Morgunblaðið - 24.07.1990, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JULI 1990
21
við samningsgerð. Þannig valdi nú
launahækkun um 1,5% að meðal-
tali sem samsvari hálfum launa-
flokki ótvírætt röskun, hvað þá
hækkun um 4,5% eða einn og hálf-
an launaflokk að meðaltali. Um það
vísast til skýrslu Þjóðhagsstofnunar
dags. 22. júní 1990.
B. í annan stað er sýknukrafa
reist á því að kröfugerð stefnanda
eigi ekki stoð í 5. gr. kjarasamnings
aðila. í kjarasamningi sé ekki að
finna nein ákvæði sem almennur
réttur allra félagsmanna stefnanda
til launaflokkatilfærslna um einn
og hálfan launaflokk frá 1. júlí sl.
yrði reistur beint á.
Um almennar launahækkanir sé
ijallað í ákvæðum 2. kafla samn-
ingsins, sbr. í því sambandi yfir-
skrift hans og einkum 12. gr. Slíkar
hækkanir geti og komið til skv.
ákvæðum 15. gr. sem er í 3. kafla.
Kröfugerð stefnanda um almenna
hækkun launa með launaflokkatil-
færslu um 1 ‘A launaflokk til félags-
manna sinna á hins vegar ekki stoð
í þeim ákvæðum.
Alls ekki er fjallað um neinar
almennar launahækkanir í 1. kafla
samningsins. í þeim kafla er aðeins
íjallað um sérstakar hækkanir til
tiltekinna starfsmanna sem stað-
reynt hefur verið að ástæða sé til
að leiðrétta sbr. 1., 2. og 5. gr. Mat
á því hvort tilefni er til leiðréttinga
er skv. 3. mgr. 2. gr. í höndum
kjarasamnanburðarnefndar eða
gerðardóms rísi ágreiningur um
það. Á grundvelli þess mats er
stefnt að því að leiðrétta þann mun
sem þannig kann að koma í ljós,
með launaflokkatilfærslum sbr. 5.
gr. Þær skulu gerast í sem jöfn-
ustum árlegum, áföngum sbr. 2.
mgr. 5. gr. Aðilar eða gerðardómur
skipta þeim áföngum niður. Réttur
einstakra starfsmanna til tilfærslna
skal ákveðinn af aðilum samnings-
ins nái þeir um það samkomulagi,
ella úrskurðar gerðardómur skv. 9.
gr. um það.
Kröfugerð stefnanda á hins veg-
ar ekki stoð í rétti sem hafi verið
þannig ákveðinn. Þannig er óum-
deilt að ekki liggur fyrir matsniður-
staða þess efnis að kjaramunur sé
til staðar sem tilefni sé til að leið-
rétta og þaðan af síður að slíkt eigi
við félagsmenn stefnanda, einhvem
eða alla. Þá skal auk þess vakin
athygli á því, að stéttarfélag hefur
skv. 7. mgr. heimild til að semja
um önnur kjaraatriði er jafngildi
þeirri tilfærslu sem tilefni gefst til
eða hluta hennar. Hugsanlegt til-
efni til að færa einhveija félags-
menn til í launaflokki veitir þeim
þannig ekki einu sinni beinan rétt
til launaflokkatilfærslu.
Kostnaði af tilfærslum milli
launaflokka í hverjum áfanga er
settur ákveðinn rammi sbr. 3. mgr.
5. gr. Samkvæmt henni skal í hverj-
um áfanga miða við að hækkun
nemi einum launaflokki hið minnsta
að meðaltali, en einstök starfsheiti
og einstakir starfsmenn hækki þó
ekki meira en nemur 3 launaflokk-
um og er þar miðað við launaflokka
skv. 10. gr. samningsins eða jafn-
gildi þeirra verði launatöflu breytt.
I tilvísuninni til eins launaflokks
hið minnsta að meðaltali og hins
vegar ákvæði um hámarkstilfærslu
milli launaflokka felst augljóslega
að gert er ráð fyrir því, að launa-
flokkatilfærslur einstakra manna
verði mismiklar. Af 3. mgr. leiðir
þannig að út frá því var gengið að
margir myndu enga tilfærslu fá en
aðrir frá 1 og upp í 3 launaflokka
í hverjum áfanga. Auk þess var og
er í launatöflu kjarasamningsins
sem vitnað er til í 3. mgr. 5. gr.,
eingöngu að finna heila launá-
flokka. Engin skylda er lögð á
stefnda í 5. gr. eða í öðrum ákvæð-
um samningsins til að búa til hálfa
launaflokka vegna framkvæmdar
endurskoðaðs launakerfis eða
greiðslna upp í væntanlega hækkun
skv. 6. mgr. 5. gr. í 5. gr. er þann-
ig ótvfrætt gengið út frá því að
launaflokkatilfærslur fari fram í
heilum launaflokkum hið minnsta.
