Morgunblaðið - 24.07.1990, Page 23

Morgunblaðið - 24.07.1990, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JULI 1990 23 Bretland: Námumenn sækja Scargill til saka vegna meðferðar á fé St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsms. Framkvæmdastjórn Breska námumannasambandsins ákvað í síðustu viku að sækja Arthur Scargill, leiðtoga breskra námu- manna, til saka fyrir dómi til að ná fé, sem stjórnin telur sína eign. Fyrir nokkru kom út skýrsla, sem virtur lögmaður gerði um fram- göngu Scargills og annarra forystu- manna námumannasambandsins í verkfalli námumanna veturinn 1984-85. Þá flutti Scargill fé Sam- bands breskra námumanna á reikn- inga í útlöndum til að komast hjá því að bresk yfirvöld tækju það eignarnámi og sætir hann ámæli fyrir það. í skýrslunni er Scargill einnig sakaður um að halda fé á reikningi í eigu Alþjóða námu- mannasambandsins, en hann er for- seti þess, sem var gjöf sovéskra námumanna til breskra. Alþjóða námumannasambandið neitaði að aðstoða rannsóknar- nefndina við störf hennar. I síðustu viku ákvað framkvæmdastjórn Breska námumannasambandsins að leita stuðnings dómstóla til að ná fé af reikningi í Dyflinni, sem er í eigu Alþjóða námumannasam- bandsins, en Scargill er einn af fjór- um prókúruhöfum reikningsins. Ákvörðunin var samhljóða. Áður en hún var tekin, var Scargill ásamt helsta aðstoðarmanni sínum vísað af stjórnarfundinum. Degi seinna var gefin út kæra á alla ijóra pró- kúruhafana og reikningurinn fryst- ur. Á laugardag ætlaði Scargill að fljúga til Parísar undir dulnefni til að ráðgast við aðra frammámenn Alþjóða námumannasambandsins um viðbrögð við kærunni. Fjöl- miðlar komust á snoðir um ferðir hans og fylgdust með honum í París. Á næstunni er búist við, að Scargill fái fleiri kærur frá Sam- bandi brezkra námumanna vegna meðferðar hans á fjármunum þess. GARÐURINN Kringlunni 1990 3ja daga af mælisveisla þriðjudag, miðvikudag og f immtudag Hard Rock hamborgar Stýrishjól úr gamla Pecan baka í desert Gláumbæ sem brann 1971 AiMÆLISMATSEÐILL Hard Rock hamborgari... 395,- Grísasamloka........490,- BAR.B.Q. kjúklingur 790,- Eftirlæti rokkarans.990,- (Glóðagrilluð lambasneið) Eftirréttur fylgir öllum mat Gosdrykkir 50,- ALLIR VELKOMNIR Á HARD ROCK CAFE Hard Rock Opal „MAD HATTER" bún- ingur Eltons John Heimsreisa 1974 ELSKUM ALL A - Þ JONUM OLLUM HARDROCKCAFE, KRINGLUNNI8-12, SÍMI .89888

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.