stuðning. Eitt af þeim verkefnum,
sem Barnaheill hefur markað sér
er það að skera upp herör til að
bæta úr þessari vöntun. Það kostar
mikið fé, en þjóðin hefur margsýnt
hversu örlát hún er þegar henni er
bent á verðug verkefni.
íslenskt samfélag þarf að verða
barnvingjarnlegt
Á íslandi er lífsbaráttan hörð.
Fólkið, ríkið og sveitarfélögin vant-
ar peninga. Það gleymist gjarnan
að fjárfesta í börnunum, þegar sam-
félagið raðar upp forgangsverkefn-
um — oft vegna þess að börnin
vantar nógu sterka málsvara til að
tala þeirra máli. Hingað til hafa
verið þtýstihópar til að veija mál-
stað fjölmargra, sem þurfa á mik-
illi athygli að halda en börnin hefur
vatnað sinn þrýstihóp, sem talar
þeirra máli og ver hagsumi þeirra
og réttindi. Sá þrýstihópur er nú
kominn á laggirnar. Samtökin
Barnaheill ætlar sér stórt hlutverk.
En því stóra hlutverki verður-ekki
fullnægt nema hópurinn verði stór.
Við viljum helst fá meirihluta þjóð-
arinnar í röð félagsmanna og mun-
um við á næstu mánuðum reyna
að kynna samtökin og hin ýmsu
aðkallandi málefni barna, sem bíða
okkar. En þeir, sem eru tilbúnir,
geta strax gerst félagsmenn.
Síminn hjá Barnaheillum er
680545.
Höfundur er formaður
stjónmr Barnaheilla.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1990 17
__ _________________ *
Bikarkeppni BSI
__________Brids____________
Arnór Ragnarsson
Öllum leikjum er nú lokið í fyrstu
umferð Bikarkeppninnar. Sveit
Jóns Sigurbjörnssonar frá Siglufírði
lék fyrir nokkru gegn sveit Alfreðs
Kristjánssonar frá Akranesi, og
hafði sveit Jóns sigur, skoraði 100
impa gegn 44 impum Alfreðs og
félaga. Sveit Jóns Sigurbjörnssonar
á heimaleik gegn sveit Sveins
Rúnars Eiríksonar frá Reykjavík í
annarri umferð. Sveit Forskots atti
kappi við sveit ML frá Laugarvatni
í fyrstu umferð, og var þar um
ójafna viðureign að ræða. Sveit
Forskots vann allar loturnar og leik-
inn með 186 ipum gegn 37. Sveit
Forskots á leik í annarri umferð
gegn sveit Karls Grétars Karlssonar
frá Sandgerði, og það er Karl sem
á heimaleik. Einum leik er þegar
lokið í annarri umferð Bikarkeppn-
innar. Sveit DELTA vann öruggan
sigur á sveit Einars Vals Kristjáns-
sonar frá ísafirði í annarri umferð,
lokatölur 136 impar gegn 75.
Annarri umferð á að vera lokið
26. ágúst.
Sumarbrids 1990
Þátttaka er nú orðin mjög góð í
sumarbrids, og þriðjudaginn 17.
júlí mættu 92 spilarar til leiks. Spil-
að var í tveimur 16 para riðlum
(meðalskor 210) og einum 14 para
(meðalskor 156). Urslit urðu eftir-
farandi í A-riðli:
Alfreð Kristjánsson —
Gylfí Gunnarsson 254
Lárus Hermannsson —
Guðlaugur Sveinsson 253
Björn Árnason —
BaldurBjartmarsson 234
Lovísa Eyþórsdóttir —
Hildur Helgadóttir 225
Óskar Sigurðsson —
Friðrik Jónsson 224
í B-riðli urðu úrslit þessi:
Sigurður B. Þorsteinsson —
Gylfi Baldursson 273
Þröstur Ingimarsson —
Þórður Björnsson 247
Ástvaldur Oli Ágústsson —
Karl Pétursson 242
Kjartan Jóhannsson —
Jón Þorkelsson 233
Jakob R. Möller —
Sigurður Sverrisson 229
Þetta er í fjórða sinn í röð sem
Sigurður og Gylfi vinna riðil sem
þeir spila í. Úrslit urður eftirfarandi
í C-riðli:
Helgi Jónsson —
Helgi Sigurðsson 212
Ragnar Hermannsson — Anna Þóra Jónsdóttir 189
Svavar Björnsson — Sveinn Rúnar Eiríksson 183
Ragnar Magnússon — Páll Valdimarsson 182
Aðalsteinn Jörgensen — Guðlaug Jónsdóttir 168
Björn Arnarson — Jónas Elíasson 168
Hér er hægt að gera við og
lagfæra steypuskemmdir
Semkís eru íslensk viðgerðarefni fyrir steinsteypu.
Semkís efnin eru prófuð af Rannsóknarstofnun byggingariðnaðar-
ins og fagmönnum í byggingariðnaði.
Það erekki óleysanlegt vandamál að lagfæra frostskemmdir
í steypu, ryðskemmdir út frá járnabindingu, sprungur í veggjum,
brotna kanta og stærri eða minni múr- og steypuskemmdir ef
notuð eru Semkís viðgerðarefnin. Réttu viðgerðarefnin eru
íslensku Semkís efnin, þróuð og framleidd fyrir íslenskar aðstæður.
Semkís efnin eru framleidd undir ströngu gæðaeftirliti. Framleiðandi er Sérsteypan sf. á Akranesi
sem er sameign Sementsverksmiðju ríkisins og (slenska jámblendifélagsins.
Semkís VIOO: Fljótharðnandi án trefja fyrir minni viðgerðir.
Semkís V200 Fljótharðnandi með trefjum fyrir viðgerðir á
álagsflötum og stærri rifum, sprungum eða holum.
Semkís V300: Flægharðnandi með trefjum og mikilli
viðloðun. Ætlað til viðgerða á stærri flötum þar sem álag er mikið.
Semkís FIOO: Stálvari til að ryðverja steypustyrktarjárn.
Semkís AIOO Steypuþekja til verndunar á steypu-
viðgerðum, múrhúðun og allri venjulegri steypu.
Heildsöludreifing:
Sementsverksmiðja ríkisins,
Afgreiðsla Sævarhöfða Reykjavik s: 91-83400
Afgreiðsla Akranesi, s: 93-11555.
Semkís efnin fást hjá öllum helstu byggingarvöruverslunum og hjá SANDI h.f.
Viðarhöfða í Reykjavík s: 91-673555
KALMANSVÖLLUM 3, 300 AKRANES. SlMI: 93-13355