Af hálfu stefnda er ekki fallist á
að í ákvæði 6. mgr. 5. gr. felist að
launaflokkatilfærsla skv. 6. mgr.
sbr. 3. mgr. geti átt sér stað án
þess að staðreynt hafi verið að rétt-
mætt tilefni sé til að brúa launa-
mun. Ákvæðið verður að túlka í
réttu samhengi við 3. mgr. 2. gr.
þar sem fjallað er um að kjarasam-
anburðarnefnd eigi að meta tilefni
til leiðréttingar á kjörum og skila
áfangaskýrslu eigi síðar en 1. mars
1990. Áfangaskýrslan er undanfari
lokaálits nefndarinnar og taka á
mið af niðurstöðum þeirrar áfanga-
skýrslu við 1. áfanga í endurröðun
í launaflokka. Af orðalagi 3. mgr.
2. gr. má ljóst vera að áfangaskýrsl-
unni var ætlað að innihalda bráða-
birgðaniðurstöður um tilefni til leið-
réttingar á kjörum í einstökum
störfum.
í því tilviki að lokaálit lægi ekki
fyrir hinn 1. júlí 1990 ráðgerði 6.
mgr. 5. gr. að þeim sem þannig
væri tilefni til að leiðrétta sam-
kvæmt áfangaskýrslunni, og sem
áttu rétt á tilfærslu milli launa-
flokka í þeim áfanga, yrði greitt
upp í væntanlega hækkun til bráða-
birgða. í því efni væri þá ekki við
annað að styðjast en áfangaskýrsl-
una. Þeim yrði greitt upp í væntan-
lega hækkun þannig að tilfærslur
milli launaflokka skv. 3. mgr. yrðu
að jafnaði ‘A launaflokki meiri en
lágmark skv. 3. mgr. hefði verið
frá 1. júlí, þ.e. hækka úr 1 launa-
flokki í 1 !A launaflokk hið minnsta
að meðaltali en óbreytt var það
hámark að enginn skyldi hækka
meira en næmi 3 launaflokkum.
Við endanlega ákvörðun 1 áfanga
skyldi þó enginn lækka í launa-
flokki. Það felur í sér að þeir sem
kynnu að fá launaflokkatilfærslu á
grundvelli áfangaskýrslunnar
skyldu halda henni jafnvel þó loka-
álitið gerði ekki ráð fyrir slíkri
hækkun á röðun þeirra í þeim
áfanga. Af því leiddi því þá niður-
stöðu að launaflokkahækkun til
þeirra gæti komið til einu eða hugs-
anlega tveimur árum fyrr en efni
stóðu raunverulega til. í þeim tilvik-
um að endurröðun á grundvelli
áfangaskýrslu leiddi til algerlega
óverðskuldaðrar launaflokkahækk-
unar skyldi hún þrátt fyrir það ekki
ganga til baka. Tilgangur reglunnar
var sá að setja svipu á ríkisvaldið
svo það myndi ekki tefja fram-
kvæmd á launaflokkatilfærslum
sem áfangaskýrsla staðfesti að
væru efnislega réttmætar.
Ákvæði 6. mgr. 5. gr. er þannig
ekki sjálfstætt viðurlagaákvæði um
dulbúna, almenna launahækkun
allra er taka laun eftir kjarasamn-
ingnum. Slíkur skilningur kom
heldur aldrei fram í samningsgerð-
inni. Ákvæðið er sérregla um 1.
áfanga endurröðunar á starfsheit-
um í launaflokka. Hún felur í sér
að leiðrétting komi með meiri þunga
í 1. áfanga en ella hefði orðið, liggi
lokaálit ekki fyrir hinn 1. júlí 1990
enda sé töf á því að rekja til full-
trúa ríkisins.
Hvorki liggur fyrir staðreynt til-
efni til leiðréttingar né er uppfyllt
þeim tilgangi sem 6. mgr. 5. gr.
byggir á og sem er forsenda fyrir
að henni verði beitt. Alls ekki er
þannig um það að ræða að ríkisvald-
ið hafi reynt að tefja störf í kjara-
samanburðarnefnd til að draga
framkvæmd launaflokkatilfærslna
sem séu efnislega réttmætar skv.
áfangaskýrslu.
Almenn greiðsluskylda með
launaflokkatilfærslu í þá veru sem
stefnukrafan felur í sér, á sér þann-
ig ekki neina stoð í ákvæðum 5.
gr. kjarasamningsins. Samkvæmt
því ber að sýkna stefnda af öllum
kröfum stefnanda.
C. Krafa um sýknu að svo
stöddu byggir á því, að þau sjónar-
mið sem reifuð eru hér á undan til
stuðnings frávísunar- og sýknu-
kröfu og lúta að því að krafa stefn-
anda sé ekki enn orðin til, hljóti
a.m.k. að leiða til sýknu að svo
stöddu.
III
Aðilar máls þessa gerðu með sér
kjarasamning hinn 18. maí 1989.
1. kafli hans fjallar um endurskoðun
á launakerfi háskólamenntaðra
ríkisstarfsmanna, og er hann í 9
greinum. 2. kafli fjallar í gr. 10-14
um launahækkanir frá 1. maí 1989
til 30. september 1990. í 3. kafla er
í 15. gr. samið um að félagsmenn
stefnanda fái einnig sömu hækkan-
ir og aðrir launþegar kunna að fá
eftir 30. nóvember 1989.
Kröfur stefnanda lúta að því að
stefnda hafi á grundvelli 6. mgr.
5. gr. kjarasamningsins borið að
greiða félagsmönnum stefnanda
sérstaka hækkun á laun þeirra hinn
1. júlí 1990 við þær aðstæður að
ekki var lokið þeirri endurskoðun á
launakerfi háskólamenntaðra ríkis-
starfsmanna, sem 1. kafli samn-
ingsins mælir fyrir um.
Stefndi telur að vísa beri málinu
frá Félagsdómi þar sem kröfugerð
stefnanda eigi a.m.k. á þessu stigi
undir nefnd samkvæmt 9. gr, samn-
ingsins. Hins vegar er af hálfu
stefnda ekki dregið í efa dómsvald
Félagsdóms um mismunandi túlkun
aðila á 1. gr. kjarasamningsins.
Félagsdómur hefur skv. 3. tl. 26.
gr. laga nr. 94/1986 almennt úr-
skurðarvald um ágreining um skiln-
ing á kjarasamningum opinberra
starfsmanna. Almenn lögsaga í
þessum efnum er því í höndum
Félagsdóms, enda hafi aðilar ekki
ráðstafað sakarefni til annars úr-
lausnaraðila.
I 9. gr. kjarasamnings málsaðila
segir:
„Rísi ágreiningur milli aðila um
framkvæmd kjarasamanburðar
eða túlkun á niðurstöðum skv.
2. gr. eða fyrirkomulag breytinga
skv. 5. gr. getur hvor aðili um
sig óskað eftir, að ágreiningnum
verði vísað til úrskurðar þriggja
manna nefndar...“
Ekki er hér vísað til 1. gr. samn-
ingsins, þar sem segir m.a: „Standa
skal að umræddum breytingum með
þeim hætti, að ekki valdi röskun á
hinu almenna launakerfi í landinu“.
Túlkun þessa ákvæðis er eitt helsta
ágreiningsatriði málsins. Tilvísun
9. gr. til 5. gr. samningsins tekur
til fyrirkomulags launabreytinga,
er byggist á niðurstöðum kjarasam-
anburðarins, en ekki til ákvæða 6.
mgr. 5. gr. samningsins, sem kveða
á um greiðslur, og eftir atvikum
viðurlög, hafi samanburðarnefnd
skv. 3. mgr. 2. gr. ekki skilað loka-
áliti hinn 1. júlí 1990. Úrskurðar-
vald nefndarinnar tekur því ekki til
þess ágreinings um skilning á kjara-
samningnum, sem hér er lagður
fyrir Félagsdóm, og ber því að
hafna frávísunarkröfu stefnda.
Sýknukrafa stefnda er í fyrsta
lagi á því byggð að honum hafi
verið heimilt og skylt að fresta
framkvæmd nýs launakerfis og að
honum sé því óskylt skv. 1. gr.
samningsins að inna af hendi hina
umkröfðu greiðslu til félagsmanna
stefndu, þar sem slík launahækkun
valdi röskun á hinu almenna launa-
kerfi í landinu.
Ekkert ákvæði kjarasamningsins
tekur til þess hvernig sú aðstaða
skuli skilgreind að framkvæmd til-
tekinna ákvæða hans fari í bága
við þetta markmið, sem aðilar tóku
sameiginlega á sig að stefna að.
Verður þetta ákvæði samningsins
ekki skýrt öðru vísi en svo, að telji
annar hvor samningsaðilanna slíka
röskun vera yfirvofandi, verði hann
að leita samkomulags við hinn aðil-
ann um hvernig við því skuli brugð-
ist. Er því ekki fallist á með stefnda,
að ákvæði 1. gr. samningsins hafi
heimilað honum að ákveða einhliða
frestun greiðslna samkvæmt 1.
kafla samningsins, sem koma áttu
til framkvæmda 1. júlí 1990, enda
hefur ekki verið í ljós leitt með
óyggjandi hætti, að afleiðingar
samningsins verði aðrar en þær er
sjá mátti fyrir við gerð hans.
Aýknukrafa stefnda lýtur í öðru
lagi að því að kröfugerð stefnanda
eigi ekki stoð í 5. gr. kjarasamnings
aðila.
Þeim kjarasamanburði, sem 1.
kafli samningsins fjallar um, var
ekki lokið fyrir 1. júlí 1990. Hafði
kjarasamanburðarnefnd ekki skilað
lokaáliti þann dag, en fulltrúar
stefnda í nefndinni lögðu hins vegar
fram sitt lokaálit hinn 29. júní 1990.
6. mgr. 5. gr. kjarasamningsins
er svohljóðandi:
„Hafi nefnd skv. 3. mgr. 2. gr.
ekki skilað lokaáliti hinn 1. júlí
1990, sk'al greitt upp í væntan-
lega hækkun þannig að tilfærslur
milli iaunaflokka skv. 3. mgr.
verði að jafnaði 'A launaflokki
meiri en lágmark skv. 3. mgr.
hefði verið frá 1. júlí 1990. Við
endanlega ákvörðun áfangans
skal þó enginn lækká í launa-
flokki“.
Ákvæði 3. mgr. 5. gr., sem hér
er vísað til, hljóðar svo:
„í hverjum áfanga skal þá miða
við að hækkun nemi einum
launaflokki hið minnsta að með-
altali, en einstök starfsheiti og
einstakir starfsmenn hækki þó
ekki meira en nemur 3 launa-
flokkum. Er hér miðað við launa-
flokka skv. 10. gr. eða jafngildi
þeirra, verði launatöflu breytt."
Af orðalagi 6. mgr. 5. gr. er ljóst
að ákvæðið mælir fyrir um greiðsl-
ur ef framkvæmd kjarasamanburð-
arins dregst fram yfir 1. júlí 1990.
Verða hin tilvitnuðu ákvæði ekki
skýrð á annan veg en þann, að
stefnda beri að greiða félagsmönn-
um stefnanda upp í hækkun sem
Tlutancv
Hcílsuvörur
nútímafólks
þeir kunni að eiga rétt á samkvæmt
kjarasamanburðinum, þar sem hon-
um var ekki lokið hinn 1. júlí 1990.
Samkvæmt 6. mgr., sbr. 3. mgr.,
5. gr. nemur þessi greiðsla einum
og hálfum launaflokki samkvæmt
10. gr. samningsins.
Með hliðsjón af þessu verður
sýknukrafa stefnda ekki tekin til
greina, og lagarök standa ekki til
þess að sýkna að svo stöddu.
Rétt þykir að stefndi greiði stefn-
anda málskostnað, sem ákveðst kr.
200.000, ásamt vöxtum eins og
krafist er.
DÓMSORÐ:
Frávísunarkröfu stefnda fjár-
málaráðherra f.h. ríkissjóðs er
hrundið.
Viðurkennt er að stefnda fjár-
málaráðherra f.h. ríkissjóðs sé frá
1. júlí 1990 skylt að greiða félags-
mönnum stefnanda, Félags
íslenskra náttúrufræðinga, sem
starfa hjá stefnda og taka laun
samkvæmt kjarasamningi aðila frá
18. maí 1989, fjárhæð sem nemur
1 'A launaflokki til viðbótar launum
viðkomandi félagsmanns sam-
kvæmt 10. gr. kjarasamnings aðila.
Stefndi greiði stefnanda kr.
200.000 í máls kostnað, er beri
dráttarvexti skv. III. kafla vaxta-
laga nr. 25/1987 frá 15. degi eftir
dómsuppsögu til greiðsludags.
Garðar Gíslason
Sigurður Reynir Pétursson
Ingibj'örg Benediktsdóttir
Ragnar Halldór Hall
Þorsteinn A. Jónsson
PLENÍTUDE
L'ORÉAL
EKKI PRÍLA!
NOTAÐU BELDRAY
Beldray fæst í byggingavöruverslunum og kaupfélögum um land allt.
EINKAUMBOÐ I.GUÐMUNDSSON & CO HF. SÍMI 24020
Álstigarnir og tröppurnar frá
Beldray eru viðurkennd bresk
gæðavara - öryggisprófuð og
samþykkt af þarlendum yfir-
völdum.
Beldray er rétta svarið við vinnuna,
i sumarbústaðnum og á heimilinu.
Verðið er ótrúlega hagstætt -
gerðu hiklaust samanburð.
iTIi
64.5cm 87.0cm K)a5cm I32.0cm !54.5cm 177.0cm